Morgunblaðið - 21.03.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HESTON sem Móses
í Boðorðunum tíu.
HESTON í „E1 Cid“.
Á YSTU nöf í Jarðskjálfta.
Geimópera
verður til
ir frumsýninguna og sagði:
Chuek, þú ættir að vita hvernig
henni vegnar í miðasölunni, við
verðum að gera framhald. Eg
sagði honum að láta það eiga sig,
við hefðum gert góða bíómynd,
myndum hagnast ágætlega á
henni og nú væri nóg komið. Pen-
ingamennirnir eru á bakinu á mér
og ég get ekki gert framhaldið
nema þú sért í því, sagði Zan-
uck.“ Niðurstaðan varð sú að
geimfarinn Taylor setti í gang
kjarnorkusprengju í lok fram-
haldsmyndarinnar og fórst. „Þá
er þessu framhaldsmyndarugli
lokið,“ hugsaði Heston og gat
ekki gert sér i hugarlund að fil-
maðar yrðu þrjár apamyndir í
viðbót.
Nú er í undirbúningi að endur-
gera Apaplánetuna með Arnold
Schwarzenegger í gamla hlut-
verkinu hans Hestons og segist
Heston telja að Arnold muni
sóma sér vel í hlutverkinu. „Eg
myndi líklega bregða mér í bíó og
sjá myndina," er haft eftir hon-
um. Aðspurður hvort hann geti
hugsað sér að fara með hlutverk í
henni svarar hann: „Eina hlut-
verkið sem ég gæti leikið er Dr.
Zaius og ekkert, hvoi-ki á himni
né jörð, getur fengið mig til þess.
Ég hef fengið að kynnast því að
sitja klukkustundum saman í
förðun og það heillar mig ekki.“
Sögulegar
stórmyndir
Heston fæddist árið 1924 og
einhvern veginn varð það hlut-
skipti hans að leika í sögulegum
stórmyndum Hollywood auk þess
sem hann setti mark sitt á fram-
tíðartrylla og stórslysamyndir.
Hann lék fyrst í draumaverk-
smiðjunni árið 1950 í „Dark City“
og sex árum síðar lék hann fyrir
stói-myndakónginn Cecil B.
DeMille sjálfan Móses í Boðorðun-
um tíu. Þremur áram síðar var
hann Ben Húr í mynd William
Wylers og tveimur árum eftir það
lék hann í annarri sögulegri stór-
mynd, „E1 Cid“. Hann lét sig ekki
muna um að fara með hlutverk
Michelangelos í „The Agony and
the Ecstasy" um miðjan sjöunda
áratuginn.
Eftir það kom tímabil vísinda-
tryllanna. Hann lék í
Apaplánetumyndunum
tveimur og í kjölfarið
komu myndir eins og
„The Last Man on
Earth“, „The Omega
Man“ og loks „Soylent
Green“, furðuleg um-
hverfis- og mannætu- -
saga, sem lifir mjög í
minningunni sem síðasta
mynd Edward G. Robin-
sons. Tímabil stórslysa-
myndanna tók við af
tryllunum og Heston var
í þeirri stærstu, Jarð-
skjálfta. Það var
nokkurn veginn síðasta
stóra mynd leikarans
sem dró sig æ meira í
hlé eftir því sem árin
liðu.
Hann hefur hin síðustu
ár aftur orðið nokkuð
áberandi í minni hlut-
verkum og lék nýlega í
sinni sjötugustu og fimmtu mynd,
„Town and Country11, á móti War-
ren Beatty.
Frægasta atriðið i öllum Apa-
plánetubálknum og það eftir-
minnilegasta er þegar Heston
ríður fram á Frelsisstyttuna í lok
fyrstu myndarinnar þar sem
styttan liggur hálfgrafin í sand-
inn og gerir sér grein fyrir
(ásamt áhorfendum) að hann er
eftir allt saman staddur á jörð-
inni þegar öllu mannlífí hefur
verið eytt. „Ykkur tókst það, var
það ekki?“ hrópar hann. „Ykkur
tókst það á endanum. Farið til
fjandans! Farið allir saman
fjandans til!“ Heston tekur undir
það, að atriði þetta sé eitt helsta
framlag hans til kvikmyndasög-
unnar.
Þ
RIR
era liðnir frá
því ein besta
vísindaskáld-
skaparmynd
sem gerð hefur verið var
framsýnd. Hún olli á sinn
hátt straumhvörfum í gerð
framtíðartrylla og var undan-
fari mynda á borð við Stjömu-
stríð. Hún var sýnd í Nýja
bíói, einu merkilegasta kvik-
myndahúsi landsins sem nú
hefur verið rifið til grunna, og
vakti hér sem annars staðar
gríðarlega athygli og naut vin-
sælda.
