Morgunblaðið - 20.01.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 B 3
IÞROTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Einar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ
Nota ekki
GSM-símaað-
ferð Þorbergs
ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, sagði í viðtali við Morg-
unblaðið í gær að Stjarnan væri með meiri breidd og sterkari
leikmenn en önnur lið. Hann treysti sér til að stjórna liðinu í
gegnum GSM-síma og ná samt árangri. Einar Einarsson, þjálfari
Stjörnunnar, sagði í gær að hann væri stoltur af því að þjálfari
eins og Þorbergur hefði þessa skoðun á leikmönnum Stjörnunn-
ar, en sagðist hins vegar ekki hafa hugsað sér að stjórna liðinu í
gegnum GSM-síma. Hann notaði aðrar aðferðir.
Reuters
ma ástralska meistaramótinu.
Einar sagðist auðvitað vona að
Stjarnan næði góðum árangri
og það væri vissulega markmiðið.
En það væri ekki sjálfgefið. „Lið-
in í deildinni eru mjög jöfn og þó
svo að okkur hafi gengið vel að
undanförnu gefur það ekkert í úr-
slitakeppninni. Eg er ekki farinn
að hugsa um einhverja titla, enda
margir leikir eftir og það getur
margt komið upp á hjá liðunum
áður en kemur að úrslitakeppn-
inni. Okkur var spáð sjötta sæti
fyrir mótið en markmiðið hjá okk-
ur er að ná einu af fjórum efstu
sætunum og tryggja okkur þannig
heimaleik í 8-liða úrslitum.
Stjarnan hefur aldrei komist
lengra en í 8-liða úrslit en nú er
stefnan tekin á að komast lengra,"
sagði Einar.
„Við höfum verið að vinna
nokkra leiki með einu marki, m.a.
gegn Aftureldingu og Fram. Við
hefðum alveg eins getað tapað þeim
leikjum eða gert jafntefli og þá
væri staðan allt önnur í dag.
Heppnin fellur yfirleitt þeim megin
sem baráttan og sigurviljinn er
meiri. Við höfum haft hvort tveggja
í undanfórnum leikjum. Það er mik-
ið eftir af mótinu og við þurfum að
hafa fyi-ir hverjum einasta leik, það
kemur ekkert af sjálfu sér.“
Þorbergur segist geta unnið
meistaratitilinn með þann mann-
skap sem þú hefur og jafnvel notað
til þess GSM-síma. Hvað segir þú
um það?
„Eg skil ekki alveg hvað hann
meinar með þessu. Mér dettur
helst í hug að hann hafi verið að
kaupa sér nýjan GSM-síma og vilji
nota hann við sem flest tækifæri.
Ég hef átt GSM-síma nokkuð lengi
en mér hefur ekki dottið í hug að
nota hann á þennan hátt. Það er
spurning hvort ég ætti ekki að taka
með mér GSM-síma í leiki, en það
er kannski erfitt vegna þess að ég
er spilandi þjálfari. Ég veit ekki
hvar ég ætti að geyma hann ef ég
fer inn á. Ég gæti jú látið búa til
vasa á stuttbuxurnar til að geyma
hann í. Það gæti verið vissara að
hafa símann ef ég yrði rekinn útaf
með rautt spjald, ég gæti þá notað
hann úr stúkunni til að koma skila-
boðum á varamannabekkinn eins
og sumir!“
Einar segir að það hafi gerst áð-
ur að Stjarnan var í toppbaráttunni
framan af móti, en missti flugið á
lokasprettinum. „Það er því ekki
tímabært að gæla við neina titla á
þessum tíma. Það er stutt á milli
liða á stigatöflunni og það getur því
margt gerst enn. Það hafa verið
miklar sveiflur hjá mörgum liðum í
deildinni, líka okkar. Við byi’juðum
illa, töpuðum fyrir HK og einnig
fyrir Haukum með tíu marka mun
fyrr í vetur. Hins vegar hefur okk-
ur tekist að ná meiri stöðugleika í
síðustu leikjum og það er mikilvægt
að halda því áfram.“
Einar sagði um deildina að hún
væri mjög svipuð og í fyrravetur.
