Morgunblaðið - 20.01.1999, Qupperneq 4
Tvíburarnir ánægðir
hjá Barcelona
FOLK
■ EYJÓLFUR Sverrisson hjá
Hertha Berlín, hefur fengið tvo nýja
samherja. Liðið hefur fest kaup á Ili-
ja Araeic, sóknarleikmanni frá Tenn-
is Borussia, á 42 millj. ísl. kr. og þá
kom Anthony Sanneh frá Washing-
ton DC United án greiðslu.
■ SIGFRIED Held, fyrrverandi
landsliðsþjálfari íslands í knatt-
spyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari
Olympíuliðs Egyptalands og verður
það hans hlutverk að koma liðinu á
ÓL í Sydney á næsta ári.
■ BANDARÍSKI landsliðsmaðurinn
John Harkes er kominn til Notting-
ham Forest, þar sem hann verður við
æfmgar í tvær vikur. Harkes, sem er
31 árs miðvallarleikniaður, lék á sín-
um tíma með Sheff. Wed., er Ron
Atkinson var þar knattspyrnustjóri,
en að undanfornu hefur hann leikið
með Washington DC United.
■ ÞA er varnarmaðurinn Carlton
Palmer hjá Southampton genginn til
liðs við Forest, en hann lék einnig hjá
Sheff. Wed. undir stjórn Atkinson.
Kaupverð 1,1 millj. punda.
■ INTER hefur fengið til sín Brasil-
íumanninn Gilberto frá Cruzeiro.
Gilberto, sem er 22 ára vamarmað-
ur, hefur skrifað undir fjögurra ára
samning við Inter.
■ ZINEDINE Zidane, knattspymu-
maður Evrópu, sem hefur verið
meiddur, mun leika með Frakklandi
í vináttuleik gegn Marokkó í
Marseille í dag.
■ LÍKLEGT byrjunarlið Frakk-
lands er þannig: Fabien Barthez -
Lilian Thuram, Laurent Blanc,
Marcel Desailly, Vincent Candela -
Didier Deschamps, Emmanuel Petit,
Youri Djorkaeff, Zinedine Zidane -
Robert Pires, Florian Maurice.
■ NÝSTÁRLEG aðgerð á hné gæti
bjargað knattspyrnuferli 25 ára
Pjóðverja, Christian Wueck, en hné-
skel hans var tekin af eftir slæm
meiðsli árið 1995, en þá fóra liðbönd í
hnéi hans mjög illa. Belgískir læknar
græddu í gær á hann nýja hnéskel og
ýmsa vefi tengda henni úr fimmtug-
um inanni sem lést úr hjartaslagi.
■ ÞÝSKI landsliðsþjálfarinn Erich
Ribbeck telur að nota eigi tvo dóm-
ara á knattspymuleikjum. „Eg hef
alltaf talið skynsamlegt að hafa tvo
dómara. Ástæðan? Fyrst og fremst
sú að þegar einn dómari er virðist
hann alltaf vera þar sem minnst er
um að vera á vellinum, í kringum
miðlínuna. Hann er sjaldnast inni í
vítateig þar sem allt gerist,“ sagði
Ribbeck.
Teitur Pórðarson, landsliðsþjálf-
ari Eistlands, var allt annað en
ánægður eftir 7:0 tap fyrir Israel í
þriggja þjóða æfingamóti sem hófst
með fyrrnefndum leik í Tel Aviv í
— íyrrakvöld. „Pað er ekkert sem af-
sakar það að tapa með sjö mörk-
um,“ sagði hann við Morgunblaðið.
Teitur hefur verið með lið sitt í
æfingabúðum á Kýpur í liðlega viku
og sagði að ekki hefði staðið til að
taka þátt í mótinu enda væra menn
ekki í leikæfingu. „Þetta var fyrsti
leikur okkar í rúmlega einn og hálf-
an mánuð og þessar 11 æfingar sem
við höfum haft á Kýpur hafa verið
með uppbyggingu fyrir næsta tíma-
bil í huga, hlaup og þrekæfingar.
Leikir voru ekki á dagskrá á þess-
um tíma en Knattspymusamband
ísrales lagði hart að okkur að koma
og við létum undan. Við gerðum
okkur grein fyrir að þetta gæti farið
illa og það kom á daginn."
Heimamenn skoruðu úr víta-
spyrnu eftir stundarfjórðung og
bættu öðra marki við skömmu síð-
ar. „Við eram ekki það góðir að við
getum haldið í við svona lið nema
með sterkri vöm og þvi lögðum við
áherslu á hana en tvö mörk í byrjun
eyðilögðu allt fyrir okkur. Þá urð-
um við að sækja meira og fengum
tvö mörk á okkur til viðbótar fyrir
hlé. Ég breytti um leikaðferð í
seinni hálfleik og þá stóðu strák-
arnir sig mjög vel, voru í raun
klaufar að gera ekki tvö eða þrjú
mörk. En í heildina var þetta ótta-
legur klaufaskapur og frekar leiðin-
legt.“
Mart Poom, markvörður Derby,
var ekki með Eistlendingum og
sagði Teitur að það hefði haft mikið
að segja en væri engin afsökun.
