Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 B 21* í Jens Sigurðssoi) rektor. Páll Melsted sagnfræðing’ur. Gísli Hjálmarsson læknir. Guðmundur E. Johnsen prestur. Oddgeir Stephensen stjórnarfulltrúi. Jón Sigurðsson forseti. Konráð Gíslason málfræðingur. Páll Gaimard læknir. ínu þá komst Páll Gaimard svo við að hann táraðist. Gröndal telur ljóð Jónasar eitt hið fegursta kvæði, sem ort hefur verið á íslenska tungu. Finnur Magnússon les reikninga Bókmenntafélagsins á fundi þess. Þar er getið prentunarkostnaðar. Eins er þó hvergi getið svo vitað sé. Það er önnur útgáfa og minni í sniðum, sem pmetuð var hjá S.L. Möller og birtir sömu ljóð og þau sem prentuð voru hjá Berlinga- prenti. Svo er að sjá sem einhver hópur hafi gengist fyrir þeh-ri útgáfu, en vandséð hverjir það voru. Gæti niinnt á skiptingu stúdenta í liðs- menn Máls og menningar og Al- menna bókafélagsins. Gott við- fangsefni fyrir unga menntamenn. Heilsufar Jónasar Það vekur furðu hve samtíðar- menn Jónasar Hallgrímssonar, skólabræður, jafnaldrar, lagsmenn og jafnvel herbergisfélagi, voru skilningslausii’ og gáfu lítinn gaum að heilsufari hans. Páli Melsted verður tíðrætt um leti Jónasar. Þeir voru herbergisfélagar á Garði. Olafur E. Johnsen mágur Jóns Sig- urðssonar forseta, sá er spilaði »,ballskák“ við Jónas hjá Þórði Daníelssyni á Strandmyllunni og beið lægri hlut er orðinn prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd þegar „náttúraskoðaramir“ Jónas og Japhetus Steenstrap koma þangað á rannsóknarferð sinni 1840. Jónas er þá m.a. að safna efni í sóknarlýsingu (70 spursmálin). Séra Ólafur ritar Steingrími bisk- upi Jónssyni bréf og segir þar um Jónas, að hann hafi verið „magelig °g heldur deyfðarlegur og úr- greiðslulítill þá hann var að consulera um 70 spursmálin" (Sóknarlýsingar). Japhetus Steenstrup, danski náttúrufræðingurinn, ferðafélagi Jónasar og góðvinur, sá sem hlúði að honum á Sauram, ritar í bréfi um rannsóknarför þeirra og heilsu Jónasar 1. mars 1840: „Sjúkdómur hans stafar af blóð- rásartruflun. Ógnar honum með áköfum eyðingarmætti, eins og hann lýsir þvi. Hverja stund dreg- ur svo úr kröftum hans að hann þorir ekki að hreyfa sig úr stað og getur ekki talað nema stundar- fjórðung án þess að fá kast. Að lund hans sé ekki létt við slíkar kringumstæður (við slík kjör) þeg- ar fjárhagsáhyggjur þjaka einnig er náttúrlegt.“ Þremur dögum síðar segir Jónas sjálfur í bréfi: „... ég er ofur lasinn og hef verið það rétt að kalla síðan ég kom hingað suður snemma í nóvember. Ég ætla að segja G(ísla) Hjálmars svo sem lækni frá veikindum mín- um og getið þið síðan spurt hann.