Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - KR 59:78 íþróttahúsið Sti-andgötu, íslandsmótið í körfuknattleik - úrvalsdeild, Emmtudaginn 11. febrúar 1999. Gangur leiksins: 2:2, 4:6, 6:16, 10-21, 12:28, 20:32, 22:36, 30:47, 37:58, 42:62, 46:67, 49:69: 55:78, 59:78. Stig KR: Keith Vassel 25, Lijah Perkins 12, Eiríkur Önundarson 11, Marel Guðlaugsson 9, Sigurður Jónsson 8, Eggert Garðarsson 5, Óskar Kristjánsson 4, Ingvaldur Haf- steinsson 2, Atli Einarsson 2. Fráköst: 13 í sókn -19 í vörn. Stig Hauka: Roy Hairstone 31, Bragi Magn- ússon 13, Jón Arnar Ingvarsson 9, Leifur Leifsson 2, Róbert Leifsson 2, Daníel Árna- son 2. Fráköst: 3 í sókn -19 í vöm. Dómarar: Kristján Möller og Bergur Stein- grímsson. Villur: KR 18 - Haukar 13. Áhorfendur: Um 100. UMFG - Keflavík 92:75 íþróttahúsið í Grindavík: Gangur leiksins: 10:4, 18:10, 29:25, 35:35, 45:40, 50:54, 59:62, 65:65, 81:7192:75 Stig Grindavíkur: Warren Peeples 27, Pét- ur Guðmundsson 24, Herbert Arnarsson 21, Páll Axel Vilbergsson 10, Guðlaugur Eyj- ólfsson 7, Unndór Sigurðsson 3. Fráköst: 31 í vörn - 8 í sókn. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Falur Hai'ðarsson 12, Gunnar Einarsson 11, Hjörtur Harðarsson 9, Kristján Guðlaugs- son 8, Birgir Ö. Birgisson 6, Óli Á. Her- mannsson 2, Fannar Olafsson 2. Fráköst: 24 í vörn -11 í sókn. Villur: Grindavík 10 - Keflavík 21. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Bend- er. Áhorfendur: Um 600. Valur - Þór 97:73 Iþróttahúsið Hlíðarenda: Gangur leiksins: 9:4, 13:6, 21:18, 32:22, 43:32,52:39, 65:50, 78:64, 87:68, 97:73 Stig Vals: Kenneth Richards 25, Bergur Emilsson 21, Guðmundur Björnsson 18, Hinrik Gunnarsson 15, Ólafur Jóhannsson 6, Hjörtur Þór Hjartarson 4, Ólafur Veigar Ólafsson 2, Ragnar Steinsson 2. Fráköst: 24 í vörn -15 í sókn. Stig Þórs: Brian Reese 30, Konráð Verner Óskarsson 12, Einar Örn Aðalsteinsson, Da- víð Jens Guðlaugsson 10, John Gariglia 3, Magnús Helgason 2, Sigurður Sigurðsson 2. Fráköst: 14 í vörn - 6 í sókn. Villur: Valur 22 - Þór 22 Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Rúnar B. Gíslason. Áhorfendur: Um 40. ÍA - Tindastóll 68:75 Akranes: Gangur leiksins: 2:0,10:5, 15:7, 22:16, 29:22, 33:27,35:37,41:44,52:50, 54:60, 61:70,68:75. Stig ÍA: Kurk Lee 38, Dagur Þórisson 17, Björgvin Karl Gunnarsson 6, Alexander Er- molinskij 5, Trausti Freyri Jónsson 2. Fráköst: 24 í vöm - 7 í sókn. Stig UMFT: John Woods 23, Valur Ingi- mundarson 16, Ómar Sigmarsson 12, Svavar Birgisson 10, Arnar Kárason 8, Sverrir Þór Sverrisson 4, Láras Dagur Pálsson 2. Fráköst: 24 í vörn -12 í sókn. Villur: ÍA 13 - Tindastóll 14. