Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VERKSTJÓRN Námskeið ætlað öllum millistjórn- endum, bæði nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu. Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun býr yfir nær fjögurra áratuga reynslu við fræðslu stjórnenda. Námsþættirnir eru yfir 20. Meðal þeirra eru: - Að semja með árangri, - stjórnun breytinga, - verktilsögn og starfsþjálfun, - valdframsal, - hvatning og starfsánægja, - áætlanagerð. Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta: hinn fyrri hefst 1. febrúar og hinn síðari þann 15. Innritun stendur yfir í síma 570 7100. Iðntæknistof nun ■ I er hafin tt kortatímabil NIKEBUÐIN Laugavegi 6, W. Síitti 562 3811 fimmtudaga til kl. 21.00 • .@ ii® ícobnell tyggjó og plástur Hættu m *! ■ nu alveg Ráðgjöf og kynning í eftirtöldum apótekum: Mánudaginn 18. jan. kl. 12.00-17.00 Reykjavíkur apótek Mánudaginn Ið.jan. kl. 14.00-18.00 Lyfjabúð Hagkaups, Skeifunni Þriðjudaginn 19.jan. kl. 14.00-18.00 Lyfja, Kópavogi Rima apótek, Langarima Fimmtudagínn 21. jan. kl. 14.00-18.00 Holts apótek Fimmtudaginn 21. jan. kl. 17.00-20.00 Háaleitis apótek Föstudaginn 22. jan. kl. 14.00-18.00 Apótek Suðurnesja, Keflavík Árnes apótek, Selfossi Fjarðarkaups apótek, Hafnarfirði Gott bragð til að hætta að reykja Morgunblaðið/Golli Mirabelle, síðasti sjens PAÐ fer að verða ár frá því að þau Anna María Pitt og Elvar Aðalsteinsson tóku við rekstri veitingastaðarins Mirabelle við Smiðjustíg. Breyt- ingar voru gerðar á útliti staðar- ins þótt fyrri heildarsvipur héldi sér að mestu, og meiri áhersla lögð á að um „franskt“ veitinga- hús væri að ræða. Vandinn er auðvitað sá að það er ekki til neitt eitt „franskt“ eld- hús. Mikilfengleiki franskrar matargerðar felst einmitt ekki síst í þvi hversu fjölbreytt hún er og svæðaskipt. Elsass, Búrgund, Provence og Normandie, svo nokkur héruð séu nefnd, eiga öll sína einstöku matarmenningu og hefðir. í París er síðan að finna allar þessar hefðir jafnt sitt í hvoru lagi sem í sami’unaformi. Franska eldhúsið er sömuleiðis lifandi eldhús sem hefur tekið miklum stakkaskiptum í gegnum aldirnar og er í stöðugri þróun. Sé ekkert tilgreint nánar er með frönsku eldhúsi yfirleitt átt við hina sígildu hágæðamatargerð Frakklands, haute cuisine. Mat- argerð sem byggist á matreiðslu- aðferðum alveg jafnt sem hráefn- um. Þessi matargerðarhefð hefur haft þvflík áhrif á síðastliðinni öld að í raun má segja að öll betri matargerð Vesturlanda byggist að meira eða minna leyti á hinni frönsku hefð. Hvað er þá franskt veitingahús? Veitingahús í klass- ískum anda? Eg velti þessu fyrir mér því Mirabelle kemur mér fyrir sjónir sem nútímalegt, al- þjóðlegt veitingahús fremur en franskt sérstaklega, þótt vissu- lega sé byggt á frönskum hug- myndum í ýmsu. Það má hins vegar segja um flest betri veit- ingahús í helstu stórborgum Vesturlanda. Á matseðli veit- ingahússins má finna couscous, sem er frá Norður-Afríku (og vissulega vinsælt hráefni í hinu gamla nýlenduríki), malfati og risotto, sem eru ítalskar hug- myndir, og tzatziki, sem er grísk sósa. AUt þetta breytir hins vegar ekki því að Mirabelle er huggu- legur veitingastaður sem býður upp á trausta matargerð. Veit- ingasalurinn er fábrotinn en smekklegur og fallegur og and- rúmsloftið þægilegt. Látlaus ein- faldleiki ræður ríkjum í öllu frá vegg- til borðskreytinga. Hvítir dúkar eru á borðum og borðbún- aður stflhreinn. Það er