Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 1
REYNSLUAKSTUR A FIAT MULTIPLA - CVT GÍRSKIPTINGINs FRAMTÍÐIN - OFFRAMLEIÐSLA ÍEVRÓPSKUM BÍLAIÐNAÐI Toyota í Evrópu TOYOTA ætlar sér stóra hluti á Evrópu- markaði á komandi árum. Framleiðsla hefst á smábílnum Yaris í nýrri verksmiðju í Valenciennes í Frakklandi en auk þess hefur verið byggð hönnunarmiðstöð fjTir Evrópuframleiðsluna á frönsku Ríveríunni. Auk þess að geta framleitt 220 þúsund Avensis og Corolla bíla í Derbyshii’e í Englandi getur Toyota framleitt 150 þús- und Yaris bíla í Frakklandi þegar verk- smiðjan verður komin á fullan ski'ið árið 2001. Einnig ætlar Toyota að fjórfalda vélaframleiðslu sína í Bretlandi og ráðger- ir að framleiða 400 þúsund vélar á SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 BLAÐ 1 Daewoo Matiz DAEWOO hefur kynnt nýjan smábíl sem er að koma á markað í Evrópu. Bíllinn heitir Matiz og fellur í flokk minnstu bíla eins og VW Lupo og Fiat Seicento. Matiz er 3,5 metra langur. Vélin er þriggja strokka, 52 hestafla, afar sparaeytin og til- valin í borgarsnatt. Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Daewoo, kveðst hafa skoðað bílinn og litist vel á hann. Hann sé þægöegur í akstri og gæti hentað á markað hér. Engin ákvörðun hefur samt verið tekin um innflutning á 66,5 % aukning frá 1997 í janúar-okt. 1997 Hlutfall í janúar-okt. 1998 Hlutfal! Breyting milli ára 1. Toyota Land Cruiser 300 19,0 % 1. SsangYong Musso 324 12,3 % +106% 2. Mitsubishi Pajero 280 17,7% 2. Toyota Land Cruiser 312 11,8% +4% 3. Suzuki Vitara 164 10,4% 3. Honda CR-V 247 9,4% +127% 4. SsangYong Musso 157 9,9% 4. Nissan Terrano II 246 9,3% +120% 5. Nissan Terrano II 112 7,1% 5. Mitsubishi Pajero 226 8,6% -19% 6. Honda CR-V 109 6,9% 6. Suzuki Vitara 212 8,0% +29% 7. Land Rover Discovery 77 4,9% 7. Galloper 202 7,7% - % 8. Toyota Rav 4 68 4,3% 8. Nissan Patrol 145 5,5% +303% 9. Daihatsu Terios 58 3,7% 9. Suzuki Grand Vitara 117 4,4% - % 10. Suzuki Sidekick 46 2,9% 10. Daihatsu Terios 113 4,3% +95% Aðrar tegundir 311 19,6% Aðrar tegundir 490 18,6% +19% SAMTALS: 1.582 100% SAMTALS: 2.634 100% 100% 66,5% aukning í jeppasölu MIKIL aukning hefur orðið í sölu á jeppum og jepplingum síðustu tíu mánuði ársins hér á landi í saman- bm-ði við fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Aukningin er rúm 66%. 1.582 bíl- ar seldust frá janúar til loka októ- ber 1997 en á sama tíma á þessu ári var salan 2.634 bílar. Sex gerðir, sem eru nýj- ar á þessum markaði, eiga hlut í söluaukningunni. Petta eru bílarnir Gall- oper, Kia Grand Sporta- ge, Land Rover Freelander, Mercedes- Benz M, Suzuki Grand Vitara og Jimny. Sjö tegundir skera sig úr með mikilli sölu. SangYong Musso er söluhæsti jeppinn, 324 bílar, Toyota Land Cruiser er í öðru sæti, 312 bíl- ar, Nissan Terrano er í fjórða sæti, 246 bílar, og Mitsubishi Pajero í fimmta sæti, 226 bílar. Mest seldi jepplingurinn er Honda CR-V, 247 bílar. Jepplingur frá Hyundai BÍLAFRAMLEIÐENDUR kepp- ast við að koma jepplingum eða litlum jeppum á markaði enda eftirspurnin mikil víðast hvar. Nú þykir ljóst að Hyundai í Suð- ur-Kóreu mun bætast í hóp þeirra framleiðenda sem bjóða upp á fjórhjóladrifmn bíl af þessu tagi. Fyrir framleiðir Hyundai Starex sendi- og fjölnolabílinn með fjórhjóladrifi en fyrir skemmstu náðist mynd þegar frumgerð Hyundai jepplings var prófuð á Ítalíu. Bfll af þessu tagi er einmitt það sem vantað hefur í fram- leiðslulínu Hyundai, en eins og kunnugt er, framleiðir deild innan fyrirtækisins Galloper jeppann með sérstökum samn- ingi