Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 1

Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 1
B L A Ð A L L R A i- LANDSMANNA c 1999 FIMMTUDAGUR 18. MARZ BLAD Sex reknir úr IOC ALÞJÓÐA ólympíunefndin (IOC) lýsti í gær yfir stuðningi við Juan Antonio Samaranch, forseta IOC, á aukaþingi í Lausanne í Sviss. Á fundinum var sex fulltrúum vísað úr nefndinni vegna spill- Iingar. Tveggja daga aukaþing IOC var kvatt saman vegna spillingarmála sem tengjast vetrarleikun- um í Salt Lake City, sem hefjast. árið 2002. Samaranch hafði verið hvattur til þess að segja af sér í kjölfar spillingarmála og ólýðræðislegrar uppbyggingar IOC, en ákvað að ganga úr skugga um stuðning nefndarmanna með leynilegri at- kvæðagreiðslu. 86 af 89 fulltrúum þingsins studdu hann. Samaranch mun því sitja í embætti forseta fram á árið 2001. Á fundinum var sex fulltrúum vísað úr nefnd- inni fyrir að hafa þegið tugi milljóna íslenskra króna frá fulltrúum Salt Lake City áður en borg- in var valin til þess að halda veti’arleikana. Fjórir Ifulltrúar höfðu áður sagt af sér embætti. Níu full- trúar voru ávítaðir á fundinum í Lausanne en þrír hreinsaðir af ásökunum um spillingu. 1 t j Birkir fer til Eyja BIRKIR Kristins- son, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, mun leika með ÍBV í sumar. Hann staðfesti það í gærkvöldi í sam- tali við Morgun- blaðið. Samning- ur hans við Bolton rann út í gær, þannig að hann er laus allra mála við Bolton í byrjun maí „Ég hef sett stefnuna á að vera kominn heim í byrjun maí og mun þá hefja æfíngar á fullum krafti með Eyja- mönnum. Það verður í fyrsta skipti sem Birkir, sem er fæddur í Eyjum, leikur í marki IBV í meistara- fíokki, en hann hefur varið mark Einherja, KA, ÍA og Fram. Berg- sveinn úr leik? BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður bik- ar- og deildar- meistara Aftur- eldingar í hand- knattleik, er hugs- anlega handar- brotinn. Hann meiddist á æfingu og er kominn í gifs. Það verður ljóst eftir Iæknis- skoðun í dag hvað meiðsli Berg- sveins eru alvar- leg - livort að hann missi af úr- slitakeppninni? Afturelding mætir HK í 8-liða úrslit- um eftir viku. Morgunblaðið/Gísli Hjaltason A krossgötum „VIÐ erum enn einu sinni komnir að krossgötum..." getur Davíð Sigurðsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins verið að hugsa eftir stórtap gegn Frökk- um. Davíð hefur aðstoðað þrjá landsliðsþjálfara frá 1983 - Bogdan, Þorberg Aðalsteinsson og Þorbjörn Jensson. Hann er reyndasti maður landsliðs- hópsins, sem er í Svíþjóð, á yfir 400 leiki með hópnum að baki. íslendingar eru úr leik í heimsbikarkeppninni, en leika æfingaleik við Egypta. Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari eftir sigur gegn Ungverjum í Trollhattan Mistök að hafa ekki valið Duranona Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segir að miðað við frammistöðu Julians Ró- berts Duranonas gegn Björn Ingi Ungverjum í gærkvöldi Hrafnsson sé ljóst að það hafí verið skrifar frá mistök að velja hann Gautaborg ekk; - m(j gegn Ung- verjum í undanriðli HM fyrr í vetur. Is- land sigraði Ungverja 29:22 í lokaleik riðlakeppni heimsbikarmótsins í gær- kvöldi og hafnaði í þriðja sæti A-riðils. Duranona lék skínandi vel gegn Ung- verjum í gærkvöldi - gerði sjö mörk og var sterkur-bæði í vörn og sókn og var fyrir vikið valinn maður leiksins af for- ráðamönnum keppninnar. I vetur sagði Þorbjörn hins vegar við Morgunblaðið að hann hentaði ekki í leikjum gegn ungverska liðinu. „Mér fannst hann ekki henta okkur eins og hann var þá,“ segir Þorbjörn. „Duranona lék með okkur í Sviss og það spurði mig enginn að því í allri orrahríðinni af hverju við töpuðum í Sviss með hann í liðinu.“ En voru ekki mistök að velja hann ekkigegn Ungverjum? „Við hefðum alveg örugglega unnið Ungverjana og komist á HM ef hann hefði leikið eins og hann lék í kvöld. Við munum hins vegar aldrei komast að því - slíkur er vandinn við að velja landslið hverju sinni. Auðvitað læðist að manni efi - en svarið kemur aldrei. Við notuð- um Duranona mikið í þessum leik og hann svaraði með stórleik - varð raunar þreyttur undir lokin. Ógnun hans skap- aði hlaupaleið og þar með færi. Það verður ekkert af honum tekið í dag að hann nýttist okkur vel í þessum sigri - var góður,“ sagði Þorbjörn. Þorbjörn segir frágengið að hann verði þjálfari landsliðsins áfram - tilbú- inn til undin-itunar sé tveggja ára samningur við HSÍ. Hann segist ekki ætla að taka mið af gagnrýninni undan- farið - reynsla hans undh- stjórn Bogdans hafi skapað honum þykkan skráp og mikið þurfi til að eitthvað komist inn undir skelina. En telur hann ekki rétt að bíða eftir úrslitunum í mikilvægu leikjunum í vor áður. Verður ekkert erfitt að stjóma liðinu áfram ef því mistekst ofan í kaup- ið að tryggja sér sæti á EM? „Við Guðmundur [Ingvarsson, for- maður HSI] erum komnir langt í samningsgerðinni og frá því verður gengið á næstu dögum. Ég get ekki séð að þessir leikir séu neitt úrslitaat- riði í þessu sambandi, upp eru komin ákveðin kynslóðaskipti í íslenska liðinu og ég er nokkuð sammála stjórn HSÍ um þð að það er ekki rétt á þessum tímamótum að skipta um þjálfara. Þess vegna hefur stjórn HSÍ beðið mig um að vera tvö ár í viðbót og ég er mjög heitur með það.“ KNATTSPYRNA: MIÐVÖRÐUR ÍBV - ZORAN MILJKOVIC í EINS ÁRS BANN / C3 ¥

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.