„Hann er gífurlega mikilvægur í lið-
inu og hópnum en ég er með unga
stráka héma og til dæmis voru sjö
strákar í byrjunarliðinu tuttugu og
eins árs og yngri.“
Israel og Noregur leika í dag og
síðan mætast Noregur og Eistland
á fóstudag. „Pó einhverja vanti hjá
heimamönnum eru þeir með mjög
sterkt lið og sama er að segja um
Noreg. Þar vantar ekki nema örfáa
menn frá Englandi. Ronny Johnsen
hjá Manchester United er til dæmis
ekki með Norðmönnunum en mér
er sagt að Ole Gunnar Solskjær,
samherji hans hjá United, komi fyr-
ir leikinn á móti okkur.“
Teitur sagði að 20 til 25 stiga hiti
hefði verið á Kýpur síðan hópurinn
kom þangað en um 40 mínútna flug
væri þaðan til Tel Aviv þar sem
væri 15 stiga hiti. ,Aðstæður hérna
eru frábærar og ég hef ekki lengi
séð leik á eins góðum velli og við
spiluðum á þannig að við höfum
ekki yfir neinu að kvarta nema úr-
slitunum."
Gullit sendir
forverunum
tóninn
RUUD Gullit, knattspyrnu-
stjóri Newcastle, segir að
forverar sínir, Kenny Dalgl-
ish og Kevin Keegan, hafí
gert sér erfítt fyrir því þeir
hafi selt heimsklassamenn
og fengið minni spámenn í
staðinn sem hann eigi í erf-
iðleikum með að koma í
verð og sitji því uppi með.
Miklar breytingar hafa
verið á byrjunarliði Gullits
frá einum leik til annars en
það hefur aðeins fengið eitt
stig úr síðustu íjórum úr-
valsdeildarleikjum. Gullit
boðaði miklar breytingar
þegar hann tók við stjórn-
inni en sagði um helgina að
ekki væri hlaupið að því að
selja menn og slíkt gæti
líka valdið sárindum.
Einnig hefði stjórnin viljað
fara varlega til að byija
með því hún hefði stutt
fyrrverandi stjóra sem
hefðu keypt leikmenn fyrir
samtals 90 milljónir punda.
Reyndar voru það 97 millj-
ónir punda. Keegan keypti
fyrir 61 milljón punda og
seldi fyrir 21 en Dalglish
keypti fyrir 36 milljónir
punda og seldi fyrir 26
milljónir punda. Gullit hef-
ur keypt tvo leikmenn fyrir
samtals 12 milljónir punda,
Duncan Ferguson og Didier
Domi, en selt Stephane Gui-
varc’h, David Batty, Steve
Watson og Keith Gillespie
fyrir samtals 14 milljónir
punda. Auk þess vill hann
m.a. selja Alessandro Pisto-
ne, Andreas Andersson, Di-
eter Ilamann og fyrirliðann
Rob Lee.
TVÍBURARNIR Ronald og Frank de Boer í Barcelonabúningnum á sinni fyrstu æfingu.
Reuters
Hollensku tvíburarnir Frank og
Ronald de Boer, 28 ára, eru
mjög ánægðir með móttökurnar sem
þeir hafa fengið hjá Barcelona og
segjast vera hamingjusamir með að
vera komnir til liðsins. Pað eru ekki
allir ánægðir með komu þeirra -
sérstaklega þeir Katalóníumenn
sem vilja að sem flestir heimamenn
leiki með liðinu, sem er knatt-
spyrnuhjarta Katalóníumanna. Þeir
telja of marga útlendinga í liðinu,
alls sextán. Josep Lluis Nunez, eig-
andi Barcelona, vísar slíku á bug og
segir komu tvíburanna til liðsins
eina stærstu stund þess í tuttugu ár.
„Pað hefur tekið okkur tíu mánuði
að fá þá hingað frá Ajax. Það er
erfitt að finna leikmenn í þeirra
gæðaflokki - bæði sem leikmenn og
persónur. Ég vona að þeir bræður
verði hér hjá okkur þar til þeir
ákveða að leggja skóna á hilluna,"
sagði Nunes.
Þeir bræður hitta fyrir sex hol-
lenska landsliðsmenn hjá Barcelona,
Ruud Hesp, Wilson Bogaede, Mich-
ael Reiziger, Philip Cocu, Patrick
Kluivert og Boudewijn Zenden.
Þjálfarinn Louis van Gaal er hol-
lenskur og einnig þrír aðstoðarmenn
hans, þar á meðal Ronald Koeman,
fyrrverandi leikmaður Barcelona.
Peningar
fyrir heims-
met á HM
ALÞJÓÐA suudsambandið,
FINA, ætlar að greiða hveij-
um þeim sundmanni sem set-
ur heimsmet á heimsmeist-
aramótinu í 25 metra laug er
fram fer í Hong Kong í apríl,
eina milljóu króna. Þetta er í
fyrsta skipti sein FINA greið-
ir sérstaklega fyrir heimsmet
á heimsineistaramótuin og er
þetta tvímælalaust hvatning
til sundmanna um að mæta til
mótsins í sem bestri æfingu.
Á Evrópunieistaramótinu í 25
metra laug í Sheffield í des-
ember sl. var í fyrsta sinn
greitt sérstaklega fyrir
heims- og Evrópuinet á Evr-
ópumeistaramóti. Þótti það
skila sér í betri árangri en áð-
ur, en alls voru slegin 7
heimsmet og 13 Evrópumet á
móthiu. Það mót var haldið af
Sundsambandi Evrópu.
KNATTSPYRNA
Teitur Þórðarson landsliðsþjálfari Eistlands eftir tap í ísrael
Óafsakanlegt að tapa
með sjö mörkum