Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.01.1999, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 Máttur lj óðsins Fyrir 160 árum var Islandsvininum Páli Gaimard haldin mikil veisla. Pétur Pétursson gróf upp ýmsan fróðleik um veislugestina. ÞAU tíðindi spurðust úr Parísarborg fyrir nokkrum árum að ungur íslenskur líf- fræðingur og áhuga- maður um sagn- fræði, Sigurður Jónsson, hefði fest kaup á glæsilegu myndskreyttu 'i-itverki, sem verið hafði í eigu franska læknisins og leiðangurs- stjórans P. Gaimard. Ritinu fylgdi nafnaskrá, eiginhandarundirskrift- ir Islendinga þeirra er sátu veislu, sem haldin var tiþheiðurs land- könnuðinum og Islandsvininum Páli Gaimard. Bókin sem Sigurður festi kaup á var hinn mesti happa- fengur. Nafnalistinn einstakur. 33 sátu veisluna. Heiðursgesturinn og 32 „íslenskir bókmenntaiðkarar" eins og þeir kölluðu sig. 16. janúar 1839 stóð veislan. 160 ár eru liðin. Áhrifamikil Iandkynning Um þessar mundir er margt rætt og ritað um landkynningu. Uppi eru mörg áform og margvís- leg um kynningarherferð og átak á erlendum vettvangi svo unnt sé að sanna umheiminum að hér búi gáf- uð og athafnasöm menningarþjóð. í gær, 16. janúar, voru liðin 160 ár síðan „íslenskir bókmennta- iðkarar" héldu frönskum lækni og ferðagarpi samsæti í því skyni að heiðra hann og færa honum þakkir fyrir stórvirki árið 1839, er hann hafði unnið til kynningar á Islandi "bg Islendingum. Því verður naum- ast mótmælt að ritsafn það í máli og myndum, sem Páll Gaimard gaf út og kenndi við leiðangur sinn um norðurhöf, hafí haft svo ótvíræð og gagnger áhrif að telja megi það áhrifamestu landkynningu fyrr og síðar. Fram til þess tíma höfðu ýmsir höfundar ritað sitthvað um sögu lands og þjóðar. Er það mis- jafnt að gæðum, allt frá skröksög- um og skringilegum frásögnum, ýkjum og óhróðri til sæmilegra rit- verka með takmörkuðum upplýs- ingum. Ebeneser Henderson segir í ferðabók sinni 1819 um Reykjavík: „Reykjavík er sjálfsagt versti staðurinn á íslandi sem menn geta dvalið í að vetrarlagi. Bæjarbrag- urinn er hinn aumasti, sem hugsast getur. Hinir útlendu íbúar sitja venjulega auðum höndum allan daginn með tóbakspípuna í munn- inum, en á kveldin spila þeir og drekka púns.“ Arni Pálsson prófessor sem birt- ir fyrmefndar tilvitnanir í ritgerða- safni sínu „A víð og dreif* segir jafnframt: „Það er ekki rúm til þess tilfæra ^hér ummæli fleiri manna, inn- lendra eða útlendra, en öll koma þau í einn stað niður: að bærinn hafi verið siðlaus, saurlífur, heimskur og menningarlaus. Svo hörmulegt var upphaf Reykjavíkur og að einu leyti súpum vér seyðið af því enn í dag: Islenskan hefur alla stund átt hér ótrúlega örðugt ^ppdráttar." Stórvirki Páls Gaimard og félaga hans Roberts, Mayers, Lottins og Xaviers Marmiers ber svo langt af öðrum að eigi verður til jafnað. Rit- verkin sem komu út í París næstu árin höfðu svo víðtæk áhrif í hópi menntaðra manna á meginlandi Evrópu og í Bretlandi að augu þeirra sem kynntu sér ritin opnuð- ust fyrir þeirri staðreynd að hér bjó vel menntuð þjóð og vel gefin. Stjórnarfar og viðskiptahættir, er- lend kúgun og yfirgangur hamlaði framfórum og drap í dróma. Samsæti í Höfn Sú vitneskja sem ritverk Páls Gaimard og félaga hans fluttu með sér varð ungum íslenskum Hafnar- stúdentum slíkt fagnaðarefni að þeir brugðu við skjótt og héldu franska lækninum og leiðangurs- stjóranum samsæti. Til er frásögn eins af