„Reyndar hafa sveiflur nokkurra
liða verið meiri en ég bjóst við. Þar
get ég nefnt lið eins og FH,
Gróttu/KR og KA. Framarar hafa
líka verið í ákveðinni lægð undan-
farið og þá aðallega vegna þess að
lykilmenn eru meiddir. Ég held að
þegar upp verður staðið verði það
Afturelding, Fram, Valur og von-
andi við sem berjast um meistara-
titilinn. Staða Selfyssinga er orðin
slæm, en ég held að Grótta/KR
eigi eftir að bjarga sér frá falli
enda hefur liðið verið óheppið í
mörgum leikjum. Það býr mun
meira í liðinu en staða þess í deild-
inni segir til um. Þá eru lið eins og
IR og HK, sem geta unnið hvaða
lið sem er í deildinni. Þetta eru lið
sem þarf að bera virðingu fyrir.
Eyjamenn eru mun ofar en þeim
var spáð. Þeir hafa ekki tapað stigi
á heimavelli í vetur og er það ótrú-
legt. Hin liðin eru farin að hræðast
heimavöll IBV og þá er ákveðinn
sigur unninn.“
Einar vinnur hjá Gallup, á sama
stað og Skúli Gunnsteinsson, þjálf-
ari Aftureldingar. Lið þeirra vinnu-
félaga eru í tveimur efstu sætunum
í deildinni. Yrði það ekki drauma-
staða fyrir Einar að mæta Skúla og
Aftureldingu í úrslitum um Islands-
meistaratitilinn í vor?
„Jú, það yrði rosalega gaman
iyrir okkur og gæti allt eins orðið.
Við gætum þá glímt í vinnunni á
daginn og síðan aftur á vellinum á
kvöldin. En ég vil taka það fram að
það er langur vegur þangað og
margt sem þarf að ganga upp svo
af því geti orðið,“ sagði Einar.
Heil umferð fer fram í 1. deildar-
keppninni í kvöld og fær Stjarnan
þá Hauka í heimsókn.
Bjarki skorar mest
BJARKI Sigurðsson, Aftureldingu, hefur skorað flest mörk í 1. deildar-
keppninni í handknattleik, eða 116/49 mörk. Sigurður Valur Sveinsson,
HK, kemur næstur á blaði með 107/40 mörk, þá Zoltán Belányi,
Gróttu/KR með 96/57, Konráð Olavson, Stjörnunni, 92/22, Lars Walther,
KA, 91/14, Ragnar Þór Óskarsson, ÍR, 90/19, Guðfinnur Arnar Krist-
mannsson, ÍBV, 83/12, Halldór Jóhann Sigfússon, KA, 76/29, Valdimar
Fannar Þórsson, Selfossi, 75/33 og Hilmar Þórlindsson, Stjörnunni,
72/19.
Guðmundur Hrafnkelsson, Val, hefur varið flest skot, eða 235/6. Gísli
Rúnar Guðmundsson, Selfossi, kemur næstur á blaði með 217/6 og síðan
koma Birkir ívar Guðmundsson, Stjörnunni, 207/14 og Sigmar Þröstur
Óskarsson, ÍBV, 203/11.
Sebastian Alexandersson, Fram, hefur varið flest vítaköst, sautján.
I
I
í
tu
di
rs
■ð,
16
. í
' í
iði
ta
ar
If.
