Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Björn nef- brotnaði KR-ingar lögðu lið frá Rússlandi i vítaspyrnukeppni á Kýpur KR-ingar taka nú þátt í æfingamóti átta knattspyrnuliða á Kýpur og léku fyrsta leik sinn á miðvikudagskvöld. Mótherj- arnir voru þá 1. deildarlið Krylia frá Rússlandi og var jafnt eft- ir venjulegan leiktíma, 3:3, en KR-ingar höfðu svo betur í víta- spyrnukeppni. Vesturbæingar byrjuðu ekki vel í leiknum og Rússarnir náðu snemma tveggja marka forystu, 2:0. Andri Sigþórsson minnkaði þá muninn, en Rússarnir skoruðu strax aftur, 3:1. KR-ingar voru svo sterkari á endasprettinum og Björgin Vilhjálmsson jafnaði metin í 3:3 einni mínútu fyrir leikslok, en áður hafði Sigþór Júlíusson náð að minnka muninn í 3:2. Björn Jakobsson, sóknarmaður KR, varð fyrir því óláni að nef- brotna í leiknum og varð að gista nóttina eftir leikinn á sjúkrahúsi. Hann hafði staðið sig vel í leiknum fram að því og því til staðfestingar mættu forráðamenn eins af topp- liðunum á Kýpur á sjúkrahúsið til að ræða við leikmanninn um hugs- anlegan samning. Þar fengu þeir þær upplýsingar að Björn væri samningsbundinn KR og kváðust þeir þá ætla að skoða málið frekar með hugsanlegt tilboð í huga. KR og Krylia eru í riðli með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby og eistneska liðinu Flora Tallin í riðli. Með Hammar- by leikur Pétur Björn Jónsson, en þjálfari Flora er Teitur Þórðarson. Liðin áttust við á miðvikudag og sigraði Flora, 3:2. Hammarby mætir KR í undanúrslitum í dag, en úrslitaleikur mótsins verður á sunnudag. Ólafur fær „aðstoðar mann“ hjá Hibs ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Hibs. SKOSKA knattspyrnuliðið Hibernian, sem hefur yfir- burði í skosku 1. deildinni og stefnir rakleiðis aftur upp í úrvalsdeild, hefur gert tilboð í ftalska markvörðinn Raffa- ele Nuzzo. Nuzzo er 25 ára og hefur verið þriðji mark- vörður Internazionale á Ital- íu, en aðalmarkvörður Hi- bernian í vetur hefur sem kunnugt er verið Ólafur Gott- skálksson. I frétt Daily Record er skýrt frá því að Alex McLeish, knattspyrnustjóri Hibernian, sé þegar farinn að gera ráðstafanir varðandi keppni í úrvalsdeild á næstu leiktið og nú sé ætlunin að styrkja og stækka leikmanna- hópinn. Nuzzo sé ætlað að vera varamarkvörður „ís- lensku sljörnunnar Ólafs Gottskálkssonar", eins og það er orðað í frétt blaðsins. Forráðamenn Inter munu samþykkir sölu á Nuzzo fyrir sitt leyti og heimiluðu McLeish að fylgjast með markverðinum á æfingum Inter x Manchester á dögun- um fyrir leiki liðsins í Meist- aradeildinni gegn Manchest- er United. Þar kom fram að Nuzzo er afar hrifinn af til- hugsuninni um að komast til Bretlands og leika þar knatt- spyrnu. Ólafur hefur þótt standa sig mjög vel í 1. deildinni á þessari leiktíð, en greinilegt er að forráðamenn Hiberiú- an vilja hafa sterkan mark- vöx-ð til taks, komi eitthvað upp á. Þeir höfðu til reynslu um daginn austurríska markvörðinn Otto Konrad og lék hann æfingaleik gegn Dundee fyrir luktum dyrum, en í kjölfarið var ákveðið að senda hann heim. Leikmenn boraa fýrir tap Pólski þjálfarinn Franz Smuda fer ekki troðnar slóðir. Smuda hefur náð góðum árangri með sín- um eigin aðferðum - með Wisla Krakáv, en flestir spáðu liðinu falli í aðra deild. Það hefur aftur á móti komið á óvart í vetur og hefur ör- ugga forystu í keppninni um Pól- landsmeistaratitilinn, með 43 stig. Næst koma liðin sem allir reikn- uðu með að myndu berjast um meistaratitilinn, Legia Varsjá og Lech Posen - með 36 og 32 stig. Smuda notar leikkerfi með lið sitt, sem hann fann sjálfur upp. Sérfræðingar telja