Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 1

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 ■ FIMMTUDAGUR 4. MARZ BLAD íslendingar ekki með í meistara- deild Norðurlanda NORÐMENN og Danir eru að vinna að hug- myndum í sambandi við „Meistaradeild“ Norð- urlanda í knattspyrnu, þar sem þrjú til fjögur bestu lið frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og jafnvel Finnlandi taka þátt. Lið frá íslandi eru ekki inni í þeim hugmyndum. Fyrirhugað er að mótið fari fram á La Manga á Spáni á tveimur tímabilum - í nóvember og desember, síðan í febrúar og mars. íslenskir knattspyrnumenn verða þó í sviðs- ljósinu í keppninni, sem hefst í nóvember í ár, ef að henni verður. Norsku liðin Rosenborg (Árni Gautur Arason), Molde, Viking (Ríkharð- ur Daðason, Auðun Helgason) og Stadbæk (Helgi Sigurðsson og Pétur Hafliði Marteins- son) verða með í keppninni. Lands- leikur íRiga FYRIRSJÁANLEGT ‘ er að íslenska lands- liðið í knattspyrnu leiki tíu landsleiki á | árinu. Fyrir utan vin- áttuleikinn í Lúxem- , ; borg á miðvikudaginn, : ; leikur liðið tvo aðra . vináttuleiki, auk sjö leiki í Evrópukeppni ‘ ' landsliða. Búið er að : ■ ákveða vináttuleik gegn Lettlandi í Riga 31. apríl og þá kemur ' landslið Slóvakíu til íslands 19. ágúst. í Leikirnir sjö i Evr- . ópukeppninni eru í , Andoira 27. mars, í , Úkraínu 31. mars, : i gegn Armeníu í ; ; Reykjavík 5. júní, í ; Rússlandi 9. júní, ; gegn Andorra í Reykjavík 4. septem- ; ber, gegn Úkraínu í Reykjavík 8. septem- ber og í Frakklandi 9. ' október. Æftí Barce- lona ’ LANDSLIÐIÐ í knattspymu leikur í tvo landsleiki í sömu ; 1 ferð síðar í þessum mánuði - í Ándoira 1 laugardaginn 27. ' mars og í Úkraínu miðvikudaginn 31. mars. Haldið verður í einni lotu til Andorra ! 24. mars, með við- ; komu í Amsterdam og ; Barcelona. Haldið ; verður frá Andorra í sunnudaginn 28. mars - til Barcelona, þar : : sem landsliðið mun i æfa tvisvar mánudag- : ■ inn 29. mars. Síðan i verður haldið frá : i Barcelona til Úkraínu ; ; og komið til Kiev þriðjudaginn 30. < mars. í FRJÁLSÍÞRÓTTIR / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ INNANHÚSS Morgunblaðið/Hasse Sjögren VALA Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir verða í eldlínunni á fyrsta keppnisdegi HM í Japan þegar keppt verður í stangarstökki kvenna. Guðjón velur Lúxemborg- arfara GUÐJÓN Þórðarson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hefur val- ið leikmannahópinn sem mætir Lúxemborg í vináttulandsleik á J. Barthel-leikvellinum í Lúx- emborg á miðvikudaginn kem- ur. Landsliðshópurinn, sem kemur saman í Lúxemborg á mánudaginn, er eingöngu skip- aður leikmönnum, sem leika með erlendum liðum. Markverð- ir eru Birkir Kristinsson, Bolton, og Árni Gautur Arason, Rosenborg. Aðrir leikmenn eru: Rúnar Kristinsson, Lilleström, Sigurður Jónsson, Dundee Utd., Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín, Amar Bergmann Gunn- laugsson, Leicester, Lárus Orri Sigurðsson, Stoke, Helgi Sig- urðsson, Stabæk, Ríkharður Daðason og Auðun Helgason, Viking, Hermann Hreiðarsson, Brentford, Brynjar Björn Gunnarsson, Örgryte, Helgi