Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1 1 1999 SKIÐI FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR BLAÐ LANDSLEIKUR Engiands og Frakklands reyndist á endanum heldur dýrt spaug fyrir Englands- og bikarineistara Arsenal, sem áttu samtals sjö fulltrúa í leiknum. Fyrirliðinn Tony Adams nefbrotnaði í átökum við frönsku heims- meistarana, varnarmaðurinn Lee Dixon var fluttur á sjúkrahús með heilahristing og Martin Keown verður frá keppni í þrjár vikur hið minnsta, vegna tognunar. Talið er víst að Dixon missi af bikarleik Ar- senal gegn ShefTield United á laugardag og jafn- vel einnig stórleiknum við Manchester United á miðvikudagskvöid. Ekki er talið að meiðsli Ad- ams komi í veg fyrir að hann leiki. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, sagði að meiðsli leikmannanna væru mikið áhyggjuefni. „Meiðsli Keowns eru alvar- iegust. og hann gæti jafnvel verið frá í mánuð,“ sagði stjórinn. Til að bæta gráu ofan á svart getur franski miðvall- arleikmaðurinn Emmanuel Petit ekki tekið þátt í leikj- unum tveimur, hann tekur út leikbann í þeim. Þá er Dennis Bergkamp einnig í banni gegn Manchester United. arana Meissnitzer í spor Maiers AUSTURRÍSKA skíðadrottningin Alexandra Meissnitzer varð heims- meistari í stórsvigi kvenna í Vail í Colorado í gær. Þetta voru önnur gullverðlaun hennar á mótinu því hún sigraði einnig í risasviginu. Þar með fetaði hún í fótspor landa síns, Her- manns Maiers, sem hefur einnig unn- ið tvenn gullverðlaun. Andrine Flemmen frá Noregi varð önnur og hin gamalreynda Anita Wachter frá Austurríki þriðja, en hún var með besta brautartímann í fyrri umferð. Á myndinni hér til hliðar er Meissnitzer í stórsvigsbrautinni. _____ ■Nánar/ C3 Dýrt spaug fýrir meist- Reuters Gummers- bach enn í vand- ræðum KNATTSPYRNA Eiður Smári að ná sér á strik og skorar grimmt ÞÝSKA handboltaliðið Gum- mersbach er enn á ný í vand- ræðum, og nú vegna hins nýja styrktaraðila seni kom til lijálpar á síðustu stundu fyrir áramót. Forráðamenn fyrir- tækisins sætta sig nefnilega ekki við að stjórnin, sem verið hefur við völd síðustu tvö árin, sitji áfram. Þeir vilja að nýr framkvæmdastjóri verði ráð- inn og liann komi frá fyrirtæk- inu sjálfu. Þetta geta forráða- memi Gummersbach ekki sætt sig við og er enn á ný komin upp afar kritísk staða þessa fornfræga félags Eiður Smári Guðjohnsen, leikmað- ur hjá Bolton, hefur verið iðinn við markaskorun með varaliði félags- ins og skorað flmm mörk í síðustu þremur leikjum. Hann hefur skor- að í sigurleikjum gegn varaliðum Manchester. City, Blackburn og í jafnteflisleik gegn varaliði Coventry. Hann segist búinn að ná sér fyllilega af meiðslum, en hann reif liðþófa í hægi'a hné með ís- lenska ungmennalandsliðinu -í haust og var frá æfíngum í sex vik- ur. „Mér hefur gengið vel með varaliðinu og tel mig tilbúinn í leiki með aðalliði félagsins. Eg er í góðu formi en þarf að komast í betri leikæfingu, enda búinn að vera frá vegna meiðsla í nærri tvö ár.“ Eiður Smáiú sat á varamanna- bekknum er Bolton lék gegn Grimsby í 1. deildinni um liðna helgi. Hann segir að mikil barátta sé um stöður meðal leikmanna og erfitt að komast í aðalliðið, enda hafi það aðeins tapað einum af síð- ustu 14 leikjum. Bolton gekk frá kaupum á danska sóknarleikmanninum Bo Hansen frá Bröndby fyrir um 115 milljónir íslenskra króna á þriðju- dag. Segh’ á heimasíðu félagsins að Hansen sé tilbúinn til þess að taka sæti í leikmannahópnum sem mæt- ir WBA um næstu helgi. Eiður Smári segir að Colin Todd, knatt- spyrnustjóii félagsins, hafi tjáð sér að hann vildi hafa fjóra sóknarleik- menn til taks fyrir átökin í deild- inni. Auk Eiðs Smára hafa Bob Ta- ylor og Dean Holdsworth æft með liðinu. Þá hefur Bo Hansen bæst í hóp sóknarleikmanna félagsins. Eiður Smári segir að sér hafi fundist enskir fjölmiðlar gera of mikið úr því ástandi sem skapaðist í herbúðum félagsins er Arnar Gunnlaugsson neitaði að skrifa undir nýjan samning og fór fram á sölu, en bendir á að sennilega hafi það verið öllum fyrir bestu að Arn- ar fór til Leicester. „Hann var bú- inn að standa sig vel en vildi fara til Leicester og ég er ánægður fyrir hans hönd að salan gekk fljótt fyrir sig. Þá kom það sér vel fyrir Bolton að selja Arnar því félagið hefur enn ekki selt gamla leikvöll félagsins, Bumden Park, og vantaði fjár- magn.“ Guðni Bergsson hefur lítið leikið með Bolton í vetur vegna meiðsla og segir Eiður Smári að hann geti farið að æfa með liðinu eftir nokkrar vikur. Þá hefur Ólafur Snorrason leikið með unglingaliði félagsins og nokkra leiki með varaliðinu. KNATTSPYRNA: MEISTARAR FRAKKA ERU EINFALDLEGA BESTIR/C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.