Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Nýjar bækur
• ANDVÖKUR - Nýtt úrval Stephans G.
Stephanssonarer Finnbogi Guðmundsson hef-
ur valið.
í kynningu segir að Nýtt úrval ljóða efli enn
kynnin við eitt höfuðskálda
á íslenska tungu og hin fjöl-
breyttu yrkisefni þess. Dr.
Finnbogi Guðmundsson,
frv.Jandsbókavörður, hefur
valið ljóðin og fylgir safninu
úr hlaði með samantekt úr
ljóðum og bréfum Steph-
ans, þar sem varpað er ljósi
á hugarheim skáldsins og
Stephan G. viðhorf til skáldskapar og
Stephansson umhverfís.
• TAR paradísarfuglsins er eftir Einar Örn
Gunnarsson.
Ungur maður skrifar látinni móður sinni
bréf. I bréfunum, sem eru eins konar játninga-
bréf, lýsir hann ískyggilegu
lífi sínu á bersöglan og
ágengan hátt. Hann sér
veröldina og lögmál hennar
í vægast sagt einkennilegu
Ijósi. I þessum bréfum
unga mannsins kynnist les-
andinn ógleymanlegri per-
sónu, manneskju sem ekk-
ert er heilagt í sínu guðlega
æði.
Fyrsti kafii sögunnar
kom út sem sjálfstæð smá-
saga árið 1986.
Einar Örn Gunnarsson er fæddur árið 1961
í Reykjavík. Aður hafa komið út eftir hann
smásögur og skáldsögurnar Næðingur (1990),
Benjamín (1992) og Draugasinfónían (1996).
Einar Örn hefur birt efni í blöðum og tímarit-
um. Fyrr á þessu ári hlaut hann sex mánaða
styrk til ritstarfa frá Kunstlerdorf Schöpp-
ingen í Þýskalandi. Hann vinnur nú að leikriti
fyrir Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands
sem frumsýnt verður að vori komandi.
Utgefandí er Ormstunga. Bókin er 104 bls.,
prentuð hjá Steinholti og Flatey annaðist bðk-
band. Soffía Ái-nadóttir hannaði kápu. Mynd á
kápu er eftir Ásgeir Smára Einarsson. Verð:
2.790 kr.
• NÓTTÍN bh'ð er eftir F. Scott Fitzgerald í
þýðingu Atla Magnússonar.
Bókin er öörurn þræði sjálfsævisöguleg og
var Fitzgerald níu ár að ljúka henni.
Hér segir frá Dick Diver,
bandarískum geðlækni,
sem kemur til Evrópu í lok
heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Hann á sér háleit markmið
og margt bendir til að hans
bíði verulegur frami sem
vísindamanns. Á svissnesku
heilsuhæli kynnist hann
ungri, auðugri konu, Nicole
Warren, og fyrr en varir
tvinnast örlög þeirra sam-
an. í fáein ár lifa þau íburð-
armiklu og, á yfirborðinu, áhyggjulausu lífi á
frönsku Rívíerunni og víðar í Evrópu milli-
stríðsáranna. En gjaldið, sem Diver læknir
verður að greiða, er hátt. Hægt og hægt sígur
á ógæfuhlið í sambandi þeirra Nicole og aðeins
annað kemst af.
I kynningu segir að sagan veiti innsýn í lífs-
harmleik eins mesta rithöfundar Bandaríkj-
anna á 20. öld og þykir meistaraverk, ekki síst
að sálfræðilegu djúpsæi.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 400 bls.
Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Prentuð í
Singapore. Verð: 3.980 kr.
• SALÓMON svarti og Bjartur er sjálfstætt
framhald barnasögunnar um Salómon svarta
eftir Hjört Gíslason.
I kynningu segir: „Mér
sýnist strákamir vera á
góðri leið með að gera
fjárhúsið hans Skúla í
Smiðjubæ að dýra-
garði. Þetta er að
verða óþolandi!"
segir Þorlákur
lögreglu-
þjónn þegar
tvíburamir
Fíi og Fói
taka hvít-
an hrafnsunga í fóstur.
