Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ íslendingar hafa löngum haft mikinn áhuga fyrir sögu sinni og söguslóöum. í sumar sem leió fóru tveir feróahópar, undir leiösögn Jóns Böövarssonar og Magnúsar Jónssonar, til York og fleiri sögustaöa í Bretlandi sem snerta fornsög- ur íslendinga. Guðrún Guólaugsdóttir ræddi viö Magnús um feröalag þetta og þá merku staói og minjar sem hóparnir sáu og heyröu um. YÖRK eða Jórvík er fomfræg borg á Englandi og umtöluð í íslenskum fornsögum. Enn má sjá þess merki að þar ríktu víkingar á 9. og 10. öld, en þá var borgin aðsetur norrænna konunga. Nokkrum öldum áður var York heista vígi Rómverja á Bret- landi. Þótt margvíslegar minjar standi enn í York um hina fomu frægð hennar þá er hún eigi að síð- ur nútímaborg, með nær hundrað þúsund íbúa sem starfa ýmist við ferðaþjónustu eða jám-, véla- og matvælaiðnað, en það era helstu at- vinnugreinar þessarar fogru borgar sem stendur við ána Ouse í North Yorkshire í Norður- Englandi. Ibú- ar York ráku upp stór augu í fyrra- sumar þegar allstór flokkur Islend- inga i sínu fínasta pússi stormaði inn á torgið Kings-Square eða Kings Gate, þar sem talið er að Eg- ill Skallagrímsson hafí flutt Eiríki blóðöx konungi ljóð sitt Höfuðlausn forðum daga. Magnús Jónsson far- arstjóri hafði orð fyrir íslendingun- um og sagði í ávarpi til Jórvíkurbúa að þótt hér væru komnir afkomend- ur víkinganna þá skyldu menn ekki óttast um sinn hag. íslendingarnir væra komnir í friðsamlegum til- gangi og vopnlausir að kalla, þeirra erinda að ferðast um fomar slóðir sem forfeður þeirra sóttu heim fyrir margt löngu og gátu um í frásögum sínum. Þeim létti greinilega og sum- ir stöldraðu við og hlýddu á flutning Höfuðlausnar en Jón Böðvarsson flutti fyrsta erindið: Vestrfóregofver en eg Viðris ber munstrandar mar svo er mitt of far dró eg eik á flot við ísa brot hlóð eg mærðar hlut míns knarrar skut Stigu síðan íslendingamir fram hver af öðram og mæltu fram erind- in tuttugu hátt og snjallt svo við- stöddum gat varla blandast hugur um að afkomendum hinna íslensku víkinga væri ekki illa úr ætt skotið. 1 samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði Magnús að tildrög þessarar ferðar til York hefðu verið þau að hann, Jón Böðvarsson og Tryggvi Sigurbjamarson hefðu lengi látið sig dreyma um að efna til slíkrar „pílagrímsfcrðar“ til Jórvík- ur, á slóðir Egils Skallagrímssonar og annarra víkinga sem þar höfðu gist á söguöld. Þessi ferð og fleiri slíkar eiga rætur að rekja til nám- skeiða sem Jón Böðvarsson hefur kennt á og haldin hafa verið á veg- um Tómstundaskólans og Endur- menntunardeildar Háskóla Islands. Þar fóra menn snemma að láta sér detta í hug að heimsækja slóðir þeirra sagna sem fjallað var um hverju sinni. Fyrsta ferðin var farin til Færeyja en Magnús kveðst ekki hafa farið í þá ferð. Hann var hins vegar með í för þegar slóðir Orkneyingasögu vora kannaðar fyr- ir nokkrum áram og síðar er farið var á slóðir Jómsvíkinga í Dan- mörku, Þýskalandi og Póllandi. „Ég kom fyrir alvöra inn í myndina nokkru síðar og fyrsta ferðin sem ég átti þátt í að skipuleggja var far- in til Noregs á slóðir Konunga- og Islendingasagna þar. Noregsferð- imar urðu tvær og þóttu takast vel. Síðan hef ég aðstoðað Jón við að skipuleggja svona ferðir sem hafa orðið æ umfangsmeiri. Sú lengsta var Rómargangan sem farin var tví- vegis fyrir fáum áram en einnig hafa verið farnar ýmsar styttri ferð- ir, m.a. fjórar ferðir til Grænlands. Ferð til Jórvíkur var hins vegar lengi vel séð í hillingum, enda hófst víkingaöldin á þeim slóðum.“ Upphaf og endir víkingaaldar Magnús Magnússon, sjónvarps- maður í Edinborg, átti stóran þátt í að ferðin til Jórvíkur varð að vera- leika og tókst jafn vel og raun ber vitni. „Hann reyndist boðinn og bú- inn til þess að aðstoða okkur við þessar ráðagerðir og hafði samband við nokkra þýðingarmikla aðila, m.a. dr. Peter Addyman, sem er yf- irmaður alls fomleifauppgraftrar í Jórvík, en þar hefur m.a. verið graf- in upp heil víkingaborg,“ segir Magnús. I Jórvíkurferðinni stikluðum við á þremur meginstiklum, í fyrsta lagi nefni ég Lindisfarne, þar sem vík- ingaöld hófst. í öðra lagi er það Stamford Bridge, eða Stafnfurðu brú, rétt utan við Jórvík. Þar var háð merk orasta árið 1066 þegar Haraldur Guðinason, konungur Englendinga, sigraði Harald harð- ráða Noregskonung, sem réðst inn í England með fulltingi Tósta jarls, bróður Haralds Englandskonungs. Við þessa orustu er talið að víkinga- öld ljúki. Þriðji staðurinn er Largs í Skotlandi, þar tapaði Hákon Há- konarson Noregskonungur orastu árið 1263 við