Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 1
s u 1 1 V 1 u II >A lG u R
SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 ^ BLAÐ B
Sumar starfsgreinar liggja í ættum en eflaust
sjaldan eins og hjá hjónunum Sigríði Jóns-
dóttur og Ásgeiri Guðmundssyni. Dætur
þeirra eru kennarar, svo og systkini og systk-
inabörn, auk þess sem faðir Ásgeirs var
skólastjóri. Hildur Friðriksdóttir heimsótti
fjölskylduna og heyrði að Sigríður og Ásgeir
eru ekki bara samstiga í starfsvali því þau
eru einstaklega samhent. Bæði hafa markað
spor í hið íslenska menntakerfi, hvort með
.
sínum hætti, en 65 ára tóku þau þá ákvörðun
að fara á eftirlaun til að geta notið lífsins,
fjölskyldunnar og áhugamálanna meðan þau
væru enn við góða heilsu. ►