Morgunblaðið - 30.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1999, Blaðsíða 4
Gífurlegar sviptingar í spænsku knattspyrnunni þessa dagana Marki fagnað BRASILÍUMAÐURINN Ri- | valdo er aftur kominn á ferðina og farinn að hrella markverði á nýjan leik. Hér fagnar hann einu af tólf mörkum sín- um ásamt Luis Enrique, sem er byrjaður að leika á ný með Barcelona eft- ir langvarandi meiðsli. Hiddink fær gula spjaldið Lygileg umskipti hafa orðið á leik Barcelona á síðustu vikum en Real Madrid á í erfiðleikum í spænsku fyrstu deildinni. ----------------------- Asgeir Sverrisson segir frá stöðunni í deildinni fyrir leiki helgarinnar og fullyrð- ingum um að dagar Guus Hiddink á þjálf- arastól í Madrid kunni senn að vera taldir. Gífurleg umskipti hafa orðið í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu á fáeinum dögum. Eftir skelfilegt gengi fyrir áramót hafa meistarar Barcelona náð að rétta úr kútnum og eru í efsta sæti deildar- innar nú þegar keppnistímabilið er hálfnað. Kreppuástandið sem ríkti í Katalóníu heyrir liðinni tíð til en erkifjendurnir í höfuðborginni, Real Madrid, sjá tæpast út úr svartnætt- inu. Deilur era uppi innan leik- mannahópsins og þjálfara liðsins, Gus Hiddink, hefur verið tjáð að honum verði gert að taka pokann sinn sigrist hann ekki snimmhendis á erfiðleikunum. Louis van Gaal, hinn hollenski þjálfari Bai’celona, Ieyfh' sér nú að brosa þegar hann kemur fram opin- berlega en hann hefur átt í miklum erfiðleikum frá því hann tók við liðinu fyrir 18 mánuðum þótt árangurinn hljóti að geta talist viðunandi. Van Gaal hefur lítillar hylli notið, þykir í meira lagi „freðinn" og hrokafullur, auk þess sem aðdáendur liðsins hafa tekið þunglega kaupum á hollenskum leikmönnum, enda þjóðemishyggja djúpstæð á meðal íbúa í Katalóníu. Hefur forseti sjálfsstjómarinnar í Katalóníu, Jordi Pujol, m.a. séð ástæðu til að gera athugasemdir við þessa þróun. Til marks um hvemig þjóðernishyggja getur mótað knatt- spyrnuna á Spáni má nefna að eitt besta lið Baskalands, Athletic de Bil- bao, notai- aðeins leikmenn sem fædd- h- eru í þessu sjálfsstjórnarhéraði. „Van Gaai-byltingin“ En allt er nú sem orðið nýtt. Eftir fjóra tapleiki í röð fyrir áramót var ákaft þrýst á Van Gaal um að segja starfi sínu lausu. Bauðst hann til að leggja fram uppsögn sína en forseti Barcelona neitaði að taka hana til greina. ■* Van Gaal virðist nú hafa náð góð- um tökum á leikmannahópnum, alltjent hefur Barcelona nú unnið fimm leiki í röð og skorað í þeim átján mörk en aðeins fengið á sig fjögur. A Spáni tala menn þessa dag- ana um að „Van Gaal-byltingin“ sé tekin að skila árangri. Félagið fékk á dögunum tvíbm-ana hollensku, Frank og Ronald de Boer, til liðs við sig og vh-ðast þeir falla vel að leikstílnum. „Þetta lið minnir mig á Ajax-liðið 1995,“ sagði Frank í við- tölum við spænska fjölmiðla í vik- unni, en það ár léku þeir bræður undir stjórn Van Gaal. Barcelona hefm- og notið þess að Brasiliumaðurinn Rivaldo er nú á ný tekinn að sýna snilli sína. Hann er nú markahæstur í deildinni með tólf mörk, skoraði tvö um liðna helgi gegn Real Zaragoza og hann gerði sömuleiðis tvö mörk er Barcelona gjörsigraði nýliða Alavés 7-1. Þá hafa miðjumaðurinn snjalli Pep Gu- ardiola og framherjinn Luis Enrique snúið aftur eftir langvarandi meiðsli. Hollendingurinn Cocu hefur sömu- leiðis bætt frammistöðu sína veru- lega eftir að hafa sætt nokkm-ri gagnrýni. Portúgalski snillingurinn Louis Figo hefur leikið við hvum sinn fingur og er án efa einn mikil- vægasti leikmaður liðsins. Þótt athygli manna hafi að undan- fórnu mjög beinst að glæsilegri frammistöðu Celta og Mallorca stendur Barcelona efst í deUdinni nú þegar leiktíðin er hálfnuð. Liðið hef- ur raunai- hlotið jafnmörg stig og Celta en hefur betri mai’katölu. Ljóst er að gífurlega hörð og spenn- andi barátta er framundan en freist- andi hlýtur að vera að spá þvi að Barcelona verji meistaratitilinn. Lið- ið leikur magnaða knattspyrnu þessa dagana og almenn ánægja er ríkj- andi í herbúðum þess. Meistara- og bikartitill gætu orðið til að lina nokk- uð þjáningar aðdáenda liðsins sem enn hafa ekki fyllUega náð sér efth’ að Barcelona datt út úr meistara- deildinni. Úrslitaleikurinn fer í ár fram á heimavelli Bai-celona, Camp Nou, og marga di’eymdi' um að sjá átrúnaðargoðin í þeim leik á hundrað ára afmæli félagsins. Þær fréttir bárust frá Camp Nou í gær, að bræðurnir Roger og Oscar Garcia væru á förum frá Barcelona - Roger, 22 ára, til Mónakó og Oscar, 25 ára, líklega til Chelsea. Reuters