Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Allar vörur á útsölu Allt að 60% afsláttur SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 568 9066. EINSTAKUR BILL ■: i< !■ - 4> A GRAND CHEROKEE LTD. V6, ÁRG ’96 ^ Ekinn aðeins 16.000 km, einn eigandi Bry!mvíKiiD frá upphafi, keyptur nýr af umboði, Bndshöfða 10 reyklaus, toppeintak. sitni 587 æsa Á vegum Lffsskólans verður haldið viku námskeið um meóferð ilmkjarnaolía til lækninga Aromatherapy. Kennari námskeiðsins verður Marqrét Demleitner, Hún er einn af stofnendum þýsku arom- atherapy-samtakanna F0RUM EXXENZIA, sem merkir dómstóll i óeiginlegri merkingu um kjarna eða kraft úr safa aldins eða jurtar. Hún er aðstoðarforstjóri samtakanna. Þau reka meðat annars efnafræðirannsóknarstofu og vinna að gæðavott- un otianna. Margrét starfar sem itmkjarnaoliufræðingur og kennari. Hún er frumkvöðutl i itmkjarnaotíulækning- um á sjúkrahúsi i Þýskatandi. Á námskeiði nú verður við htið Margrétar læknirinn dr. Erwin Haringer. Námskeiðið verður haldið hetgina 6.-7. feb. frá kl. 9-16 og mán. 8. feb. tiL fös. 12. feb. frá kt. 18-22. (Námskeiðið fer fram á ensku en tútkur verður til hjátpar). Upplýsingar um námskeiðið er í Lífsskótanum, s. 557 7070 eftir kt. 19 atla daga og fax er allan daginn i s. 557 7011. Nýjung! Þýsk gæðavara Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra _______burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. TANA Cosmetics Einkaumbod: S. Gunnbjömsson ehf., s. 565 6317 MANNLIFSSTRAUMAR MATARLIST/yí/'hverju geymastperur svona vel? Perur í ársbytjun ALDINKJÖT perannar er afar sykursnautt, auðmelt- anlegt, fitusnautt, en ssunt ótrúlega seðjandi. Þetta eru nægar ástæður fyrir því að skapa perunni fastan sess í máltíð allra sem vilja koma sér í gott form á ný eftir jólaveislurnar. Perur eru einnig mjög ódýrar og alltaf fáanleg- ar. Það er nefnilega þannig með perur að séu þær tíndar mátulega óþroskaðar og síð- an geymdar við sérstakar aðstæður (í dimmum geymslu- klefum þar sem fylgst er vandlega með hitastigi og loftslagsbreyting- um) er hægt að hægja á þroska þeirra. Þegar per- urnar eru síðan teknar út úr geymsluklefunum, allt að fjórum mánuðum síðar, taka þær upp þroskaþráðinn þar sem frá var horfið, líkt og þær hafi verið tíndar daginn áður. Næringarinnihald þeirra helst einnig óbreytt svo og efnasamsetningin, þrátt íyrir geymsluna. Þess vegna er alltaf hægt að fá ferskar perur. Einstaka tegundir þola þó ekki alla þessa geymslu, Williamsperan er ein þeirra og hana er ekki hægt að fá nema á tímabilinu ágúst-nóvember. Ef við víkjum aftur að næringar- hliðinni, þá inniheldur peran eins og ég sagði mjög lítinn sykur, þrátt íyrr sætleika bragðsins, og er því afar hentug fyrir ungböm, þar sem hún er líka mjög auðmeltanleg og næringarrík. Fyrir fullorðna er per- an góð fyrir þá sem vilja passa lín- eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Rauðvíns- karamelluhúð- aðar perur uppskrift fyrir 4 1 rauðvínsflaska 10 msk. sykur 3 msk. hunang safi af hálfri sítrónu I vanillustöng 1 kanelstöng rifinn börkur af V5 appelsínu 1 múskathneta urnar, því hún er mjög kalor- íusnauð. Hún er góð gegn ýmsum