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Jón Halldór Eðvaldsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 200. Skallagr. - Snæfell 67:68 Iþróttahúsinu í Borgarnesi: Gangur leiksins: 0:2, 17:15, 21:25, 29:28, 32:33, 45:40, 54:48,59:52, 63:60, 67:68. Stig Skallagríms: Kristinn Friðriksson 19, Tómas Holton 14, Sigmar Páll Egilsson 14 , Hlynur Bæringsson 10 , Eric Franson 10. Fráköst,: 17 í vörn - 5 í sókn. Stig Snæfell: Rob Wilson 22, Athanasios Spyvopoulus 19, Jón Þór Eyþórsson 12, Mark Ramos 8, Bárður Eyþórsson 7. Fráköst: 27 í vörn - 9 í sókn. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Ein- ar Einarsson, dæmdu ágætlega. Villur: Skallagrímur 16 - Snæfelll 12. Áhorfendur: 282. Fj. leikja U T Stig Stig KEFtAVÍK 17 15 2 1592:1365 30 KR 17 13 4 1463:1353 26 UMFN 16 12 4 1444:1199 24 GRiNDAVÍK 17 12 5 1561:1426 24 KFÍ 16 10 6 1360:1331 20 TINDAST|OLL 17 8 9 1412:1408 6 SNÆFELL 17 8 9 1324:1405 16 HAUKAR 17 7 10 1336:1426 14 ÍA 17 6 11 1272:1357 12 SKALLAGR. 17 4 13 1343:1467 8 ÞÓR AK. 17 4 13 278:1456 8 VALUR 17 2 15 1310:1502 4 NBA-deildin Charlotte - Cleveland ........77: 87 New Jersey - Orlando..........81: 89 New York - Washington ........101: 88 Houston - Sacramento.......... 92: 82 Denver - LA Lakers............ 98:103 Golden State - Seattle ....... 82: 89 Portland - Indiana ...........100: 92 Vaneouver - LA Clippers.......105: 99 • New York hefur ekki byrjað eins vel, með þremur sigrum, síðan liðið tapaði fimm fyrstu leikjum sínum 1987. Patrick Ewing og Charlie Ward skoruðu sín hvor 16 stigin. • Juwan Howard skoraði 29 stig og tók þrettán fráköst fyrir Washington. • Kobe Bryant skoraði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Lakers gegn Denver, sem hef- ur enn ekki unnið Ieik. Shaquille O’Ncal skoraði 29 stig fyrir Lakers, aðeins eitt í fjórða leikhluta. •Hakeem Olajuwon skoraði sex af 19 stig- um sínum fyrir Houston á síðustu þremur og hálfri mín. gegn Sacramento. Charles Barkley skoraði 16 stig og tók 16 fráköst. • Isaiah Rider skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Portland. Damon Stoudamire skoraði 23 stig. Skfði HM í Vail Stórsvig kvenna: 1. Alexandra Meissnitzer (Aust.).. .2:08.54 (1:01.93.1:06.61) 2. Andrine Flemmen (Noregi)..........2:08.84 (1:02.27/1:06.57) 3. Anita Wachter (Austurríki)........2:09.13 (1:01.72/1:07.41) 4. Pemilla Wiberg (Svíþjóð) .........2:09.27 (1:03.34/1:05.93) 5. Martina Ertl (Þýskalandi).........2:09.46 (1:02.31/1:07.15) 6. Corinne Rey Bellet (Sviss)........2:09.52 _ (1:03.37/1:06.15) 7. Deborah Compagnoni (Ítalíu) .. .2:09.90 (1:02.83/1:07.70) 8. Spela Pretnar (Slóveníu) .........2:09.98 (1:02.79/1:07.19) 9. Leila Piccard (Frakklandi) .......2:10.18 (1:02.95/1:07.23) 10. Anna Ottosson (Svíþjóð) ..........2:10.30 (1:03.52/1:06.78) Blak ÍS skellti Stjörnunni ÞAÐ var hart barist í Ásgarði þegar Stjarnan fékk IS í heimsókn í undanúrslit- um bikarkeppninnar en gestimir höfðu betur, 3:2. Hrinumar voru jafnar en þær enduðu 25:21, 22:25, 30:28, 21:25 og 13:15 fyrir ÍS, en Stjaman skoraði 113 stig í leiknum á móti 112 hjá ÍS. Það var súrt epli að bíta í fyrir leikmenn Stjömunnar að tapa fjórðu hrinunni eftir að hafa leitt hrin- una