Þegar maður veltir fyrir sér
hvers vegna, kemur margt til
greina. Kannski var það geggjuð
framtíðarsýnin þar sem sæmilega
siðaðir apar réðu ríkjum og mann-
fólkið var veitt í net. Kannski var
það óttinn við útrýmingu;
nokkram árum áður en myndin
var gerð munaði litlu að brytist út
kjamorkustyrjöld. Kannski var
það Charlton Heston sem lék
geimfarann Taylor aftan úr tíma
og rúmi er lenti á Apaplánetunni
og gekk í myndariok upp að fall-
inni Frelsisstyttunni og blótaði
sjálfseyðingu mannskepnunnar.
Kannski var það allt þetta saman-
lagt sem gerði Apaplánetuna að
einni áhrifamestu bíómynd sem
maður hefur séð og Heston að
hetju dagsins.
„Ég held að lokaatriðið í mynd-
inni sé bestu endalok á bíómynd
sem fílmuð hafa verið,“ segir
Heston í dag í viðtali sem breska
kvikmyndatímaritið Empire átti
við hann í tilefni þess að þrjátíu ár
eru liðin frá gerð Apaplánetunnar.
Myndin verður sett í endurdreif-
ingu og út er komið myndbanda-
box með henni og framhaldsmynd-
unum fjóram.
Heston var á hátindi ferils síns
þegar hann lék í Apaplánetunni.
Áratug á undan hafði hann leikið
Ben Húr í samnefndri stórmynd
og hreppt Oskarsverðlaunin.
Hann þótti kannski enginn
Shakepspearel-eikari en hann
fyllti alltaf vel út í tjaldið og sjald-
an betur en í Apaplánetunni.
„Þetta er mjög góð bíó-
mynd,“ segir Heston í
Empire-viðtalinu en hann
er orðinn 75 ára gamall og
hefur átt við erfíð veikindi
að stríða. „Og hún mark-
aði tímamót vegna þess að
til varð ný tegund mynda,
geimóperan. Hún var
feikilega vel gerð og ég er
mjög hreykinn af henni en
það tók tímann sinn að
selja hugmyndina." Fram-
leiðandinn Arthur Jacobs
sýndi Heston bókina
„Monkey Planet" eftir Pi-
erae Boulle og nokkrar
teikningar og Heston lýsti
strax yfir áhuga á að vera
með ef gerð yrði mynd
eftir sögunni. Jacobs hafði
eignast kvikmyndarétt
bókarinnar en var ekki
með neitt annað í höndun-
um þegar hann reyndi að
fá stóru kvikmyndaverin
til þess að gera myndina með sér.
Þau höfnuðu öll hugmyndinni.
„Þeir litu á teikningarnar,“ segir
Heston, „og sögðu: Hvað er nú
þetta? Talandi apar? Geimskip?
Þetta er efni í Stundina okkar.“
A endanum fóra Heston og Jac-
obs til framleiðandans Richard
Zanucks sem óttaðist að hlegið
yrði að apagervinu og treysti sér
ekki til að fínna íjármagn í mynd-
ina fyrr en gervið hafði sannað sig.
Hann lét þá hafa 300.000 dollara
til þess að hanna apagervið. Þegar
hönnunarvinnunni var lokið var
gervið sett á Edward G. Robinson,
sem lék Dr. Zaius, og kvikmynduð
h'til sena með honum sem sýnd var
peningamönnunum. Enginn
þeirra hló.
Heston er spurður að því
Charlton Heston er
orðinn 75 ára en hann
var helsti stórmynda-
leikari draumaverk-
Arnaldur Indriðason
lítur yfír feril leikar-
ans og minnist einnar
þekktustu myndar
hans, Apaplánetunn-
ar, sem bráðlega
verður endurgerð.
Heston átti sinn þátt
í vinsældum mynd-
arinnar en segist
ekki vilja hlutverk
í endur-
gerðinni.
hvernig hafi verið að
leika í myndinni og
hann segir það hafa
verið mjög erfitt.
„Mestallan tímann var
verið að sprauta á mig
vatni og kasta í mig
steinum. Gúmmístein-
ar meiða líka. Ég var
eltur uppi af hestum
og dreginn í netum og
hengdur upp á fótun-
um og þess háttar. Að
auki var ég hálfnakinn
á meðan á þessu öllu
saman stóð.“
Myndin gat af sér
fjórar framhaldsmyndir en
Heston var á móti því að gera
framhald Apaplánetunnar þótt
hann léti hafa sig út í númer tvö.
SEM geimfarinn Taylor í Apaplánetunni.
„Þetta var áður en bíómyndir voru
gerðar að vörumerkjum og mér
fannst sú hugmynd að gera fram-
hald ekki góð. f þá daga voru bara
ómerkilegu myndirn-
ar eins og þær um
Andy Hardy sem
urðu að framhalds-
myndum en ekki al-
vöru myndirnar."
Framleiðandinn
Zanuck fékk Heston í
lið með sér í annað
skiptið með því skil-
yrði að geimfarinn
Taylor, sem Heston
lék, léti lífið í henni.
Apaplánetan naut
strax gríðarlegra vin-
sælda þegar hún var
frumsýnd í Banda-
ríkjunum og Zanuck leit svo á að
framhaldsmynd yrði ekki umflúin.
Og Heston yrði að vera í henni.
„Zanuck hringdi í mig daginn eft-
OG APARNIR