Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 C 3 leið að körfu Valsmanna, sem voru ■ fyrir. Ingimundur Ingimundarson skrífar hálfleik réð úrslitum, 96:72. Heima- menn börðust fyrir tilverurétti í deild- inni, en með tapi gat liðið fallið ef Val- ur ynni leikinn gegn KR. ÍA eygði mögu- leika á að komast í 8- liða úrslit, en til þess þurfti liðið að sigi’a. Heimamenn komust í 4:0 en síðan skiptust liðin á að skora og eftir tæp- lega þriggja mín. leik var staðan 10:11. Heimamenn komust í 21:17 eftir rúm- lega sex mín. leik en gestirnir löguðu stöðuna í 21:20. Pá kom sennilega besti leikkafli Skallagríms í úrvalsdeildinni í vetur. Allt gekk upp og staðan breytt- ist úr 21:20 í 35:20. Átti Tómas Holton di-ýgstan þátt í þeim stigum. Á þessum leikkafla gerðu Skallagrímsmenn hreinlega út um leikinn. Gestirnir klór- uðu í bakkann en undir lok hálfleiksins breikkaði bilið að nýju. Staðan í hálf- leik var 54:31. Seinni hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur á að horfa en baráttan var mikil. Leikur heimamanna var í fyrstu vandræðalegur og gestirnir drógu á í byrjun. En mun meiri létt- leiki var á leik heimamanna og sigur- inn var aldrei í hættu. Eftir rúmlega sex mín. leik í seinni hálfleik var staðan 60:40 og er hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 70:47. Spurningin var því aðeins hve heimamenn myndu vinna með miklum mun. Mestur var munur- inn 26 stig í stöðunni 92:66. Síðustu tvær mínúturnar léku yngri leikmenn beggja liða og þá drógu gestirnir nokk- uð á. Lokatölur urðu 96:72. Heima- menn björguðu sér því fyrir horn og leika áfram í úi’valsdeildinni að ári. Lið Skallagríms barðist af hörku vit- andi hvaða afleiðngar ósigur þýddi fýr- ir liðið. Kristinn Friðriksson átti stór- leik í fyrri hálfleik og skoraði þá 21 stig. Tómas var á „fljúgandi ferð“. Stjómaði leik liðsins og átti margar frábærar sendinga. Auk þess skoraði hann meira en oftast áður. Hlynur átti góðan varnarleik og barðist vel í sókn- inni. Sigmar Páll sýndi einnig góðan leik. Eric Fransson var traustur sem fýrr í vörninni en átti í íyrstu erfltt uppdráttar í sókninni. Hann fékk þriðju villu sína er fjórar mín. voru liðnar af síðari hálfleik en var með allt til leiksloka. Dagur var langbestur í liði ÍA en M. Kurk Lee var í strangri gæslu í fyrri hálfleik en náði sér aðeins á strik í þeim seinni. Trausti átti ágæta spretti og hitti vel úr langskotum. IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Landsliðið fér í æfingabúðir Dormagen ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik heldur til Þýskalands í maí, þar sem liðið mun verða í æfingabúðum í Dormagen. Liðið mun leika æfingaleiki við félagslið þar í landi til undirbúnings fyrir landsleikina við Sviss í forkeppni EM. orbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari segir að landsliðshópurinn haldi til Þýskalands 21. maí. Liðið mun leika gegn íslendingaliðinu Dormagen, sem leikur í suðurhluta 2. deildar. Hjá Dormagen leika Ró- bert Sighvatsson, Héðinn Gilsson og Daði Hafþórsson. Þorbjörn segir að viðræður standi yfir við forráða- menn Dormagen um að félagið bjóði landsliðinu til sín. Þá er gert ráð fyrir að landsliðið leiki gegn liðum í 1. deild í Þýskalandi. Landsliðshópurinn kemur saman Gunnar handar- brotinn GUNNAR Andrésson, liand- knattieiksmaður með Amicitia í Ziirich, handar- brotnaði í leik við Suhr um sl. lielgi og leikur því ekki meira með félögum sínum á leiktíð- inni. „Ég var að skjðta á markið og eftir að ég sleppti boltanum fór höndin í höfuð einn varnarmanna Suhr með þessum afleiðingum,“ sagði Gunnar í gær. „Ég má fara að æfa eftir þrjár vikur og get farið að leika eftir sex vikur en það breytir engu þar sem keppni lýkur hjá okkur eftir tvær vikur.