framan af, en það var fyrst og fremst stórleikur þjálfarans, Zdravko Demirev, sem kom IS á rétta braut og í oddahrin- unni var hann betri en enginn og kórónaði glæsilega frammistöðu sína með því að gefa 6 sinnum í röð upp og breyta stöðunni í 8:3. Sóknin brast hjá leikmönnum Stjöm- unnar á lokasprettinum og kantskellarnir smössuðu út á mikilvægum augnablikum. Spennan náði þó að verða gríðarleg á lokakaflanum þegar allt virtist ætla fara handaskolum hjá leikmönnum IS sem vora nærri því búnir að glutra hlutunum úr höndum sér. Frammistaða Stjörnunnar var góð í leiknum og með smáheppni hefðu þeir hugsaniega getað náð lengra. Móttak- an gekk vel og Haligrímur Þór Sigurðsson, uppspilari liðsins, var fantagóður á köflum og náði að spila agaðan sóknarbolta megn- ið af leiknum. Það var þó gríðarlega öflug hávöm sem fleytti IS áfram í leiknum, sér- staklega frá Ismar Hadziredzepovic og Alexij Sushko sem voru lítt árennilegir í leiknum. „Þetta var alveg frábært og strákamir stóðu sig allir mjög vel. Nýju reglurnar gera þetta mjög erfitt en að sama skapi er þetta mun skemmtilegra fyrir áhorfendur að fylgjast með æsingn- um og spennunni sem þessu íylgir,” sagði Zdravko Demirev, þjálfari ÍS, í leikslok. KA gerði einnig góða ferð til Neskaup- staðar og er skemmst að segja frá því að gestirnir áttu aldrei í teljandi erfiðleikum með heimaliðið sem laut í lægra haldi í þremur hrinum gegn engri. Hrinurnar enduðu, 25:18, 25:18 og 25:20. Það verða því lið IS og KA sem að mætast í úrslitum bikarkeppni karla þetta árið. Knattspyma Vináttuleikur Los Angeles, Bandaríkjunum: Argcntína - Mexíkó.............1:0 Juan Sorin (67.) 91.585. Kingston, Jamaíku: Jamaíka - Costa Ríka ..........1:1 Deon Bui-ton (80.) - Gerald Drammond (35.). 16.000. Tennis Sybasen open Sybasen open tennismót karla i San Jose í Kaliforníu: Fyrsta umferð: 2- Andre Agassi (Bandaríkjunum) vann Todd Woodbridge (Astralíu) 6-2 6-1 4-Michael Chang (Bandaríkjunum) vann Fernando Meligeni (Brasilíu) 6-3 6-2 Christian Ruud (Noregi) vann 5-Mariano Puerta (Argentínu) 6-2 4-6 6-3 Sebastien Lareau (Kanada) vann 7-Mariano Zabaleta (Argentínu) 6-2 6-1 1-Pete Sampras (Bandar.) vann Galo Blanco (Spáni) 6-4 6-4 3- Mark Philippoussis (Ástralíu) vann Sargis Sargsian (Armem'u) 6-7 (2-7) 7-5 6-3 John Van Lottum (Hollandi) vann Jim Co- urier (Bandar.) 6-4 7-6 (7-4) 8-Ramon Delgado (Paraguay) vann Brett Steven (Nýja Sjálandi) 5-7 6-4 7-5 Önnur umfcrð: Cecil Mamiit (Bandar.) vann 2-Andre Agassi (Bandar.) 0-6 6-6 (5-0) Leik hætt. 4- Michael Chang (Bandar.) vann Franco Squillari (Argentínu) 6-4 7-6 (7-5) Christian Ruud (Noregi) vann Paul Gold- stein (Bandar.) 