veislugestum. Séra Stefán Pálsson stundaði nám í guðfræði í Kaupmannahöfn með styrk frá til- vonandi tengdaföður sínum, séra Guttormi Þorsteinssyni. Stefán var bróðir Páls Pálssonar skrifara á Stapa. Hann ritaði bróður sínum: „Dr. Gaimard var hér um tíma í vetur og er nýkominn á stað. Hafði hann með félögum sínum verið í Spitsbergen og norðan til í Noregi í sumar. Hann var okkur Islend- ingum mikið vel og hefði hann ekki getað verið betri, þó við hefðum verið landar hans. A nýárskvöld bauð hann okkur öllum til sín og veitti vel. Kom okkur ásamt að gjalda honum í sömu mynt og gjörðum við honum heimboð aftur. Gengust þeir Magnússen (prófess- or) og Repp fyrir því, og var það allgóð veizla. Þeir, sem hagmæltir eru, fóru að yrkja, og voru lagðir fram þrír söngvar yfir borðum og þeir sungnir eftir fóngum. Jónas Hallgrímsson hafði ort það, sem sungið var fyrir skál Gaimards, og er það fallegt kvæði. Hin eru miður gjörð (af Magnússen fyrir skál Frakkakonungs og af Olafi Páls- syni). Veizlan fór vel fram og var Gaimard mikið glaður, lét hann sem sér þætti ekkert að, nema að hún kostaði okkur of mikið. Gaimard var að hríðast í prinsi Christjáni og öllum merkismönn- um hér um að bæta skólann heima. Hvort það hefir nokkra verkun eða ekki, veit eg ei, en einhver um- breyting held eg verði bráðum í því tilliti." Jónas Hallgrímsson kvað um Stefán látinn eitt sitt nafnkunnasta Ijóð. Hvað er skammlífi? skortur lífsnautnar, svartrar svefnhettu síruglað mók. Oft dó áttræður og aldrei hafði tvítugs manns fyrir tær stigið. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans Magnús Eiríksson guðfræðingur. Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur. Finnur Magnússon. Jón Hjaltalín landlæknir. Grímur Thomsen skáld. Halldór Jónsson prófastur. Bjarni Sívertsen riddari. Jón Pjetursson háyfírdómari. J. Pétur Havstein alþingismaður. Hallgri'mur Jónsson prestur. Jónas Hallgrímsson skáld. Eggert Ólafur Briem sýslumaður. og athöfn þörf. margoft tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Hver var Gaimard? Hver var þessi Páll Gaimard, sem Hafnarstúdentar fögnuðu svo mjög? Frá því segir í fréttagreinum: Ritstjórar tímarita fylgdust vel með rannsóknaferðum Frakkanna og framkomu þeirra: „Dr. Gaimard, sá er firir var vör- inni, hefir áunnið sjer allra manna hilli, hvar sem hann kom, firir góð- mennsku sína og elskusemi. Hann var frábær í því, að laga sig eptir ásigkomulagi lanz vors, og gjöra sjer allt að góðu; þolinn og þraut- góður í ferðalögum, og allskonar volkji, og laginn með, að koma ferðinni so fírir, að hún sem bezt samsvaraði tilgángjinum; hann skjipaði öllu niður, og hafði alla fír- irhiggju og umsjón; hjet varla, að hann neitti svefns nje matar, firir afskjiptasemi sinni um allt - og enda á hestbaki hafði hann optast nær pennann í hendi. Það var furð- anlegt, hvað honum varla skjátlað- ist að skrifa rjett íslenzk orð og bæanöfn, eptir því sem hann heirði þau fram borin; mátti það á öllu sjá, að hann var rjett kjörinn til slíkra ferða. Hjá mörgum fræði- mönnum skjildi hann eptir óskrif- aðar bækur, og bað, að á þær væri ritað um sitt hvað, sem hann þótt- ist ekkji vita nógu greinilega - þar til hann vitjaði þeirra aptur á næsta sumri eða síðar; og ætlaðist hann til, að gjeta haft nota af þess- um bókum, þegar hann færi að semja og „gjefa út“ ferðabók þeirra fjelaga." Benedikt Gröndal var stórhrif- inn. „Frakkar sýndu hér af sér