Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA
Nýtt félagsmet hjá Hibernian í Skotlandi - ellefu sigurleikir í röð
Allir vilja vera með
þegar vel gengur
ÓLAFUR Gottskálksson markvörður og félagar hans í skoska 1.
deildar liðinu Hibernian hafa unnið ellefu leiki í röð í deildinni.
Það er nýtt met í 124 ára sögu félagsins. Liðið er nánast búið að
tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni næsta tímabil, hefur 17 stiga
forskot á Falkirk, sem er í öðru sæti, þegar tíu umferðir eru eftir.
Já, ég held að sætið ætti að vera
nokkuð tryggt,“ sagði Ólafur við
Morgunblaðið. Pað er alltént í okkar
höndum. Það á ekki að vera hægt að
missa niður 17 stiga forskot þegar
svona lítið er eftir af mótinu, en
maður veit aldrei. Staðan er vænleg
og það er ekki hægt að horfa fram
hjá því.“
Alex MeLeish, þjálfari liðsins,
sagði eftir 2:0 sigur á Stranraer um
helgina að of snemmt væri að fagna
sæti í úrvalsdeiidinni. „Við höfum
ekki leikið vel að undanförnu, en
unnið samt og það er visst styrk-
leikamerki. Allir tala um að við séum
komnir upp, en við megum ekki
sofna á verðinum. Það er enn nokk-
uð í land þó svo að góður byr sé í
seglin um þessar mundir," sagði
McLeish.
Ólafur segir að gengi liðsins hafí
kveikt í stuðningsmönnum liðsins
sem mæta mjög vel á leikina. „Við
erum með um fímmtán þúsund
áhorfendur að meðaltali á heimaleik-
ina sem er sjötta besta aðsókn í allri
ÞÝSK knattspyrnuyfirvöld segj-
ast undrandi á nýrri reglugerð
Alþjóða knattspyrnusambandsins
(FIFA) um sætafjölda á leikvöll-
um fyrir lokakeppni HM. Þjóð-
verjar hafa sótt um að halda HM
í knattspyrnu árið 2006 en reglu-
gerð FIFA útilokar velli þar í
landi sem knattspyrnuyfii’völd
tóku fram í umsókn sinni.
I reglugerð FIFA er gert ráð
fyrir að vellir á lokakeppni HM
taki að minnsta 40 þúsund
* manns. Á HM í Frakklandi síðast-
liðið sumar voru leyfðir vellir,
sem tóku 30 þúsund manns.
skosku deildinni. Við erum einnig yf-
irleitt með meirihluta áhorfenda í
útileikjunum því það er svo stór hóp-
ur sem fylgir okkur. Það vilja allir
vera með þegar vel gengur,“ sagði
íslenski markvörðurinn.
Hann sagði að miklar breytingai-
hefðu verið á liðinu frá þvi sem var í
fyrra. McLeish sem tók við liðinu í
febrúar hefur keypt fímmtán leik-
menn síðan hann kom til félagsins.
Sem dæmi um breytingarnar milli
ára eru aðeins fjórir fastamenn frá í
íyira í byrjunarliðinu í dag.
Ólafur segist vera ánægður með
eigin frammistöðu í vetur. „Við höf-
um fengið á okkur fæst mörk í deild-
inni og ég er auðvitað ánægður með
það. Eg hef leikið alla leikina og ver-
ið nokkuð öruggur með markmanns-
stöðuna og sjálfstraustið í góðu lagi.
Eg verð þó líka að halda vöku minni
því ef illa gengur eru gagnrýnis-
raddirnar fljótar að láta í sér heyra.
En eins og þetta hefur gengið að
undanfórnu er oft sungið „Ole, 01e,“
á vellinum," sagði Ólafur.
Hafði þýska knattspyrnusam-
bandið (DFB) tekið mið af þeim
reglum sem voru til staðar á HM
í Frakklandi.
Talsmaður þýska knattspyrnu-
sambandsins segja að þeir ætli
sér að mæta kröfum FIFA.
„Ákvörðun FIFA kom okkur á
óvart en við erum öryggir um að
hægt verði að fjölga sætum á
þeim leikvöllum sem um ræðir,“
sagði talsmaður DFB. Vellirnir
sem þarf að auka sætaljölda á
eru í borgunum Dresden og
Magdeburg í austurhluta Þýska-
lands.
• I •
erjar undrandi
á nýrri reglugerð FIFA
rcu/ch
ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Hibs.
Mótmæla breytingum á HM
FORRÁÐAMENN stærstu
knattspyrnudeilda í Evrópu
hyggjast taka höndum saman /
því skyni að koma í veg fyrir
hugmyndir Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, FIFA, um heims-
meistarakeppni í knattspyrnu á
tveggja ára fresti.
Talsmenn deildanna segja að
álagið á leikmenn og lið sé þeg-
ar í hámarki og ekki sé gerlegt
að fjölga leikdögum né draga úr
þeim stuttu sumarfríum sem
þegar eru við lýði.
