Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ Þögular samræður orðanna um: „Sögur eru einfalt fyrirbæri.“ (TMM 1.’92) Gísli segir að á níunda áratugnum hafi „orðið þróun í þá átt að höfundar eru aftur farnir að segja lesendum sínum sögur“, og virðist hann því mjög feginn; eftir allar nýjungar og glímu við form skáldsögunnar telur hann að al- mennur smekkur á skáldskap hafi ekkert breyst: „Rithöfundar þurfa að skrifa vel og hafa húmor. Svo einfalt er það.“ í lok greinarinnar má heyra skýran enduróm orða Halldórs Laxness sem vitnað var í hér að framan. Gísli segir að það gildi umfram allt að skáldverk „geymi vel sagða sögu, séu hnytt- in og vel skrifuð". Og Gísli heldur áfram: „Þau verða að geta lyft sér upp yfir þær væntingar sem sam- tíminn gerir til skáldverka: einn daginn módernismi, annan daginn raunsæi, hinn daginn magískt raunsæi, og svo miklar formtil- raunir í bland þar sem ekkert má ganga blátt áfram eins og klukk- an. Þau verða að höfða til lesenda, fanga þann galdur sem tælir fólk til að hlusta eða lesa áfram.' Um hvað, skiptir ekki máli ef höfundar glíma af einlægni við nýsköpun forms og efnis í frásögn sinni.“ Astráður Eysteinsson, bók- menntafræðingur, andmælti þess- ari sýn á sagnaritun níunda ára- tugarins í grein í TMM (2.’92). Taldi hann að hið svokallaða aftur- hvarf til frásagnarinnar sjáist að- eins í fáum verkum frá þessum tíma, auk þess sem vart sé hægt að tala um að sagan hafi horfið úr íslenskri sagnaritun, verk módernistanna ólgi til dæmis af sögum þótt hinn „samfelldi epíski söguþráður með atburðakjörnum sínum og tímafléttu" hafi þokast í bakgi'unn textans. Það sem ein- kenni sagnaritun þessa tíma sé frekar „samspil sögulegra og and- sögulegra þátta“. Astráður nefnir nokkur verk frá níunda áratugn- um sem hann telur að ekki geti fallið undir skilgreininguna um afturhvarf til frásagnarinnar, svo sem eins og Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur, Hring- sól Alfrúnar Gunnlaugsdóttur, Skuggabox Þórarins Eldjárns og Svefnhjól Gyrðis Elíassonar. Það sem, að mati Astráðs, samkennir þessi skáldverk og fleiri af helstu listaverkum í skáldsagnagerð síð- asta áratugar, þar með talin þau verk sem sagnamennirnir svoköll- uðu hafa risið hæst í, er að „frá- sagnarhættir þeirra eru sveigðir að myndmáli og lýrískri tjáningu." Spennuþrungin þögnin Vinsælt er að halda því fram þessa dagana að fjölhyggja sé ríkjandi í bókmenntum samtím- ans. Allt sé leyfilegt, bæði í formi og efni, jafnvel „hið illa skrifaða". Sögulegir og and-sögulegir þættir takast á, stundum hefur þetta ver- ið kallað að „andstæða hefðar og módernisma" sé að leysast upp (HG, TMM 3.’91). Stundum er sagt að skáldsaga samtímans sé full af leik, leik að tungumálinu, frásagnarþáttum og ekki síst að öðrum bókmenntagreinum svo sem ljóði, leik og ritgerð. Sömu- leiðis er vinsælt að segja að stefnuleysi einkenni bókmenntir samtímans, að þær hangi í lausu lofti í einhverju millibilsástandi. Allar þessar skýringar kunna að vera réttar en einnig mætti líta svo á að ástandið einkennist fyrst og fremst af leit, leit að nýjum frá- sagnarhætti, nýju sjónarhorni, nýjum orðum, leit að merkingu. A meðan gerast bókmenntirnar kannski fyrst og fremst í bilinu milli orðanna, í þögulum samræð- um orðanna, - á meðan tónninn er ekki fundinn ríkir þögnin, spennu- þrungin þögnin. Horft til sögualdar BÆKUR Sagnfræði KAPPAR OG KVENSKÖRUNGAR Æviþættir fjörutíu og níu fornmanna eftir Gísla Jónsson. 