íti
KORFUKNATTLEIKUR
Var sagl upp störfum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi gi-einargerð fi'á Bii’gi
Mikaelssyni, körfuknattleiksþjálf-
ara:
„í tilefni fréttar á íþróttasíðum
Morgunblaðsins 13. janúar sl. um
þjálfaraskipti hjá Snæfelli vill und-
irritaður, Birgir Mikaelsson, taka
eftirfarandi fram, þar sem ekki var
um sameiginlega fréttatilkynningu
stjórnar og þjálfara að ræða:
Að mati 0000-141308 er fréttin
villandi og gefur ekki rétta mynd af
því hvei’nig þjálfaraskiptin bax- að
garði, sbr. „Birgir Mikaelsson er
hættur störfum sem þjálfari..." svo
og setningin: „Petta var ákveðið á
fundi stjórnar körfuknattleiks-
deildar félagsins með Birgi í gær-
kvöldi.“
Hið í’étta er að mér var sagt upp
störfum hjá félaginu sem þjálfara
og leikmanni, eða réttara að segja
að ég hafi vei’ið rekinn frá félaginu,
svo notað sé almennara orðalag.
Þetta tilkynnti formaður deildar-
innar mér eftir stjórnarfund. Ég
fékk það verkefni haustið 1997 að
þjálfa og leika með 1. deildarliði
Snæfells, sem þá hafði verið tvö ár
í 1. deild efth’ fimm ára veru í úr-
valsdeild þar á undan. Með góðri
samvinnu stjórnar, þjálfara og leik-
manna og góðum stuðningi heima-
manna tókst ætlunai’verkið, þ.e. að
komast í hóp hinna bestu, efth’ að
hafa sigrað í deild og úrslitakeppni,
og það með fullu húsi stiga. A liðnu
sumri var þess farið á leit við mig
að ég tæki að mér að þjálfa liðið
áfram og stíga þar með fyrstu
ski’efin með liðinu í úi’valsdeildinni
að nýju. Það kom því eins og köld
vatnsgusa framan í andlitið á mér,
þegar ég fékk tilkynningu um
framangreinda ákvörðun stjórnar
12. janúar sl. Þetta gerist þegar
deildai’keppnin er hálfnuð (einum
leik betur) og árangui’inn 50% í
deild, og einungis fimm lið með
hæn-a vinningshlutfall og stutt í
liðin í 4. og 5. sæti. Að reka meist-
araflokk í efstu deild íþróttar eins
og köi’fubolta má líkja við útgerð.
Það er að sjálfsögðu í höndum
stjórnenda útgerðar að ráða skip-
stjórann og hann er ekki ósjaldan
látinn taka pokann sinn ef hann
fiskar ekki, eða hægt er að finna að
störfum hans á einhvern hátt.
Stjórnin hefur greinilega ekki
treyst mér fyrir því vei’kefni að
klára vertíðina, það þykir mér mið-
ur, en verð hins vegar að taka því.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að körfuknattleikurinn hefur
verið mikilvægur þáttur í íþrótta-
og æskulýðsstarfi í Stykkishólmi
um langt skeið. Að eiga góðan
meistaraflokk hefur mikla þýðingu
fyrir bæjarfélag eins og Stykkis-
hólm. Það hvetur æskuna til dáða,
en að sama skapi er þýðingai-mikið
að sinna uppbyggingarstarfinu og
haida vel utan um það. Ég átti þess
kost að stai’fa á báðum vígstöðvum.
Um leið og ég þakka samstarfið
þeim fjölmörgu sem ég starfaði
með þessi þi’jú missei’i, óska ég
köi’fuknattleiksdeildinni í Hólmin-
um velfarnaðar í starfi, jafnt í ung-
lingastarfinu sem og í starfi meist-
araflokks."
Birgir Mikaelsson
■ MARCO Negri er til reynslu hjá
West Ham þessa viku. Standi hann
undir væntingum Harrys Red-
knapps, knattspyrnustjóra liðsins,
verður miðhei’jinn væntanlega
leigður frá Rangers út tímabilið
með kaup fyrir tvær milljónir punda
í huga að því loknu.
■ NEGRI var keyptur frá Perugia ..
fyrh’ 3,6 millj. punda 1997 og gei’ði
32 mörk í skosku úrvalsdeildinni í
fyn’a en hefur ekki leikið á yfir-
standandi tímabili vegna meiðsla.