Peter Leaver, einn af for-
svarsmönnum ensku úrvals-
deildarinnar, hefur farið fyrir
deildunum í þessu máli og hann
hefur átt fund með Sepp Blatter,
forseta FIFA. „Þessi fundur var
aðeins í upplýsingaskyni og hon-
um var ekki ætlað að vera rök-
ræða eða einvígi um þessi mál.
En miðað við sumar hugmyndir
FIFA um heimsmeistarakeppni
landsliða og félagsliða, er alls
ekki loku fyrir það skotið að um-
ræðurnar gætu endað í slíkum
farvegi," sagði Leaver.
Einn þeirra sem blandað hef-
ur sér inn í umræðuna er ástr-
alski fjölmiðlajöfurinn Rupert
Murdoch, en fjölmiðlafyrirtæki
hans, Sky, keypti nýlega ráð-
andi hlut í Manchester United.
Hann hefur ekki sagst sjá neitt
því til fyrirstöðu að HM lands-
liða sé á tveggja ára fresti. „En
svo er ekki og því væri heldur
ekki úr vegi að efna til eigin-
legrar heimsmeistarakeppni fé-
lagsliða og halda hana á vixl við
keppni landsliðanna," sagði
Murdoch.
Mykland
beit
mótherja
NORSKI landsliðsinaðurinn í
knattspyrnu Erik Mykland var
heldur betur í sviðsljósinu um
helgina, er lið hans, Pan-
athinikos, sigraði Paniliakos
1:2. Mykland fékk að líta
rauða spjaldið fjórum mínut-
um fyrir leikslok fyrir að ráð-
ast á mótherja og bíta hann í
eyrað. Grískir Qölmiðlar líkja
þessu við þegar Mike Tyson
beit í eyrað á Evander Holyfi-
eld sumarið 1997, og segja að
þótt ýmislegt gangi á í gríska
boltanum slái þetta allt út.. Og
nú bíða menn spenntir eftir
því hver refsing Myklands
verður.
■ FRANCK Leboeuf, varnarmaður
Chelsea og franska landsliðsins, vill
fá kauphækkun hjá Chelsea, annars
verði hann að íhuga framtíð sína hjá
félaginu.
■ LEBOEUF hefur um 115 milljón-
ir í árslaun hjá Chelsea, en er samt
ekki sáttur. „Ég gerði mjög góðan
samning þegar ég kom hingað og
síðan hef ég tvöfaldað hann. Nú vil
ég fjórfalda samninginn sem fyrst.
Vilji stjórarnir ekki koma til móts
við það gæti ég leitt hugann að því
að fara frá félaginu," segir heims-
meistarinn.
■ TONY Daley, knattspyrnumað-
urinn gamalkunni, er alls ekki dauð-
ur úr öllum æðum. Hann hefur nú
gert samning við 1. deildarliðið
Watford út leiktíðina og mun því
leika við hlið Keflvíkingsins Jó-
hanns B. Guðmundssonar.
■ LEE Dixon lék að nýju í vörn
enska landsliðsins í gærkvöldi gegn
heimsmeisturum Frakka. Þar með
var varnarlína Arsenal að mestu að
störfum fyrir landsliðið því að auki
voru þeir Tony Adams, Martin
Keown og David Seaman í byrjun-
arliðinu og bakvörðurinn Nigel
Winterburn á bekknum.
■ DIXON var auðvitað ofsakátur
með að vera valinn aftur í landsliðið
eftir langt hlé og hann segist fyrst
hafa haldið að verið væri að plata
sig. „Síminn hringdi er ég var að
hjálpa 11 ára syni mínum með
stærðfræðina. Það gekk ekki of vel,
svo það var gott að síminn hringdi.
Fyrst hélt ég að þetta væri gabb, en
svo rann upp fyrir mér að svo væri
ekki. Ég greip andann á lofti,“ sagði
Dixon sem orðinn er 35 ára.
■ TILKYNNINGIN um valið á
heimilisföðurnum í landsliðið gegn
Frökkum olli nokki-u hugarangri á
heimilinu, 9 ára dóttir Dixons brast
skyndilega í grát. „Pabbi, þýðir það
að þú sért hættur að leika með Ars-
enal?“ spurði hún föður sinn með
grátstafínn í kverkunum.
■ JOHN Barnes er genginn í raðir
Charlton frá Newcastle. Leikmað-
urinn er orðinn 35 ára, en telur sig
eiga enn tvö til þrjú ár eftir í boltan-
um. Búist er við því að fyrsti leikur
@texti:Barnes verði gegn gamla
liðinu hans, Liverpool.
■ NOTTINGHAM Forest rær nú
lífróður í ennsku úrvalsdeildinni og
ekki er ástandið sem best á þeim
bænum eftir hið háðulega l:8-tap
gegn Manchester United um síð-
ustu helgi. Liðið hefur nú fengið til
sín ítalska framherjann Alessandro
Melli frá AC Milan.