6-1 7-6 (7-4) í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: ísafjörður: KFÍ - UMFN 20 1. deild karla: Borgarnes: Skafholtst. - ÍS.... 20 Smárinn: Breiðablik - Hamar 20 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - KR 2(1 BLAK 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS - Víkingur .19.30 Bikardraugur yfir Keflvíkingum GRINDVÍKINGAR unnu efsta lið deildarinnar, Keflavík, örugg- lega á heimavelli 92:75, eftir að hafa haft forystu í hálfteik 45:40. Gestirnir áttu ekki góð- an leik og fór mesta orkan og einbeiting hjá þeim í að röfla í dómurunum. Ljóst er að ef Keflvíkingar hverfa ekki af þessari braut eru framundan margir tapleikir hjá þeim. Pétur Guðmundsson var maður leiksins í gærkveldi og hafði þetta að segja að leik loknum: „Við komum einbeittir til Garðar Páll leiks, við vissum að Vignisson það lið sem myndi skrifarfrá berjast meira myndi Grindavik yjnna. Við vorum bún- ir að bíða lengi eftir þessum leik enda ætluðum við að hefna ófaranna í Eggjarbikarnum og við gerðum það! Við áttum í vandræðum á tima- bili með fráköst en eftir að við fórum að stíga þá aftur út þá tók Páll öll fráköstin sem voru í boði. Páll lokaði hreinlega miðjunni." Pað er óhætt að taka undir þessi orð Péturs um Pál. Drengurinn tók 21 frákast í leiknum sem verður að teljast frábært. Páli gekk ekki alveg jafnvel að hitta úr þriggja stiga skot- um sem oftar hafa verið hans aðals- merki. Leikui-inn fór annars rólega af stað og leikmönnum virtist ætla að ganga illa að setja niður körfu. Það tók Grindvíkinga eina og hálfa mín- útu að setja niður sína fyrstu og Keflvíkingar voru þrjár og hálfa mínútu að setja niður sín fyrstu stig. Fyrri hálfleikur einkerindist kannski fremur af áhugaleysi gestanna en einhverju öðru. Eini maðurinn í liði þeirra í þessum hálfleik og reyndar í öllum leiknum sem lék af einhverri getu var Damon Johnson sem skor- aði 17 stig í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk lítið að setja niður opin þriggja stiga skot og það er skýringin á því að heimamenn höfðu ekki meira forskot en fimm stig í hálfleik. Það var síðan allt annað lið gest- anna sem hóf síðari hálfleik og ljóst virtist að nú yrði erfitt að eiga við gestina meðan lítið gekk hjá heima- mönnum. Eftir þriggja mínútna leik komust Keflvíkingar yfir í fyrsta skipti í leiknum og útlitið ekki gott hjá heimamönnum. Um miðjan hálf- leik var þó enn jafnt og heimamenn komust aftur yfir 68:65 þegar 7 mín- útur voru til loka leiks. Eftir það fór að bera á verulegum pirring í garð dómara leiksins hjá Keflvíkingum. Heimamenn héldu sínu striki og voru að hugsa um leikinn það sem eftir lifði leiktímans og sigurinn var aldrei í hættu eftir þetta. Leiknum lauk með öruggum sigri heima- manna sem skoruðu 92 stig gegn 75 stigum gestanna. Bestur í liði gestanna var eins og áður segii’ Damon Johnson en hann mátti sín lítils gegn Pétri í seinni hálfleik. Hjá heimamönnum áttu Warren Peeples og Pétur Guð- mundsson frábæran leik. Þá spiluðu aðrir liðsmenn Grindavíkurliðsins mjög vel og voru vel að þessum sigri komnir. Ljóst er eftir þennan leik að Einar þjálfari Grindvíkinga er að ná því besta úr liðinu. Auðveldur sigur