Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 2

Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 2
2 C FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ísland - Ungv.land 29:22 Alvhögsborg í Trollhattan, miðvikudaginn 17. mars 1999, A-riðill heimsbikarmótsins í handknattleik. 0:2, 3:3, 5:4, 9:4, 11:5, 11:7, 11:8, 13:8, 15:9, 15:12,18:14, 22:15, 23:18, 26:19, 27:21, 29:22. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 10/5, Juli- an Róbert Duranona 7, Ólafur Stefánsson 6, Dagur Sigurðsson 2, Konráð Olavson 2, Sig- urður Bjarnason 1, Ai’on Kristjánsson 1. Varín skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mín. Mörk Ungverjalands: Jozef Éles 6/2, Laszló Sótonyi 4, Balázs Kertész 3, Gál Gylia 3, Lászlo Nagy 2, Tamás Bene 2, Ákos Kys 2. Varin skot: Janos Szathmari 8 (þar af 4 aft- ur til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Patrick Hakansson og Maths Nilsson frá Svíþjóð. Smámunasamir en góð- ir. Áhorfendur: 1.450. Frakkland - Svíþjóð ..............26:26 • Frakkar og Svíar voru með 4 stig óg komst í undanúrslit, Ungverjaland og ísland fengu 2 stig. B-RIÐILL Rússland - Noregur .............26:26 Þýskaland - Egyptaland..........21:16 • Þýskaland var með 6 stig, Rússland 3, Egyptaland 3, Noregur 0. Rússland komst áfram á betri markatölu en Egyptaland. St. Otmar gefur ekki eftir ST. Otmar, lið Júlíusar Jónassonar, vann mikilvægan sigur, 29:25, á heimavelli á gest- um sínum í Endingen í gærkvöldi og heldur þar með efsta sæti svissnesku 1. deildarinn- ar þegar tvær umferðir eru eftir. Hefur St. Otmar leikið tólf leiki í röð í úrslitakeppni átta liða án þess að tapa og hefur 22 stig. TV Suhr, sem komið er að fótum fram fjárhags- lega heldur sínu striki í humátt á eftir St. Otmar, hefur 21 stig eftir 23:19 sigur á Grasshopper. Kadetten er í þriðja sæti með 17 stig, janfmörg og meistarar Pfadi Winterthur, en með betra markahlutfall. Bæði liðin unnu leiki sína f gær. Knattspyma Reykjavíkurmótið Fylkir - Víkingur..................2:2 Þórhallur Dan Jóhannesson, Arnaldur Geir Schram - Sigurður Sighvatsson, Haukur Úlfarsson. Deildarbikarkeppnin FH - Selfoss......................6:0 Meistaradeild Evrópu MÍIanó, Ítalíu: Internazionale - Man. United......1:1 Nicola Ventola 63 - Paul Scholes 88. 79.528. ■ Man. United vann samtals 3:1. Kaiserslautern, Þýskalandi: Kaiserslautcrn - Baycrn Mtinchen..0:4 Stefan Effenberg 9., víti, Carsten Jancker 22., 39., Mario Basler 56. Rautt spjald: Ja- nos Hrutka (Kaiserslautern) 8. 31.500. Bayern Miinchen vann samtals 6:0. Kænugarði, Úkraínu: Dynamo Kiev - Rcul Madrid..........2:0 Andriy Shevchenko 62., víti, 79.80.000. ■ Dynamo Kiev vann samtals 3:1. Aþenu, Grikkiandi: Olympiakos - Juventus ............1:1 Sinica Gogic 12. - Angelo Di Livio 85.70.000. ■ Juventus vann samtals 3:2. Holland Cambuur Leeuwarden - Feyenoord .... 1:5 NAC Breda - RKC Waalwijk ......0:2 Fortuna Sittard - Utrecht......3:2 Danmörk Herfölge - B93 Kaupm.höfn......0:0 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla: Keflavík: Keflavík - Haukar... BLAK ...20.30 Úrslitakeppni karla: Ásgarður: Stjarnan - IS ...19.30 Austurberg: Þróttur - KA KNATTSPYRNA ....19.30 Deildarbikarkeppnin: Ásvellir: Fram - Þróttur R ....20.30 Kópav.: Grindavík - Skallag... ....20.30 Leiknisv.: KR - Leiknir R ....20.30 FÉLAGSLÍF Skagamannakvöld Meistaraflokkur Knattspyrnufélagsins ÍA er á leið í æfmgabúðir til Spánar. Til þess að afla fjár til ferðarinnar heldur flokkurinn Skagamannakvöld í Víkinni annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, í félagsheimili Vík- ings í Reykjavík, Víkinni. Skagamenn bú- settir á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á sjávarrétti og ýmis skemmtiatriði. Veislustjóri verður Gísli Gíslason, bæjarstjóri, ræðumaður kvöldsins er Sveinn Kristinsson, forseti