Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 5

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 5
4 B FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF Bogadregna raðhúsið við enda Hring- brautarinnar lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn. JL-húsið hefur eigi að síður skipað sérstæðan sess í hugum borgarbúa um árabil. Anna G. Ólafsdóttir brá sér í heim- sókn eftir að hafa heyrt ávæning af því að skýjaborgir hefðu skotið rótum og orðið að samfélagi sjálfstætt starfandi fræði- manna, Reykjavíkurakademíunni, á fjórðu hæðinni. : 'V.:' Morgunblaðið/Ásdís JÓN Karl Helgason býst við því að samfélagið eigi í auknum mæli eftir að móta sín eigin verkefni, GANGURINN er skugga- legur og lyftan upp á fjórðu hæð varla meira en fermetri. Á stigapallinum vísar ílangt blað með áletruninni „Reykjvíkurakademían“ veginn. Dymar ganga greiðlega upp og tómlegur geimur með útsýni yfir úf- inn flóann tekur við. Ætli enginn sé ivið? Lágur kliður rekur gestinn áfram - að dropandi kaffivél í hjarta fjórðu hæðarinnar. Eftir að hafa heilsað upp á nokkra kaffisvelgi er bankað upp á hjá framkvæmda- stjóranum Jóni Karli Helgasyni í því augnamiði að forvitnast frekar S um starfsemina. Jón Karl segir Ágúst Þór Árna- son heimspeking vera helsta hvata- manninn að stofnun Félags sjálf- stætt starfandi fræðimanna. For- sendan hafi falist í ört vaxandi hópi vel menntaðra íslenskra fræði- manna, einkum á sviði hug- og fé- lagsvísinda, sem sinna rannsóknum sínum utan hefðbundinna háskóla- stofnana. „Þessi hópur er orðinn það stór að lítil von er til þess að all- ir geti fundið sér varanlegan starfs- vettvang innan Háskóla Islands eða sambærilegra stofnana í framtíð- inni. Ágústi Þór taldi brýnt að sam- eina þá sem vinna sjálfstætt að rannsóknum sínum og í samvinnu við fólk úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda stóð hann að stofnun Reykjavíkurakademíunnar." Eins og hver önnur vinna Fyrsta skrefíð í áttina að því að skapa þennan nýja vettvang stigu um 40 fræðimenn með formlegri stofnun Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna í maí árið 1997. Stofn- félagamir töldu eitt brýnasta hags- munamál hópsins að koma á fót sameiginlegri vinnuaðstöðu þar sem þróast gæti eins konar fræðimanna- samfélag í hug- og félagsvísindum. Jón Karl telur að fast aðsetur sjálfstætt starfandi fræðimanna á sameiginlegum vinnustað hafi ýmsa kosti. „Slíkur vinnustaður gefur fræðimanninum kost á því að nálg- ast verkefni sín eins og hverja aðra vinnu. Ef fólk er að vinna heima við verða skilin milli starfs og heimilis- lífs oft æði óljós - maður hleypur úr tölvunni niður í þvottahús og þarf síðan að fara að huga að matseld og síðan er eins og vinnudeginum ljúki aldrei íyllilega. Sú starfsaðstaða sem hér býðst ætti að gera þessi skil skýrari og skilar sér vonandi í betri afköstum. Annar kostur snýr að tengslum okkar við erlenda fræðimenn og stofnanir. Með Reykjavíkur- akademíuna að bakhjarli eiga þeir sem hér starfa auðveldara með að rækta slík tengsl. Hér verður til sá formlegi vettvangur sem er jafnan nauðsynlegur fyrir fjölþjóðleg sam- starfsverkefni, enda höfum við orðið vör við áhuga erlendra fræðimanna, meðal annars á Norðurlöndum, á þeim möguleikum sem hér eru að opnast.“ „... þar sem land mætir hafi...