kvillum, s.s. gigt, og gegn þreytu er gott að fá sér glas af hreinum perusafa fyrir aðalmáltíðir dagsins. Perana er líka hægt að nota útvort- is, sem andlitsmaska. Það er mjög gott, sérstaklega fyrir feita húð, að maka stöppuðu perukjöti á andlitið og láta bíða í um 30 mín., skola það síðan af með volgu vat ni og láta svo líða a.m.k. hálftíma áður en annað krem eða snyrtivara er borin á and- litið. Hvað megrun viðkemur skal ávallt fara varlega í sakirnar, engar öfgar. Það þótti nú aldeilis vera konu til framdráttar (útlitslega) fyrr á öldum ef hún hafði þetta perulag, sem sjá má á málverkum gömlu meistaranna. Það er altént fallegt og kvenlegt að hafa einhverj- ar mjaðmir. Hér kemur svo upp- skrift að ljúffengum eftirrétti, sem færir okkur næringu og sykur- snauðan sætleika perunnar beint í æð, en viðheldur mátulega perulag- inu á okkur konum engu að síður, því í fylgd með perunum er rjómi, rauðvín, hunang, sykur og fleira góðgæti. 1 svart piparkorn 4 perur þeyttur rjómi (eða sýrður) Setjið allt nema perumar í djúp- an frekar þröngan pott (nægilega víðan fyrir fjórar perur) og hitið upp við vægan hita, þar til sykurinn er bráðinn. Afhýðið perurnar á meðan og skiljið stöngulinn eftir þannig að þær geti staðið upp á endann við suðuna og á diskinum og auðvelt sé að reisa þær við. Setjið perurnar út í pottinn og látið malla í 20-35 mín. (fer eftir stærð ávaxt- anna); látið malla þar til aldinkjötið er orðið vel mjúkt en perurnar samt enn stinnar. Takið því næst perurn- ar varlega upp úr pottinum og látið þær á disk, en látið rauðvínskara- melluna malla þar til hún hefur skroppið saman um svona helming. Hellið henni þá yfir perurnar og lát- ið bíða í ísskáp í um þrjá tíma. Setj- ið hverja peru á flatan lítinn disk og hellið rauðvínssírópinu yfir þær á ný. Berið fram með ögn af þeyttum rjóma (gott er að bæta ögn af sítrónusafa út í hann). ÞfÓÐLÍFSÞANKARÆrflokkunarnáttúran orðin að áráttu? Flokkaðfólk MANNFÓLKIÐ virðist haldið fiokkunarnáttúru - mismikilli þó. Sumir eru svo langt leiddir af þessu að næstum má jafna því við áráttu. Ef litið er yfir þjóðlífið - svona eins og við sæjum af því „loftmynd", þá má sjá að búið er að grófflokka mannflóruna hér mjög rækilega og á síðari árum hafa menn verið önn- um kafnir við að undirflokka. Nátt- úran sér að vísu sjálf um að flokka mannkynið í karla og konur. Hvor flokkurinn um sig hefur svo bætt um betur, skilgreint sig og flokkað í alls kyns undirflokka - einstæður konur, giftar konur, mennaðar kon- ur, ómenntaðar konur, o.s.frv. og eins er þetta með karla. Ekki er öll sagan sögð með þessu - síður en svo. vi mannsins er löngu búið að flokka niður í nokkur ævi- skeið. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ekki sé óþarfi og jafnvel til óþurftar að gera svona mikið úr einkennum hvers flokks fyrir sig. Þegar málið er skoðað þá eiga manneskjur mjög mikið sameiginlegt á hvaða aldurs- skeiði sem þær eru. Fólk á öllum eftir Guðrúnu aldri Þarf mat> Guðlaugsdóttur drykk> hlýju> fatn‘ að, rúm, meðul ef það er veikt, vini til að halla sér að og þannig mætti lengi telja. Það er sem sé svo miklu fleira sem fólk á sameiginlegt á hvaða aldri sem það er, heldur