Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 6

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÐWGITEGT LIF Kfefeto-----:'-^r7sáméí«ingu lf' the co"ec,,"r;r í fyrsU a ^ sýndur vei vision- Knbenhavn CRH Stöðnun er andstæða tiskunnar Hjá Gunnari Hilmarssyni og Kol- brúnu Petreu Gunn- arsdóttur í GK hef- ur tískan víðtæka merkingu. Þau sögðu Valgerði Þ. Jónsdóttur að hugtakið einskorðaðist ekki við w herrafataverslun sinni á Laugaveginum leitast þau við að endur- AHAUSTDÖGUM komust vegfarendur í miðborginni vart hjá því að beija aug- um risastóra auglýsingu á framhlið Nýja bíó-hússins, sem þá var og hét: „GK ... seinni hluti 4. september." Rétt fyrir jólin birtist opnuauglýsing í Morgunblaðinu með mynd af brotnum kaffibolla, merkt- um GK, neðst til hægri á hægri síð- unni. Engar útskýringar og ekkert sem benti til að herrafataverslun ætti í hlut fremur en í öðrum auglýs- ingum og kynningarefni, sem hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir láta hanna samkvæmt hug- myndum sínum um nýstár- lega og árangursríka mark- aðssetningu. Pau opnuðu GK - fyrri hlutann - fyrir tæpu einu og hálfu ári og seinni hlutann 4. september síðastliðinn þegar þau stækkuðu verslunina úr 130 fm í 250 fm. Samhliða versl- unarrekstrinum hafa Gunnar og Kolbrún í sameiningu hannað herrafatnað undir vörumei'kinu the collection REYKJAVÍK, sem sýndur verður í fyrsta skipti á kaup- stefnunni Kobenbavn CPH Vision í febrúar næstkomandi. Innan tíðar hyggjast þau einnig kynna kvenfatn- að og ýmislegt fleii-a er á döfinni, sem þau vilja ekki gera uppskátt að sinni, en segjast aldrei skorta hug- myndir, sem lúti að tísku í einhverri mynd. Þau eru tæplega þrítug, en þurfa þó að fara allmörg ár aftur í tímann til að rekja aðdraganda þess að þau réðust í atvinnurekstur af þessu tagi. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á tískufatnaði og draumur okkar beggja var að eiga og reka tískuverslun,“ segir Gunnar og rifjar upp hvemig allt snerist um föt sum- arið þegar hann var tólf ára og vet- urinn á eftir. „Þá voru íþróttagallar í tísku og utan yfir buxurnar þóttu legghlífar alveg ómissandi. Ég linnti ekki látum fyiT en mamma saumaði slíkan galla á mig og var óskaplega hamingjusamur þegar ég gat loks 7.tN ta skrauts ogUtohandaþyrstum vfö VATN tu gidptavmum. spókað mig í múnderingunni. Um veturinn tók ég og einn vinur minn námið í handmennt mjög alvarlega, enda ætluðum við að sauma á okkur buxur og vesti fyrir skólalok. Það gekk eftir og þótt mig hrylli núna við tilhugsuninni um útganginn á okkur vorum við vinimir hinir ánægðustu, alveg eins klæddir í eigin hand- verki.“ Kolbrún segist líka hafa haft áhuga á fötum og tísku frá unga aldri og stundum saumað á sig fö: undir handleiðslu ömmu sinnar, sei vann við að sauma karlmannaföt Últímu. „Ég tók snið upp úr blöðu: og breytti þeim á allra handa mái þar tO ég var ánægð og gat hafisi handa við saumaskapinn,“ segir Kol brún, sem var aðeins sextán ára, nemi í FB, þegar hún fékk vinnu herrafatadeUd Hagkaups og leið beindi körlum á öllum aldri við fata valið. Leit verslunarstjóra hýru auga Hins vegar var Gunnar árinu eldri þegar hann tók sér ferð á hendur í Kringl- una gagngert tU að sækja um vinnu í Hanz, sem hon- um þótti bera af öðrum tískubúðum í þá daga. Þar vann hann í mörg ár sam- hliða námi í MH og var orðinn verslunar- og inn- kaupastjóri þegar hann fór að líta verslunarstjór- ann í búðinni á móti hýru auga. Þetta var í ársbyrj- un 1992 og Kolbrún orðin verslunarstjóri í Sautján eftir margra ára starf í tískuverslunum. „Samfélag starfsmanna í Kringl- unni er svolítið lokað, allir þekkja alla og fólk fer lítið út fyrir í mat og kaffi,“ segja Gunnar, sem smám saman fór að gera sér far um að hitta Kolbrúnu í matar- og kaffitím- um. „Ég mundi eftir Gunnari frá því hann var kosinn best klæddi maður- inn á skemmtistaðnum Casablanca árið 1991,“ skýtur Kolbrún inn í. Slík vegtylla virtist Gunnari þó lítt hafa hrifið hana í byrjun og segist hafa RÓLEGT fjölskyldufólk - Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir og Gunnar Hilmarsson ásamt börnunum, Alexander Hugó og óskírðri dóttur. þurft að hafa mikið fyrir að ná í verð- andi eiginkonu sína. Þó leynir sér ekki að hún er stolt af bónda sínum þegar hún upplýsir að árið 1997 hafi tímaritið Nýtt líf valið hann, ásamt Friðriki Sophussyni, best klædda mann ársins. Kaffitímarnir í Kringlunni urðu afdrifaríkir því ekki leið á löngu þar til þau fóru að vera saman öllum stundum og giftu sig síðan með pompi og pragt í september 1994. „Tíska og föt er áhugamál beggja og frá því við kynntumst höfum við velt fyrir okkur að opna eigin verslun. Við töldum okkur búa að haldgóðri reynslu og þekkingu og ákváðum að láta til skarar skríða,“ segh- Gunnar. I millitíðinni, eða þegar eigin verslun var ennþá bara fjarlægur draumur, ákvað Kolbrún að snúa við blaðinu og hefja lögfræðinám í HI. ,Afi var lögfræðingur og það blund- aði svolítið í mér að feta í fótspor hans. Þótt ég hafi legið yfir hæsta- réttardómum frá því ég man eftir mér, fann ég fljótlega að námið átti ekki allskostar við mig. Ég hætti, fékk vinnu hjá Samskipum og síðan hjá dótturfyrh'tækinu BM Flutning- um, sem hafði með innflutning, toll- skýrslur og þess háttar að gera. Þarna kynntist ég hinni hliðinni á viðskiptalífinu. Slík þekking kemur að góðum notum, enda hef ég alla ski-iffinnsku á minni könnu núna.“ Ekki bara föt á slá Gunnar og Kolbrún eiga 50% hlut í GK, sem er hlutafélag að öðru leyti í eigu nokkurra fjárfesta. Þótt þau hafi lagt nánast allt undh- eru þau bjartsýn og víla ekki fyrir sér að fai-a ótroðnai- slóðir. „Við höfum færan endurskoðanda, sem ræður okkur heilt í fjármálum og verslunin geng- ur mjög vel. Við vissum að ekki væri nóg að fá húsnæði, hengja föt á slá og bíða eftir að fólk kæmi og keypti. Til að skapa aðlaðandi andrúmsloft þurfa innréttingar, lýsing, auglýs- ingar, framkoma og klæðnaður spegla stemmninguna og það sama er upp á teningnum þegar þau| föt heldur væri menning samtímans og alls staðar í umhverfínu. I hanna föt, sem senn fara á erlendan markað. „EKKI nóg að hengja föt á slá og bíða eftir að fólk komi og kaupi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.