Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tannfískur arðrændur
í Suðurskautshafi
MEIRA en 100.000 tonn veiddust af
tannfiski í Suðurskautshafi 1997,
samkvæmt ágiskun nokkurra sam-
taka náttúruverndarsinna, og þar af
var leyfi fyrir innan við 40.000 tonn-
um. Veiðin hafði áhrif á stofninn og
gæsla var aukin en fyrir vikið er
talið að veiðin hafi farið niður í
66.000 tonn á liðnu ári. Þar af hafi
sjötti hlutinn fengist á ólöglegan
hátt en áætlað verðmæti þess afla
er um 250 milljónir dollara.
Þetta kemur fram í Intemational
Herald Tríbune og jafnframt er haft
eftir yfirvöldum, veiðirétthöfum og
náttúnjverndarsinnum að hið mikla
hafsvæði milli Suðurskautslandsins
og Ástralíu, Nýja Sjálands, Ró-
mönsku Ameríku og Suður-Afríku
sé helsta baráttusvæðið þar sem
unnið sé að því að koma í veg fyrir
fiskveiðiþjófnað. Þar sé líka unnið að
bættri fiskveiðistjórnun í þeim til-
gangi að prótein sem fæst úr fiski til
manneldis verði óskert á næstu öld.
Miklir kuldar ríkja á umræddu
hafsvæði, sem er í órafjarlægð frá
iandi, og vegna veðurofsans og
iangrar sjóleiðar mætti halda að
veiðiþjófar teldu það ekki vænlegt
til árangurs. Hins vegar hefur verið
gengið alvarlega á tegundir eins og
þorsk, lax, lúðu og túnfisk í höfum
nálægt helstu mörkuðunum í Asíu
og víðar en fyrir vikið hafa fiskiskip
leitað fanga æ lengra og dýpra.
Patagóníski tannfiskurinn (dissost-
ichus eleginoides) er eftirsóttastur.
Um er að ræða eina af stærstu fiski-
tegundum á Suðurheimskautssvæð-
inu en tannfiskurinn getur orðið um
tveggja metra langur og allt að 100
kg. Fiskurinn er bragðgóður og
selst á háu verði, einkum í Japan og
Bandaríkjunum, þar sem neysla
hans er langsamlega mest.
Tannfiskur hefur aðeins verið
veiddur í áratug. Veiðin hófst suður
af Argentínu, Chile og í ki-ingum
Falklandseyjar en þegar ljóst var
að stofninn hafði verið arðrændur
færðist veiðin á önnur svæði í Suð-
urskautshafinu. Þar á meðal innan
200 mílna landhelgi kringum
áströlsku eyjarnar Heard og
McDonald, sem eru um 4.000 km
suðvestur af Perth, Kerguelen og
Crozeteyjar sem tilheyra Frakk-
landi og Prins Edward og Marion-
eyjar sem tilheyra Afríku.
Astralía og Frakkland sendu her-
skip og skip landhelgisgæslu á við-
komandi svæði til að fanga veiði-
þjófa og á nýliðnum tveimur árum
hafa Frakkar tekið fimm erlend
skip fyrir rányrkju en Ástralíumenn
þrjú. Vegna ástandsins á heimavíg-
stöðvum gat Suður-Afríka ekki
komið við ámóta eftirliti.
Haft var eftir Margaret Moore,
starfsmanni alþjólegu náttúruvemd-
arsamtakanna WWF Ástralía, að
tannfiskvinnsla í Suður-Afríku hefði
dregist marktækt saman á undan-
fömum tveimur áram. „Sjóræningj-
amir ganga nærri Suðurskautshaf-
inu og tannfiskurinn þar er í útrým-
ingarhættu," sagði hún.
Alistair Graham hjá Isofish, sem
er samband náttúruverndarsam-
taka og fyrirtækja með réttindi til
að veiða tannfísk með það verksvið
að stjóma aðgerðum gagnvart rétt-
indalausum skipum, sagði að þegar
arðránið náði hámarki 1997 hefðu
allt að 70 skip stundað tannfiskveið-
ar án leyfis. I fyixa kom fram hjá
Isofish að Náttúruverndarsamtök
Suðurskautshafsins, CCAMLR,
hefðu misst tökin á fiskveiðistjórn-
inni í Suðurskautshafínu á tveimur
nýliðnum áram.