“ „Andlega þáttinn skyldi heldur enginn vanmeta," segir Jón Karl og bendir á að einyrkjar sakni gjaman stuðnings og hvatningar frá öðrum. „Mikilvæg hugmynd að baki Reykja- víkurakademíunni er að leiða saman fólk úr ólíkum fræðigreinum í leit að nýjum sjónarhornum á viðfangseíhi sín og veröldina. Á fundi sem ég sótti fyrir skömmu hafði Hjálmar H. Ragnarsson, nýráðinn skólastjóri Listaháskólans, á hraðbergi eftir- minnilega tilvitnun sem lýsir þessari hugsun í hnotskum „Þar sem land mætir hafi, þar er lífið.“ Síðast en ekki síst vill Reykjavík- urakademían ýta undir það að fólk, sem lokið hefur langskólanámi, sinni fræðilegum rannsóknum þótt það fái ekki fasta stöðu á sínu sviði. Vissu- lega er algengt að þetta fólk snúi sér að öðmm og oft óskyldum störfum - framtíð þess sem fræðimanna virð- ist ráðast á 5 til 7 ámm eftir að námi lýkur. Það er ekki þar með sagt að menntunin fari í súginn - öll reynsla nýtist með einhverjum hætti hvað sem maður fæst við. Við teljum hins vegar að betur megi huga að ýmsum þeim möguleikum sem em fyrir hendi til að stunda sjálfstæðar rann- sóknir og hagnýta þær, ekki síst þegar fólk tekur sig saman.“ Ekki bakarí Jón Karl segir að mikilvæg for- senda þeirrar tilraunar sem felst í Reykjavíkurakademíunni hafi verið styrkur sem fékkst frá Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkur síðast- liðið vor. „Við fréttum svo um mitt sumar að Háskóli Islands væri að skoða hæðina hér í JL-húsinu með afnot í huga en hið opinbera hefur haft þetta húsnæði til umráða und- anfarin ár. Á tímabili var rætt um samvinnu Háskólans og Reykjavík- urakademíunnar um leigu en þegar Háskólinn fann aðra lausn á sínum húsnæðismálum gengum við til samninga við fjármálaráðuneytið. Geir Haarde fjármálaráðherra sýndi hugmyndinni um fræði- mannasetur af þessu tagi mikinn áhuga og stuðning sem gerði okkur kleift að hefja þessa tilraun en leigusamningurinn við ríkið er til eins árs. Á þeim tíma vonumst við til að koma fótum undir starfsemina og móta framtíðarskipulag hennar." Spurt er hvort hugmyndin um starfrækslu Reykjavíkurakademí- unnar geti stangast á við hlutleysi fræðimannsins. Jón Karl telur enga hættu á því. „Enda þótt við höfum sjálfsbjargarviðleitnina að leiðar- ljósi er markmið með þessari starf- semi augljóslega ekki að skila há- marks gróða; starfið snýst um ann- ars konar ávinning. Að starfrækja fræðimannasamfélag er í eðli sínu ólíkt því að reka bakarí. Fólk stend- ur ekki beint í röðum hér við dymar á morgnana til að kaupa nýbakaðar ritgerðir um réttlætið eða Stephan G. Ymsir sem hér starfa eru styrk- þegar Rannsóknarráðs íslands eða sambærilegra erlendra sjóða og sumir sinna fyrst og fremst svoköll- uðum grunnrannsóknum. Hins veg- ar erum við sannfærð um að eitt brýnasta verkefni hópsins er að koma rannsóknum okkar á fram- færi þannig að þær nýtist sem víð- ast í samfélaginu, á sviði ferðamála, menningar- og skólamála og heil- brigðismála, svo dæmi séu tekin.