“ Gunnar sagðist ekki hafa gert upp liug sinn hvort hann endurnýjaði samning siim við Amicitia en áliugi væri á því hjá forráðamönnum liðsins. „Það er meiri möguleiki en ekki á því að ég verði hér einn vetur enn.“ Ennfremur sagði Gunnar að félög í Sviss og Þýskalandi hefðu sýnt sér áhuga, þar á meðal þýska 2. deildar liðið Hameln, sem Al- freð Gíslason þjálfar um þess- ar mundir. Steinunn frá keppni STEINUNN Tómasdóttir, leik- maður bikarmeistara Fram í hand- knattleik, mun ekki leika meira með Framliðinu í vetur. Steinunn meiddist í leik gegn Stjörnunni um sl. helgi og var í fyrstu talið að lið- þófí í vinstra hné væri rifíð og hún yrði klár í slaginn í úrslitakeppnina í 1. deild. Við læknisskoðun í gær kom í ljós að liðbönd væru slitin. Steinum mun því ekki leika meira með Fram í vetur. á sunnudaginn fyrir heimsbikar- keppnina, World Cup, í Svíþjóð og Noregi og verður hópurinn saman fram til 21. mars. Þorbjörn segir að ef landsliðið komist ekki upp úr sín- um riðli muni það leika æfingaleiki við önnur landslið sem sitja eftir á mótinu. Saudi-Arabía til íslands Landslið Saudi-Arabíu, sem und- irbýr sig fyrir HM í Egyptalandi, hefur óskað eftir að leika nokkra leiki hér á landi á bilinu 15.-23. maí. ISLENDINGAR eignuðust í gær fyrsta Norðurlandameistaratitil sinn í keilu er Hjörvar Ingi Har- aldsson og Steinþór Geirdal Jó- hannsson sigruðu í tvímenningi á NM sem haldið er í Keilu í Mjódd í Reykjavík. Steinþór er auk þess efstur í keppni einstaklinga þegar keppnin er rúmlega hálfnuð. Hjörvar, sem er 19 ára, og Steinþór, sem er einu ári yngri, fengu samtals 2.461 pinna eða stig. Þeir voru mjög jafnir og munaði aðeins einum pinna á þeim, Hjörv- ar með 1.231 og Steinþór með 1.230 pinna. Báðir fengu þeir 35 fellur í þessum sex leikjum. Svíar höfnuðu í öðru sæti með 2.411 stig og Danir í þriðja með 2.407 stig. Islensku strákarnir eru báðh- með Ef af leikjunum verður hyggst Þor- björn velja þá leikmenn í leikina sem ekki leika með sínum liðum í úrslitakeppni íslandsmótsins. Báðir leikirnir gegn Kýpur hér á landi Landsliðið kemur aftur saman 3. maí til undirbúnings fyrir leikina gegn Kýpur og Sviss í forkeppni EM. Landsliðið heldur á Skandin- avian Open, sem hefst 8. maí. Auk íslendinga taka Danir og Norð- menn þátt í mótinu. Þá eru taldar líkur á að Svíar mæti til leiks. Tveir landsleikir við Kýpur í forkeppni EM verða leiknir hér á landi 15. og 16. maí. Þá verða síðustu leikir landsliðsins í forkeppninni við Sviss 27. maí til 30. maí. í baráttunni um Norðurlanda- meistaratitil einstaklinga. Steinþór er efstur með 208,5 pinna að með- altali, Svíinn Magnus Zachrisson annar með 206,8 og Hjörvar þriðji með 200,8 að meðaltali. í gær var einnig keppt til úrslita í tvímenningi kvenna og þar höfðu Svíar mikla yfirburði og nældu í öll verðlaunin. í sigursveitinni voru Malin Glendert og Veronica Lantto og hlutu samtals 2.329 pinna. Þá er parakeppni lokið en þar unnu Finnar, Svíar urðu í örðu sæti og B-sveit Finna í þriðja. Is- lenska A-sveitin kom síðan í fjórða sæti, en hana skipuðu Matthildur Gunnarsdóttir og Steinþór G. Jó- hannsson. FOLK ■ STEFAN Lövgren, landsliðsmað- m’ Svía í handknattleik og leikmaður Niederwiirzbach, hefur gert samn- ing við Kiel um að leika með þvi frá næst hausti og til loka leiktíðai’ vorið 2003. ■ DANIEL Stephan, leikmaður Lemgo, sem valinn var besti leik- maður þýsku 