bæj- arstjórnar. Húsið verður opnað kl. 19.30. Góugleði KR Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá KR heldur Góukvöld í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga, Austurströnd 3, laugardaginn 20. mars. Heiðursgestur verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Húsið verð- ur opnað kl. 19. HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson, þjálfari ís- lenska liðsins, var ánægður með sigurinn gegn Ungverjum og ekki síður varnarleik sinna manna. „Pað sannaðist að með þessu vamarkerfí eram við ekki árennilegir. Það var gott að komast að því eftir skellinn gegn Frökkum," sagði þjálfarinn og var ekki laust við að honúm væri létt. Aðspurður hvort hefði þá ekki ver- ið betra að leika með framliggjandi vöm í hinum leikjunum tveimur, sagði Þorbjöm svo ekki vera. „Ekki á þessu móti þar sem er leikið þrjá daga í röð - við hefðum ekki ráðið við það, enda er afar þreytandi að leika slíkan vamarleik og tekur mjög á leikmenn. A hefðbundnum stór- mótum er hins vegar vel hægt að beita þessu leikkerfi, því meiri hvfld gefst á milli leikja og menn geta því gefíð allan kraft sinn í hvern leik fyr- ir sig og hvflt þá á eftir.“ Þorbjörn bætti því við að Svíar væm þekktir fyrir að leysa svona varnarleik nokkuð auðveldlega og því hefði jafnframt þurft að beita öðmm áherslum í þeim leik. Það er hins vegar ljóst að þessi leikur sýndi mér margt og nýtist vel í undirbún- ingnum fyrir næstu leiki. Við lékum 6:0 vörn í gær og hún var algjör hörmung - því var ekki um annað að ræða í dag en að setja í fluggírinn og gefa allt í baráttuna." RÓBERT Julian Duranona í kunnuglegri stellingu - stekkur hátt í loft upp og skorar eitt af sínum sjö r Gjörbreyttur varnarleikur skilaði öruggum sigri Alltaf gott að enda vel Valdimar Grímsson, fyrirliði ís- lenska liðsins, var sigurreifur eftir leikinn. „Nú sýndum við og sönnuð- um að við getum og kunnum að leika handknattleik. Þetta var sæt hefnd fyrir ófarimar gegn Ungverjum í undankeppni HM - hér sýndum við að Island er ekki með síðra landslið." Fyrirliðinn segir að frá upphafi hafi menn verið ákveðnir í að berjast á fullu og fyrir vikið hafi Ungverjar aldrei átt möguleika. „Við breyttum um vamaraðferð og það skilaði sér heldur betur, þá fór Guðmundur [Hrafnkelsson] líka að verja betur í markinu og við fengum hraðaupp- hlaupin, sem algjörlega skorti í hin- um leikjunum." Þannig að þetta er rétta varnarað- ferðin fyrir þennan mannskap? „Já, það er alveg gi-einilegt og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvernig leikirnir gegn Svium og Frökkum hefðu farið með svona varnarleik hjá okkur. Það era komn- ir nýir menn í vörnina og þeir eiga kannski auðveldara með að einbeita sér að sínum manni - alltént gekk það vel í dag. Fyrst og fremst náðist núna góð barátta og stemmning í liðið og það skilaði sér heldur bet- ur.“ Valdimar segir að fyrir mótið hafi verið ákveðið að prófa 6:0-varnarleik með nýjum varnarmönnum. „Það kom hins vegar í ljós að við ráðum ekki við hann með þessum mann- skap. Þess vegna er líka frábært að sjá að við getum leikið 3:2:1 í stað- inn.“ Valdimar segir að sú spurning hafi vissulega átt rétt á sér eftir Frakkaleikinn hvort íslenska liðið ætti eitthvert erindi á svo sterkt mót. „Þess vegna er sætt að svara því með góðum leik og frábæram sigri. Við eigum og ætlum okkur að vera með bestu þjóðum í handknatt- leik, en tapið gegn Frökkum var alltof stórt eftir ágæta frammistöðu gegn Svíum í fyrsta leik. Það er alltaf gott að enda vel - við náðum þriðja sætinu í erfiðum riðli og það er ekki svo slæmt,“ sagði Valdimar. Réðum ekki við Dura- nona og Ólaf FORRÁÐAMENN ungverska liðsins voru allt, annað en kátir eftir leik- inn gegn fslendingum. Eftir frá- bæra frammistöðu í tveimur leikj- um gegn Frökkum og Svíum varð það hlutskipti þeirra