“ „Við lögðum af stað með óljósar skýjaborgir," segir Jón Karl að lok- um, „og erum í sjálfu sér himinlif- andi yfir því að hafa náð þessum áfanga. Hér starfar skemmtilegur og samstæður hópur sem er fullur af bjartsýni og hugmyndum. Eg vil hins vegar ítreka að við lítum á starfsemina hér sem athyglisverða tilraun; reynslan verður að skera úr um hver árangurinn verður." ANNADÍS GRÉTA RÚDÓLFSDÓTTIR, FÉLAGSSÁLFRÆDINGUR Með útsýni til allra átta ANNADÍS Greta Rúdólfsdóttir, félagssálfræðingur, kvartar ekki yfir útsýninu yfir iðnaðar- og verslunarhúsnæðið að sunnanverðu. Eigi að síður hefm’ hún skrifstofuhurðina gjarnan opna til að geta notið sí- breytileika hafsins að norðan- verðu. Skrifstofan virðist fyrir vikið rýmri, bjartari og opnari fyrir ferskum hugmyndum. Annadís er stofnfélagi í Félagi sjálfstætt starfandi fræðimanna og situr í stjóm Reykjavíkuraka- demíunnar. Eins og fléiri féll Annadís bókstaflega fyrir hús- næðinu og var ekki lengi að fryggja sér vinnuaðstöðu. Hún hefur verið með rannsóknastöðu í Rannsóknastofu um kvennafræði en í vor rennur út styrkurinn vegna rannsóknarinnar „Sjálfs- mynd ungra mæðra“. „Hug- myndin að rannsókninni varð til í framhaldi af doktorsritgerð minni „Mótun hins íslenska kven- leika“. Doktorsritgerðin byggðist á greiningu minni á viðtölum við 18 konur á aldrinum 16 til 88 ára og 209 minningargreinum frá árunum 1922 til 1992. Meginá- herslan var lögð á að skoða menningarbundnar hugmyndir um eiginleika og eðli hins kvenlega sjálfs og áhrif þeirra á líf og sjálfsmynd kvenna. Það kom í ljós að móðurhlutverkið skipti þar miklu máli.“ „Ég nálgast viðfangsefnið með þrennum hætti. Með því að taka viðtöl við 10 konur undir tvítugu, á meðgöngu og eftir barnsfæðingu, viðtöl við eldri konur, sem urðu ungar mæð- ur, og mæður ungra mæðra. Samhliða innihaldsgreindi ég fræðiefni ætlað verðandi mæðrum. Lykilspuming í rann- sókninni felst í því hvort stúlkumar hafi aðlagast móðurí- myndinni eða reynt að aðlaga ríkjandi hugmyndir eigin að- stæðum. Rannsóknin hefur verið mjög skemmtileg og enn eru nýir fletir að koma í ljós og hafa áhrif á niðurstöðurnar." Fjármögnun vandamál Annadís stefnir að því að gera niðurstöðumar opinberar á innlendum og erlendum vettvangi í vor og sumar. „Ég hef áhuga á því að gefa út skýrslu um rannsóknina. Fyrir utan skýrsluna skrifa ég greinar í erlend fræðitímarit og er að leggja lokahönd á eina slíka. Þar fyrir utan mun ég fjalla um hluta af rannsókninni í Rabbi á vegum Rannsóknastofu í Kvennafræðum undir yfirskriftinni „Þungað sjálf. Sjálfs- mynd og líkamsmynd ungra mæðra“ hinn 8. apríl næstkom- andi.“ Fyrir utan rannsóknina hefur Önnudís ekki skort verk- efni frá því að hún flutti heim að loknu framhaldsnámi árið 1996. „Eftir að ég kom að utan hef ég kennt námskeiðin Inngang að kynjafræðum, áður Kvennafræði, og Móður- hlutverkið við HI. Ég er svo að fara að vinna með Ljós- myndasafni Reykjavíkur sem ætlar að fara að setja upp sýningu á Mæðrum í ljósmyndum. Minn hluti felst í því að velja myndir og skrifa bækling fyrir sýninguna - árið 2000. Annað verkefni felst í því að skrifa kafla um skrif Bjargar Þorláksdóttur um lífeðlisfræðilega sálfræði í bók Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um Björgu,“ segir Annadís og tek- ur sér brosandi örstutt hlé. „Verkefnin skortir ekki og hægt er að nefna að mér og Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri rannsókn á skilningi al- mennings á líftækni. Vonandi getur orðið úr því enda verk- efnið mjög spennandi." Hugmyndir prófaðar Annadís lætur vel af hinu nýja samfélagi. „Mér finnst mjög gott að hafa sérstaka vinnuaðstöðu utan heimilis. Heima eru svo auðvelt að fara í að umpotta