Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 1
Ágúst Gylfason kominn á æskuslóðirnar í Fram Morgunblaðið/Golli SKRIFAÐ undir samninga í Safamýrinni í gær. Frá vinstri: Ásgeir Elíasson þjálfari, Ágúst Gylfason og Erlendur Magnússon, formaður leikmannanefndar. Það er gaman að koma heim ÁGÚST Gylfason, sem leikið hefur með norska knattspyrnufélaginu Brann undanfarin fjögur ár, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur hf. Ágúst er þar með fyrsti leikmaðurinn sem nýtt hlutafélag Framara fær til liðs við sig. Agúst, sem er 27 ára, lék með Fram í yngri flokkum en söðlaði um og fór í Val og lék með þeim í efstu deild 1990- 1994. Þaðan hélt hann í atvinnumennsku til Noregs, en er nú á heimleið. „Það er gaman að koma heim, ég hóf ferilinn hér sjö ára gamall og lék hér lengi. Ég held að aðstæður hafi breyst til hins betra síðan ég fór og miklu skiptir að ég hef einnig fengið góða vinnu,“ sagði Agúst. Mörg lið í efstu deild höfðu áhuga á að fá Ágúst í sínar raðir, en Ágúst segist hafa taugar til Framara og sér hafi litist vel á allar aðstæður. „Nú er ætlunin að láta lið- inu og hlutafélaginu ganga vel og ná ár- angri, gróði felst ekki í kaupum heldur i sölu á leikmönnum. Með bættu gengi liðs- ins aukast möguleikar á slíku og þess vegna er mikilvægt að liðinu gangi vel frá byrjun.“ Þótt atvinnumennskunni erlendis sé lokið í bili segir Ágúst ekki útilokað að hann eigi eftir að snúa aftur í atvinnu- mennsku. „Það er allt opið í þeim efnum og Framarar og ég metum þau mál í sam- einingu ef til þess kemur." Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, kveðst mjög ánægður með að fá reynslumikinn landsliðsmann á miðjuna. „Það var það sem okkur vantaði, enda var miðjan ekki nægilega sterk hjá okkur í fyrra. Ágúst þekkir hvert grjót hérna á malarvellinum eftir að hafa alist hér upp og er afar ánægjulegt að sjá hann snúa aftur.“ Ásgeir segir nauðsynlegt fyrir Framara að styrkja liðið enn frekar fyrir komandi átök. „Ef við ætlum að verða marktækir í sumar er Ijóst að við þurfum fleiri sterka leikmenn, einn varnarmann og einn sókn- armann.“ Aukið fjármagn er komið í rekstur knattspyrnuliðs Framara og Ásgeir segir að nú sé fyrsti þungavigtarmaðurinn kom- inn. „Við höfum misst marga menn frá því í fyrra en einnig fengið menn á móti, t.d. Steinar Guðgeirsson, Omar Sigtrggsson og Friðrik Þorsteinsson. En við þurfum aðeins meira, hvort sem það verða ís- lenskir eða erlendir leikmenn." Koma Ágústs rökrétt framhald ERLENDUR Magnússon, formaður leikmanna- nefndar Fram - Fótboltafélags Reykjavíkur hf., segir að koma Ágústs Gylfasonar í Fram sé rök- rétt framhald af hlutafjárútboöi félagsins og ráðningu Ásgeirs Elíassonar og Gústafs Adolfs Björnssonar sem þjálfara. „Það er ekkert launungarmál að við hyggjumst styrkja liðið og höfum unnið eftir því að undan- förnu. Við höfum átt í viðræðum við ýinsa aðila, en ekkert er fast í liendi og því ekki tfmabært að nefna nein nöfn,“ sagði Erlendur. Samningur Ágústs er til þriggja ára, en Er- lendur vildi ekki ræða fjárhagsatriöi lians. „Ágúst er að koma heim úr atvinnuinennsku og er verðlagður sem slíkur. Það hjálpaði hins vegar mikið til að hann er uppalinn hér í Fram og hefur sterkar taugar til félagsins." Framarar höfðu átt í viðræðum við Kristin Lár- usson áður en hann ákvað að skipta úr IBV í Val. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er ekki sanikomulag milli Eyjamanna og Valsmanna um greiðslu fyrir leikmannmn og ekki útséð um þá deilu. Erlendur segir að Framarar myndu gjarnan vijja koma þai-na að og taka yflr félagaskiptm. „Eg held að við gætum leyst það farsællega okkur til handa,“ sagði Erlendur. Pippen fer til Rockets SCOTTIE Pippen, sem leikið hefur með Chicago Bulls í ellefu ár, mun klæðast bún- ingi Houston Rockets þegar NBA-deildin í körfuknattleik hefst í febrúar. Ekki er end- anlega búið að ganga frá málinu enda mega liðin ekki gera það fyrr en verkbanninu hefur verið endanlega aflétt, en það verður gert á næstu dögum. Bulls hefur sam- þykkt að Pippen fari til Rockets og gerir fimm ára sanming við Pippen Tékkinn Sebrle mætir til leiks TÉKKNESKI tugþrautarmaðurinn Roman Sebrle, 24 ára, verður á ineðal keppenda á Stórinóti ÍR í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn. Hann er fimmti á heimsafrekaskrá alþjóða fijálsíþróttasambandsins fyrir árið 1998 ineð 8.589 stig. Erki Nool er í þriðja sæti með 8.672 stig og Jón Arnar Magnússon í sjöunda sæti með 8.573 stig. Fulltrúi hjá IOC segir af sér í GÆR sagði Finninn Pirjo Haggman, fulltrúi í Alþjóða Ólympíunefndinni, IOC, af sér í fram- haldi af röð hneykslismála sem komið hafa upp vegna ákvörðunar IOC að vetrarólympiuleikamir árið 2002 verða haldnir í Saltsjóstað (Salt Lake City). Er hún fyrsti fulltrúi nefndarinnar sem sýpur seyðið af þessu máli, en fúlltrúar nefndar- innar hafa verið beðnir um að gefa skýrslu til IOC um samskipti sín við yfirvöld í Saltsjóstað áð- ur en greidd voru atkvæði hvar leikarnir yrðu. í stuttri tilkynningu sem Haggman sendi frá sér var hvergi minnst á hneykslismálin eða sam- skipti hemiar við undirbúningsnefnd leikanna í Saltsjóstað. Ákvörðun Haggman kom e.t.y. ekki á óvart þvf í sfðustu viku sagði bandaríska dagblaðið New York Times frá því að fyrrver- andi eiginmaður Ilaggman hefði unnið fyrir und- irbúningsnefnd leikaima í Saltsjóstað. I framhald- inu óskaði íþróttamálaráðheira Finnlands, Suvi- Anne Slimes, eftir upplýsingum frá Haggman um tengsl hennar við undirbúningsnefndina. og skipta honum sfðan fyrir Roy Rogers hjá Rockets og annan val- rétt í háskólavalinu á næsta ári. Samningur- inn hljóðar uppá um hálfan milljarð króna og er til fímm ára og Pippen mun fá um 72 milljónir króna í laun í vetur. HANDKNATTLEIKUR: „NOTA EKKI GSM-SÍMA AÐFERD ÞORBERGS" / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.