Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 2

Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ mmms ; ■ BRYNHILDUR unum saman á götunni og fór að kenna þeim eftir fyrsta tím- ann í ballettskóla. | Ásgeirsdóttir var aðeins sex i ára þegar hún safnaði krökk- Ásgeirsdóttir fór eitt ár f kennara- nám, vann sfðan í nokkur ár áður en hún lauk náminu. „Ég hélt alltaf að launin myndu lagast,“ segir hún. Ásgeirsdóttir hafði heitið því aö verða aldrei kennari og fór út á vinnumarkaðinn í nokkur ár. „Svo varð þetta bara ekki um- flúið,“ segir hún. ASGEIR og Sigríður kynntust á Hvanneyri 16 ára gömul þegar Reykavíkurstúlkan fór þangað til sumarvinnu og hitti skólastjórasoninn. Síðan hafa þau fylgst að. Að vísu voru þau ekki samtíða í Kennaraskólanum, því Sigríður sinnti barnauppeldi áð- ur en hún hóf kennaranámið. Eftir það hefur leið þeirra á vinnumark- aðnum meira og minna legið saman eða skarast og nokkrum sinnum hafa þau farið saman utan til náms. Ásgeir hóf kennsluferil sinn í Laugarnesskóla eftir að hafa tekið íþróttakennarapróf frá Laugar- vatni. Hann hefur þó aldrei kennt íþróttir sem námsgrein en þjálfaði Armenninga í körfubolta í nokkur ár. „Ferillinn endaði með því að ég varð fyrsti landsliðsþjálfari Islands í körfuknattleik. Við lékum við Dani og töpuðum. - En ekki mjög stórt,“ er hann fljótur að bæta við. Sigríður og Ásgeir hófu störf við Hlíðaskóla árið 1961, hann sem yfír- kennari og síðar skólastjóri og hún almennur kennari. Samstarfíð gekk vel að beggja sögn. „Ég leit fyrst og fremst á mig sem fagmann og held að kennaramir hafí gert það líka. Ég man aldrei eftir neinum vandamál- um í því sambandi en hins vegar voru kostimir margir," segir Sigríð- ur. Ásgeir segir að það hafí ekki síst gengið vel vegna þess að Sigríður hafí verið frábær kennari. Það hafí aldrei valdið sér vandræðum að vera stjórnandi í sama skóla. Undir þessu getur Sigríður ekki setið þegjandi og segir að stjómunarstíll Ásgeirs hafí verið á þann veg, að hann hafi náð að virkja vel alla starfsmennina í að móta starfíð. Sigríður hætti að kenna árið 1978 og hóf störf í menntamálaráðuneyt- inu og Ásgeir tók við nýrri stöðu forstjóra Námsgagnastofnunar árið 1980. Því starfi gegndi hann þar til um mitt síðasta ár. Á eftirlaun Spurð hvers vegna þau hafí ákveðið að fara fyrr á eftirlaun en þeim bar skylda til, segist Ásgeir líta svo á að lífinu megi skipta í þrjá hluta. Fyrst sé uppvöxturinn og námið, síðan vinnutimabilið og loks eftirlaunaárin. „I mínum huga skiptir verulegu máli að fara inn í síðasta hlutann með jákvætt viðhorf og góða heilsu til þess að geta notið þessa tímabils ekki síður en hinna. Ég hef þar að auki verið í stjómunarstörfum nán- ast allan minn starfstíma og finnst gott að geta sjálfur tekið ákvörðun um það hvenær ég hætti. í þriðja lagi em framundan heilmiklar breytingar hjá Námsgagnastofnun. Morgunblaðið/Þorkell „EF VIÐ eigum að fylgja lögum um að nemendur fái kennslu við hæfi þá þarf að skilgreina þarfirnar og skipta nemendum í breytilega hópa eftir því,“ segir Sigríður Jónsdóttir. „Ég myndi vilja breyta vinnulög- gjöfinni þannig að það væri eins sjálfsagt að fara í viðtal í skólann og til læknis og að það yrði viður- kennt af vinnu- veitanda.“ „Hversu mikið kemur hörð, akademísk þekk- ing barni að góðu, sem hefur ekki félagslegan þroska, leggur önnur börn í ein- elti eða á erfitt með sig?“ Með útkomu nýrrar námsskrár þarf að taka ákvarðanir um nýtt náms- efni til langframa. Farið var að halla undir starfslok hjá mér og því taldi ég ekki eðlilegt að ég væri sá sem tæki ákvörðun eða bæri ábyrgð á þeirri framtíð." Við þetta bætir Sigríður, að þau hafí verið sammála um að hætta á svipuðum tíma og njóta saman svo margs sem þau hafí áhuga á. „Ég var búin að vera 17 ár í kennslu og 20 ár í ráðuneytinu og tel, að maður eigi ekki að vinna lengur en það við sömu stofnun. Mér fínnst dásamlegt að geta tekið morgnana rólega og haft frjálsan tíma, en við höfum einnig tekið að okkur ýmis verkefni eftir að við hættum, sem mér fínnst ekki síðra.