Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 5
Ær„.____ (GftrmF —IBTEreJR — VÍKING Géugíeði &etur &vip á bœimm Það var til siðs hér áður fyrr að fólk kæmi saman á góu til að skemmta sér og voru þær skemmtanir kallaðar Góugleði. Víst er að yfirbragð þeirra hátíða hefur verið með öðrum hætti en nú er stefnt að en tilgangurinn væntanlega sá hinn sami; að eta, drekka og auðga andann. Hvers kyns hátíðir eru mönnum mikil- vægar og ávinningur af þeim er ríku- legur sé rétt á málum haldið. Allt frá því að hugmyndir kvikna og þar til hátíðirnar eru yfirstaðnar á sér stað skemmtilegt ferli þar sem margir leggja hönd á plóg. Flestir vilja leggja eitthvað eftirminnilegt af mörkum og gera sér því far um að vera frumlegir og uppáfinningasamir. Þegar lista- menn, veitingamenn, verslunareig- endur og margir aðrir taka höndum saman er hægt að efna til jákvæðra viðburða sem vert er að endurtaka. Ef spurt er um fjárhagslega útkomu há- tíðanna er Ijóst að menn ríða misfeit- um hesti frá þeim. En þó er Ijóst að heildarafkoman er nánast alltaf já- kvæð á einn eða annan hátt. Ríki og borg fá t.d. meira í sína sjóði því ný störf skapast, veltan eykst og umsvif þeirra sem að málinu koma aukast til muna. Sjaldnast er lagt út I dýrar framkvæmdir vegna hátíðahalda heldur er verið að bæta nýtingu á því sem er fyrir hendi. Hátíðir draga líka til sín gesti, bæði úr næsta nágrenni og lengra að komna. Þess vegna eru hátíðir nauðsynlegar í markaðslegu tilliti og ekki veitir af að vera vakandi á þeim vettvangi því samkeppnin er hörð. Að teknu tilliti til alls þessa hefur Atvinnu- og ferða- málanefnd sett það í endurskoðaða stefnu í ferðaþjónustu fyrir Reykjavík að í hverjum mánuði beri að stuðla að "stórviðburðum" eins og t.d. Góu- gleði. Nefndin hefur einnig ákveðið að styðja við verkefnið á sama hátt og gert hefur verið við sambærilegar há- tíðir eins og t.d. Jazzhátíð í Reykjavík og Menningarnótt I miðborginni, sem reyndar var í upphafi haldin að frumkvæði nefndarinnar. Menning- arnóttin er eitt besta dæmið um reglubundna hátíð sem skipulögð hef ur verið hér á landi á síðustu árum (og er orðin einskonar lokapunktur sumarsins í höfuðborginni). Þar kem- ur til gott skipulag, frumkvæði og metnaður þátttakenda (listamanna, galleríeigenda, verslana, veitinga- staða o.fl.) og jákvætt viðhorf þeirra sem koma til að njóta þess sem í boði er. Og Menningarnóttin dregur til sln fjölda gesta, innlendra og erlendra, enda hróður hennar farinn að spyrj- ast víða. Góugleðin á vonandi eftir að festast í sessi sem skemmtilegur viðburður á þeim tíma árs þegar skammdegið er farið að víkja fyrir birtunni og tími til kominn að rífa sig upp úr mesta vetr- ardvalanum. Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar OLVER SPORT OG KARAOKE KRÁIN íþróttir á risaskjá með nýjustu digitaltækni. Karaoke á kvöldin eftir kl. 22:30 ATH! Nýtt símanúmer 533 6220 Nýtt! Nýtt! Símsvar, leikir dagsins 533 6222 Sunnudaga - fimmtudaga kl. 11:30 - 01:00 Fostudaga - laugardaga kl. 11:30 - 03:00 Gullnáman kl. 09:00 virka daga RESTAURANT / BAR Meiriháttar tónlistar- og stuðvika á Kaffi Reykjavík. Bítlavinafélagið, Furstarnir og Geir Ólafsson, Karma, 8-Villt. Ekki missa af fjörinu hjá okkur Staðurinn sem stuðið er - Bryggjuhúsið Þú borgar 2,000 ©g hsrð bjór ©g mat ©ins ©g þú vMt, frá 18”2 3 i Naustkránnl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.