Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 1
== HÉÐINN = VERSLUN SKÚTUVOGI 6 SlMI 510 4100 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 BLAD Þráinn Þorvalds- son, fram- kvæmdastjóri íslensks fransks eldhúss hf. 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna ijl>! afii MÖ'. -Ac rxnj b6í. -ttL fiffí ivcj 6b 6 Leirgeddan vinsæl í Bandaríkjunum 7 Árni Jón Sigurðsson trillukarl frá Seyðisfirði í NETAVINNU Rætt um samtök um -raí I veiðar suður af Afríku ísland íhugar stofn- aðild að SEAFO ÍSLAND er ekki á meðal ríkja í Nátt- úruvemdarsamtökum Suðurskauts- hafsins, CCAMLR, og íslensk fyrirtæki hafa ekki gert tilkall til veiða á svæð- inu, en íslendingar hafa verið með á einum undirbúningsfundi vegná stofn- unar samtaka um veiðar í Suðaustur- Atlantshafinu, suður af Afríku og Na- mibíu. Að sögn Stefáns Asmundssonar, þjóðréttarfræðings í sjávarútvegsráðu- neytinu, standa yfir viðræður um stofn- un nýrrar svæðisstjórnunarstofnunar í Suðaustur-Atlantshafi, Suðaustur-Atl- antshafsfiskveiðistofnunar (South East Atlantic Fishers Organization, SEAFO), í anda Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðiráðsins, NAFO, og Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar, NEAFC. Stefán og Eiður Guðnason sendiherra sóttu fund í Oxford á Englandi í mars þar sem fulltrúar strandríkja og ann- arra ríkja ræddu þessi mál. „Þetta var fyrsti fundurinn sem við sóttum vegna þessa máls og nú er verið að meta framhaldið," sagði Stefán. „Við höfum ekki stundað mjög miklar veiðar þarna undir eigin flaggi en frekar í samstarfi við Namibíumenn." Stefán sagði að íslendingar hefðu verið við veiðar á umræddu svæði und- anfarin ár en þar væri rauðserkur (e. alfonsino) uppistaða aflans. Siglfirðing- ur SI hefði verið þar í fyrra og einkum veitt rauðserk utan lögsögu en einnig ýmsar aðrar tegundir innan lögsögu Namibíu. „Við erum að meta framhald- ið út frá því hvað Islendingar munu stunda veiðar mikið þarna, hvað ís- lenskir útgerðarmenn hafa mikinn áhuga. Við tökum ekki þátt í stofnun þar sem við komum ekki til með að hafa neina hagsmuni, en við höfum ákveð- inna hagsmuna að gæta þarna eins og er. Einnig má benda á að stofnun þess- ara samtaka kemur í kjölfarið á mjög miklum breytingum í hafrétti sem skipta okkur máli.“ Að sögn Stefáns er stofnun samtak- anna á algjöru vinnustigi. Hvorki er búið að ákvéða hvernig samtökin verða né þátt íslands í þeim, en á með- al ríkja sem hafa tekið ríkan þátt í við- ræðunum eru strandríkin Suður-Af- ríka, Namibía, Angóla og Bretland fyrir hönd St. Helenu og annarra smá- eyja, Evrópubandalagið, Bandaríkin og Japan en önnur ríki í minna mæli. Þar á meðal eru ísland, Pólland, Suð- ur-Kórea, Noregur, Rússland og Úkraína. Markaðir Fréttir Verðið erfitt við að eiga • SAMHERJI á Akureyri skil- ur vel gremju grásleppuveiði- manna sem hafa lýst yfir óá- nægju með lækkað verð á sölt- uðum grásleppuhrognum. „Það er eðlilegt að þeir séu óánægð- ir með verðið og ég skil það vel en verksmiðjur, eins og við er- um með, sem kaupa hrogn ein- göngu á íslandi, þola ekki leng- ur að kaupa miklu dýrara hrá- efni en aðrir,“ sagði Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnsiu Samherja, sem áð- ur hét Strýta./2 Arðrán á tannfiski • MEIRA en 100.000 tonn veiddust af tannfíski í Suður- skautshafi 1997, samkvæmt ágiskun nokkurra samtaka náttúruverndarsinna, og þar af var leyfi fyrir innan við 40.000 tonnum. Veiðin hafði áhrif á stofninn og gæsla var aukin en fyrir vikið er talið að veiðin hafi farið niður í 66.000 tonn á liðnu ári. Þar af hafi sjötti hlutinn fengist á ólögleg- an hátt./2 Stærsti skötuselurinn • ARON ÞH var væntanlegur til Þorlákshafnar árla morg- uns með um átta tonn af skötusel, þar á meðal stærsta skötusel sem íslenskt skip hef- ur veitt. „Við fengum einn 145 sentimetra langan í Skeiðarár- dýpinu og annan 132 senti- metra langan en áður hafði veiðst 134 sentimetra langur skötuselur," sagði Jónas Sig- marsson, stýrimaður./4 Verð á uppsjávarfiski á heimsmarkaði —— Makríll —Sardína — Hrossa- —Síld makríll • VERÐ á makrfl hefur lækk- að að undanfórnu, einkum vegna þess að japanskir kaup- endur hafa verið ráðandi á markaðnum, að því er fram kemur í alþjóðlega sjávarút- vegsblaðinu Seafood International. Sala Norðmanna á makrfl til Rússlands dróst saman um meira en helming á síðasta ári og það gerði samn- ingaviðræður við Japani erfið- ari. Um tveir þriðju af makrfl- útflutningi Norðmanna fór til Japan í fyrra og jókst þannig innflutningur Japana um 22 þúsund toim. Japanir fluttu hinsvegar minna inn af sfld í fyrra miðað við árið áður og nam samdrátturinn um 16%. Engu síður fluttu Japanir meira inn af sfld frá Rússlandi, einkum vegna þess að Kínverj- ar keyptu minna af sfld af Rússum vegna hertra gjald- eyrisreglna, auk þess sem skortur var á sfld í Japan. Verð hefur verið lágt og hluti sfldarinnar meira að segja ver- ið notaður í dýrafóður. Verð á makrfl fer lækkandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.