Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 7

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 7
h MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 B 7 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Kristinn starfsfólks, tónlistin og margir aðrir þættir auk vörunnar, sem í boði er, að falla vel hvað að öðru; mynda eina heild - tískuna. Tíska er ekki bara föt og útlit fólks. Fyrir okkur er tísk- an menning samtímans og alls staðar í umhvei’fínu. Við kappkostum að brydda upp á nýjungum og því þurf- um við að fylgjast vel með straumum og stefnum tískunnar; skoða tísku- blöð og tímarit, fara á veitingastaði og sækja sýningar hér heima og er- lendis. Margt af því sem fyrir augu ber verður okkur meðvitað og ómeð- vitað uppspretta hugmynda, sem við útfærum síðan og aðlögum eins og okkur fínnst falla best að ímynd fyr- irtækisins. Stöðnun er andstæða tískunnar og því erum við í rauninni í stöðugi’i endurmenntun.“ Stemmningin skiptir máli Viðhorf þeirra hjóna til tískunnar eru á sömu nótum og þar sem þau höfðu mjög ákveðnar hugmyndir um innréttingar í versluninni hönnuðu þau þær einfaldlega sjálf og fengu laghenta menn í verkið. Innanbúðar er hátt til lofts og vítt til veggja, hvítt og bjart, stílhreint, látlaust og einfalt. Föt á slám og föt í glerhillum með uppistöðum úr stáli. Engir aukahluth’ - nema hér og þar hvítir kaffibollar, svartir kaffípokar og glærar vatnsflöskur úr gleri - allt merkt GK. Virðist svolítið undarleg samsetning í herrafataverslun, en er, þegai’ grannt er skoðað, hluti af heildinni; samspili hlutanna. Kaffíð, bollarnir og vatnið þjóna líka til- gangi, því í GK er viðskiptavinum boðið upp á kaffitár og vatn við sér- hannað barborð í versluninni. Til- tækið segja Gunnar og Kolbrún mælast vel fyrir sem og aðrar nýj- ungar, sem þau hafa innleitt. Pau hafa ekki markaðsráðgjafa á sínum snærum, en fengu gi-afískan hönnuð til að hanna GK-“lógóið“ og ljósasérfræðing til að annast lýsingu i versluninni. ,Að öðru leyti eigum við hugmyndh-nar að markaðssetn- TISKAN og samspil hlutanna. ingu, auglýsingum, umgjörð og ímynd fyi’irtækisins. Við kappkost- um að skapa ákveðna stemmningu, sem snýst ekki bara um að selja föt. Fólk hrífst af nýstárlegu yfirbragði og óvenjulegum uppákomum, sem hér er stundum boðið upp á,“ segja þau og nefna sem dæmi að í desem- ber hafi strengjasveit og Óskar, sax- ófónleikari í Mezzoforte, leikið tón- list fyrir gesti og gangandi. íslensk föt í útlöndum Gunnar og Kolbrún fara oft utan til að skoða og gera innkaup á kaup- stefnum og sýningum. f byrjun febr- úar snýst dæmið við, því þá verða föt, sem þau hafa sjálf hannað, á sýn- ingu í Kaupmannahöfn. „Við erum í samstarfi við Ágúst Líndal, sem sér alfarið um framleiðsluþáttinn á ferl- inu, en jakkaföt, yfirhafnir og buxur eru saumaðar í Tékklandi og skyi’t- ur, bindi, bolh’ og peysur framleidd- ar á Ítalíu. Við leggjum upp með herrafatnað á Kpbenhavn CPH Vision og erum nokkuð vongóð því við höfum aflað okkur ýmissa við- skiptasambanda, m.a. við danskan umboðsmann, sem hefur umboð fyir Calvin Klein, Valentino, Cei’uti og Reiss á Norðurlöndum,“ segir Gunn- ar, en bætir við að ekki þýði annað en að vera raunsær, því Norðurlandabú- ai’ verði vart klæddir í the collection REYKJAVÍK á einni nóttu. Kolbi-ún upplýsir að vonir þeiira og væntingar helgist fyrst og fremst af sannfæringunni um að þau bjóði upp á hnitmiðaða hönnun, enda þekki þau vel óskir kaupenda eftir margi-a ára starf í tískuverslunum. „Sama máli gegnir um kvenfatnað fyrir vor- ið 2000, sem væntanlega verður sýndur á kaupstefnum næsta haust. Sjálf er ég hrifnust af heiTalegum dömufatnaði, eins og margar konur, sem koma í GK og kvarta yfir að ekki séu til eins fallegar flíkur á konur og karla. Eitt markmiðið er að bæta úr þeim skorti og því verður dömulínan með svolítið karlalegu ívafi.“ Þrátt fyrir umsvif í verslunai’- rekstri og fyrirhugaða sókn á erlend- an markað snýst líf Gunnai-s og Kol- brúnar ekki eingöngu um tísku, verslun og viðskipti. I eðli sínu segj- ast þau vera rólegt fjölskyldufólk og hugnast best að vera heima með börnunum sínum, Alexander Hugó 3 ára og óskfrðri 3 mánaða dóttur. Ef allt heldur áfram að ganga þeim í haginn langar þau í framtíðinni að taka sér tveggja ára frí, setjast á skólabekk og læra innanhúshönnun. Þann draum telja þau að geti allt eins vel ræst og draumurinn hinn fynn, aðalatriðið sé að þora og láta tæki- færin ekki úr greipum sér ganga. ÚAth! Þar sem verslunin hættir 25. febrúar 1999 ættu þeir viðskiptavinir sem þurfa að endurnýja linsur sínar, að huga að því sem fyrst. Gleraugaahúsið eh£, V (Jóhann Sófusson), Templarasundi 3, s. 552 1265. J Ert þú á leið til sólarlanda? Fjöldi íslendinga notar HELOSAN húðkrem eftir stíf sólböð með frábærum árangri, m.a. sem vörn gegn sólarexemi. Húðin helst mjúk og falleg þrátt fyrir mikið álag. HELOSAN er vægt sótthreinsandi, græðandi og mýkjandi alhliða húðkrem sem viðheldur eðlilegum raka húðarinnar. Fæst í apótekum Dreifing: Sími 567 6280 - fax 567 6285 POWIR Unnið úr kóreskú Panex ginseng-rótinni „Ef ginseng-afurðir eru ósviknar innihalda þær ginsenosíð. Því meira þeim mun betra. Mönnum er því ráðlagt að kaupa aðeins afurðir með stöðluðu ginsenosð-innihaldi.” Úr bókinni Lækningamáttur líkamans bls. 192, birt með leyfi útgefanda og þýðanda bókarinnar. Ginsenosíð er hið virka efni ginseng-rótarinnar. Power ginseng inniheldur 30% ginsenosíð. Innfl. CetUS, sími 551 7733 VERSLUNAREIGENDUR ATHUGID! Gullfalleg varalitir og gloss frá Professionals Innihalda Sesame Oil, Aloe Vera, E og C- vitamin. Allt til að mýkja, græða og fegra varir. Heildverslun f Aslaugar Borg Alfheimum 15, sími 588 6717, fax 588 6718

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.