Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 B 9 JÓN Böðvarsson á Stafnfurðubrú, þar sem segja má að víkingaöld Ijúki árið 1066. ALLAR hliðar Gosforth-krossins. Hér sést, ef vel er að gáð, hvernig norræn minni eins og Ragnarök verða þáttur í kristninni. helguð Sankti Páli sem vígð var 23. apríl 685. Sjö ára gamall gekk Æru- verðugur Beda á hönd benedikta- reglunni í klaustrinu í Jarrow og þar hefur nú verið komið upp safni sem sýnir lífshætti og munklífi á dögum Beda, en munkamir voru sjálfum sér nógir um öll aðföng. Jafnframt er þama safn sem bygg- ist á fomleifauppgreftri á staðnum. Beinum kirkjuhöfðingja stolið Æmverðugur Beda var grafinn í Jarrow en á elleftu öld stálu kirkju- höfðingjarnir í Durham beinum hans og komu þeim fyrir í kistu heilags Cuthberts í dómkirkjunni í Durham. Árið 1370 vom þessir helgu menn aðskildir og Beda fékk sína „prívat" kistu sem er einhver helgasti dýrgripur Durham-dóm- kirkju ásamt helgigripum og kistu heilags Cuthberts. Normanska dómkirkjan í Durham er talin meistaraverk kirkjubyggingarlist- ar, hún stendur á klettahæð og gnæfir yfir miðaldaborgina „að hálfu kirkja Guðs, að hálfu kastali til varnar Skoturn", eins og Sir Walter Scott orðaði það. Þess má geta að Ari fróði, sá er skrifaði það sem sannara reyndist fremur en það skemmtilegra, hann vitnaði gjaman í Æruverðugan Beda til þess að auka á trúverðugleika sinn. Við gerðum okkur einnig ferð á Ha- drianusar-múrinn, sem Hadrianus, keisari í Róm árin 117-138, lét reisa sem varnarmúr þvert yfir Norður- England. Múrinn markaði endi- mörk Rómaveldis í norðri og stend- ur enn að hluta, hann er merkasta mannvirki frá tímum Rómverja í Englandi og ber vott um stórhug og verksnilli Rómverja." Magnús kvað ferðalangana hafa lagt upp frá íslandi með það að markmiði að rifja upp norræna sögu á slóðum víkinganna í Englandi og á leiðinni frá Durham til Jórvíkur var m.a. rifjað upp að fyrst voru víking- arnir nafnlausir í sögum en síðan fara þeir að koma fram sem persón- ur, t.d. Ragnar loðbrók og synir hans. Sagan segir að á þessu svæði hafi Ella, konungur Norðimbra, handtekið Ragnar og kastað honum í ormagarð. Áður en Ragnar lét þar líf sitt mælti hann: „Gnyðja myndi grísir, ef þeir vissu hvað hinn gamli þyldi.“ Þegar synir Ragnar heyrðu þetta hefndu þeir föður síns grimmilega og felldu Ellu. Þegar við nálguðumst Jórvík bar hæst sögu Egils Skallagrímssonar, sem að hluta gerist í Jórvík. Egill varð skipreka við Humbruós og taldi besta ráðið úr því sem komið var að fara á fund erkióvinar síns Eiríks blóðaxar konungs sem þá sat í Jórvík. Hann fór fyrst til Arin- bjarnar fóstbróður síns, sem var maður Eiríks, þar frétti hann að Ei- ríkur konungur og Gunnhildur kóngamóðir vildu hann feigan. Þá tók hann það ráð að yrkja kvæðið Höfuðlausn sem frægt er orðið. Upphaf Jórvíkur Þótt sumir segi að Ivar beinlausi Ragnarsson loðbrókar hafi stofnað Jórvík halda aðrir því fram að það hafi Rómverjar gert og kallað hana Eboracum. Sagt er að þeir hafi reist þar virki árið 71 og ríkt í um 400 ár. Fomminjasafnið í York er staðsett í gamalli höll Engil-saxa og víkinga. í garðinum við safnið má líta róm- verska borgarmúrinn og það er áhugavert að lesa þróun