Fyrir er hrúturinn snjalli
Salómon svarti. Og
það á ýmislegt eftir að
ganga á - ekki allt
jafnskemmtilegt íyrir
Þorlák greyið!"
Útgefandi er Skjaldborg.
Bókin er 100 bls., prentuð í
Singapore. Umbrot og frágang-
ur: Skjaldborg. Verð: 1.680 kr.
F. Scott
Fitzgerald
Líkamshlutar
á svölunum
AUGUN í bænum heitir
skáldsagan sem hlaut Bók-
menntaverðlaun Halldórs Lax-
ness á þessu hausti. Hún er nú
komin út. Þetta er fyrsta skáld-
saga Sindra Freyssonar sem hef-
ur lengi vakið athygli fyrir verk
sín, bæði sögur og ljóð, en einnig
hefur hann skrifað leikrit sem
frumsýnt var í Stúdentaleikhús-
inu.
Sindri segir að tekið hafi hann
um tvö ár að skrifa bókina, og
niesta næðið til ritstarfa hafi
hann fengið meðan hann dvaldi
um hálfs árs skeið á Grikklandi í
fyrra. Þar hafi hann teiknað upp
ramma verksins.
„A þessu ári bætti ég litum í
rammann og gekk frá heildar-
byggingu verksins, grófhreinsaði
fyrst og fínhreinsaði svo. Þetta
er eins og að byggja hús. Mig
minnir raunar að Franz Kafka
hafi sagt að það að skrifa skáld-
verk væri eins og að rífa niður
hús lífs síns og byggja úr múr-
steinum þess hús skáldskaparins.
Eg fékk hins vegar ekki J)á til-
finningu fyrr en eftir á. Eg taldi
mig hafa skrifað hreinræktaðan
skáldskap, en þegar ég skoðaði
verkið, þetta hús skáldskaparins,
fullklárað, sá ég að sundurlaus
brot af vitund og reynslu höfðu
slæðst með í veggina. Þessu má
Iíkja við að finna líkamshluta á
svölum sínum eftir sprenginguna
miklu á jarðhæðinni: Eyru, hend-
ur, fingur. Og uppgötva allt í
einu að þetta eru manns eigin
líkamshlutar. En þetta rann ekki
upp fyrir mér fyrr en eftir á,
þegar sögunni var lokið; hvað
eigin reynsla ratar eða læðist inn
í skáldskapinn. Svona spilar nú
hin alræmda undirmeðvitund
með inann og verkið."
Sindri kveðst vilja lokka les-
andann með skrifum sínum og
reyna að koma honum stöðugt á
óvart. Oðruvísi fáist lesandinn
ekki til að halda áfram lestrinum
og öðruvísi fáist höfundurinn
ekki til þess að halda áfram
skriftunum.
„Þess vegna reyni ég að vera
óútreiknanlegur, bæði gagnvart
lesandanum og sjálfum mér. Þar
kemur spenna vel að notum, því
lesandinn á ekki að geta reiknað
út hvað gerist næst en vilja samt
sem áður ekkert frekar en kom-
ast að því með áframhaldandi
lestri. Sagan er hvort tveggja í
senn glæpasaga og ástarsaga. Og
ég held, eða vona, að samhliða
spennunni megi finna í sögunni
erótískan undirtón.
Ég komst að því fyrir löngu að
öll ímyndun mín og hugsun er
mettuð erótík. Mér finnst stund-
um eins og hægt sé að skoða
hvert orð, hveija hreyfíng,
hveija mynd og hvert atvik í eró-
tísku ljósi. Svo einfalt er það og
þó ekki. Á öðrum túnum hefði ég
sjálfsagt verið vændur um klám-
fengið viðhorf. Það er raunar
helsti vandinn; að draga mörkin
og koma erótískri sýn til skila án
þess að vera klámfenginn. En
erótík er líka miklu flóknara fyr-
irbrigði en bara það sem snertir
kynlíf og ást. Það er hægt að
hafa erótískt viðhorf til liluta og
umhverfís, og hvað sjálfan mig
varðar og örugglega fleiri, er
erótísk sýn lífsnauðsynleg.