■ ROB Jones, bakvörður hjá Liver-
pool, stóð sig vel í varaliðsleik í
fyrrakvöld og samþykkti í kjölfarið
að semja við West Ham, sem hyggst
greiða 400.000 pund fyrir þennan
fyrrverandi landsliðsmann Eng-
lands.
■ MARC-Vivien Foe, miðjumaður
hjá Lens í Frakklandi, vill fara frá
félaginu og hefur Manchester
United fylgst náið með honum, m.a.
um helgina, en Alex Ferguson,
stjóri United, sagði að engin
ákvörðun yrði tekin í skyndi. Það^
varð til þess að Redknapp lét vita af
áhuga sínum.
■ FERGUSON var nálægt því að
kaupa Foe í fyrra fyrir tvær millj-
ónir punda en leikmaðurinn fót-
brotnaði og málið var sett í bið-
stöðu.
■ FOE, sem er 23 ára Kamerún-
maður, þarf ekki að hafa miklar
áhyggjur því auk fyrrnefndra liða
hafa m.a. Blackbui’n, Tottenham,
Sheffield Wednesday og Marseille
sýnt áhuga á honum.
■ REDKNAPP hefur sagt að hann
vilji fá Ole Gunnar Solskjær í staðinn
fyrir John Hartson, sem var seldur
til Wimbledon, en Noi’ðmaðuriim er
ákveðinn í að vera áfram hjá United
og berjast um sæti í liðinu.
■ DWIGHT Yorke og Andy Cole
hafa náð vel saman í fremstu röð
hjá United en Solskjær sagðist vera
tilbúinn þegar á þyi'fti að halda.
„Við viljum fagna titlum og þetta er
leiðin til þess,“ sagði hann og höfð-
aði til bai’áttunnar um sæti og góði’-
ar breiddar. „Ef menn vilja verða
meistarar með Manchester United
vei’ða þeir að vinna sig upp með því
að standa sig með vai’aliðinu og það
er það sem ég geri.“
■ ALEX Ferguson sagði að Sol-
skjær þyrfti ekki að örvænta og Old
Trafford væri rétti staðurinn fyrir
hann. „Hann er enn að bæta sig og
heldur því áfram hérna.“
■ DAVID Beckham fór út af um
miðjan seinni hálfleik í ágóðaleik
Manchester United og Aberdeen í
fyrrakvöld. Meiðsl í nái-a tóku sig
upp en United vonar að hann vei’ði
með í bikarslagnum við Liverpool
um helgina.
■ FERGUSON stillti upp sínu
besta liði í Aberdeen eins og hann
hafði lofað en ágóðinn rann til bún-
ingavarðar skoska liðsins sem hefur
verið í 44 ár hjá félaginu.
■ RONNY Johnsen skoraði fyrir
United en Mike Newell jafnaði fyrir’
heimamenn, sem unnu síðan 7:6 í
vítakeppni á troðfullum vellinum.
■ SEAN Dundee, miðherji hjá Li-
verpool, hafnaði í gær tilboði frá
Strasbourg í Frakklandi. Hann von-
ar að hann fái tilboð frá ensku liði.
■ GARY Mabbutt, fyrrverandi fyr-
irliði Tottenham, lagði skóna á hill-
una í gær eftir að læknar höfðu sagt
honum að hann hefði ekki hnéskel
sem þyldi átökin. Varnarmaðurinn,
sem er sykursjúkur, var skoi-inn
upp í sumar og hafði gert sér vonir
um að spila í tvö ár til viðbótar með ■*-
öðru félagi.
■ MABBUTT, sem er 37 ára og
hefur vakið mikla athygli fyrir störf
í þágu sykursjúkra, var 16 ár á
White Hart Lane, lék 619 leiki með
Spurs og gerði 37 mörk. Hann hóf
ferilinn með Bristol Rovers 1979 og
lék alls 148 bikar- og deildaleiki
með liðinu. Þá á vai’narmaðui’inn 16'
landsleiki að baki fyrir England.