blómin eða taka til hendinni innanstokks og láta verkefnin sitja á hakanum. Hérna er hægt að fá ró og næði og prófa hugmyndir sínar á næsta manni. Fyrir utan að oft verða til góðar hugmyndir í góðum hópi hér frammi. Hugmyndunum er kastað á milli manna og nýir fletir eru fljótir að koma í ljós í hinu þverfag- lega samfélagi." RANNSÓKNASTOFNUN UM BYGGÐAMENNINGU Hámenning í fóstri íslenskra sveita VIÐAR Hreinsson bókmenntafræðingur glottir og flýtir sér að leiðrétta blaðamanninn. Hann tilheyri ekki sveitahópnum eins og heyrst hafði fleygt frammi á göngunum því að þótt sveitirnar séu vissulega viðfangsefnið hafi orðið ofan á að kenna fyrirhugaða rannsóknastofnun sjö fræðimanna úr þremur fræðigi’einum við byggðamenningu. Eftir nokkurt hik er lýst eftir stofnunarbragnum. Axel Kristinsson sagnfræðingur kemur félaga sínum til hjálpar. „Enn getur verið að samstarfið minni um fátt á virðulega stofnun enda erum við rétt að fara í gang. Hug- myndin kviknaði ekki fyi’r en undir lok síðastliðins sumars. Morgunblaðið/Ásdís ANNADIS kynnir niðurstöður rann- sóknarinnar Sjálfs- mynd ungra mæðra í vor og sumar. SUMARLIÐI RAGNAR ÍSLEIFSSON, Morgunblaðið/Kristinn RANNSÓKNASTOFNUN um byggðamenningu, aft- ari röð (f.v.) Sigurður Gylfi, Davfð og Axel og fremri röð (f.v.) Viðar, Ólina og Jón. Ég og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur vorum að velta fyrir okkur ýmsum flötum á því að skrifa íslenska landbún- aðarsögu. Hugmyndum var kastað í loftið og uppúr því varð til óljós framtíðarsýn um þverfaglega samvinnu við rann- sóknir á sögu og menningu íslenskra byggða.“ Fortíð í brennidepli „Enn um sinn hafa verkefni stofnunarinnar aðallega snú- ið að fortíðinni. Aðalástæðan er hversu ríkir íslendingar eru af heimildum um sérstæða menningarsögu sína. Enn er af nægu að taka enda er langt frá því að heimildirnar hafi ver- ið fullnýttar,“ segir Viðar og Axel minnir á að dreifbýlið sé fyrst og fremst hluti af fortíðinni. „Já, og borgin þróaðist seint,“ heldur Viðar áfram. „Hins vegar er gaman að segja frá því að í íslensku sveitunum urðu til einkenni af menning- unni sem menn hafa yfirleitt tengt borgarmenningu. Alltof mikil einföldun felst því í að tengja saman borgarmyndun og hámenningu eins og víða hefur verið gert erlendis." Ekki stendur á því að Viðar geti gefið dæmi. „Sjáðu hvað Jón lærði og Jón Indíafari voru að gera á 17. öldinni. Eng- inn trúði því fyrr en löngu síðar að Eiríkur Laxdal hefði skrifað fyrstu íslensku skáldsöguna um 1800. Áfram væri hægt að telja og minnast á kveðskap Bólu-Hjálmars á 19. öld. Amerískir fræðimenn læsir á íslensku töldu Stephan G. Stephansson með bestu skáldum í Norður-Ameríku í byrjun 20. aldar,“ segir Viðar og upplýsir að ævisaga skáldsins sé aðalverkefni hans um þessar mundir. Fjölbreytt verkefni Axel og Árni Daníel eru famir að undirbúa ritun land- búnaðai-sögunnar. Axel leynir því ekki að verkefnið sé spennandi. „Landbúnaðarsagan verður í allt öðrum anda en fyrri samantektir um íslenskan landbúnað. Markmiðið verð- ur að hrekja hvers konar ranghugmyndir um eymd, volæði og aumingjaskap. Sjónum verður beint að hreyfanleika og sköpunarmætti frekar en stöðnun í samfélagi og menn- ingu,“ segir hann og forvitnast er um önnur verkefni í beinu framhaldi. Davíð Ólafsson sagnfræðingur segist ásamt Sigurði Gylfa