sögunnar í múrnum. Við þurftum að setja okk- ur í sérstakar stellingar þegar við héldum til Stamford Bridge og hlustuðum á Jón Böðvarsson lesa frásögnina af viðureign Haraldar harðráða og Haraldar Guðinasonar, eins og hún kemur fyrir í Heimskringlu. Eftir að Haraldur Guðinason Englakonugur sigraði nafna sinn harðráða beið hans ann- að mikilvægt verkefni. Hann þurfti að berjast við Vilhjálm bastarð sem ráðist hafði inn í England suður við Hastings. Haraldur tapaði þeiri-i or- ustu og Normannar urðu yfirráða- stétt í Bretlandi í framhaldi af sigri Vilhjálms. I York er mikið af norrænum götunöfnum enn í dag. Mörg þessi nöfn enda á gate og eru þau öll dreg- in af norræna nafninu gata. Þama er til dæmis Miklagata og í Jórvíkur- mállýsku era mörg nöfn sem bera norræn einkenni. I Víkingasafninu er líka töluð eins konar íslenska. Þetta safn er þannig tilkomið að við fornleifauppgröft í Jórvík, sem fram fór í miðri borginni, safnaðist jafnan saman margt fólk sem langaði að fylgjast með því sem væri að gerast þar. Forráðamenn uppgraftrarins, þeir Peter Addyman og Richard Hall, bragðu á það ráð að byggja palla í kringum uppgröftinn og fóra að selja inn. Þegai- hætt var að grafa og átti að loka uppgreftrinum vora góð ráð dýr, þá datt mönnum í hug að gera þama neðanjarðar víkinga- safn þar sem menn ferðast aftur í tímann. Miðað er við að komið sé inn á tímum Eiríks blóðaxar eða um svipað leyti og Egill var að flytja honum kvæði sitt Höfuðlausn í Jór- vik. Ekkert er gert í þessu safni sem á sér ekki stoð í uppgreftrinum, þeir reyndu meira að segja að líkja eftir útliti fólks miðað við þær líkamsleif- ar sem þeir fundu. Horn einhyrningsins Frá Jórvík fórum við til Lincoln, þar nam Þorlákur helgi „mikið nám og þarfsællegt" og einnig systurson- ur hans Páll Jónsson biskup, sonur Jóns Loftssonar í Odda. Það var steinkista Páls Jónssonar sem var grafin upp í Skálholti og enn er til í kjallaranum í Skálholti. í dómkirkj- unni skoðuðum við einstakt bóka- safn og það var einstök tilfinning að fá að handfjatla ævafoma biblíu frá því fyrir tíð Þorláks og velta því fyr- ir sér að ef til vill hafi okkar maður farið mjúkum höndum um þá sömu bók. I Lincoln var prestaskóli og við hann er kapella. í kapellunni er stór og fallegur steindur gluggi frá byrj- un þessarar aldar. Við vildum sjá þennan glugga, því þar era nokkrir helgir menn og þeirra á meðal er Þorlákur helgi. Kapellan er raunar orðin að skólabókasafni. Það má geta þess að sumir hafa getið sér þess til að umræddur Páll Jónsson hafi skrifað Orkneyingasögu. Víst er að hann var um tíma í Orkneyjum og vitað að mikill samgangur var milli íslands og Orkneyja. Eg hef heyrt þá kenningu að verslunarleið hafi verið frá Grænlandi til íslands og þaðan til Orkneyja og alla leið suður til Ítalíu, þar sem menn hafa selt m.a. rostungstennur og jafnvel náhvalstennuFr sem vora fágætir dýrgripir og seldust að lokum suður í löndum fyrir óhemju fé sem hom kynjaskepnunnar einhyrnings, en þá var ekki efast um tilvist hans. Rostungstennur vora mikils virði þar til innflutningur hófst á fílabeini frá Afríku. Innrás víkinga var í raun tvískipt, fyrst komu þeir um 850 og svo kom önnur hrina um árið 1000 þegar Ólafur