Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson TEKIST á við lax í „hreinni“ Blöndu á síðasta sumri. Samspil virkjunar og lífríkis við Blöndu Tölvur og tækni á Netinu /Sj) mbl.is SU.LTAt= eiTTHV'AO HYTT ÞAÐ voru margar ár sem komu skemmtilega á óvart á síðustu vertíð. Kannski engin þó eins og Blanda, sem er komin í fremstu röð og er óþekkjanleg frá því sem áður var. Þá taka nú flestir laxar í Blöndu agn veiðimanna i stað þess að vera teknir nauðugir eins og áður var lenska þar á bæ. Fiskifræðingarnir Sigurður Guð- jónsson og Ingi Rúnar Jónsson hafa Úllen, dúllen, dojf... Er það þannig sem þú velur þér vörsluaðila jyrir þinn líjeyrissparnað? • Hér er vænlegri leið. • Kynntu þér ávöxtun hinna ýmsu sjóða undanfarin ár. • Avöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð, en ... • gefur til kynna að árangursríkri fj árfestingarstefnu hafi verið fylgt. • Það er einfaldlega ekki um aðra betri leið að ræða til þess að velja vörsluaðila. • Þvf skaltu ekki nota „úllen dúllen doff“. Kynntu þér því Lífeyr'issjóðinn Hlífl Raunávöxtun Hlífar: Meðaltöl raunávöxtunar Hlífar: 1993 8,95% 5 ár 11,5% 1994 9,93% 4 ár 12,2% 1995 7,93% 3 ár 12,9% 1996 17,3% 2 ár 15,4% 1997 13,5% Reksturskostnaður: Lífeyrissjóðurinn Hlíf var stofnaður árið 1963 og stendur því á gömlum merg. Séreignardeildin var stofnuð 30. júní 1998 og hefur nú þegar fengið nokkrar milljónir til vörslu. Þú ert boðin(n) velkomin(n) í sjóðinn til okkar. Athugið: Allir sem eru með persónubundinn kjarasamning geta einnig greitt samtryggingargjaldið (10%) í Lífevrissjóðinn Hlíf. Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Kennit. 620169-3159. Sími 562 9952, fax 562 9096, netfang: valdimar@hlif.rl.is fylgst með Blöndu og þeir unnu ný- verið skýrslu þar um fyrir Lands- virkjun sem fylgist grannt með gangi mála vegna Blönduvirkjunar. I skýrslunni kemur fram, að alls hafi 2.603 laxar veiðst í Blöndu og Svartá. 619 þeirra laxa hafi veiðst í Svai'tá, en hún rennur sem kunnugt er í Blöndu efst í Langadal. Svartá hefur verið í sókn síðustu árin ekki síður en Blanda, en almennt er álitið að hún njóti einkum góðs af þvi hversu tær Blanda er orðin miðað við það sem áður var og þar með gangi laxinn greiðar og hraðar fram Blöndu. Samkvæmt skýrslunni veiddust alls 1.984 laxar í Blöndu, 1.173 neðan Ennisflúða, 693 í Langadal og 118 í Blöndudal og Blöndugili. Auk þess var mikil silungsveiði, 789 bleikjm' og umðai'. Mesta gangan frá upphafi mælinga í Ennisflúðum er teljari sem met- ur ekki aðeins tölu heldur stærð ein- staklinga sem fara um hann. Sam- kvæmt teljara gengu 3.302 laxar og 1.646 bleikjur upp fyrir Ennisflúðir. Auk þess er talið að jafnan fari ein- hver óþekkt tala fiska upp flúðirnar sjálfar, en við viss skilyrði eru þær fiskgengar. Af umræddum laxafjölda voru 2.462 smálaxar og 850 stórlax- ar. Þetta er mesta laxa- og bleikju- gengd í Blöndu síðan mælingar hófust sumarið 1982. I niðurstöðum og umræðu í skýrslu þeirra félaga kemur fram, að séu tölur úr hreistuiTannsóknum uppreiknaðar, hafi tæp 60% laxins dvalið þrjá vetur í ánni fyiir sjó- göngu og um 37% fjóra vetur, en mjög lítill hluti 2 eða 5 ár. Þetta eru því að uppistöðu klakárgangar frá 1993 og 1994. Fimm örmerktir laxar veiddust, en þeir voru allir frá öðrum sleppistöðum, Núpsá, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hofsá og Selá. Þeir Sigurður og Ingi klykkja út með umræðu um áhrif virkjunarinn- ar á lífríki árinnar. Þar stendur: Ahrif virkjunarinnar á fiskgengd og veiði eru margvísleg. Svæði ofan virkjunar lokuðust af og þar með töpuðust svæði fyrir uppeldi á sjó- gengnum fiski, bæði bleikju og laxi og hefur það verið metið sérstak- lega. I annan stað hafa skilyrði til fisk- uppeldis breyst í Blöndu neðan virkjunai-. Jökulleirinn sest til í Blöndulóni og er þar með minni í Blöndu. Þetta þýðir að meiri lífræn framleiðsla verður í Blöndu þar sem sólarijósið nær lengra niður í vatnið og þörungar vaxa á stærri hluta botnflatar en áður. Meira magn nær- ingarefna berst niður Blöndu í ár- vatninu fyrstu árin eftir að jarðveg- ur og gróður fer á kaf í Blöndulóni og brotnar þar niður og skolast út í vatnið. Þetta olli miklum vexti í bleikjustofni Blöndulóns um tíma. Vegna stækkunar lónsins eru líkur til að áfram verði aukið magn nær- ingarefna í Blöndu, en dvíni svo eftir nokkur ár. í þriðja lagi hafa skilyrði fyrir fisk til að ganga upp Blöndu batnað vegna minni svifaurs. Þannig gengur fiskur, bæði lax og sjóbleikja, gi'eið- ar upp vatnakerfið og dreifing veið- innar í vatnakerfinu hefur því breyst þannig að meira veiðist nú hlutfalls- lega ofar í vatnakerfinu en áður var.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.