mikið göfuglyndi með því þeir ekki ein- GAIMARD (Joseph Paul), naturaiiste fran- ?ais (Saint-Zacharie, Var, 1793-Paris 1858). II prend part á l'expédition de l'As/ro- labe (1826-1829) et dirige les travaux de la commission scientifiaue du Nord dans les régions boréales de í'Europe, á bord de la Recherche (1833-1840). II effectue alors des observations au Svalbard depuis un ballon captif. ÞAÐ fer ekki mikið fyrir skrif- um um Páll Gaimard í frönsk- um alfræðibókum. ungis vom hinir viðmótsbeztu og kurteisustu menn, lausir við allt tildur og hleypidóma, fyrirlitu ekki þjóðsiðina og mennina eins og ýms- ir aðrir ferðamenn hafa gert og gera enn - heldur og gáfu þeir hér stórgjafir og sjaldfengna hluti: Þeir gáfu skólanum jarðarhnött úr skinni, sem mátti blása út eða leggja saman, hann var (eða er) í grind og á fæti og ágætlega mörk- uð lönd öll og staðir; þeir gáfu og ágætt skorkvikindasafn, sem nú mun vera týnt, og ýmsar bækur." Þorvaldur Thoroddsen jarðfræð- ingur var skorinorður: „Joseph Paul Gaimard var fædd- ur um 1790, hann var læknir í sjóliðinu og fór tvisvar kringum hnöttinn, fyrst með Freycinet 1817-20 og svo með Dumont d’Ur- ville 1826-29; 1835 og 1836 ferðað- ist hann á Ísíandi, 1838 og 1839 til Skandinavíu, Lapplands og Spitz- bergen og var foringi þessara rannsóknarferða. Páll Gaimard dó 10. desember 1858. Gaimard var enginn vísindamaður að gagni og ekkert ritaði hann sjálfur um ár- angur leiðangra þeirra, er hann var settur yfir, hann lét aðra hafa fyrir því; hann var lipur maður og ísmeygilegur, tígullegur í fram- göngu og skrautménni, hann var framgjarn og mjög þótti hégómleg- ur í meira lagi. Hann var áleitinn við valdamenn og hafði sérstakt lag á að gylla fyrirtæki þau, er hann var settur fyrir, í augum stjórnar og almennings, hann var vellátinn af heldri mönnum svo honum tókst að fá stjórnina til mikilla fjárveit- inga, enda veittu Frakkar I þá daga of fjár til ýmsra rannsóknarferða. Þó Gaimard hefði farið svo mikl- ar og langar sjóferðir, var hann jafnan sjóveikur. Á Islandi var Gaimard vel látinn og hefir til skamms tíma mátt sjá mynd hans á sumum íslenskum bæjum, því hann gaf hana mörgum.“ Páll Melsted sagði Benedikt Gröndal frá veislunni löngu síðar. Honum segist þannig frá að daginn áður en veislan skyldi haldin hafi Þorgeir Guðmundsson komið ásamt einhverjum öðrum inn á „Garð“ til Jónasar, þar var þá hjá honum Páll Melsted (þeir voru um skeið herbergisfélagar). Þorgeh segir við Jónas: „Við ætlum að halda Gaimard veislu á morgun, nú verður þú endilega að yrkja eitt- hvað.“ Jónas svarar svo sem engu, og Þorgeir fór. Síðan gekk Jónas um gólf og var að raula eitthvað fyrir munni sér. Páll skipti sér ekk- ert af honum. Síðan settist Jónas niður og skrifaði þrjár fyrstu vís- umar og þeytti frá sér pennanum og sagði: „Nú get eg a... ekki meir.“ En um miðjan dag eftir kom kvæðið prentað úr prentsmiðjunni. Það líða 55 ár frá veislukvöldinu þangað til Benedikt Gröndal skráir frásögn Páls Melsted. Benedikt Gröndal segir að prentun ljóðanna sem sungin voru og flutt í veislunni hafi kostað 80 krónur. Gröndal segir jafnframt að kenna megi áhrif frá Sigurði Breið- fjörð, „Hvað fögur er mín feðra- jörð“, sem var nánast þýðing á dönsku kvæði, „Hvor herligt er mit Födeland". Hvað sem því líður er ljóst að þegar kvæðið var sungið í veislunni og Páll Melsted þýddi efnið á lat-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.