Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 ■ FÖSTUDAGUR TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA KNATTSPYRNA / ENGLAND Ekkert spurt um Arnar Enska 1. deildarliðið Bolton Wanderers hefur enn ekki feng- ið neinar formlegar fyrirspurnir i ís- lenska framherjann og landsliðs- manninn Arnar Gunnlaugsson, sem settur var á sölulista að eigin ósk í síðustu viku. Fjallað er um málið á opinberri heimasíðu liðsins á Netinu. Þar segir m.a.: „Þegar Arnar Gunn- laugsson var í byrjunarliðinu og skoraði mörk var uppi orðrómur um fjölmörg lið í úrvalsdeildinni sem vildu fá hann í sínar raðir. En þannig er nú einu sinni fótboltinn, að nú þegar hann er opinberlega til sölu hefur Colin Todd [knatt- spyrnustjóri Bolton] ekki þurft að lyfta símtólinu einu sinni vegna fyr- irspurna." Rætt er við Todd á síðunni og þar staðfestir hann að enginn hafi haft samband við sig vegna Arnars. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar hann óskaði eftir sölu frá félaginu, en svo lengi sem Amar tilheyrir fé- laginu lít ég á hann sem mikilvaegan hlekk í mínu liði,“ segir Todd. Bolton á enn í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby um sölu á framherjanum Bo Han- sen, en talið er að hann myndi kosta um 120 milljónir króna. Ekki hefur fengist staðfest verð á Arnari, en það er þó talið á bilinu 250-360 milljónir króna. Er þar aðallega miðað við aldur leikmannsins og hversu mörg mörk hann hefur skor- að á leiktíðinni. „Ai-nar er samningsbundinn fé- laginu. Það var hann sem vildi kom- ast á sölulistann. Stundum göngum við of langt, en héðan er ekkert að frétta og því ekki meira um málið að segja. Arnar verður áfram leikmað- ur Bolton Wanderers,“ sagði Todd ennfremur. Reuter AMELIE Mauresmo fagnar sigrinum á Davenport. NMí Randers flautað af EKKERT verður úr Norð- urlandamóti félagsliða í handknattleik, sem átti að fara fram í Randers í Dan- mörku 17. til 21. febrúar. Afturelding hafði tryggt sér rétt til að leika í mót- inu, þar sem liðið var efst að 1. deildarkeppninni hálfnaðri. Tvö lið frá ís- landi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð áttu að taka þátt í mótinu, sem var háð í fyrsta skipti í fyrra í Sví- þjóð. Nýkrýndir bikar- meistarar Islands áttu að vera annað liðið frá ís- landi, eða liðið sem tapaði úrslitaleiknum, ef Aftur- elding yrði bikarmeistari. Ástæðan fyrir því að hætt er við mótið er að aðalstyrktaraðili þess, sem hafði ákveðið að leggja til 17,5 millj. ísl. kr., hætti við að styrkja mótið. „Eins og að leika á móti kaii- manni“ Byrjað á leik gegn Svíum í Gautaborg ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik mætir Svíum í fyrsta leik sinum í heimsbikar- keppninni í Svíþjóð og Noregi 15. til 20. mars. Frakkar og Ungveijar leika í A-riðli, en leikið verður í Gautaborg og nágrenni. B-riðillinn fer frain í Noregi, þar sem Norðmenn, Þjóðverjar, Egyptar og heimsmeistarar Rússar leika í Drammen, Gjögvik og Skedsmo. Leikur Svía og íslendinga fer fram í Lisebergs-höllinni í Gautaborg mánudaginn 15._mars. Daginn eftir verða Frakkar mótherj- ar íslendinga og verður leikið í Arena-höllinni í Skene og síðan verður leikið gegn Ungverj- um í Alvhögsborgs-höllinni í Trollháttan miðvikudaginn 17. mars. Tvö efstu liðin úr riðlun- uni komast í undanúrslit, sein fara fram í Billingehov- höllinni í Skövde föstudag- inn 19. mars og úrslitaleik- urinn og leikurinn um þriðja sætið fara fram í Seaiidinavium-höllinni í Gautaborg laugardaginn 20. mai-s. FRANSKI táningurinn Amelie Mauresmo, sem er aðeins nítján ára, kom, sá og sigraði á opna ástralska meistaramótinu í gær er hún lagði Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum að velli í undan- úrslitum og vann sér rétt til að leika við hina átján ára svissnesku stúlku Martina Hingis í úrslitum. Hingis stöðvaði sigurgöngu Monicu Seles og batt þar með enda á óslitna sigurgöngu bandarísku stúlkunn- ar á mótinu, en Seles hafði sigrað í 34 leikjum í röð í þau níu ár sem hún hefur keppt í mótinu. Hingis er hins vegar komin í úrslit á mótinu þriðja árið í röð og á titil að verja, sigraði bæði í fyrra og árið þar áður. Mauresmo vann Davenport, sem er í fýrsta sæti á heimsstyi-kleikalist- anum, 2-1 í bráðskemmtilegum leik þar sem gríðarlega erfiðar uppgjafir hinnar stóru og stæðilegu frönsku stúlku réðu miklu. „Mér fannst eins og ég væri að leika á móti karlmanni, uppgjafirnar voru svo fastar," sagði Daven- port eftir tapið. í úrslitaleiknum í einliðaleik karla leikur Svíinn Thomas Enqvist við sigur- vegarann í viðureign Yevgeny Kafelnikov, Rússlandi og Tommy Haas, Þýskalandi. ■ Sigurganga / C3 BLAD 29. JANÚAR KNATTSPYRNA Komu KR- ingar með vonda veðrið? VONT veður hefur sett strik í reikninginn hjá KR-ingunum Sig- urði Erni Jónssyni og Bjarna Þorsteinssyni sem dvalið hafa undanfarnar vikur til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Watford. Þeir Sigurður Örn og Bjarni hafa æft með aðalliði Watford í þrjár vikur undir stjórn Grahams Taylors knattspymustjóra og Kenny Jacketts þjálfara. Afar slæmt veður hefur geisað á Bret- landseyjum að undanförnu og fyr- ir vikið hefur þurft að fresta mörgum leikjum varaliðsins, en í þeim stóð til að íslensku varnar- mennirnir fengju að spreyta sig. Luther Blisset, þjálfari vara- liðsins og fyrrverandi leikmaður liðsins og AC Milan á Italíu, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa fengið mörg tæki- færi til að fylgjast með íslensku leikmönnunum, veðrið hefði sett strik í reikninginn og varaliðið hefði aðeins leikið einn leik að undanfórnu og Sigurður Örn hefði leikið hann allan. Hann kvaðst því lítið geta gefið upp um áhuga félagsins, en sagðist vonast til að þeir fengju tækifæri í leik varaliðsins á miðvikudag. Þeir Sigurður Örn og Bjarni koma heim til Islands um aðra helgi. Veður hefur áður reynst þeim félögum erfitt í Watford, þeir gátu lítið leikið í æfingaferð þar fyrir áramót vegna frestunar margra leikja. Það var því ekki að undra er fjölmiðlafulltrúi félags- ins spurði blaðamann Morgun- blaðsins í gær í gamni hvort ekki gæti verið að þeir kæmu með vonda veðrið með sér frá íslandi. SUND: ÖRN ARNARSON HYGGST SAUMA AÐ ÍSLANDSMETI í LÚXEMBORG / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.