Stundum er veruleikinn svo geld-
ingslegur að maður þarf skáld-
skap til að gæða hlutina erótík.“
Augun í titlinum skírskota, að
sögn Sindra, til augna ákveðinna
persóna í bókinni, innri augna og
jafnframt þess sjónarhorns sem
aðalpersónan velur sér til að
skoða atburði sögunnar. „Einnig
SINDRI Freysson
vísa augun til gægjuáráttu sem
birtist bæði í hnýsni bæjarbúa og
athyglinni sem aðalpersónan
veitir ástkonu sinni úr fjarska.
Stór hluti sambands þeirra bygg-
ist á því að hann fylgist með
henni úr íjarska af því ást þeirra
er forboðin og þau geta því ekki
verið samvistum með sama hætti
og flestir elskendur geta. Fyrir
vikið fær hann fleiri tækifæri til
að snerta hana með augunum en
með líkamanum," segir Sindri.
Sagan gerist í ímynduðum
smábæ við sjávarsíðuna og
kveðst Sindri hafa byggt heilan
bæ í höfðinu á sér. En bærinn er
að mestu leyti bakgrunnur verks-
ins. í forgrunninum eru ástar-
sagan og glæpirnir.
„Aðalpersónan fæddist þegar
ég sat í hæstarétti og fylgdist
með vægast sagt leiðinlegum
málflutningi. Ég tók að ímynda
mér mann sem sæti undir réttar-
höldum um sjálfan sig, en virtist
þó vera alveg skeytingarlaus um
afdrif sín. I kringum hann byrj-
uðu síðan að spinnast atburðir og
aðrar persónur og það varð fljót-
lega ljóst að þessar persónur áttu
hvergi annars staðar heima en í
þessum ímyndaða bæ í liuga mín-
BÆKUR
jVáttúrufræðirit
ÍSLENSKIR FUGLAR
eftir Ævar Petersen. Vatnslitamynd-
ir eftir Jón Baldur Hlíðberg. 312 bls.
Útgefandi: Vaka-Helgafell hf. Verð
(tilboð) kr. 18.800.
Fagur fug-!
FYRR á árum voru til ágætis
kennslubækur, sem lögðu grunn að
almennri þekkingu á lífríki náttúr-
unnar. Þá vissi hvert mannsbarn, að
rjúpan hefur loðnai- tær, stokkand-
arsteggur var fegurstur fugla og
kría með klofið stél. Nú eru þess
háttar fræði ekki kennd lengur í
grunnskóla og engar kennslubækur
til, þó að einn og einn kennari laumi
þessum fróðleik að nemendum sín-
um. Á hinn bóginn hefur útgáfa á
almennum náttúrufræðibókum auk-
Hjörtur
Gfslason
izt hin síðari ár og koma þær að ein-
hverju leyti í stað kennslubóka.
Fuglabækur hafa notið einna
mestra vinsælda og hefur verið
staðið myndarlega að útgáfu þeirra.
Bókin Islenskir fuglar, sem kom
út fyrir skömmu, er mikið og veg-
legt rit í stóru broti. Hún skiptist í
þrjá hluta. Fyrst er greint frá efnis-
tökum bókar, ættbálkum íslenzku
tegundanna og yfirliti yfir fugla á
íslandi og athuganir á þeim. Þá er
annar og veigamesti hluti bókarinn-
ar um einstakar tegundir, þar sem
þeim er lýst og sagt frá ýmsu, sem
forvitni vekur. I þriðja hluta eru
nýtar upplýsingar, meðal annars
hvar kjörið er að skoða fugla, skrá
yfir tegundir, heimildaskrá og orð-
skýringar.
Þá er ógetið þess, sem setur
mestan brag á bókina, en
það eru vatnslitamyndir
af fuglum. Jón Baldur
Hlíðberg hefur fengizt
við teiknun og málun
frá unga aldri og náð
undraverðum árangri.