160 bls. Bókaút- gáfan Hólar. Prentun: Ásprent/Pob ehf. Akureyri, 1998. SÖGUÖLD kallast tímabilið frá stofnun Alþingis 930 til 1030. Þá gerast Islendinga sögurnar. Þær eru, ásamt Eddukvæðum og Heimskringlu, hið eina sem Islend- ingar hafa lagt til heimsmenningar- innar. Víst má margur una við minna. í bók þessari hefur Gísli Jónsson tekið sér fyrir hendur að endursegja valið efni úr þessum gullaldarbókmenntum. Þess háttar útdráttur telst hér til nýjunga en er vel þekktur frá öðrum löndum. Það er ábyrgðarhluti að takast á við slíkt viðfangsefni og ekki á hvers manns færi. Skemmst er frá að segja að Gísli Jónsson leysir það af- ar vel af hendi. Til þess hefur hann og aila burði. Hann er maður mál- snjall og ritfær. Hann er handgeng- inn hinum fornu fræðum; þekkir þar hvern krók og kima. Ennfremur hefur hann piýðisgóð tök á þeim gagnorða stfl sem einn hæfir svo klassísku efni. Þrátt fyrir skólamenntun, mann- afla og tækni 20. aldar hefur engum enn sem komið er tekist að gera betur en höfundur Njálu. Enginn sagnfræðingur hefur heldur reynt að feta í spor Snorra. Eða hver ger- ist nú skyggnari á mannlegt eðli en höfundur Grettis sögu? Og hver skýrir betur eðli og afleiðingar valdabaráttu en höfundur Egils sögu, hvort sem það var nú Snorri eða einhver annar? Það eru einstakar, nafnkenndar söguhetj- ur sem Gísli Jónsson segir hér frá. En þar sem margar þeirra eru jafnframt höfuðper- sónur, hver í sinni sögu, kemur megin- þráður sagnanna einnig fram í frásögn- inni. Þættimir eru fimmtíu talsins ef með er talinn hinn síðasti, Fleyg orð og ummæli, og allir stuttir. Fremstur fer Ari fróði en lestina rekur Þor- móður Kolbrúnar- skáld. Heppileg tilvilj- un að þeir skuli skipa upphaf og endi þar sem annars er raðað eftir stafrófsröð. Þarna er ekki aðeins sagt frá köppum og kvenskörung- um. Einstaklingar, sem minnis- stæðir urðu annarra hluta vegna, fá einnig sitt rúm. Þannig er ekki að- eins þáttur um Gretti; bræðra hans, Atla og Iiluga, er einnig getið í sér- stökum þáttum. Vafamál er að nafn Guðríðar Þorbjarnardóttur komi í hugann þegar minnst er fornra kvenskörunga. Hún stóð þó fyrir sínu þar sem hvort tveggja átti fyrir henni að liggja að stíga á land í Am- eríku og heimsækja Rómaborg. Kveður höfundur að hún hafi líklega verið »víðförlasta kona sinnar tíð- ar«. Auðunn vestfirski komst líka til Rómar, en saga hans, segir Gísli Jónsson, að sé »skýr dæmisaga þess að orðheldni, hreinskilni, heið- arleiki, stefnufesta, ræktarsemi og trúrækni séu giftusamlegir kostir«. Og fleiri gerðu víðreist, þeirra á meðal Eiríkur rauði sem fann Grænland. Gísli Jónsson tekur upp orð Ara fróða: »Eiríkur rauði hét maður breiðfirskur«. Upplýst er að sonur hans, Leifur heppni, hafi ekki verið kallaður svo vegna þess að hann fann Ameríku heldur sakir hins að hann bjargaði mönnum úr sjávarháska. En að feðgar þessi hafi ekki verið íslenskir heldur eitthvað annað? Slíkum spurningum er að sjálf- sögðu óþarft að svara! Engar heimildir greina frá því hvaða ár né hvaða dag íslend- ingar tóku að líta á sig sem sérstaka þjóð. Gísli Jónsson upplýsir að í vísu, sem hann tekur upp eftir Sighvati Þórð- arsyni, komi fyrst fyrir orðið ís- lenskur: »Oss hafa augun þessi / ís- lensk, konan, vísað . ..