Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 12
Aduki baunir
Kínverskar litlar dökkrauðar baunir sem
hafa hærra kolvetnamagn en margar aðrar
baunategundir og eru sætari á bragðið.
* Góðar til spírunar en einnig í hina ýmsu
pott- og pönnurétti, súpur, salöt eða
blandaðar saman við soðin hrísgrjón. Við
að láta þær spíra þá eykst próteininnihald
þeirra.
Augnbaunir
Þessar baunir eru m.a. ræktaðar í Mexíkó.
Þær eru Ijósar með svörtum „augum".
Góðar í súpur, salöt og hina ýmsu pott-
og pönnurétti.
Bóndabaunir
Geta verið hvítar eða brúnar. Hýðið þarf
að fjarlægja eftir suðu þar sem það er mjög
seigt. Góðar sem mauk eða í súpur, heitar
eða kaldar. Ef þær eru framreiddar kaldar
er gott að krydda þær vel og setja
sítrónusafa yfir.
* Flagolet baunir
Hvítar baunir sem tíndar eru áður en þær
eru fullþroska og því fölgrænar á litinn.
Góðar í salöt og blandaðar með öðrum
baunum.
Grænar baunir
Hnöttóttar fallega grænar á litinn. Góðar
sem mauk einar og sér eða t.d. með lauk
eða hvítlauk. Einnig í blandaða pottrétti.
Hvítar baunir
Eru hvítar (Ijósar) á lit. Þær eru m.a.
^ræktaðar í Kanada, USA og Póllandi.
Þekktastar sem niðursoðnar bakaðar
baunir. Góðar í salöt.
Kjúklingabaunir
Eru Ijósdrappleitar með ójafnt yfirborð og
svolítið hnetukenndar á bragðið. Mikið
ræktaðar í Miðjarðarhafslöndunum. Góðar
í súpur og pott- og pönnurétti, einnig
góðar maukaðar í buff. Þær eru til ristaðar
og kryddaðar og eru þá notaðar líkt og
salthnetur
Linsur
Það eru til margar mismunandi tegundir
af linsum. Þeim er oftast skipt í tvo megin
flokka. Annars vegar stórar flatar, oftast
drapp-, græn- og brúnleitar. Hins vegar
litlar linsur, rauðar persneskar, gular og
grænar kínverskar. Linsur eru m.a.
« ræktaðar í Egyptalandi, USA og Kanada.
Góðar í súpur, salöt, pott- og pönnurétti.
Einnig mjög góðar marineraðar með ýmsu
grænmeti og kryddi.
Mung baunir
Litlar grænar hnöttóttar. Einnig nefndar
grænar sojabaunir. Þær eru m.a. ræktaðar
í.Kína, Afríku, Thailandi og Ástralíu. Góðar
tíþað láta spíra og best þekktar sem
kfnverskar bauna-spírur. Mungspírur má
borða bæði eldaðar og hráar.
Pintobaunir
Um 12 mm langar, ílangar í laginu og
brúnyrjóttar á litinn. Mikið notaðar í
Mexíkóska baunarétti s.s.''refrito"og
„chilli". Einnig góðar í súpur, pott-og
pönnurétti.
^Nýrnabaunir
Um 15 mm langar, nýrnalaga og til í
mörgum litum m.a. rauðbrúnar, svartar,
brúnleitar og hvítar. Góðar í súpur, pott-
og pönnurétti, blandaðar með grænmeti,
hrísgrjónum og kjötréttum. Einnig góðar
maukaðar í buff.
Smiörbaunir
Mjólkurhvítar, stórar og flatar í útliti. Getur
verið betra að fjarlægja hýðið eftir suðu
því það er nokkuð seigt. Góðar í súpur,
pott- og pönnurétti og salöt.
Einnig mjög góðar marineraðar með ýmsu
grænmeti og kryddi.
* Sojabaunir
Eru stundum nefndar kjöt austursins vegna
þess hversu þýðingarmikil fæðutegund
þær eru hjá mörgum austrænum þjóðum.
Ræktaðar m.a. í Brasilíu, Kína, Japan og
USA. Úr þeim eru framleiddar hinar ýmsu
fæðutegundir s.s. sojamjöl, sojakjöt,
sojamjólk, sojasósa, tofu og miso. Góðar
í blandaða bauna- og pottrétti. Þær eru
Lþó meira notaðar maukaðar í baunabuff.
Baunir og linsur eru vinsælar
fæðutegundir í flestum löndum
heims og ekki síst í þeim löndum
sem matarmenning stendur hvað
hæst eins og á Ítalíu og í Frakklandi.
Þær eru hluti af því sælkerafæði sem
einkennir eldhús þessara landa.
Baunir og iinsur eru ódýrar, geymast
vel og eru afar næringarríkar og
auðugar af trefjum.
Kjúklingabaunir Pumate Sanremo
ítalskur réttur fyrir fjóra
kjúklingabaunir, þurrkaðar
ólífuolía
skarlottulaukur
sólþurrkaðir tómatar Pumate
Sanremo
rjómi eða kaffirjómi
hvítvín eða 2 msk Balsamedik
Herbamare jurtasalt
pipar, nýmalaður
majoran
Hreinsið hugsanlegar skemmdar baunir og smásteina í
burtu og skolið baunirnar vel. Leggið baunirnar í bleyti
í um þrefalt meira vatni en magn bauna í 12-18 klst.
Hellið ibleytingarvatninu af baununum. Sjóðið þær í
ríflegu vatni við vægan hita í u.þ.b. 70 mínútur. Athugið
að baunirnar eiga ekki að vera alveg fullsoðnar þannig
að þær maukist ekki við áframhaldandi matargerð.
Hreinsið og saxið laukinn. Hitið ólífuolíuna á pönnu og
steikið laukinn þar til hann er glær. Stráið jurtasaiti og
malið piparyfir. Bætið tómötum, rjóma/kaffirjóma,
hvítvíni/balsamediki og majorani á pönnuna og látið
suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í um 5 mínútur
þar til sósan þykknar eilítið. Hrærið í af og til á meðan.
Bætið kjúklingabaununum útí og látið suðuna koma upp
aftur og sjóðið þar til baunirnar eru gegnheitar.
Goíí að bera fram með soðnum hýðishrísgrjónum eða
blönduðum hrísgrjónum, brauði og salati.
Ath.: Ef notaðar eru soðnar eða niðursoðnar
kjúklingabaunir þi eru notaðar um 525 g af baunum í
stað 250 g þurrkaðra.
250 g/3 dl
3 msk
1 stór/80 g
100 g/11 stk
I1/2 dl
1/2 dl
1/2 tsk
1« tsk
I1/4 tsk