Myndirnar eru unnar
af listfengi, sem að auki hefur
krafizt mikillar yfirlegu og natni.
Með þrotlausum æfingum og ná-
kvæmni athugandans hefur Jóni
tekizt að ná einskærri leikni við að
mála fugla og önnur dýr af mikilli
list en jafnframt halda til skila ótal
smáatriðum. Sérstaklega glæstar
þykja mér myndir af fjölmörgum
ungum. Það má vera að erfiðast sé
að mála fljúgandi fugla, en opnan,
sem sýnir endur á flugi, iðar af
lffi.
Óhætt er að fullyrða, að fuglar
hafa ætíð skipað stóran sess í hug-
um íslendinga og eru ótrúlega
margir vel að sér í þeim fræðum.
Margvíslegar heimildir eru því til
frá ýmsum tímum um skráningu
tegunda en elzta fuglatal tók Oddur
Einarsson biskup saman (um 1588).
Frá þessu er greint í bókinni ásamt
mörgu öðru, sem of langt yrði upp
að telja. Víða er þó farið ærið fljótt
yfir sögu, svo að hér er aðeins um
að ræða stutt ágrip. Sem dæmi má
nefna, að ekki er getið fuglatals
Magnúsar Björnssonar frá 1933,
sem þó var býsna merkilegt.
Eins og áður segir fjallar megin-
hluti bókar um 108 tegundir, sem
annars vegar er vitað að hafi orpið
hér eða eru árvissir far- eða vetrar-
gestir. Hverri tegund eru jafnan
gerð skil á einni opnu, nema örfáum
tegundum, sem fá meira rými.
Dæmigerð síða lítur út þannig, að
efst eru tilgreind einkenni tegundar
og hvaða öðrum tegundum hún lík-
ist mest. Þá eru útbreiðslukort,
nokkur erlend heiti tilgreind, mynd
af eggi, útlitsmyndir, þar sem mikil-
vægustu einkenni eru nefnd og síð-
an ein eða fleiri vatnslitamyndir,
sem sýna fugl ýmist sitjandi eða á
sundi, á flugi og jafnvel í ólíkum
búningum. Meginlesmál fjallar síð-
an um útbreiðslu tegundar, kjör-
lendi, varpstöðvar, stofnstærð, æti,
hreiðurgerð og ýmis önnur atriði,
sem athyglisverð eru. Af stuttum
lýsingum, kortum og að ógleymdum
myndunum er auðvelt að glöggva
sig á hverjar tegundirnar eru, sem
á vegi manns verða, þó að alltaf geti
vafamál skotið upp kolli. Út-
breiðslukortin eru nýlunda og sýna
BÆKUR
Fleyg orð
ORÐSNILD
Fleyg orð úr ljóðum Einars Benedikts-
sonar. Gunnar Dal valdi. Prentvinnsla:
Ásprent. 133 síður _ Bókaútgáfan Hól-
ar 1998.
ORÐSNILLD er nú mjög í tísku,
að minnsta kosti hjá bókaútgefend-
um sem láta dæmin tala. Nýjasta
kverið er með fleygum orðum úr
ljóðum Einars Benediktssonar.
Ljóð Einars Benediktssonar geta
ekki talist aðgengileg öllum. Þau eru
mörg hver háfleyg og orðmörg,
dæmigerð orðsins list. En Einar átti
vissulega til léttari tóna eins og í
Snjáku og fleiri ljóðum.
I öllum hinum mikilúðlegu ljóðum
Einars Benediktssonar eru línur, ein
eða fleiri, sem geta staðið sér bg eru
oft mjög myndríkar. Segja má því að
það sé forvitnilegt verkefni og metn-
aðarfullt að safna slíkum línum sam-
an i bók eins og Gunnar Dal gerir í
þessari.