« Höfundur gengur að því vísu að lesendur hafi ekki aðeins áhuga á efninu heldur líka nokkurn skilning á fornu mál- fari. Allvíða tekur hann upp drótt- kvæðar vísur, frásögninni til stuðn- ings og staðfestingar að fornum hætti, en skýrir þær að sjálfsögðu jafnóðum. Að brjóta þær til mergjar kostar að vísu örlitla fyrirhöfn. En erfiðið ber ætíð þann árangur að þar með má komast nær andblæ sögualdar eins og sagnaritarar 13. aldar - sagnritunaraldar - sáu hann fyrir sér. Næstu fimm aldimar eftir að sagnaritun leið undir lok tóku rímnaskáldin við og mærðu kappa fornaldar með viðhafnarmiklu orð- skrúði. Gísli Jónsson skírskotar víða til seinni tíma kveðskapar, flettir þó ekki mikið upp á gömlum rímum, að vísu. En í frásögninni af Melkorku tekur hann stöku upp úr Mel- korkurímum Unu Jónsdóttur, en Una mun víst teljast til naívista samkvæmt nútíma staðli. Flestum köflunum fylgir teikning eftir Kristin G. Jóhannsson. Eitt- hvað sýnist framlag myndlistar- mannsins koma úr annarri átt. Asjóna kappanna minnir þar meira á síðhærða og æsta poppara á seinni hluta 20. aldar en kappa og kvenhetjur sögualdar eins og þeim er lýst í hinum fornu bókmenntum. En hvað um það, þessir gagnorðu og greinagóðu æviþættir Gísla Jónssonar eiga erindi til allra en þó fyrst og fremst til ungs fólks. Til dæmis getur þetta orðið hið ákjós- anlegasta stuðningsefni í efstu bekkjum grunnskóla og í fram- haldsskólum. Bókin er handhæg, áhugaverð og áreiðanleg. Og það tekur engan tíma né fyi-irhöfn að finna það sem leitað er að hverju sinni. Erlendur Jónsson Gísli Jónsson Nýjar bækur • SLÉTTUÚLFURINN er eftir þýska Nóbelsverðlaunahöfundinn Hermami Hesse í þýðingu Eh'su Bjargar Þor- steinsdóttur. I kynningu seg- ir: „Líklega hefur engin þýsk bók hlotið aðra eins útbreiðslu og þessi. Thomas Mann sagði um bókina á sínum tíma: „Sléttuúlf- uiánn hefui- í fyrsta sinn í lang- an tíma aftur kennt mér hvað það er að lesa.“ Bókin vakti strax gríðarlega athygli þegar hún kom út árið 1927. Höfundurinn þótti ganga fullnærri siðgæðismörk- um samtímans og andúð hans á hvers kyns stríðsrekstri og efasemdir um framfaramátt tækninnai' gerði suma hálfáttavillta. En persónuleg sálar- kreppa sem fylgir baráttu „andans og fýsnanna", eins og hann sagði sjálfur, er einnig viðfangsefni bókarinnar, sem sló í gegn þrátt fyrir ráðleysi margra lesenda." Sléttuúlfurinn er fyrsta verk Her- manns Hesse sem gefið er út á bók á íslensku. Hermann Hesse fæddist árið 1877 í borginni Calw í Wiirtemberg og lést 1962 í Montagnola í Sviss þar sem hann bjó lengstan hluta ævi sinnai'. Bækur hans hafa selst í milljónaupp- lögum um allan heim. Hann hlaut Nó- belsverðlaunin í bókmenntum árið 1946. Útgefandi er Ormstunga. Bótín, sem er 246 bls., prentuð hjá Steinholti og Flatey annaðist bókband. SofBa Arnadóttu- hannaði kápu. Verð: 3.290 • RENUS í hjarta er eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Bandaríkjamaður kemur til íslands undir því yfírskim að selja heilsuvör- ur. Maðurinn er þó í rauninni einn af æðstu mönnum alþjóðlegs eitur- lyfjahrings og er- indi hans er að myrða 22 ára ís- lenska stúlku, en faðii' hennar sveik Bandaríkjamann- inn á áram áður. Islendingur, sem staifar fyrir bandarísku alríkislög- regluna, blandast inn í málið en hann hefur lengi verið á hælum Banda- ríkjamannsins. Hann verður ástfang- inn af stúlkunni en það er hægara sagt en gert að vernda hana fyrir hin- um útsmogna og samviskulausa glæpamanni. Birgitta hefur sent fi-á sér fjölda skáldsagna, nú síðast 1997: Nótt á Mánaslóð. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 157 bls., prentuð í Singapore. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Verð: 3.380 kr. Birgitta H. Halldórsdóttir BÆKUR Skáldsögur GESTABOÐ BABETTE eftir Karen Blixcn, Ulfur Hjörvar þýddi, Bjartur, Reykjavík, 1998, 102 bls. DILLANDI kvenlegur hlátur endurómar í Gestaboði Bebette eft- ir Karen Blixen þar sem öfgum 19. aldar er slegið upp í veislu, kjöt- kveðjuhátíð þögulla skrílsláta, dýrð- legrar upphafningar fíngerðustu nautna. Það er hægt að búa til ein- kennilega spennu yfir afmörkuðum og smáum atburði einsog gestaboði franskrar eldabusku á heimili systra í Noregi, veislu þar sem keyrðir eru saman andstæðir en samhverfir heimar, meinlætalegur munaður eða nautnafull afneitun, ofgnótt þar sem engu er ofaukið. Það er „engu ofaukið" í þessu verki sem þó fjallar um ofgnótt og sóun, form þess og frásögn er þéttari en í verðlaunamynd Gabriels Axels eftir skáldsögunni (sem nær er að kalla nóvelettu) og eins er hlátur hennar meinlegri, írónískari. Gestaboð Ba- bette gengur algerlega upp. Systurnar Martína og Philippa eru prófastsdætur og piparmeyjar Meinlæti og ofgnótt Karen Blixen sem sögð er saga höf- undarins - sem lifði merkilegu lífi - og bent á einfaldleika frásagnar verksins sem hægt sé að njóta í sinni tærustu mynd - þó ég fái ekki séð að „viðbit heimspeki og bókmenntafræða“ (101) skaði nokkurn. Þetta er marglaga verk (jú, einsog terta), undir yfirborði frásagnarinnar kljást heimsmynd meinlæt- is, þagnar og alþýð- legrar trúar og létt- leiki og sjálfstjáning, af kvöð, uppeldi og lík- lega upplagi, að minnsta kosti örlögum. Þær taka að sér hina frönsku Ba- bette sem er hrak úr frönsku borgarastyrj- öldinni. Óvæntir atburð- ir leiða til undirbúnings matarveislu Babette en þannig veisla er and- stæð lífsstíl systranna þó hún feli í sér summ- una af lífi þeirra. Þær óttast að veislan snúist uppí nornadans og djöf- ulgang, óttast ískyggi- legan tilgang að baki henni. í því felst spenn- an. Þetta er matarleg bók, bók um lyst og list, kápuna skreytir eldrauð servíetta með blóma- og berjamynstri og það er þess virði að hafa orð á fallegu útliti og uppsetningu texta. Þýðandi skrifar prýðilegan eftirmála þar munaður efri stétta. Þýðing Ulfs er gæðaleg, íslenski textinn er blæ- brigðaríkui' og fínn. Ein persóna sögunnar ýtir henni á útjaðra farsans og fagurfræði hans eða misskilningskómedíunnar: Löwenhielm liðsforingi, síðar hers- höfðingi. Tilvera hans er samsíða tilveru Martínu. Þau fela í sér van- nýtta möguleika hvort annars, leið- ina sem ekki var farin og Philippa á sér reyndar samskonar samhverfu. Löwenhielm verður einstaklega hlægilegur í hinni margboðuðu veislu, honum er hrint niður í hyl- dýpi íroníunnar og spurning hvort verkið ætlar að seilast eftir hendi hans og ná honum upp aftur. I sögu Löwenhielms helst yfirbragð gam- ansögunnar í hendur við átrúnað þjóðsagna. Það er ekki ný saga að „bókin er betri en myndin" þó svo þurfi ekki alltaf að vera. Margt í sögu Karenar Blixen býður heim myndrænni úr- vinnslu og þessi myndræna hlið kemur eðli málsins og formsins samkvæmt vel út á hvíta tjaldinu í eftirminnilegri mynd Axels. En hláturinn kvenlegi er sterkari í bók- inni, djöfullegri, ískyggilegri, enda- lokin margræðari og kannski ekki jafn hugljúf. „Hættið að hlæja“ seg- ir kannski einhver í karnevalinu miðju. Sagan tiplar létt og leikandi á hyldýpunum og hrífur jafnvel englana. Hermann Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.