Magnússyni sagnfræðingi vera upptekinn við að skoða dag- bókarskrif fi-á því fyrr á öldum. Með liðsinni Jóns Jónsson- ar þjóðfræðings eru fræðimennirnii’ svo að varpa einsögu- legu ljósi á íslenska byggðasögu. Einn sér segist Jón vera að velta fyrir sér hvaða áhrif uppbygging í ferðaþjónustu hafi á viðhorf bænda upp til sveita. Sigurður Gylfi lýkur riti um sjálfsævisögur í vor. Ólína Þorvarðardóttii’ þjóðfræðingur er eina konan í hópnum. „Mitt fræðasvið nær aðallega yfir sögur og þjóðtrú og tengist bæði byggðamenningu og menningarsögu al- mennt,“ segir hún. „Þjóðsiði og trúarhætti er fróðlegt að skoða í tengslum við þróun byggðar og breytingar á lífs- háttum. Hvert svæði hefur sín sérkenni og starfsgreinar sömuleiðis, t.d. sjómennskan, sem er auðugur akur þjóðtrú- ar. Hingað til hef ég aðallega verið að rannsaka heimildir frá því á 17. öld fram á 19. öld en núna finnst mér spennandi að fara að færa mig nær samtímanum enda lifir þjóðtrúin ennþá góðu lífi þótt hún hafi breyst í aldanna rás.“ Horft til framtíðar Rannsóknastofnun um byggðamenningu ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Við erum auðvitað að stíga fyrstu skref- in núna. Megináherslan er lögð á að leggja traustan fræði- legan grundvöll með vönduðum vinnubrögðum og niður- stöðum. Þróunin á eftir að halda áfram og með því að fá fræðimenn úr fleiri greinum, eins og félagsfræðinga, mann- fræðinga og hagfræðinga, til liðs við okkur færumst við von- andi nær nútíð og framtíð. Við viljum vera sýnileg, hafa áhrif og gera gagn í nútímaþjóðfélagi. Sameiginlegum verk- efnum á án efa eftir að fjölga. Hugmynd um ritun íslenskrar menningarsögu fi’á nýjum sjónarhóli er þegar komin upp á borð og eflaust eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið. Ekki er heldur ólíklegt að starfsemin verði fjölbreyttari í framtíð- inni. Við sjáum fyrir okkur að stofnunin geti tekið að sér kennslu- og námskeiðahald fyrir sem flest skólastig, ráðgjöf og verkefni fyrii’ opinbera aðila og einkafyrirtæki þegar fram líða stundir." SAGNFRÆDINGUR Morgunblaðið/Ásdís SUMARLIÐI hefur komið sér vel fyrir í rúmgóðri skrifstofu í sunnanverðu húsinu. Gjöfult daglegt samneyti SUMARLIÐI Ragnar ísleifsson, sagnfræðingur, bjó yfir áralangri reynslu af því að vinna sjálfstætt, að mestu heima hjá sér, áður en til Reykjavíkurakademíunnar var stofnað í nóvember. Með tilliti til kostanna við fast aðsetur utan heimilis vai’ aldrei efi í hans huga um að rétt væri að söðla um og flytja vinnuaðstöðuna að heiman. „Auðvitað felast ýmsir kostir í því að vera í jafn nánu samneyti við fjölskylduna og fylgir því að vera með vinnuað- stöðuna heima. Hinu er ekki að leyna að oft verður ansi eril- samt inni á heimilinu. Mun ákjósanlegra er að fara að heim- an til að stunda sína vinnu eins og hverja aðra launavinnu í hentugu húsnæði með öðrum fræðimönnum. Ekki verður heldur undanskilið hversu gjöfult er að geta verið í daglegu samneyti við fræðimenn í sömu eða öðrum greinum," segir hann og brosh’ út í annað áður en hann svarar því hvort hætta sé á því að samneytið verði truflandi. „Nei, nei, enda endist enginn lengi í sjálfstæðri fræðimennsku án nauðsyn- legs sjálfsaga. Mín reynsla er þvert á móti að maður sé sjálfum sér harðasti húsbóndinn.