Spyrja má þó í anda Einars sem
orti í Einræðum St-
arkaðar: „Er mælt hér
eitt orð, sem ei fyrr
var kunnað?" Vissu-
lega er efni bókarinnar
gamalkunnugt. Það
ætti þó ekki að skaða
neinn að rifja það upp
eða láta það verða
fyrstu kynnin af Ein-
ari.
Orð og hugsun
Einari Benedikts-
syni var tíðort um orð-
in og hafa menn lengi
velt fyrir sér eftirfar-
andi línum úr Móðir mín: Ég
skildi að orð er á Islandi til/ um allt,
sem er hugsað á jörðu.“
Ljóðið er í senn ástar-
játning til tungunnar og
móður skáldsins. Ástar-
ljóð þarf ekki að vera
rökvíst fremur en önn-
ur tilfinningaljóð eða
ljóð yfirleitt, en oft hafa
skáldin sárlega fundið
til þess að tungumálið
nær ekki að tjá það sem
þau vildu sagt hafa, ís-
lenska líkt og aðrar
tungur.
Myndríki ljóða Ein-
ars Benediktssonar yf-
irgnæfir oft góðu heilli
viskuna sem streymir úr penna
skáldsins. Stundum fer þetta saman
eins og í Rigningu: í hverju strái
er himingróður/ í hverjum dropa
reginsjór.“
Dæmi um sjálfsögð sannindi þar
sem skortir mynd, hina myndrænu
sköpun, eru aftur á móti algeng og
undir þau virðist mér Gunnar Dal
einum of hallur. Um þetta vitnar
lína úr Drápu fluttri Kristjáni kon-
ungi X: „Heimi þeir týna, sem ætt-
stöðvum gleyma.“ Skylt dæmi er úr
Aldamótum: „Hver þjóð, sem í gæfu
og gengi vill búa/ á guð sinn og land
sitt skal trúa.“ Eitt til er úr Blá-
skógavegi: „Island er fagurt á vor-
in!“
Fjármálamaðurinn Einar gægist
oft fram undan faldi Gunnars Dal,
enda lítur hann svo á ef marka skal
formála að skáldið og athafnamað-
urinn séu eitt. Einar sækir líkingar
í fjármálaheiminn og þær heilla
Gunnar. Það er nærtækast að vitna
til Aldamóta þar sem sagt er að eigi
dugi minna en stórfé til að bjarga
heiminum. Einari er þó ljóst að „líf-
ið þarf vaxta af fjársjóðum andans“,
hugur og hönd þurfa að mætast
Jóhann Hjálmarsson
Er mælt hér
eitt orð...
Einar
Benediktsson
GUNNLAUGUR Scheving: Fólk að snæðingi.
Ævar Jón Baldur
Petersen Hlíðberg
á bók
meðal annars hvar fuglarnir halda
sig vetur og sumar. Kortin eru lítil og
nákvæmnin því ekki mikil, til dæmis
er vandséð hvar rauðbrystingur og
fjöruspói halda sig á veturna. Eitt
einstakt skrofuhreiður er merkt stór-
um depli á korti en hins vegar fer lít-
ið fyrir aðalheimkynnum hennar í
Vestmannaeyjum.
Margar tegundir fugla heita tveim-
ur eða fleiri nöfnum og oft segja þau
mikla sögu, en því miður er þeim
fróðleik ekki haldið til haga í bókinni
nema að litlu leyti. Til dæmis fínnast
hvergi heitin fóella, mýrisnípa og
assa. Mjög kemur á óvart, að höfund-
ur notar jafnan fleirtölumynd nafns í
umfjöllun um hverja tegund, því að
rík hefð er fyrir því að hafa það í ein-
tölu, enda eðlilegi-a (safnheiti). Á
hinn bóginn kýs hann að nota fleirtöl-
una tjaldar en ekki tjaldrar en hér
má minna á það, sem Eggert Olafs-
son segir í Búnaðarbálki, - mér varð
gengið í tjaldra reit.