Tryggvason og Sveinn tjúgu- skegg réðust inn í England. Þá beittu þeir öðram aðferðum en áð- ur, þeir heimtuðu lausnargjald fyrir að láta ekki til skarar skríða. Þeir fengu óhemju fé í þannig lausnar- gjöld og rufu svo kannski grið líka. Hugsanlega hefur Ólafur fengið svo mikið fé á þennan hátt að það hafi auðveldað honum að berjast til valda í Noregi. Sveinn tjúguskegg og Knútur ríki sonur hans náðu svo að lokum algjöram yfimáðum á Englandi og ríktu í ein 40 ár, en þá dó danska konungsættin á Englandi út. Frá Jórvík fórum við fyrst í Vatnahéraðið og lá leið okkar um Steinsmýri þar sem Eiríkur blóðöx háði sína síðustu orastu árið 954 við Ólaf konung Kvaran og féll. Auk ís- lenskra fornrita höfðum við með í farteskinu engilsaxneska annála, en þar kemur fram að víkingamir komu upphaflega til Englands til að ræna og rupla en svo fóru þeir að hafa þar vetursetu og loks fóru þeir að sækjast eftir löndum, fóra að yrkja jörðina og gerðust landnemar og bændur sem fóru tíma úr ári í víking, rétt eins og bændur á Is- landi fóru á vertíð. Það hefur lengi þótt frásagnarvert meðal norrænna manna að „orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan getur“ og víkingamir og afkomendur þeirra héldu dáðum forfeðranna vissulega á lofti. Á fyrstu bautasteinum og grafstein- um, oft listilega skreyttum eru gjaman á sama krossinum myndir af Kristi jafnframt myndum úr heiðni svo sem af Þór, Mið- garðsormi, Völundi smiði o.s.frv. Eg varð satt að segja hissa hvað margt vitnar þar um þennan forna tíma. Einn af hápunktum ferðarinnar var á Vínheiði þar sem Egill Skalla- grímsson og Þórólfur bróðir hans börðust fyrir Aðalstein konung, Þórólfur féll en Egill þáði mikla virðingu af Aðalsteini. Fræðimönn- um hefur ekki borið saman hvar sú orusta var háð, tilgátur hafa verið uppi um að hún hafi jafnvel verið fyrir sunnan Humra en það hentaði betur leiðarlýsingunni að staðsetja hana í Suður-Skotlandi, enda kemur það heim við skoðanir margi-a fræðimanna. Við voram alveg sann- færð um að orustustaðurinn væri fundinn. í Largs lauk formlega yfir- ráðum Noregskonunga. Sagt var að sumarið 1217, er Hákon Hákonar- son sem kallaður var gamli tók við konungdómi hafi fuglar og tré borið tvennan ávöxt. Fjöratíu og fimm ár- um síðar frétti Hákon konungur að Alexander III Skotakonungur ætl- aði að leggja Suðureyjar undir sig. Hákon gerði út leiðangur til að koma í veg fyrir þetta og hafði hátt á annað hundrað skip er hann sigldi suður með Skotlandsströndum. Við eyjuna Bót skall á hvassviðri og él. Nokkur skip rak upp á Skotland og er Skotar sáu það réðust þeir að þeim með fjölmennan her, það vora tíu Skotar um hvern Norðmann í landi. Þrátt fyrir þetta og mikil ill- viðri tókst Norðmönnum að snúa vöm í sókn. Skotar hörfuðu til fjalla en Norðmenn sem eftir lifðu komust til skipa sinna. Hákon hélt með skip sín meðfram Suðureyjum og til Orkneyja þar sem hann tók sótt mikla og andaðist og lauk þar með víkingaöld. I safninu Víkingar á Largs er þessi saga endursögð ásamt sögu víkinga á Skotlandi. Segja má að víkingar hafi með öllu þessu komist talsvert nálægt trú sinni - orðstír deyr aldrei, þeim er sér góðan getur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.