Kolviðsson, Mainz, Sverrir Sverrisson, Malmö FF, Steinar Adolfsson, Kongsvingen, og Tryggvi Guðmundsson, Tromsö. Möguleikar hjá Völu og Þóreyju í Japan VALA Flosadóttir, ÍR, og Þórey Edda Elísdóttir, FH, hefja keppni í stangarstökki kvenna á heims- meistaramótinu innanhúss í Maebashi í Japan klukkan eitt eftir miðnætti. Ekki verður und- ankeppni í stangarstökkinu eins og oft er á stórmótum heldur verða bein úrslit. Það þýðir að keppnin getur tekið nokkra klukkutíma og verulega mun reyna á þrek og einbeitingu keppenda. Sé litið á árangur keppenda á þessu ári eiga Vala og Þórey Edda möguleika á að blanda sér í baráttuna um verðlaun. Vala á 5. besta árangur innanhússtímabilsins, 4,40 metra og Þórey 4,36 metra. Völu hefur hins veg- ar vantað stöðugleika. Hún er hins vegar keppnismanneskja mikil og hef- ur talsverða reynslu af keppni á stór- mótum sem mun eflaust nýtast henni vel. Þórey hefur ekki sömu reynslu og Vala, en hefur á undanfomum vikum verið að safna í sarp reynslunnar. Þá var hún á meðal þátttakenda á Evr- ópumeistaramótinu innanhúss og utan í fyrra en í hvoragt skiptið komst hún í úrslit. Stórstígar framfarir hafa orðið hjá Þóreyju í vetur, hún hefur bætt sig um 46 sm og hæst stokkið 4,36. Það er því freistandi að reikna með að hún verði í fremstu röð en ómögulegt er að segja hvaða áhrif spennan og álagið hafa á hana þegar á hólminn er komið. Meðal helstu keppninauta Völu og Þóreyjar er nýbakaður heims- og Evr- ópumethafi, Nicole Humbert, Þýska- landi. Eins og Þórey hefur hún tekið miklum framfórum í vetur. Fyrir tíma- bilið hafði hún hæst stokkið 4,30 metra innanhúss, en heimsmetið sem hún setti í Stokkhólmi fyrir rámri viku er 4,56. Emma George, Ástralíu, Banda- ríkjamennirnir Melissa Muller og Stacy Dragila og Ungverjinn Zsuza Zsabó verða að teljast líklegastar til að vera í fremstu röð auk heimsmet- hafans. Dragila er að vísu nýstigin upp úr erfiðum meiðslum en mun vera Nicole Humbert, Þýskalandi Heims- og Evrópumet (1999) Vala Flosadóttir Islands- og Noröur- landamet (1998) —— Vala Flosadóttir__ Hæst1999 Þórey Edda Hæst 1999 Stangarstökk i kvenna, i innanhúss 4,44 4,40 4,36 bjartsýn. Hún er auk þess heims- meistari frá því í París fyrir 2 áram. George hefur verið meidd í öxl síðustu tvær vikur en telur sig hafa náð nokk- uð góðum styrk til þess að blanda sér í baráttuna. Hún hefur verið drottning þessarar greinar síðustu ár og sett tólf heimsmet innanhúss og utan. Hum- bert, George, Zsabó og Muller eiga allar að geta stokkið yfir 4,50 og því freistandi að veðja á að einhver þeirra standi uppi sem sigurvegari. Ekki er hægt að útiloka að Evrópu- meistarinn innanhúss og utan, Úkra- ínumaðurinn Anzhela Balakhonova, blandi sér í baráttuna hafi hún fengið bót slæmra bakmeiðsla sem hún varð fyrir á móti fyrir skömmu. Stangarstökkskeppnin verðm' án efa ein athyglisverðasta keppnisgi-ein heimsmeistaramóteins, því þróunin er hröð í þessari nýju grein og í fáum greinum era jafn margir jafnh' kepp- endur og enginn greinilegur sigm'veg- ari. VIGGÓ SIGURDSSON HEFUR GERT HEIDURSMANNASAMKOMULAG VIÐ FH/C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.