Við lestur bókarinnar verður
manni ljóst, að ótrúlega margt er enn
óþekkt í fari og háttum fugla. Lítið er
vitað um stærð margra stofna og
ekki að fullu vitað hvar þeir hafast
við á vetrum. í sumum tilvikum leik-
ur vafí á hvað telja beri sérstaka teg-
und. Þannig er háttað innan fleiri
fræðigreina og kemur því ekki veru-
lega á óvart. Þrátt fyrir þetta er
óljóst, hvað höfundur á við með syst-
urtegund, og ekki fer vel á að ræða
um að ættbálkur skiptist í tegunda-
hópa, því að allnokkur flokkunarstig
eru á milli ættbálks og tegundar.
Vissulega líta menn ekki alla fugla
sömu augum. Sumar tegundir eru
þjóðinni hjartfólgnar en aðrar eru
taldar valda tjóni. Mjög oft ræðir
höfundur um það, sem hann telur
almennt viðmót gagnvart einstök-
um tegundum. Ekki er víst, að allir
séu honum sammála, enda skoðanir
mjög skiptar, og erfitt að alhæfa í
því efni. Til dæmis er full fast að
orði kveðið, að íslendingar líti nýjar
tegundir hornauga og að fjölgun í
fuglastofnum sé »jafnan talin af
hinu illa«. Þá er það ekki nýtt, að
bændur telji gæsir og álftir hina
mestu skaðvalda á túnum og engj-
um, því að Daniel Vetter, sem ferð-
aðist hér 1613, getur um slíkt hið
sama í riti sínu.
í bókinni eru fimm kort, sem
sýna ýmis áhugaverð fuglasvæði á
ýmsum tímum, og skrá er yfir allar
tegundir, sem hér hafa sést, 349 að
tölu. Heimildaskrá er löng, en engu
að síður er hún ekki tæmandi, og
helzt saknar maður nokkurra bóka,
sem ritaðar hafa verið handa al-
menningi. í orðskýringum er skýrt
frá því ranglega, að síðara orð í tví-
nafnakerfinu (viðurnafnið, epitet)
sé tegundarheitið, og ætlar sú villa
að verða ærið lífseig í íslenzkum
náttúrufræðiritum.
Það þarf mikla
leikni til þess að
semja lipran og
snurðulausan texta,
en því miður hefur
hér ekki tekizt sem
skyldi. Málfar er víða
slakt og ekki nógu
hnitmiðað. Hér skulu
aðeins fáein dæmi
tínd til. Fuglar eru
sagðir djúpsyntir í
stað djúpsyndir; eðli-
legra er að segja að
fugl falli fyrir skoti en
»fyrir byssu«; tæp-
lega éta álftir hagla-
skot eins og haldið er
fram, heldur aðeins
högl; vart er hægt að segja, að
(vai'p)par verpi, uglm- fljúga flugi
eða í einni talningu fundust 10.000
fuglar á Eskifirði og Reyðarfirði. Þá
gætir víða ónákvæmni, sem höfundi
hefði verið lagið að breyta, eins og
sagt er á einum stað að kóngulær
séu skordýr (bls. 151) og ýmist talað
um jarðstöngul eða forðarót á korn-
súru. Prentvillur eru fáar en leynast
þó nokkrar, meðal annars í latnesk-
um heitum (t.d. coronix í stað comix,
grisegena í stað griseigena), og ein-
hveira hluta vegna virðist sem fugla-
fræðingum sé óljúft að skrifa ryta
með ypsíloni. Það hlýtur að vera
ómaksins vert að lesa handrit að
stórum og dýrum bókum vandlega.
Hönnun bókar, umbrot, litgrein-
ing og prentun er allt vel af hendi
leyst. Myndum er vel fyrir komið á
síðum og allur frágangur er til fyr-
irmyndar. Að frátöldu því, sem hér
er sagt um orðfæri, er bókin mjög
falleg og eiguleg. Islenskir fuglar
ætti því að vera áhugamönnum um
náttúrufræði kærkomin og sómir
sér vel meðal annarra slíkra bóka.