HOLLENDINGARNIR Clarence Seedorf og Guus Hiddinks, þjálfari Real Madrid. Skelfilegur ósigur, ósætti og hremmingar Þótt Guus Hiddink, þjálfari Real Madrid og landi Van Gaal, sé að öllu jöfnu heldur brosmildari en starfs- bróðir hans og eigi auðveldara með að eiga samskipti við fjölmiðla, m.a. vegna spænskukunnáttu, er ljóst að hann þarf á öllum þeim stuðningi að halda sem hann getur mögulega reitt sig á. Öll spjót standa nú á Hiddink eftir háðuglegan 4-0-ósigur gegn Deportivo La Corunya í síðustu um- ferð. Forráðamenn liðsins og aðdá- endur voru sem þrumu lostnir er leikmennirnir, einkum þeir Predrag Mijatovic og Clarence Seedorf, tóku að deila hart frammi fyiir um 30.000 áhorfendum á Riazor-leikvanginum í A Corunya. Spænsk dagblöð birtu ummæli þau sem þeim fóru á milli og er óhætt að segja að þau orðaskipti hafi einkennst af litlum kærleika eða samstöðu. Leikur liðsins síðasta sunnudag var gjörsamlega skelfileg- ur og stóð ekki steinn yfir steini, hvorki í vörn eða sókn, líkt og markatalan er til merkis um. Eftir þennan ósigur er Real Ma- drid í sjötta sæti deildarinnar og þá stöðu mála sætta hinir kröfuhörðu forráðamenn og aðdáendur liðsins sig ekki við. Raunar er Real Madrid aðeins þremur stigum á eftir Barcelona og Celta þannig að því fer fjairi að unnt sé að afskrifa liðið í baráttunni um meistai’atitilinn. Árangurinn hefui’ hins vegar ekki verið góður. Liðið hefur nú tapað sex leikjum og fengið á sig þrjátíu mörk. Hafa aðeins tvö lið í deildinni mátt hirða boltann oftar úr netinu. Þess má geta að síðast þegar Real Madrid varð meistari, 1997, tapaði liðið að- eins fjórum leikjum. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því á miðvikudag að Hiddink hefði verið sýnt gula spjaldið. Dagblaðið E1 País sagði í frétt að ákveðið hefði verið að Hiddink yrði ekki með liðið á næstu leiktíð eins og samningm- hans mælir fyrir um. Hann myndi trúlega fá að Ijúka þessu tímabili en það gæti breyst félli liðið út úr Evr- ópukeppninni. Dagblaðið E1 Sur full- yi’ti hins vegar að Hiddink yrði lát- inn fara tapaðist leikurinn í dag, laugai’dag, þegar Real Madrid sækir nýliða Villarreal heim. Fjölmiðlar greindu ennfremur frá því að stjórn Real Madrid hefði nú gengið frá róttækri áætlun um end- urnýjun liðsins. Leikmenn sem komnir væru um og yfir þrítugt yrðu flestir seldir. Ljóst væri að króatíski landsliðsmaðurinn Davor Suker, sem varð markakóngur síðasta heims- Reuters meistaramóts, myndi fara frá félag- inu í júní og bærist tilboð í snilling- inn Predrag Mijatovic yrði það skoð- að. Christian Karembu myndi snúa aftur til Frakklands í lok tímabilsins og trúlega yrði argentínski miðju- maðurinn Fernando Redondo seld- m-. Ekki fylgdi sögunni hvort í ráði væri að selja Fernando HieiTo, einn snjallasta miðjumann Spánar og landsliðsmann til margra ára. Verð- ur það að teljast heldur ólíklegt en leitun er að leikmanni í hans vigtar- flokki. Verði áætlun þessi að vei-uleika er ljóst að bylting er í vændum hjá Evr- ópumeisturum Real Madrid. Ekki verðm’ liðið að félagið standi lengur í skugga Barcelona og öruggt má heita að gripið verður til róttækra ráðstafana. Nú þegar eru uppi radd- ir um að stjórn félagsins hyggist leita eftir kröftum Italans Fabio Ca- pello, sem þjálfaði liðið 1997. Tilfinningaþrungin atvinnu- grein Knattspyrnan á Spáni er tilfinn- ingaþrungin rétt eins og mannlífið. Leikmenn, þjálfarar og stjórnarfor- menn stórliðanna eni undh- lygileg- um þrýstingi og eru einn daginn hafnir upp til skýjanna til þess eins að verða niðurlægðir opinberlega hinn næsta. Ekki er öllum gefið að starfa við slíkar aðstæður. Keppnin í spænsku fyrstu deild- inni hefur sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og nú. Þannig skilja aðeins sex stig að efsta liðið og það sem er í 10. sæti. Benda má áhuga- sömum/forföllnum, sem aðgang hafa að spænska ríkissjónvarpinu, TVE, á breiðbandinu, á að mörkin úr leikj- um helgarinnai- eru sýnd í þættinum Estudio Estadio á sunnudagskvöld- um um klukkan 21.30. Þess er tæpast að vænta að höggið ríði af um helgina hvað Guus Hidd- ink varðar. Liðið ætti að sigra Villar- real án teljandi erfiðleika. Verði úr- slitin önnur í kvöld mun Hollending- urinn trúlega standa uppi atvinnu- laus. Louis van Gaal ætti hins vegar að geta mætt þokkalega rólegur til leiks er lið hans tekur á móti Racing Santander á sunnudag. Celta á erfið- an leik fyrir höndum gegn Deportivo á útivelli á morgun en Mallorca ætti að leggja Salamanca að velli í Palma. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.