Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 4
^4 D SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR FIAT-verksmiðjumar kynna um þessar mundir frumlegan fjölnota- bíl af minni gerðinni, Multipla. Þetta er sex manna bíll með SS þó nokkru farangursiými, Pf framdrifinn og fáanlegur með bensín- eða dísilvélum. Multipla er væntanlegur ^ hingað tO lands í lok febrúar 3 á næsta ári að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmda- mgt stjóra ístraktors, sem hefur ^ umboð fyrir Fiat. m Roberto Testore, forstjóri Fiat, sagði á blaðamanna- fundi í Torino síðastliðinn þriðjudag er bíllinn var kynntur bflablaðámönnum í Evrópu, að Multipla Fiat væri ætlað að mæta nýjum þörfum þegar viðhorf manna væru að breytast, bíll sem væri þægilegur að ferðast í og auðveldur í notkun hvar sem er. Aðal Multipla væri hversu auðvelt væri að laga hann að hinum ýmsu þörfum eigenda. Vaxandi markaður Markaður fyrir fjölnotabíla fer hratt vaxandi í Evrópu en flestir framleiðendur hafa boðið stóra bíla í þessum flokki, átta til níu manna. Multipla er hins vegar sex manna. Aætlað er að framleiða 60 þúsund bíla á ári og hefst salan á heimamarkaði nú í nóvember en í byrjun næsta árs í öðrum löndum Evrópu. Bíllinn er framleiddur í Mirafiori verksmiðju Fiat í Tor- ino. Multipla er með hefðbundn- um útlítum langbaks eða fjölnotabíla en þar endar samlíkingin því hann er innan þess ramma merkilega frábrugðinn þeim frændum sínum. Vélarhúsið er boga- laga og frumlegur stallur við neðri brún framrúðu setur sérstakan svip á bílinn og þar er að finna aukaluktir. Framrúðan er mikið hallandi sem gefur gott rými fyrir mæla- borð enda er engu líkara en Multipla sé mun stærri að innan en utan. Aftur- endinn er þverskorinn og örlítið bungumyndaður. Bíll- inn er 3,99 m langur, 1,87 m á breidd og 1,67 m hár. Hann veg- ur 1.300 kg Mælaborð er í miðju sem er sérlega skemmtileg tilbreyting. Ökumaður horfir ótruflaður fram á veginn en sér þó auðveldlega út- undan sér á hraðamælinn og ann- að sem þarf að fylgjast með í akstri. í mælaborðinu er að finna flest sem ökumaður þarf á að halda en þó söknuðum við Islend- ingarnir sem reyndum bílinn snúningshraðamælis. Gírstöng er framan á mælaborðinu, er mjög stutt og þarf því lítið að hreyfa hana og ökumaður er fljótur að venjast bæði staðsetningunni og þessum skemmtilega stubbi og lipra. Sætaskipan er þannig að tveir farþegar sitja við hlið öku- manns og þrjú sæti eru afturí og auk þeirra nokkurt farangursrými aftast. Fjölhsf sætaskipan Sætin eru stök og má kippa þeim úr eftir hentugleikum og nýta bílinn eins og hvert verkefni krefst. Miðjuframsætið er örlítið aftar en hin en samt vantar ekki mikið uppá að ökumaður fitli við vinstra hné miðjufarþegans þegar hann skiptir. Að öðru leyti er miðjufarþeginn ekki til óþæginda en hann nýtur ekki eins mikils fótarýmis og aðrir í bílnum og myndi því vart endast þar í lang- ferð. Þá er tæpast nægilegt höf- uðrými í útgáfunni með sóllúgu sem eru bæði yfir fram- og aftur- sætum en þetta tvennt er nánast það eina sem finna má að rými í Multipla. Multipla er feikn skemmtilegur bíll í akstri. Reyndir voru bæði bensín- og dísilbílar á um 200 km hring á Norður-Ítalíu og er vinnsla og hegðan þeirra beggja mjög svipuð. Bensínvélin virðist þó fara á meiri snúning og vera háværari en dísilvélin á miklum hraða á hraðbrautunum, að minnsta kosti þegar komið er á um og yfir 140 km hraða. Multipla er hins vegar mjög hljóðlátur og kom á óvart að hvorki skyldi vera HÆGT er að leggja niður miðjusætið frammf og eins og sjá má er mælaborðið skemmtilega frumlegt. RYMI fyrir farangur mælist fiá 385 lítrum ef öll sæti eru í bílnum en það er stækkanlegt í 1.255 lítra. Morgunblaðið/jt ÚTLIT Multipla er líflegt. MULTIPLA frá Fiat er sex manna fjölnotabíll sem býð- ur uppá ýmsa skemmtilega eiginleika. hestöfl. Hámarkshraði á báðum er uppgefínn 170 km/klst. og við- bragðið úr kyrrstöðu í 100 km hraða nánast það sama, 12,6 sek- úndur á bensínvélinni og 12,4 með dísilvél. Þá er Multipla nú þegar boð- inn með vél sem gengur á metangasi og er fjórum tönkum komið fyrir undir bílgólfinu og rýrir ekki annað pláss í bílnum. Síðar verður í boði bíll með tvenndarvél og rafbíll einnig. Góður staðalbúnað- nokkur hávaði að ráði frá vegi eða vindi þegar komið var á þetta mikla ferð. Bíllinn er lipur í þrengslum og á krókóttum leiðum er hann rásfast- ur og virðist honum ekki hætt við óvæntum stökkum. Hann mætti leggja heldur betur á en það kom þó ekki alvarlega að sök. Nokkuð vantar á að viðbragðið sé snöggt og á það bæði við um 1,6 lítra bensínvélina sem er 103 hestöfl og 1,9 lítra dísilvélina en hún er 105 Búnaður í Multipla er nokk- uð hefðbundinn og kannski ríflega það, þ.e. rafdrifnar rúður og speglastill- ingar, tveir líknarbelgir og völ á hliðarbelgj- um einnig, hemlalæsi- vörn og mjög hentugt í bíl sem þessum er sá mikh fjöldi smá- hólfa og vasa sem finna má nánast um allan bfl. Verð á Multipla hérlendis verður nálægt 1.650 þúsund krónum sem svipað og verðið á Renault Megane Scénic, sem er svipaður íjölnotabfll. Multipla ætti því að ná fótfestu hérlendis. Multipla er áhugaverður bíll og fjölhæfur til ferðalaga sem og þéttbýlisnotkunar og er því raun- hæfur kostur í margs konar sam- keppni hér. Jóhannes Tómasson Frumlegur Multipla frá Fiat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.