KR-inga Leikurinn þróaðist á annan veg en við ætluðum okkur. Við vorum slakir, einbeitingarlausir, skoruðum ■■■■■■■ ekki úr auðveldum Gísli færum og vorum í sí- Þorsteinsson felldum eltingarleik skrífar hver yjg annan um boltann,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Hauka, eftir ósigur sinna manna gegn KR í gærkvöldi. Lokatölur urðu 78-59 fyr- ir gestina, sem voru betri á öllum sviðum frá upphafí til enda. Haukar, sem misstu boltann 22 sinnum frá sér í leiknum, vilja hins vegar örugg- lega gera betur i næsta leik í deild- inni. KR-ingar náðu strax góðu forskoti í leiknum með þá Lijah Perkins og Keith Vassel í fararbroddi. Haukum gekk illa að skora og var Roy Hair- stone, Bandaríkjamaður í liði þeirra, seinn í gang en honum óx ásmegin er leið á leikinn. Þá var Jón Arnar ró- legur framan af en setti þrjár körfur undir lok fyrri hálfleiks. I hálfleik höfðu KR-ingar 14 stiga forskot, 36- 22. Haukum tókst að minnka muninn í upphafi síðai-i hálfleik, ekki síst eftir að Roy Hairstone fór að hitta, en alls gerði hann 23 stig í síðari hálfleik. Heldur minna fór fyrir Jimmy Stellato, nýjum leikmanni Hauka, sem lék lungann úr leiknum en gerði ekkert stig. Jón Arnar, þjálfari Hauka, sagði að Stellato, sem hefur ítalskt vegabréf, hefði verið taugaó- styrkur og frumraun hans í íslensk- um körfubolta hefði ekki verið í sam- ræmi við væntingar. Haukar hafa nú yfir að ráða tveimur erlendum leik- mönnum og sagði Jón Arnar að hann gerði ráð fyrir að þeir yrðu hjá liðinu það sem eftir lifði vetrar. Forskot KR-inga jókst aftur þeg- ar leið á síðaiá hálfleik og í lokin var munurinn 19 stig. Hjá KR-ingum var Keith Vassel atkvæðamestur með 25 stig, en Roy Hairstone var stiga- hæstur Hauka með 31 stig. Valur skrapar botninn Valsmenn unnu sanngjarnan sigur á Þór 97:73 í lítt áferðarfögrum leik að Hlíðarenda. Þeir höfðu töglin ■■■■■■ og hagldh'nai’ allan Halldór leikinn og varla má Bachmann segja að Þórsarar hafi skrífar séð ljósglætu. í fyrri hálfleik tóku Vals- menn strax frumkvæðið og þó mun- urinn væri ekki mikill voru þeii' að leika mun betur en Þórsarar. Þegar fyi-ri hálfleikur var hálfnaður voru Valsmenn þremur stigum yfir en tóku þá við sér og náðu að bæta átta stigum við forskot sitt áður en flaut- að var til leikhlés. I síðari hálfleik héldu Valsmenn uppteknum hætti án þess að Þórsar- ai- fengju rönd við reist. Á tímabili virtust Valsmenn ekki ætla að ná meira forskoti en 15 stigum og um miðbik hálfleiksins leit um tíma út fyrir að einhver vonarglæta væri að fæðast hjá Þór. Þeir léku pressu- vörn, stálu boltanum nokkrum sinn- um en gekk illa að skora. Stóri munurinn á leik liðanna vai' vamarleikurinn. Lið Vals tók 24 frá- köst í vöm en Þór 14. Valsmenn tóku hinsvegar 15 sóknarfráköst fleiri en Þórsarar tóku vamarft-áköst! Það er sérstaklega athyglisvert þegai- það er skoðað að Valsliðið er engu hávaxn- ara en Þórsliðið og Ólafur