“ Páll Eggert Ólason greinir frá því í hinu mikla ritverki sínu um Jón Sigurðsson að íslendingar í Kaupmannahöfn hafi haft þann sið að heiðra ýmsa landa sína með veisluhöldum. Frá þeirri reglu var sú undantekning þegar þeir sýndu Páli Gaimard þann sóma að efna til veislu honum til heiðurs, en það var raunar endurgjald á boði, sem hann hafði haldið þeim, um nýliðin áramót. Páll Eggert segir: „... virðist svo sem hann hafi vit- anlega haft góða áheyrn hjá Dana- konungi og ráðunautum hans, með því að leiðangur hans var farinn á kostnað Frakkastjórnar og hann sjálfur fyrirliði. Um traust Islend- inga á Gaimard ber vitni smásaga ein frá þessum tímum. Gaimard hafði mjög Islendinga í boðum með sér, meðan hann dvaldist í Kaup- mannahöfn, og ræddi oft við þá um áhugamál þeiiTa og framkvæmda- mál, er hefja þyifti á íslandi. Þá var það eitt sinn, að hann bað þá segja sér, hvert málefni þeim þækti mest horfa til framfara á Is- landi. „Stofnun prestaskóla“, kváðu gestirnir. „Prestaskóla skulu þér fá“, svaraði Gaimard. Gekk hann daginn eftir á fund konungs, og var þá málið auðsókt og stofnun þess- ari heitið, enda leið eigi langt í milli. Svo segir sagan, og er heim- ildai-maður að henni Þorleifur Repp. Synir hún allvel, hvers Is- lendingar þóktust mega vænta sér af Gaimard í tillögum hans, og enn hitt, að ekki mátti þá enn kalla, að þeir væru stórtækir í beiðslum sín- um, enda þá (1839) enn eigi hávær- ir um stjórnmál; má og vera, að setið hafi þá mest guðfræðingar að sumbli með Gaimard. Líkindi eru þó meiri, að fótur sé fyrir sögunni og að Gaimard hafi í rauninni flutt ósk um þetta frá íslendingum við konung, því að allskömmu síðar (7. júní 1841) birti konungur skipan um það, að prestaskóli skyldi sett- ur á stofn á íslandi, samhliða því, að latínuskólanum skyldi breytt, kennsla bætt og skólinn fluttur, þó að enn liðu nokkur ár, til þess er því boði yrði hrandið í fram- kvæmd.“ Páll Eggert ritar um „stórlyndi Tómasar, makræði Jónasar, og mislyndi Konráðs“. Undarlegt virðist þetta tal manna um makræði Jónasar. Þeg- ar þess er gætt að heilsu skáldsins er þannig háttað skv. frásögn nán- asta félaga hans á rannsóknarferð- um að augljóst má vera hvílíkt þrekvirki Jónas vinnur á rannsókn- arferðum sínum, svo ekki sé rætt um þá hugarraun, sem býr í brjósti þegar allt lífshlaupið virðist ein Brattabrekka með Leggjabrjót og Lokinhamra sem næstu áfanga- staði. Benedikt Gröndal segist hafa heimsótt Jónas þegar hann bjó í „Hákonsenshúsi", „útgrafinni rottuholu". Jónas hafði ekkert rúm, en svaf í grænlenskum hvílu- poka og hefur sjálfsagt tekið það eftir Grænlandssögu Sigui'ðar Breiðfjörðs, því þar er hvílupokan- um lýst. Kom færandi hendi Páll Gaimard kom hingað til lands sem fulltrái og sendimaður Frakkakonungs Loðvíks Filippus- ar, sem Finnur Magnússon nefndi „ljósast nafn“ í kvæði sínu. Loðvík Filippus hrökklaðist frá völdum og leitaði athvarfs á Bretlandi. Sé blaðað í erlendum uppsláttar- bókum (lexiconum) er hans eigi getið. Franskar alfræðibækur minnast hans að engu, nema þær allra stærstu og veglegustu. Þar er hans getið með örfáum orðum. A ferðum sínum um ísland af- henti Páll Gaimard áritaðar bækur. Þær vora í vönduðu bandi og skreyttar gulli á kilinum. Bjarni Thorsteinsson amtmaður á Stapa, Sveinbjörn Egilsson rektor, sem skráði Lexicon poeticum í bækurn- ar, Hallgrímur Seheving, Jón Thorstensen landlæknir. Jónas Hallgrímsson fékk einnig bók frá Gaimard. I hana skráði hann dagbók sína 1839. En þá bók prýðir engin áritun