vel þess virði að heimsækja veit- ingastaðinn Mirabelle, segir Steingrímur Sigurgeirsson. Nú fer hins vegar hver að verða síðastur að skella sér þangað í mat. Þjónusta er rösk, fagmannleg og að öllu leyti óaðfinnanleg enda mörg kunnugleg andlit frá La Primavera á ferðinni. Fyrst varð fyrir valinu „kúr- bíts- og belgbaunasalat með app- elsínulaufum". Framsetning sal- atsins er falleg, með litríku, grænu og rauðu grænmeti og appelsínusneiða- og ostaskreyt- ingu. Salatið var ferskt og sam- setningin ágæt, ekki síst baun- irnar stóðu vel fyrir sínu. Fyrir minn smekk voru appelsínu- sneiðamar og sú sýra sem þeim fylgir hins vegar of ríkjandi í heildarmyndinni. Ristuð höipuskel með sítrónurisotto og „beurre blanc“ er réttur sem hefur verið á mat- seðli staðarins frá upphafi. Ein- faldur en vel heppnaður réttur. Hörpuskelin sjálf snöggsteikt og þokkaleg, risotto-ið þykkt og rjómamikið og „beurre blanc“- sósan bragðmild. Helst mætti setja út á lítinn risotto-skammt á diskinum. Eða er ég bara svona gráðugur? Steiktur saltfiskur á grænmet- isbeði með tómötum, ólífum og ferskri piparvinaigrette var hins vegar magnaður. Diskurinn hríf- ur strax augað, fiskstykki með roðinu upp ofan á gulrótum, baunum og risotto leyndist neðst. Hringinn í kring sósan með fínt söxuðum ólívum og sólþurrkuð- um tómötum. Allir þættir réttar- ins smellpassa saman og mynda ljúffenga heild. Lambahiyggvöðvi með spergilkáli, rauðlauksmauki og villtum sveppum var næsta val okkar og reyndist þetta góður og margbrotinn réttur, nokkuð þungur þó. Kjötið var fínt og vel eldað og setti kartöflupíramíti í miðju sterkan svip á diskinn. Sósan þykk, dökk og bragðmikil og sveppamagn vel útilátið. Vel heppnaður og vel gerður réttur. Stökkar andabringur með rjómasoðnu spínati og appel- sínusoja ollu hins vegar nokkram vonbrigðum í þau tvö skipti sem ég reyndi þennan rétt á Mira- belle. Rétturinn hreinlega small ekki saman sem ein heild. Sósan of sæt miðað við aðra þætti auk þess sem sojaviðbótin féll mér ekki í geð. Aðrir þættir reyndust síðan of saltir. Andabringurnar sjálfar vora þó þokkalegar, þótt skurðurinn á þeim hefði mátt vera fallegri, og smjörsteikta spínatið var ágætt. Eftirréttir á Mirabelle era franskir og sígildir. Við stukkum á Créme Bralée, sem er líklega algengasti eftirréttui’inn á frönskum veitingahúsum og hef- ur verið í mikilli sókn á íslandi undanfarin tvö ár eða svo. Búð- ingurinn var vel heppnaður, með miklu og góðu vanillubragði, en sykurskánin ofan á í þykkra lagi miðað við „créme“-hlutfallið. Vínlisti staðarins er ágætur hvað úrval vína varðar. Hins veg- ar era árgangar vína ekki teknir fram og rökin íýi'ir því kannski dálítið vandséð miðað við þann matseðil sem er í gangi. Mirabelle er vel þess virði að heimsækja þegar öllu er til skila haldið. Matargerð góð, þjónusta sömuleiðis, umhverfi þægilegt og verðlag hóflegt miðað við gæði. Um það leyti sem ég var að leggja iokahönd á þessa grein birtust hins vegar fréttir af því að rekstri Mirabelle yrði hætt... að minnsta kosti í bili. Mér skilst að ekki sé loku fyrir það skotið að núverandi eigendur, sem halda nafni staðarins í sinni eigu, muni í framtíðinni skella sér í veitingarekstur að nýju, þegar hægist um á öðrum vígstöðvum. Veitingahúsið verður hins vegar opið áfram næstu viku og það fer því hver að verða síðastur að snæða á Mirabelle. Síðasti sjens! Því miður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.