“ Útsjónarsemi nauðsynleg „Ég hef aðallega unnið að verkefnum á sviði hag- og hug- myndasögu,“ segir Sumarliði. „Hvað hagsöguna varðar er hægt að nefna tvær bækur í Iðnsögu Islendinga og bók um Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Núna vinn ég að riti um hug- verkaréttindi í iðnaði, vöruleyfi, einkaleyfi og hönnunar- vernd fyrir Einkaleyfisstofu. Hvað hugmyndasöguna varðar hef eg einkum fjallað um viðhorf og hugmyndir útlendinga um ísland og skrifaði bók um það efni árið 1996 sem heitir ísland - Framandi land. Ekki hvað síst geri ég mér far um að varpa ljósi á hvernig viðhorfið endurspeglast í ljósmyndum enda hef ég lengi haft sérstakan áhuga á því að kynna að hvaða gagni myndefni getur komið við sagnfræðirannsóknir. Framandi land varð kveikjan að því að ég hélt áfram og hef hafið vinnu við sögu íslenskrar ferðaþjónustu í samvinnu við Ferðamálai’áð og samgönguráðuneytið. Það verk verður væntanlega nokkur ár í smíðum enda hef ég gjarnan haft nokkur verkefni í takinu í einu og skipt ár- inu niður í tímabil. Ég get nefnt að árinu í fyrra skipti ég í þrjú tímabil, vann við tvö verk, annað í 4 mánuði og hitt í 6, og var á styrk í Þýskalandi í tvo. Maður verður að sýna út- sjónarsemi - svolítið eins og iðnaðarmaður - til að dæmið gangi upp.“ Dæmið hefur gengið upp fyrii- Sumarliða síðastliðin ár. „Fyrii- utan útsjónarsemina er nauðsynlegt að hafa í bland FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 B 5 frumkvæði að eigin verkefnum og vilja til að vinna að verk- efnum á mismunandi sviðum. Hvað mig sjálfan varðar hef ég komið víða við og t.a.m. tekið að mér myndaritstjóm og skrifað handrit að þremur heimildarkvikmyndum. Hvert verkefnið hefur því rekið annað síðustu árin. Annars hefur viðhorfið í þjóðfélaginu gjarnan verið að óhætt sé að kvabba endalaust á hugvísindamönnum án þess að meta við þá unnin verk með svipuðum hætti og pípara og lögfræðinga. Vonandi er þarna að verða breyting á, a.m.k. vilja sjálfstætt starfandi fræðimenn leggja sitt af mörkum með því að gera vinnu sína sýnilegri í Reykjavíkurakademí- unni. Hér stöndum við að opnu samfélagi fræðimanna tO hliðai’ við og ekki á móti háskólasamfélaginu. í mínum huga þarf heldur ekki að efast um að hverju háskólasamfélagi er hollt að vita af sjálfstætt starfandi stofnun fræðimanna til hliðar við sig.“ ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, ÍSLENSKUFRÆDINGUR Erfiljóð skipi verðugan sess ÞÓRUNN Sigurðardóttir, íslenskufræðingui’, skoðaði hús- næði Reykjavíkui’akademíunnar af einskærri fon'itni eftir afhendinguna í nóvember. Eftir að inn var komið varð ekki aftm’ snúið. „Andinn í hópnum var frábær og auðvelt að hrífast með. Allir voru uppnumdii- yfir húsnæð- inu og einhuga um að láta hug- myndina ganga upp. Ekki var heldur vanþörf á því að hópurinn stæði saman um að koma húsnæð- inu í stand eftir að það hafði staðið autt í þrjú ár. Hendur voru látnar standa fram úr ermum og fór aðal- vinnan við að þrífa og bóna gólfin fram á tveimur helgum. Sumir gengu enn lengra og máluðu her- bergin áður en flutt var inn um mánaðamótin nóvember og des- ember. Nú eru allh- komnir á full- an skrið og samfélagið að taka á sig fullmótaða mynd.