Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 2
HciiUíkim
Corona
Extra
M A T U R
DRYKKUR
MENNING
1. - 7. mars
GÓUGLEÐI
Góugleði í&len&kra veifingamanna
Það var haustið 1998 að sú hugmynd
var fyrst formlega rædd meðal velt-
ingamanna að minnast með vegleg-
um hætti 10 ára afmælis bjórsölu á
(slandi. Niðurstaðan varð sú að halda
7 daga hátíð 1.- 7. mars og fékk hún
nafnið GÓUGLEÐI og eru uppi áform
um að halda slíka hátíð árlega á þess-
um tíma. Með Góugleðinni, sem á
ensku hefur fengið heitið The
lcelandic Beer and Food Festival,
verður lögð áhersla á bjór, mat og
menningu. Veitingamenn innan Sam-
taka ferðaþjónustunnar hafa nú unn-
ið sleitulaust síðustu vikurnar að und-
irbúningi hátíðarinnar en fjölmargir
veitingastaðir víða um land taka þátt
I henni. Þátttakendur eru matsölu-
staðir, krár, kaffihús og í reynd flestar
tegundir veitingahúsa.
Það urðu töluverð stakkaskipti I ís-
lenskri veitingasögu og áfengisneyslu
Islendinga þegar sala á áfengum bjór
var lögleidd þann 1. mars 1989 eftir
74 ára bjórsölubann. Skoðanir lands-
manna höfðu í mörg ár verið skiptar (
afstöðunni til bjórneyslu og vöruðu
andstæðingar bjórsins þjóðina við al-
varlegum afleiðingum bjórneyslu, en
stuðningsmenn töldu að með tilkomu
bjórsins myndu drykkjusiðir lands-
manna breytast til batnaðar.
Þegar bjórsalan hófst árið 1989 voru
189 vínveitingaleyfi gild í landinu, 79
í Reykjavík og 110 utan Reykjavíkur.
Þeim hafði þá fjölgað gífurlega á 10
árum og má geta þess að árið 1980
voru 37 vínveitingaleyfi í gildi. Bjór-
krár höfðu þá þegar orðið vinsælar
þrátt fyrir bjórleysið, en nokkrir veit-
ingamenn seldu um tíma svokallað
bjórlíki. Það var því löngu orðið tíma-
bært að íslendingar fengju að drekka
alvöru bjór eins og aðrar þjóðir. Nú á
10 ára afmæli bjórsins eru vínveit-
ingaleyfi í landinu á fimmta hundrað.
Það er Ijóst að tilkoma bjórsins hefur
haft mikil áhrif á fjölda vínveitinga-
staða, en sætafjöldi á veitingastöðun-
um jókst ekki I sama hlutfalli þar sem
mikið er um litlar krár og kaffihús en
stóru danshúsunum hefur fækkað
mjög á móti.
Það er því hugur í veitingamönnum
nú rétt eins og það var mikill hugur í
mönnum þegar bjórsalan hófst. Sam-
tök ferðaþjónustunnar eiga þá von
að Góugleðin veki athygli á öllu því
sem veitingahúsin hafa að bjóða
gestum sínum og verði til þess að
skapa sem mest líf inni á íslenskum
veitingahúsum.
Samtök ferðaþjónustunnar bjóða alla
landsmenn hjartanlega velkomna á
Góugleði og óska þeim góðrar
skemmtunar.
Erna Hauksdóttir
framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar
Memkur matur og drykkur
gerir þuð gott ertendU
Desert of galaxy nefndi Jón Rúnar Arillusson bakari þetta listaverk sitt sem var framlag hans i keppni sem
haldin var I Berlin árið 1996.
Fyrir stuttu mátti sjá
fréttir af frábærum ár-
angri matreiðslumanns-
ins Sturlu Birgissonar í
hinni frægu Bocuse d'or
matreiðslukeppni, sem
haldin er á tveggja ára
fresti I Lyon í Frakklandi.
Sturla varð f 5.-6. sæti (
þessari virtustu einstak-
lingskeppni í heimi en (s-
land var nú með í fyrsta
skipti. Árangur Sturlu er
gífurlega góð landkynn-
ing, ekki síst með tilliti til
þess að blaðamenn sem
viðstaddir voru keppnina
skiptu hundruðum, auk
þess sem 24 sjónvarpsstöðvar fylgd-
ust náið með því sem fram fór. Það
hefur færst í aukana á síðustu árum
að Islendingar taki þátt í slíkum
keppnum og eins og flestir vita eiga
Islendingar landslið í matreiðslu sem
náð hefur góðum árangri í alþjóðleg-
um keppnum. Nú síðast krækti liðið í
silfur og brons á móti sem haldið var
í Lúxemborg.
Gífurleg landkynning
Guðmundur Guðmundsson mat-
reiðslumaður er einn þeirra sem skip-
ar landsliðið og að hans sögn er
stefnan sett á Ólympíuleikana sem
haldnir verða í Berlín á næsta ári.
,,Við erum níu sem skipum landsliðið
þessa stundina og undirbúningur fyr-
ir Ólympíuleikana hefst innan
skamms. Það er glfurlega kostnaðar-
samt að taka þátt í matreiðslukeppn-
um en það hefur samt mikla þýðingu
fyrir okkur að vera með því landkynn-
ingin er gífurleg. Við ætluðum okkur
Humarveisla, fimm
tegundír aðeins
lcr. 5,900
fyrir tvo
OG MEIRA ►
Sturla Birgisson matreiðslumaður náði góðum árangri i hinni virtu Bocuse d'or matreiðslu-
keppni sem haldin er á tveggja ára fresti I Lyon I Frakklandi.