Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 13
12 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 B 13 / Taðreyking hefur tíðkast á * Islandi um aldaraðir. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heim- sóttu Benedikt Kristjáns- son á Hólmavaði. / ÍFANGASTAÐUR margra helstu stórlaxa úr norðlenskum ám er í reykhúsinu á Hólmavaði í Aðaldal. Þar stóð Kristján Benediktsson bóndi lengi íyrir reykhúsinu og var þekktur fyrir góða verkun á laxi. Nú er hann hættur að reykja og Benedikt sonur hans tekinn við jörðinni, búskapnum og reykhúsinu. Benedikt er 28 ára gamall, kvæntur Elínu Ivarsdóttur frá Húsavík og eiga þau dóttur á fyrsta ári, Rut að nafni. Benedikt er fjárbóndi og með með 146 fjár á fóðrum í vetur. Hann segir að fjárbúið gefi ekki nóg af sér til að lifa af því, en veiðihlunnindi af Laxá í Aðaldal, sem rennur við bæjardyrnar, og reykhúsið hjálpi honum að ná end- um saman. En þótt kynslóðaskipti séu orðin í reykingunni eru vinnubrögðin hin sömu. „Eg hef verið að sniglast með pabba í reykhúsinu frá því ég man eftir mér,“ sagði Benedikt. Hann segir að venju- lega sé samfelldur reykur í húsinu frá því í aprfl og fram að jólum. Benedikt var að reykja kjöt og nokkur læri og rúllur í saltpækli voru á leið í reykhúsið. Auk þess biðu nokkur hundruð kfló af laxi og silungi eftir að fá reykingu. Benedikt flakar laxinn og silunginn og saltar með grófu salti. Eftir reykingu er flökunum pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hann segir að það komi alltaf svolítíl töm þegar nær dregur jólum. Fólk vill fá hangikjöt og reyktan lax til jólanna. Að Hólmavaði er eingöngu reykt við tað. Benedikt segir að leyndardómur- inn við að fá gott hangikjöt og reyktan fisk með hinum sértaka keim taðreyk- ingarinnar liggi ekki síst í verkun eldi- viðsins. Eins og flestir vita er uppi- staðan í taðinu það sem frá kindinni kemur. Kindurnar verða að ganga á úr- ganginum og troða hann niður svo myndist þétt skán í fjárhúsinu. Alltaf vill eitthvað af heymoði blandast við, en Benedikt segir að í gamla daga hafi ekki þótt gott að hafa of mikið moð í taðinu og því var það rakað upp. Hann segir besta taðið koma þegar kindunum er beitt á kvist á haustin. Kindur Benedikts ganga á grindum svo hann fær að stinga út úr litlu fjár- húsi á nágrannabæ. „Það er mikið puð og bóndinn er feginn að losna við að gera það sjálfur," segir Benedikt. Hann setur taðhnausana á bretti og flytur út á tún. Þar eru hnausamir klofnir í flög- ur sem dreift er á túnið til þerris. Þeg- ar flögumar eru famar að þoma er þeim hreykt, það er reistar upp á end- ann. Tvær flögur styðja hver aðra líkt og V á hvolfi og mynda rastir. Eftir nokkurra daga þurrk eru flögurnar bornar í hlaða. Muslinu er rakað saman og sett ofan á hlaðann. Síðan er hlaðinn byrgður með plastábreiðu og bundið utan um. „Það er best að láta taðið bíða í hlað- anum og reykja við tveggja ára tað,“ segir Benedikt. „Ef taðið er of nýtt kemur rammt bragð af kjötinu eða fisk- inum sem verið er að reykja." Ekki er sama hvemig kveikt er upp í kofanum. Benedikt býr til röst úr taði sem brenna á yfir daginn og kveikir í. Hann hylur síðan taðið með ösku. Það má ekki vera opinn eldur heldur á að myndast glóð undir öskunni. Annars er hætt við að feitur fiskur og kjöt bráðni og fitan leki niður. Reykhúsið má ekki verða nema rétt volgt, aldrei heitt. KÓFIÐ f reykhúsinu fær ekki á Benedikt Kristjánsson á Hólmavaði, enda vanur reyknum frá unga aldri. I pokunum á bakvið Benedikt er fullverkað tað og í loftinu má sjá grilla í nokkrar hangirúllur. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.