Ágúst H. Bjarnason
Hið mann-
lega og
guðlega
KNUT Ddegárd hefur sent frá sér
nýja ljóðabók sem heitir Missa.
Orðið er það sania og Messa og
byggir skáidið bók sína á latnesk-
um texta rómversk-kaþólsku
messunnar (ordinarium missae):
Kyrie, Gloria, Sanctus og Agnus
dei. Að auki er inngangur, Saluta-
tio.
Meðal annarra tilvísana sem eru
í bókinni má nefna að í Salutatio
er vitnað í Darraðarljóð, eddu-
kvæði úr Njálu.
í kynningu forlagsins segir að
með Missa taki Knut Odegárd upp
þráðinn úr síðustu ljóðabókum sín-
um, Kinomskinist (1991) og
Buktale (1994), og færi hin myrku
og eyðandi öfl mannsins inn í kaþ-
ólska messu þar sem rúm sé fyrir
allt hið inannlega: „Sjálf messan
beinist í tvær áttir, frá hinu mann-
lega til hins guðlega og frá hinu
guðlega til hins mannlega."
í eftirmála séra Kjells Arilds
Pollestad segir að skáldið Odegárd
geri sér grein fyrir að bústaður
Guðs á jörðinni sé í hjörtum mann-
anna og hjarta mannsins sé við-
fangsefni skáldsins og uppspretta.
Skáld Missu skorti ekki kjark.
Missa er tíunda frumsamda
ljóðabók skáldsins. Á þessu ári
kom einnig út ný og endurskoðuð
útgáfa fslandsbókar hans: Island -
fra saga til samtid.
Útgefandi Missu er Cappelens
Forlag í Noregi. Kápumynd er
Fólk að snæðingi, málverk Gunn-
laugs Scheving.
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 B 5
Landið og
Landinn
HULDAR Breiðfjörð ferðaðist um
Island í mesta skanimdeginu siðast
liðinn vetur. Góðir Islendingar er
afrakstur þeirrar ferðar en þar
segir frá kynnum Huldars af land-
inu og Landanum.
Bókin er ferðasaga, fórstu í
ferðalagið til að skrifa bók?
Hugmyndin að þessari bók var
frekar óljós þegar ég Iagði af stað
og alveg fram í mitt ferðalag. Þá
sannfærðist ég um að ég væri með
efni í höndunum sem fóik hefði ör-
ugglega gainan af að láta konia sér
við. Um leið varð dagbókin, sem ég
hélt frá fyrsta degi, itarlegri. Bókin
er því að miklu leyti skrifuð í vega-
sjoppunum við hringveginn.
Hvað var mest spennandi, að
hitta íslendinga eða íslendinginn í
þér?
Það var ekki neitt eitt, að hitta
þennan eða sjá þennan stað. Heldur
frekar þessir tveir mánuðir í heild
sinni og undarlegt andrúmsloft sem
skapaðist á þessu ferðalagi. Að
keyra hringinn um ísland á svona
löngum tíma var skemmtilegt og
mikil upplifun og eflaust hollt að
mörgu leyti þó svo ég hafi ekki
komist að tilgangi lífsins á þessari
ferð, kannski sem betur fer. Þegar
maður er eimi í svona langan tíma
og býr í bíl þá er óhjákvæmilegt að
fara að kjafta mikið við sjálfan sig
og hollt að gera það annað slagið.
Einfaldleikinn er mjög heillandi
eftirá. Þetta var einfalt líf, bara
vakna á morgnana og setja bílinn í
gang. Að vera ekki partur af neinu,
það var góð tilfimúng.
Hvað kom helst á óvart á hring-
ferðinni?
Hvað það voru fáir á ferli í þorp-
unum og á þjóðveginum en þetta
liefði kannski átt að vera það fyrir-
sjáanlegasta. Ég hitti enga túrista,
var hissa á því. Ég bjóst við að hitta
allavega nokkra undarlega íslands-
vini í lopapeysum, en nei. Hins veg-
ar voni allir hissa á því að ég væri
að ferðast um landið á þessum
tíma, fólk jafnvel vorkenndi mér,
varð nánast tortryggið.