það ekki mikils virði, en Smuda nær eigi að síður árangri með því. Hann lætur fjóra leikmenn mynda blokk í vörninni - hefur síðan einn til viðbótar sem má sækja fram. Hann lætur aðra fjóra mynda blokk á miðjunni og hefur aðeins einn í fremstu víg- línu. Smuda fékk töluverð fjárráð þegar símafyi'irtækið Tele-Fonika ákvað að gerast aðalstyrktaraðili félagsins. Leikmenn liðsins fá rúmar þrjár millj. ísl. kr. til skipt- anna fyrir hvern sigurleik, en ef liðið tapar þurfa þeir að greiða sömu upphæð til félagsins. Þetta greiðslufyrirkomulag hefur gert það að verkum að flestir leikmenn liðsins hafa aldrei leikið betur og fagna hverjum sigrinum á fætur öðrum. Það er orðið svo að nú þorir eng- inn lengur að gagnrýna Smuda - og hugsa mörg félög í Póllandi sér gott til glóðarinnar; að taka upp kerfi hans varðandi bónusgreiðsl- ur til leikmanna og láta þá borga félaginu þegar leikur tapast. Tveir dómar- ar reyndir í Frakklandi LÍKLEGT er að gerð verði til- raun til að láta tvo dómara dæma í 2. deild frönsku knatt- spyrnunnar á næsta vetri. Franska knattspyrnusam- bandið má vænta bréfs frá Knattspyrnusambandi Evr- ópu, UEFA, á næstunni þar sem formlega er farið þess á leit að tilraunin fari frarn þar í landi. Heimild er til þess að þessi tilraun verði gerð og hafa knattspyrnusambönd nokkurra landa látið áhuga í Ijósi að taka þátt í verkefninu. Yvan Cornu, hjá UEFA, sagði við franska íþróttadagblaðið L’Equipe í gær að bréf með þessum óskum liefði verið sent til franska sambandsins en þar á bæ hafði enginn enn fengið bréfið í hendur. ■ BRASILÍSKI knattspyrnukapp- inn Ronaldo, hjá Inter, er að ná sér á strik og ljóst er að hann verður til- búinn í slaginn í Evrópuleik gegn Man. Utd. í næstu viku. ■ RONALDO, sem kom inná sem varamaður í bikarleik gegn Parma í vikunni, mun líklega einnig koma inná í baráttunni við AC Milan á morgun. ■ BAYERN Miinchen hefur átt í viðræðum við þýska landsliðsmann- inn Christian Wörns, sem leikur með Paris St. Germain. Þýska blað- ið Bild sagði frá því, að Wörns muni skrifa undir þriggja ára samning, sem tekur gildi 1. júlí. ■ BÚLGARSKI landsliðsmaðurinn Hristo Stoichkov, sem leikur nú knattspyrnu í Japan, er á leiðinni heim. Þessi snjalli sóknarleikmaður, sem hefur leikið með Barcelona og Parma, mun taka við landsliði Búlgaríu. ■ KARLHEINZ Förster, fram- kvæmdastjóri Stuttgart, sagði frá því í gær að til liðsins væri kominn frá Argentínu miðherjinn Pablo Islas, tuttugu ára. Islas, sem er leik- maður Boca Juniors, verður næstu vikurnar við æfingar í Stuttgart. Koma Islas er liður í leit forráða- manna Stuttgart á leikmanni til að taka við af Fredi Bobic, sem er á förum til Dortmund. ■ ÞAÐ getur farið svo að sænski landsliðsmaðurinn Martin Dahlin leiki ekki meira fyrir Hamborg SV. Hann er meiddur í baki og verður frá æfingum í sex vikur. Hamborg- arliðið er með hann í láni frá Black- burn. ■ CRYSTAL Palacehyggst reyna að fá Terry Venables, fyrrverandi knattspymustjóra liðsins, til þess að samþykkja minni lokagreiðslur sér til handa. Palace hafði sam- þykkt að borga Venables um 120 milljónir króna er hann hætti hjá fé- laginu í janúar. Venables hefur enn ekki fengið neitt frá félaginu, sem á við gríðarlega mikla fjárhagserfið- leika að etja og hefur tapað um 48 milljónum króna mánaðarlega. ■ PORTÚGÖLSK dagblöð hafa birt mynd af átökum sem áttu sér stað á milli Michael Thomas og Sergei Kandaurov, leikmanna Ben- fica, á æfingu. Atvikið átti sér stað er Thomas braut á Kandaurov, sem brást reiður við og þurftu félagar þeirra að skilja þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.