“ Hér vísar Sigríður til verkefnis sem Ásgeir tók að sér í tengslum við 100 ára afmæli Miðbæjarskól- ans, ráðstefnu sem hann sótti til Ta- iwan í desember, og undirbúnings að annarri ráðstefnu á vegum Námsgagnastofnunar sem verður hér á landi í vor. Þá er hann virkur félagi í Oddfellow. Sigríður er hins vegar formaður fræðslunefndar Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslu- störfum og er að vinna að verkefni í jafnréttismálum, sem var meðal starfa hennar í ráðuneytinu. Afrakstur verkefnisins er meðal annars útkoma þýddrar bókar, sem hugsuð er til grunn- og endur- menntunar fyrir þá sem koma að uppeldismálum. Sign'ður bætir við að einnig séu áhugamálin mörg og sjálf hóf hún spænskunám síðastliðið haust, sem hún ætlar að halda áfram. „Við erum einnig mikið fyrh- íþróttir og útiveru, höfum til dæmis átt golfsett í fimm ár, sem við höfum ekki haft tíma til að nota fyrr en núna. Einnig höfum við haft minni tíma fyrir bömin og bamabömin átta en við hefðum vilj- að. Nú getum við bætt úr því.“ „Þar að auki eigum við sumarbú- stað og viljum gjaman dveljast þar. Og svo bara að njóta lífsins og menningarinnar. Það er nóg að gera,“ bætir Ásgeir við. „Þau kunna svo sannarlega að njóta lífsins," skýtur Brynhildur, elsta dóttirin inn í og Ingibjörg og Margrét kinka kolli til samþykkis. Af hverju kennarar? Dæturnar hafa allar fetað í fót- spor foreldra sinna, þótt Brynhildur hafi verið sú eina sem var frá bam- æsku ákveðin í því. Þegar fjölskyld- an hittist er því oftast komið eitt- hvað inn á skólamál. „Það er alveg nauðsynlegt að geta létt á sér, rætt málin, fengið skilning og ráðlegg- ingar hjá þeim sem þekkja vel til. Það er líka svo gaman að ræða skólamál því við kennum allar hver í sínum skóla og svo koma foreldr- arnir úr öðm umhverfí en samt inn- an menntamálageirans," segja þær. En kennaramenntunin teygir anga sína lengra inn í ættir. Faðir Ásgeirs, Guðmundur Jónsson var skólastjóri að Hvanneyri, og tvær systur Sigríðar og mágkona hennar em kennaramenntaðar. Ólafur og Sigurður, bræður Ásgeirs, voru einnig skólastjórar og fjögur börn Sigurðar eru kennarar. Brynhildur hefur kennt í 23 ár og kennir nú 9 ára börnum í Mýrar- húsaskóla. „Hún hefur verið að kenna öðrum frá því hún var lítil,“ segir Sigríður. „Sex ára fór hún í ballettskóla og eftir fyrsta tímann safnaði hún krökkunum saman á götunni og fór að kenna þeim.“ Ingibjörg ákvað að fara í kenn- aranám eftir stúdentspróf, en hætti eftir eitt ár og gerðist flugfreyja. Þegar hún var komin með fjöl- skyldu fannst henni það ekki henta svo hún ákvað að klára Kennarahá- skólann og kennir nú 8 ára bömum í Grandaskóla. „Ég hélt alltaf að launin myndu lagast. Ég virkilega hélt það,“ segir hún með áherslu. Hún hefur nú kennt í 11 ár. Margrét hafði heitið því að hún ætlaði aldrei að verða kennari. „Ég tók mér nokkur ár í vinnu eftir stúdentspróf, en svo bara einhvern veginn varð þetta ekki umflúið," segir hún eins og dálítið undrandi. Hún lauk námi 1995 en tók ekki að sér kennslu fyrr en í haust vegna bameigna og kennir heimilisfræði við Snælandsskóla. Litið yfir farinn veg Ásgeir og Sigríður segjast bæði vera mjög ánægð með að hafa valið skólamálageirann. Kennslan sé mjög gefandi og ómetanlegt hafi verið að kynnast góðu samstarfsfólki og sjá ýmsa þróun verða að veruleika. „Skólinn hefur alltaf þurft að takast á við ýmis vandamál, sem misjafn- lega hefur tekist að sigrast á. Ef við lítum til dæmis á tölvumálin þá er þróun þeirra í framhaldsskólunum til mikillar íyrirmyndai’. Þessi þróun er að færast jafnt og þétt niður í grunnskólann," segir Ásgeir. „íslendingar vora með þeim fyrstu til að tölvu- og nettengja allt skólakerfið. Á þeim tíma var samt ekki skilningur hjá stjórnvöldum um að tölvuvæðing skólanna væri nýtt verkefni, sem kallaði á sérstakt fjármagn. Námsgagnastofnun hafði ekki fjárhagslega getu til að leggja af mörkum nýtt efni eins og hún hefði viljað. Skólana skorti fjár- magn til að endurnýja tölvurnar og gátu því í mörgum tilvikum ekki notað þau verkefni sem við gáfum út. Ekki var lagt nægilegt fé í end- urmenntun kennara og þeir kunnu margir hverjir minna á tölvur en nemendur þeirra. Þetta var því víta- hringur. Það er ekki fyrr en á síð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.