en hitt sem aðskilur það. Oft er talað um unglinga og aldraða eins og þeir séu af allt öðru tagi en annað mannfólk. Ég held að æski- legra sé í mannlegu samfélagi að að leggja áherslu á það sem sameinar fólk heldur en það sem sundrar. Unglingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk - síður en svo. Þegar ég t.d. lít aftur finnst mér ég lítið hafa breyst í grundvallaratriðum frá því ég var á unglingsaldri. Þá eins og nú horfði ég á umhverfi mitt, hlust- aði á það sem var sagt í kringum mig, fann lykt og bragð af hinum daglega fiski eða kjöti sem var í matinn, vakti eða svaf eftir því sem við átti, ræktaði samband við ætt- ingja og vini og þannig mætti lengi telja. Og ég sé ekki betur en fólk sem orðið er aldrað samkvæmt hinni opinberu skilgreiningu hafi alveg nákvæmlega sömu þarfir og þeir sem yngi-i eru. Munurinn er í grandvallaratriðum lítill. Svo lítill að þarna er um stigsmun að ræða en ekki eðlismun - sem mætti þó halda að væri, ef taka ætti alvar- lega allt það sem sagt hefur vérið um þessa aldursflokka. Ef komið er fram við fólk eins og það sé eitt- hvað öðruvísi en aðrir þá fer það að halda að svo sé. Það er að mínu viti misskilningur að tala við unglinga eða aldraða á einhvern annan hátt en fólk á öðrum aldursskeiðum. Slík tal veldur sundrung en ekki sameingu og stuðlar að firringu sem ekki er heppilegt fyrirbæri í samfélagi manna. Þótt ég hafi talað mest um ald- ursflokkun hér á finnst mér að mörgu leyti hið sama eiga við um ýmislega aðra flokkun manna. Stofnuð hafa verið alls kyns félög, sjúkra, sorgmæddra, áhugasamra um alls kyns hluti og þannig gæti ég haldið áfram. Ég er ekki viss um að það sé alltaf heppilegt að flokka fólk svona rækilega niður eftir því hvernig aðstæður þess eru. Þótt fólk hafi einhvern sjúkdóm er ekki þar með sagt að það sé best geymt í samfélagi við þá sem era með sama sjúkdóm. Eins er með þá sorg- mæddu, það er hreint ekki víst að þeir séu best komnir innan um aðra sem líkt er ástatt með. Ég er ekki að segja að fólk geti ekki haft neitt gagn af svona samtökum. Ég er að- eins að segja að það er ekki heppi- legt að fólk fari að skilgreina sig svona til langframa. Einhvern veg- inn tókst forfeðrum okkar að þrauka í þessu harðbýla landi án þess að vera í kvenfélögum, íþrótta- félögum, samtökum langveikra, matarklúbbum, saumaklúbbum, sorgarfélögum og svo framvegis. Hins vegar tilheyrði þetta löngu liðna fólk fjölskyldum og heimilum. Þar var hver með sínu móti. Sumir voru ungir, aðrir gamlir, sumir sjúkir aðrir heilbrigðir. En allt þetta fólk gat mætavel tálað saman og hafði félagsskap hvað af öðru. Af gömlum heimildum má sjá að vin- átta manna og kvenna fyrr á tímum var hreint ekki bundin aldursflokk- um, heilsufari, kynferði, gleði eða sorg. Manneskjan sjálf brúar allt slíkt ef hún fær tækifæri til þess. Hin mikla flokkun á fólki sem við búum við, t.d. í skólum og víða ann- ars staðar hefur ábyggilega orðið til þess að fólk er að vissu leyti fá- tækara en ella. Ég held að tími sé til kominn að staldra við og skoða þessa flokkunaráráttu með gagn- rýnu hugarfari. Of mikið má af öllu gera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.