leiðangurs- stjórans. Páll Gaimard er flestum gleymdur. Þegar greinarhöfundur reyndi með símtölum og faxsend- ingum að afla upplýsinga í heima- bæ Páls Gaimard, St. Zacharie skammt frá Toulon í Suður-Frakk- landi þá varð fátt um svör. Þó ber ráðhúsi hvers bæjar í Frakklandi að geyma minningar um borgara bæjarins, einkum séu þeir nafn- kunnir. Hér heima á íslandi, í sjálfri höf- uðborg landsins, Reykjavík, er minning Páls Gaimard varðveitt um ókomna framtíð. Hún er í sal- arkynnum Háskóla Islands. Ljóð- línumar sem skáld okkar allra, Jónas Hallgrímsson kvað, en þó ekki fyrr en að loknum málsverði: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa. Á föstudaginn langa 1844 ritaði Konráð Gíslason um örlög félaga sinna: „Ég verð öldungis lama á skinnsálinni þegar ég þenki þar um. Séra Tómas er niðr í jörðunni, og þú á Saurum og Brynjólfur hjartveikur og í aðsigi með að verða sýslumaður. Og sólin er ekki eins björt og veðrið ekki eins heitt og heimurinn ekki eins fagur og 1834. I guðs nafni huggaðu mig Jónas. Ég hef misst alla veröldina. Gefðu mér veröldina aftur, Jónas minn. Þá skal ég aldrei biðja þig oftar.“ Síðar í sama bréfi ritar Konráð: „Hafðu blessaður komið í bindind- isfélagið, betra verk verður ekki gert nú sem stendur." I bréfi sem Konráð ritar Isleifi Einarssyni á Brekku segir hann um Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson: „... því þó hann um- gangist Tómas ekki meira en aðra, þarf ekki annað en sjá þá hvom næmi öðrum, til að geta merkt, að þar er einhvör alúð á milli.“ Með þessum orðum staðfestir Konráð það sem Jónas nefnir sjálf- ur í eftirmælum sínum um Tómas: (Því sem að ísland ekki meta kunni.) Isleifur sá sem Konráð ritar bréf sitt er dómari á Brekku á Álftanesi, fyrri tengdafaðir Páls sagnfræðings Melsted. Hann átti klukku þá sem Halldór Kiljan Lax- ** ness eignaðist síðar og hefir ritað um. Árni biskup Helgason sagði í líkræðu eftir Isleif Einarsson 1836, sama árið og Gaimard kom hingað öðru sinni: „ísleifur Einarsson kom hingað til Suðurlandsins (1800), er ekki voru falleg: þá var það haldið á sin- um stöðum ósómi að tala íslensku, þó íslenskir menn væra; það hét næstum því hið sama að vera ís- lenskur og vera villidýr; þá predik- uðu verslunarmenn í sínum búðum - mér er það minnisstætt frá mín- N um yngri árum - fyrir sjómönnum og húsmönnum, að öll kristin trú væri diktaður hégómi, að Kristur hefði aldrei komið á þessa jörð og þar fram eftir götunum.“ Veit eg hér áður áði einkavinurinn minn, aldrei ríður hann aftur upp í fjallhagann sinn. (Tómasarhagi.) Fyrir árið 2000 KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Höfundur er þulur Nýr vor- og sumarlisti kominn to% lækkun Verðlag hefur að meðaltali lækkað um 10% frá sfðasta lista Listinn er 690 blaðsíður og hefur aidrei verið glæsilegri Við bjóðum upp á allt bað nýjasta frá tískuheiminum í London u hjá helstu lunum landsins og hjá Freemans, Bæjarhrauni 14. Sími 565 3900, 220 Hafnarfirði. ■H ' • • • • • • • sœtir sofar HUSGAGNALAGERINN « • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.