1. deildarinnar í hand- knattleik fyrir árið 1998, var í vik- unni útnefndur handknattleiksmað- ur ársins 1998. Það var handknatt- leikstímaritið World Handball Mag- azine sem valdi. ■ VALDIMAR Grímsson skoraði 7 mörk og var markahæstur leik- manna Wuppertal ásamt Norðmann- inum Stig Rasch í 26:22 tapleik við Lemgo á heimavelli á miðvikudags- kvöldi. Geir Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Wuppertal í leiknum. ■ JULIAN Duranona gerði hvorki fleiri né færri en 11 mörk fyrir Eisenach sem náði jafntefli, 24:24, við Nettelstedt á heimavelli. ■ HÉÐINN Gilsson skoraði 7 mrök fyrir Bayer Dormagen í 31:21 sigri á Gensungen á heimavelli á miðviku- dag. Róbert Sighvatsson var með 3 mörk fyrir Dormagen en Daði Haf- þórsson komst ekki á blað að þessu sinni. ■ BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Dodo hjá Sao Paulo breyttist úr hetju í þorpara hjá stuðningsmönn- um liðsins á skömmum tíma í 2:2 jafntefli við Santos. Leikmaðurinn nái að jafna leikinn á 85. mínútu leiksins, hljóp til áhorfenda og tjáði sig með klúru látbragði. Hann var rekinn samstundis af velli. ■ GIANLUCA Vialli, knattspyrnu- stjóri Chelsea, vill fjölga varamönn- um úr fimm í sjö á leikjum í Evrópu- mótum. Knattspyrnustjórinn vill ennfremur að aukaleikmennirnir tveir verði undir 23 ára til þess að slíkir leikmenn öðlist reynslu í stór- leikjum. ■ HARRY Redknapp, knattspyrnu- stjóri West Ham, hefur sektað John Moncur, leikmann liðsins, fyrir atvik 1 búningsklefa liðsins, að því er kem- ur fram í enskum dagblöðum. Monc- ur er sagður hafa sparkað í disk með samlokum eftir að liðið tapaði fyrir Southampton í úrvalsdeildinni. Sam- lokurnar flugu um búningsklefann og Moncur strunsaði í sturtu. ■ GRAEME Le Saux, leikmaður Chelsea, hefur náð sáttum við Robbie Fowler, leikmann Liverpool. Hefur Fowler sent bréf til Chelsea þar sem hann óskar eftir því að deilu leikmannanna ljúki. ■ LAZIO er reiðubúið að greiða um 690 milljónir íslenskra króna fyrir Emmanuel Petit, leikmann Arsenal. ■ COLIN Todd, knattspyrnustjóri Bolton, segir að varnarleikur liðsins sé höfuðverkur, en það hefur fengið á sig níu mörk og náð tveimur stig- um í síðustu þremur leikjum. „Ég sé ekki hvað er að því ekki er langt síð- an að liðið var á sigurbraut,“ segir Todd. ■ BRASILÍSKI knattspyrnumaður- inn Edmundo hefur verið dæmur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir r þátt sinn í bílslysi í Brasilíu árið 1995. Þríi’ létust í bílslysinu. Dómur- inn k\'eður á um að knattspyrnumað- urinn, sem býr nú á Itaíu, geti unnið á daginn en verði að dvelja í fangelsi á næturnar. Edmundo hyggst áfrýja dómnum og er talið ólíklegt að hann þurfi að fara í fangelsi. ■ COVENTRY hefur sakað Aston Villa um að hafa samband við Hollendinginn George Boateng án leyfis Coventry. Forseti Coventry, Bryan Richardson, hefur sent bréf til enska knattspyrnusambandsins þai- sem hann kvartar yfir þessari * framkomu Villa. ■ BOATENG átti stóran þátt í fyrsta sigri Coventry á Villa Park, 4:1, í síðasta mánuði er hann skoraði 2 mörk í leiknum. Smáblað í Birmingham hélt því fram í gær að Villa vildi kaupa Boateng og greiða fyrir hann um 460 milljónir ki’óna KEILA/NM UNGLINGA Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fyrstu Norðurlandameistarar íslands í keilu íslensku strákarnir stóðu sig vel og nældu í gullið. Frá vinstri: Mats Wetterber, þjálfari, Hjörvar Ingí Haraldsson, Steinþór Geir- dal Jóhannsson og Theódóra Ólafsdóttir, þjálfari. Hjörvar og Steinþór Norður- landameistarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.