“ Þórunn hafði aðallega unnið heima og á söftium. „Mér finnst mikill munur að geta verið útaf fyrir mig og tilheyra um leið ákveðnum hópi fræðimanna á sama báti. Hér safna ég í kringum mig dótinu mínu - stend upp, teygi úr kroppnum og tauta fyrir munni mér ein og óáreitt. Inn á milli er algjör- lega nauðsynlegt að blanda geði við aðra í hópnum. Bankað er upp á og fjörlegar umræður skapast á milli fræðimanna úr hinum ólíku greinum yfir kaffibolla.“ Ekki nógu góður skáldskapur Vísindasjóður hefur styrkt Þórunni til rannsókna á erfiljóðum frá 17. og 18. öld síðustu tvö árin. Erfiljóð eru ein tegund tækifæriskvæða sem nutu einna mestrar hylli allra kvæðategunda í Norður-Evrópu og á Norðurlöndum á 17. öld. „Þessi kveðskapur byggist á hinni klassísku húmanísku menntun sem fékkst í latínuskólunum og á rætur að rekja til bókmennta og mælskufræði Forn-Grikkja og Rómverja. Nemendum í evrópskum latínuskólum var gert að spreyta sig á því að yrkja tækifæriskvæði á latínu en er leið á 17. öldina varð algengara að yrkja á þjóðtungunum.“ Lítið hefur verið fjallað um erfiljóð í íslenskri bókmennta- sögu. „Islensk bókmenntasaga gefur til kynna að rímur og sálmar hafi notið mestrar hylli þjóðarinnar á sínum tíma. Eftir nánai-i athugun tel ég óhætt að telja tækifæriskvæði þriðju greinina. Af hverju tækifæriskvæðin hafa ekki hlotið verðskuldaða athygli hingað til er erfitt að segja til um. Hluti skýringarinnar gæti falist í því að tækifæriskvæðin hafi ekki verið álitin nógu góður kveðskapur af því að þau voru ort af ákveðnu tilefni og stundum eftir pöntun eða fyrir skyldurækni. Aðeins tækifæriskvæðum eftir virtari skáld á borð við Hallgrím Pétursson hefur verið gaumur gefinn. Tækifærisljóð eftir minna þekkt skáld þarf að leita uppi og skrá úr handritum, t.d. á Árnastofnun og handritadeild Landsbókasafnsins." Drukknun guði þóknanleg Tvennt einkennir erfiljóðin öðru fremur. „Annars vegar greinargott æviágrip og hins vegar áherslan á dauðastund- ina. Best var talið að skilja átakalaust við því dauðastundin átti að gefa ákveðnar vísbendingar um framhaldið - hvort viðkomandi væri hólpinn. Gott dæmi um þennan hugsunar- gang er þegar sr. Jón Magnússon í Laufási yrkir huggunar- kvæði til sr. Guðmundar Érlendssonar og eiginkonu hans á Felli eftir að sr. Jón, sonur hjónanna, drukknar um miðja 17. öldina. Megináherslan í ljóðinu er lögð á að drukknun sé þrátt fyrir allt guði þóknanleg. Ljóst er að hægt er að nota erfiljóð sem sögulegar heimildir, t.d. um persónur, tíðarand- ann, trúarhugmyndir, og hugmyndir um lífið og dauðann. Um leið eru þau bókmenntir sem voru í hávegum hafðar á sínum tíma.“ Þórunn hefur verið að vinna tvær greinar í tengslum við rannsóknina. Önnur fjallar um uppruna erfiljóða og félags- legt hlutverk þeirra og hin um skilgreiningu erfiljóða og harmljóða. „Með seinni greininni er ég í rauninni að skil- greina nýja bókmenntagi-ein. Erfiljóðið fjallai’ um líf og dauða hins látna. Markmiðið er að fullvissa ástvinina um að hinn látni sé kominn til himna. Harmljóðið fjallar á hinn bóginn um harm syrgjandans. Skáldið yi’kir ljóðið í fyrstu persónu og hefur að markmiði að hjálpa syrgjandanum að vinna sig út úr sorginni. Annars á ég enn talsvert verk fyrir höndum til að ljúka allri rannsókninni - og stuðla þar með að því að erfiljóð skipi verðugan sess í bókmenntasögunni." Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRUNN kann ákaflega vel við sig í Reykjavíkuraka- demíunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.