Jóhanns- son, sem tók 11 fráköst fyrir Val, er rétt rúmir 180 sentimetrai' á hæð. í liði Vals var Ólafur Jóhannsson mjög góður sem fyrr segir og þó hann hafi ekki skorað mikið var frammistaða hans lykillinn að sigri Vals. Einnig voru Guðmundur Björnsson og Bergur Emilsson góðir og Kenneth Richards náði sér á strik í síðari hálfleik. I liði Þórs var fátt um fína drætti. Einna helst má hrósa Konráði Óskarssyni fyrir að gefast aldrei upp. Brian Reese skoraði drjúgt en átti að öðru leyti slakan leik, tók að- eins 3 fráköst og virkaði þungur. Tindastóll betri á Skaganum Tindastólsmenn gerðu góða feyð til Akraness og unnu, 68:75. ÍA varð nýlega fyrir áfalli Jóhannes þegar Bjarni Magnús- Harðarson son °g Brynjar Sig- skrifar urðsson ákváðu að hætta að leika fyrir IA. Fyrirfram mátti ætla að róðurinn yrði þungur. Skagamenn mættu þó mjög grimmir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Þeir vom yfir allan fyrri hálfleikinn með þá Kurk Lee og Dag Þórisson í banastuði, en alls gerðu þeir 31 af 33 stigum liðsins í hálf- leiknum. Norðanmenn hófu síðari hálfleikinn af miklum ki'afti og náðu fljótlega að jafna leikinn en þá hófst KEITH Vassel, KR-ingur, á leið framhj ar sigruðu auðveldlega og skoraði Vas sýning hjá Kurk Lee fyrir Skagamenn. Hann tók sóknarleik sinna manna algjörlega í sínar hendur og setti niður hverja körfuna á fætur annarri, margar hverjai' úr ótrúleg- um færum án þess að gestirnir fengju rönd við reist. Um miðbik hálfleiksins breytti Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, um varnarleik; setti upp svæðisvörn að því und- anskildu að einn maður var fenginn til að taka Kurk Lee úr umferð. Þetta ráðabrugg Vals gekk upp. Kurk Lee, sem fram að þessu hafði gert 36 stig, fékk ekkert pláss til að athafna sig í sókninni og gerði einungis tvö stig síðustu tíu mínúturnar. Þetta reynd- ist banabiti Skagamanna því félagar Kurks náðu ekki að fylgja frábæram leik hans eftir. Gestirnir gengu á lagið og náðu forystu sem þeir héldu út leiktímann og lokatölur leiks- ins urðu 68:75. John Woods spilaði mjög vel íyrir Tindastól ásamt gamla biýninu, Vali Ingimundarsyni, sem sýndi oft á tíðum gamalkunn og skemmti- leg tilþrif. Dagur Þórisson lék vel fyrir Skaga- menn, sérstaklega í fyrri hálfleik og áður hef- ur verið minnst á stórleik Kurks Lees en það dugði ekki til að þessu sinni. Þegar hann vai' tekinn úi' umferð þurfti einhvem til að taka af skarið fyrir þá en enginn virtist hafa dug né þor til þess og því fór sem fór. Útlendingahersveitin vann Leikur Skallagríms og Snæfells í Borg- arnesi var spennandi en afspyrnu leið- inlegur. Staðan var 32:33 í hálfleik og ■■■■^■1 gestirnir úr Stykkishólmi, ngimundur sem sumii' nefna útlendinga- Ingimundarson hersveitina, fóru heim með bæði stigin, 67:68. Hittni beggja liða var léleg í byi'jun og átti lítið eftir að breytast. Tómas kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.