Skotakonung og í kjöl- far þess afsöluðu Norðmenn sér öllu tilkalli til skosks meginlands og eyja, þar sem norrænir menn höfðu búið - nema hvað þeir héldu áfram yfirráðum yílr Orkneyjum og Hjaltlandi." Magnús þurfti ekki annað en kinka kolli Það vora um 90 manns sem fóra í báðar Jórvíkurferðimar, undirbún- ingur var því umtalsverður. Magnús Jónsson var fararstjóri beggja ferð- MAGNÚS Jónsson ávarpar Jór- víkurbúa áður en lestur Höfuð- lausnar Egils Skallagrímssonar hefst. STEINDI glugginn í Lincoln - Þorlákur helgi. MAGNÚS JÓnSSOn. Morgnanblaðia/Golli anna en Jón Böðvarsson var hins vegar dagskrárstjóri. „Við fengum aðstoð margra góðra manna, m.a. fornleifafræðinganna dr. Andrew Jones og dr. Richard Hall en hann stóð að fornleifauppgreftrinum í York og hefur skrifað ágætar bæk- ur um uppgröft á víkingatímabilinu. Magnús Magnússon er svo vel kynntur þarna að hann þurfti varla annað en kinka kolli - þá opnuðust okkur allar dyr,“ segir nafni hans. „Við höfðum ekki bara áhuga á að koma á staði sem tengdust íslend- ingasögum, heldur líka á staði þar sem sjá má minjar frá víkingatíma- bilinu. Við vorum mjög hissa á hvað mikið er af minjum í Englandi um vera og áhrif norrænna manna þar. Landshættir hafa auðvitað breyst talsvert en þó kannski ekki svo mjög. Enn í dag verður t.d. að sæta lagi til þess að komast út í Lindis- fame, sem er eins konar örfírisey. Hægt er að ganga í fjöru eftir eiði út í eyjuna. Búið er að vísu að byggja þar upp veg, en hann fer á kaf á flóði. Þegar við komum í fyrri ferðina voram við búnir að reikna nákvæmlega út samkvæmt kúnstar- innar reglum og flóðatöflu hvenær við gætum komist út í eyjuna. Þeg- ar við komum í eyjuna hljóp ég á undan til að gera allt klárt fyrir heimsókn okkar þar. Þá fórnaði starfskona á safninu höndum og sagði: „Það er farið að flæða að - það er farið að flæða að, þið verðið að flýta ykkur til baka.“ Það voru því góð ráð dýr en sem betur fer ákváðum við að vera í eyjunni þar til fjaraði út á ný eftir fímm klukku- stundir. Allir voru mjög ánægðir með þá löngu viðdvöl, enda má segja að við hefðum eyjuna útaf fyr- ir okkar á flóðinu. Þá kastaði Hall- dór Armannsson fram þessari lim- ra: Pað reyndist oss heilmikil gæfa og gróði að genginn var Lindisfarn’s þorpsvegarslóði og glaðst þar um stund með glasið í mund þegar ljós varð oss munur á fjöru og flóði. Það var heilagur Aiden sem stofn- aði klaustur í Lindisfame árið 635 og varð það fljótlega helgasti staður á Norðimbralandi, kallaður Eyjan helga. Breski sagnfí-æðingurinn Æraverðugur Beda sem var uppi um 700 e.k. segir frá ungum manni á Norðimbralandi sem lagði harðar að sér við klausturstörf og nám en aðr- ir. Hann hét Cuthbert og honum var treyst fyrir æ meiri ábyrgðarstörf- um. Cuthbert varð einnig fljótt þekktur fyrir lækningamátt sinn og ferðaðist við þau störf og trúboð víða suður Skotland og Norðimbra- land. Hann var fyrst ábóti en kosinn biskup í Lindisfame árið 685 og var sá maður sem öðrum fremur setti mark sitt á Eyjuna helgu. Víkingar rændu þetta friðsama klaustur árið 793 og komu eins og þruma úr heiðskíra lofti - þá er talið að víkingaöld hefjist. í Lindis- farne era klausturrústir frá 12. öld. Það voru hins vegar hvorki árásir víkinga né stöðugt stríð milli Skota og Englendinga sem orsakaði það að klausturhald féll niður í Lindis- farne, heldur var það pólitísk ákvörðun Hinriks VIII. Aftur á móti lét Hinrik byggja óvinnandi kastala til þess að verjast Skotum og stendur hann enn og gnæfír ógn- vekjandi yfir umhverfi sitt. í Lind- isfame er safn sem segir sögu eyj- arinnar, jafnframt er eyjan fræg fyrir náttúrufegurð. Draugarnir í Durham í Durham gistum við í kastala frá elleftu öld. Hann var að stofni til byggður af Vilhjálmi bastarði eða sigursæla og hans mönnum. Há- skólinn í Durham hefm- nú þarna aðsetur - þar er heimavist háskól- ans, matsalir og glæsileg salar- kynni. Einhver þóttist sjá þama draug en sú sýn kom ekki heim og saman við þær draugasagnir sem við heyrðum hjá heimamönnum. Sá draugur sem mest er þarna á kreiki er ekki mjög fom heldur tiltölulega ungur maður í jakkafötum með bindi. Draugurinn sem okkar mann- eskja sá var hins vegar gamaldags í öllum háttum og klæðaburði. Við fórum frá Durham til staðar sem heitir Jarrow. Þar sat Æraverðugur Beda og skrifaði kirkjusögu Engil- Saxa og fleiri rit um ýmis efni og þótti afbragðs lærdómsmaður og rithöfundur á sínum tíma, þrátt fyr- ir að hann muni aldrei hafa ferðast nema rétt „spönn frá rassi“, eins og sagt er. I Jarrow er kirkja mikil Orðstír deyr aldrei"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.