við Mitsubishi. Jepplingur- inn á að etja kappi við mikla sölubfla í þessum flokki, þ.e. Toyota RAV4 og Honda CR-V. Búist er við að Hyundai kynni bfliim, sem verður fernra dyra, árið 2000. Gísli Guðinundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, umboðsaðila Hyundai, segir að sér lítist vel á þennan kost og að bfllinn gæti hentað vel á markaði hérlendis. HYUNDAI jepplingur í dular- klæðum á prófunarsvæði á Ítalíu. VERÐUR Kia Sportage flutt inn af Bifreiðum og landbúnaðarvélum? Hyundai býður hæst í Kia HYUNDAI var hæstbjóðandi í 51% hlut í Kia Motors og Asia Motors, dótturfyrirtæki Kia sem sérhæíh- sig í framleiðslu vörubíla. Aðrir sem buðu í fyrirtækið vora Ford Motors, Daewoo Motor og Samsung Motor. Ford á nú 16,9% hlut í Kia en sá hlutur fer niður í 1,69% verði af kaupum Hyundai á Kia. Fyrh- hlutinn bauð Hyundai 880 milljónir dollara, að því er fram kemur í bandaríska fagritinu Au- tomotive News. Að öllu óbreyttu verður gengið frá samningum um kaupin í febrúar á næsta ári. Sameinuð verða fyrirtækin 11. stærsti bílaframleiðandi heims og ársframleiðslan um 2,5 milljónir bfla. Chung Mong-Gyu, stjórnarfor- maður Hyundai, segir að fyrirtækið hyggist halda merkjunum tveimur aðskildum líkt og Audi/VW en hann sagði að framtíðin leiddi í ljós hvort þróunin yrði sú að annað þeirra sérhæfði sig í framleiðslu ódýiTa bíla. Gísli Guðmundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, segir að fréttir af þessum samningi séu afar óljósar en sé það rétt sem fram kemur í Automotive News að Hyundai hafl tryggt sér meirihluta í Kia geti það leitt til þess að B&L hefji innflutning á Kia bílum á ný. Áður hafði Hekla hf. umboð fyrh- Kia og fyrirtækið þjónustar enn þá bfla sem það hefur sett á markað hérlendis. „Við eram með fjögur umboð og höfum mikið umleikis vegna þessa. En ég held að jeppinn myndi falla vel að okkai' línu, þ.e. Kia Sportage. Ég held að það væri hins vegar ekki skynsamlegt að flytja inn Kia fólks- bflana í samkeppni við aðra fólksbfla sem við flytjum inn. Það yrði bara til að dreifa kröftunum," segir Gísli. FIMM bflar eru eftir í vali evrópskra bflablaðamanna um bíl ársins í Evr- ópu 1999. Bílamir eru Peugeot 206, Audi TT, Opel Astra, Volvo S80 og Ford Focus. Síðastnefndi bfllinn var nýlega valinn bíll ársins í Danmörku og lenti Opel Astra þar í öðru sæti. Dómnefnd er skipuð 55 blaða- mönnum frá öllum helstu bfla- blöðum og dagblöðum Evrópu. Urslitin verða kunngjörð síðar í mánuðinum. 29 bflar voru í upphaflega pottinum en var síðan fækkað niður í fimm. Margir telja að Ford Focus sé líklegur til að hampa titlinum sem getur skipt sköpum fyrir sölu í Evrópu. I fyrra var Alfa Romeo 156 kjör- inn bfll ársins og Renault Méga- ne Scénic árið þar á undan. Valið stendur milli 5 bíla AUDI TT. FORD Focus. Ford Focus hefur vakið mikla at- hygli í fagritum um bíla. Jafnt er þar talað um óvenjulegt útlit bílsins og gæði. Audi TT var eiginlega senu- þjófurinn á bflasýningunni í París í byrjun október. Þetta gæti orðið mikill tískubíll. Hann er smíðaður á sama undirvagn og Audi A3 og VW Golf. Hann er m.a. boðinn með 1,8 lítra forþjöppuvél, 180 hest- afla. Opel Ástra er gerbreyttur bfll og þykir hafa unnið veru- lega á í gæðum. Peugeot 206 er stærri en fyrirrennarinn 205 og einn af glæsilegi-i smábflum á markaði. Volvo S80 er tilraun sænska framleiðandans til að keppa við lúxusbíla frá Mercedes-Benz og BMW. Hann er sagðm- öruggasti bfll í heimi og er hlaðinn tæknibúnaði BÍLL ÁRSINS í EVRÓPU 1999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.