að verma botnsætið í A-riðli heimsbikarmóts- ins - vegna taps í innbyrðisleik gegn Islendingum. Blaðamaður knúði dyra á bún- ingsklefa Ungveijanna eftir leikinn og reyndi að fá viðtal við helstu stjörnu liðsins, Jozef Éles. Hann tók ekki í mál að ræða við blaðamann - brást raunar illur við slíkum mála- leitunum. Því næst var reynt við þjálfara liðsins, hinn gamalreynda Sándor Vazz. Hann tók erindi vel og blaðamaður spurði fyrst á ensku, svo á þýsku án árangurs. Blaðamaður er hins vegar ekki nægilega sleipur í ungversku og því var brugðið á það ráð að fá aðstoð- arþjálfarann Sziiárd Kiss til að svara spurningunum. Hann sam- þykkti það, sagði að ungverska lið- ið hefði alls ekki verið búið undir svo sterkan leik íslenska liðsins. „Við lékum afar vel gegn Svíum og Frökkum og því er þetta mikið áfall,“ sagði Kiss. Aðstoðarþjálfarinn bætti því við að Ungverjar hefðu áður náð góð- um úrslitum gegn íslendingum, en þeim hefði komið varnarleikur ís- lendinga í opna skjöldu og gengið illa sð stöðva sóknarmenn liðsins, sérstaklega Duranona og Ólaf Stef- ánsson. „Við réðum ekkert við þá,“ sagði þjálfarinn. Mjög sa hefndars GJÖRBREYTTUR varnarleikur og hárrétt hugarfar var lykillinn að stórsigri íslenska landsliðsins í handknattleik á því ungverska í lokaumferð riðlakeppni heimsbikarmótsins í Svíþjóð í gærkvöldi. íslendingar, sem steinlágu með tíu marka mun fyrir Frökkum á þriðjudagskvöld, voru óþekkjanlegir í smekkfullri íþróttahöllinni í Alvhögsborg í Trollhattan og höfðu öruggan sigur, 29:22. Mestu skipti að Þorbjörn Jensson gjörbreytti varnarleik íslenska liðsins - skipti úr 6:0 vörn yfir í markvissa píramídavörn (3:2:1) og það virtist slá ungverska liðið algjörlega út af laginu. Ljóst var fyrir leikinn að íslend- ingar ættu ekki möguleika á að komast í undanúrslit heimsbikar- mótsins eftir tvo tapleiki gegn Svíum og Frökkum. Ungverjar stefndu hins vegar þangað hraðbyri - eftir jafntefli gegn sömu þjóðum. Með heiðurinn að veði Bjöm Ingi Hrafnsson skrifar frá Gautaborg mættu íslensku leikmennirnir hins vegar fullir af baráttu og eldmóði, gegn liðinu sem eyðilagði drauminn um verðlaun á HM í Kumamoto og kom í veg fyrir sæti íslands á HM í Egyptalandi í sumar. Islensku leik- mennirnir höfðu þvi allt að vinna - engu að tapa og það átti eftir að sýna sig í þessum leik. Landsliðsþjálfarinn stillti upp sömu vöminni og gegn Frökkum kvöldið áður, utan að Guðmundur Hrafnkels- son var aftur kominn í markið. Skipu- lag vamarinnar vai- hins vegar allt annað - betra og árangursríkara og framliggjandi og ágeng vömin gekk vasklega út í ungversku leikmennina og vann knöttinn hvað eftir annað. Fer ekki á milli mála að hér er komin vamaraðferð sem hentar íslenska lið- inu miðað við núverandi mannafla. Aðeins í byrjun leiks hikstaði ís- lenska „vélin“, eftir það var aldrei spurning hvaða lið væri sterkara á vellinum. Róbert Julian Duranona fór mikinn - bæði í vörn og sókn og gerði mörk úr hraðaupphlaupum ut- an af velli með langskotum og af línu. Hann „stal“ knettinum einnig oft í vörninni - enda afar hand- leggjalangur - og fískaði aukinheld- ur tvö vítaköst. Með beti-i varnarleik hrökk mai'k- varslan einnig í gang. A því fékk stórskyttan Jozef Éles að kenna gegn Guðmundi Hrafnkelssyni á upphafsmínútunum og Guðmundur átti ágætan leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar gi'unnurinn var lagður að hinum góða sigri. Jafnt var í stöðunni 3:3 eftir tæp- lega tíu mínútna leik - eftir það skildu leiðir og munurinn varð mest- ur sex mörk í fyrri hálfleik, 11:5. Ungverjar áttu þó tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan í leikhléi var því 11:7 íslenska liðinu í vil. Þorbjörn þjálfari brýndi sína menn ákaft til dáða í búningsklefan- um á hálfleik, því Ungverjar höfðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.