Stóðst ferðalagið væntingar?
Huldar Breiðljörð
Já, það var gott að vera í burtu.
Ég var mjög sáttur við þetta ferða-
lag en var líka sáttur við það að
keyra aftur imi í Reykjavík. Hún
var ekki alveg jafn grá og jafn mik-
ið „oh“ og þegar ég fór.
íllinn klórar undir sig brekk-
una í rólegheitunum og fljót- f>
lega er ég efst uppi á heiðinni.
Útsýni er frábært til allra átta og til-
komumikið að horfa yfir hvítar hlíð-
arnar og fjöllin í kring. Símarnir
detta út og útvarpið stuttu síðar.
Vegna þagnarinnar er snjóhvít heið-
in líkust helgum stað. Ég hægi á
bílnum, fyllist lotningu, beygi mig og
bugta í huganum. Áuðmjúkur
Reykvíkingur.
Áð aka_ fyrsta fjörðinn er sérstök
reynsla. Ég finn fyrir útlínum lands-
ins. Vegurinn hangir utan í grodda-
legum fjallgarðinum og á hægi-i ‘
hönd er dimmblátt ísafjarðai-djúpið.
Bæir á stangli en enginn á ferðinni
og allt er svo langt í burtu. Þótt fjöll-
in séu þrúgandi og stundum fullmik-
ið hrap ofan í sjó hægra megin lítur
þetta ágætlega út. Þar til ég sé kjaft-
inn á næsta firði opnast. Hann er
mun dýpri og breiðari. Og enn eru
fjórir eftii\
Ur Góðir Islendingar
Nýjar bækur
Veflist Guðrúnar
J. Vig’fúsddttur
Guðrún J. Elísabet
Vigfúsdóttir Þorgeirsdóttir
• VIÐ vefstólum -
Starfsvettvangur
Guðrúnar J.
Vigfúsdóttur í hálfa öld.
Lifandi vefnaðarlist í
máli og myndum er
skráð af Eh'sabetu
Þorgeirsdóttur
rithöfundi.
í kynningu segir:
„Guðrún fæddist í
Eyjafirði 1921 og lærði
vefnaðarkennslu á
Hallormsstað. Hún var
vefnaðarkennari við
Húsmæðraskólann Ósk
á ísafirði í 43 ár og rak
Vefstofu Guðrúnar
Vigfúsdóttur hf. á
ísafirði í 26 ár.
Guðrún flutti í Kópavog 1988 og hóf
skömmu seinna að leiðbeina í vefnaði
og myndvefnaði í félagsstarfi aldraðra
og vann ásamt þeim sérstakt
veflistaverk sem nú hangir uppi í
Félagsmiðstöðinni Gjábakka í
Kópavogi.
Bókin sýnir nýjar leiðir, t.d. í
hópverkefnum sem þekkjast ekki hér
á landi og jafnvel ekki eriendis í sama
mæli.“ Guðrún hefur ofið hökla í
margar kirkjur landsins.
Alþýðulist Litla-Árskógsbræðra
Bræður Guðrúnar í Litla-Árskógi
í Eyjafirði eru frægir
útskurðai’menn. Þeir hafa skorið út
skírnarfonta í margar kirkjur og á
Minjasafninu á Akureyri er einstakt
safn verka þeirra. I bókinni er fjöldi
mynda af listaverkum bræðranna
sem Elísabet Þorgeirsdóttir hefur
ennfremur skráð.
Guðrún gefur bókina út sjálf, með
styrk frá Menningarsjóði og
efth-taldir aðilar hafa einnig styrkt
útgáfuna: Framleiðnisjóður
landbúnaðarins, Kópavogsbær, Visa-
ísland, Kristnisjóður, Héraðssjóður
ísafjarðarprófastsdæmis. Bókina
prýðir mikill fjöldi Ijósmynda.
Margrét Rósa Sigurðardóttir
hannaði og braut bókina um. Verð:
6.700 kr.