í CCAMLR eru á þriðja tug
ríkja, þar á meðal Noregur, Sví-
þjóð, Rússland, Bretland, Þýska-
land og Spánn, og eru nær öll aðil-
ar að Suðurheimskautssvæðis-
stofnun sem stjórnar rannsóknum
og öðru á svæðinu. Á fundi hennar
í janúar sl. staðfesti Simon Upton
aðstoðarutanríkisráðherra Nýja
Sjálands að stærsti hluti tann-
fisksarðránsins væri framinn af
áhöfnum skipa frá þjóðum innan
stofnunarinnar.
En það er ekki bara tannfiskur-
inn sem er í hættu vegna veiðiþjófn-
aðarins. Albatrosar og risasæsvölur
sækja í frosna beituna sem ætluð er
tannfískinum en línan er dregin
marga kílómetra með fuglinn á.
Rannsókn WWF gefur til kynna að
meira en 40.000 albatrosar drakkni
í Suðurskautshafinu árlega vegna
ásóknar í beituna og eru fjórar af 24
tegundum sagðar í útrýmingar-
hættu.
Bakkavör kaupir ekki
hrogn á vertíðinni
SAMHERJI á Akureyri skilur
vel gi-emju grásleppuveiðimanna
sem hafa lýst yfir óánægju með
lækkað verð á söltuðum grá-
sleppuhrognum. „Það er eðlilegt
að þeir séu óánægðir með verðið
og ég skil það vel en verksmiðjur,
eins og við eram með, sem kaupa hrogn eingöngu á íslandi, þola ekki leng-
ur að kaupa miklu dýrara hráefni en aðrir,“ sagði Aðalsteinn Helgason,
framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, sem áður hét Strýta.
Gremja grásleppuveiði-
manna vegna lækkaðs
verðs skiljanleg
Mikil óvissa ríkir á grásleppu-
hrognamarkaðinum. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær hafa
m.a. Samherji og niðursuðuverk-
smiðjan ORA i Kópavogi tilkynnt að
lægra verð verði greitt fyrir hrogn-
in, 35.000 kr. fyrir tunnuna í stað
41.000 kr. eins og var í byrjun ver-
tíðar. Landssamband smábátaeig-
enda hefur hvatt grásleppuveiði-
menn til að selja ekki tunnu af sölt-
uðum grásleppuhrognum á minna
en 41.000 kr. og grásleppukarlar
hafa sagt að þeir hætti veiðum eftir
daginn í dag endurskoði kaupendur
ekki verðafstöðu sína.
Aðalsteinn minnti á að í nýlegri
; tilkynningu frá Samherja um af-
komu síðasta árs sem hefði verið
j góð hefði komið fram að þessi rekst-
! ur hefði gengið illa. „Sumir kaupa
! hrogn annars staðar og fá þau á
; lægra verði. Þeir era ekki gagn-
( rýndir því þeir eru ekki að lækka
f nein hrogn en við, sem höfum haldið
í okkur við íslenska markaðinn, verð-
um því miður að bregðast á ein-
hvern hátt við hráefnisverði annars
staðar. Annars erum við ekki sam-
keppnisfærir. En þetta er hundleið-
inlegt fyrir allt og alla. Ég skil vel
sjómennina og marga þeirra hef ég
þekkt í mörg ár en jafnvel þótt veið-
in sé lítil lækkar hráefnisverðið en
hækkar ekki eins og gera mætti ráð
fyrir. Menn era ekki að keppa um
hrognin því mjög mikið framboð
hefur verið í heiminum.“
Spurður hvort til greina kæmi að
hækka verðið á ný sagði Aðalsteinn
að ef svo færi vildi hann ekki að við-
skiptavinir sínir fréttu það í fjöl-
miðli en áréttaði að afstaða sjó-
manna væri eðlileg. „Verðið er mjög
lágt og ljóst er að okkur finnst þeir
ekki hafa of mikið út úr þessu, það
er fjarri því, en málið snýst um
samkeppnina. Langt er síðan ég
sendi viðskiptavinum mínum bréf
þess efnis að hætta væri á að verðið
gæti fallið en við lækkum ekki verð-
ið aftur í tímann."
Á viðkvæmu stigi
Tryggvi Magnússon, sölustjóri
ORA, sagði málið á mjög viðkvæmu
stigi. „Markaðsstaðan er mjög óviss
og verðið er í stöðugri endurskoðun.
Tíminn er mjög viðkvæmur og
meira get ég ekki sagt að svo
stöddu."
Tryggvi sagði að tíminn yrði að
leiða í Ijós hvort verðið yrði hækkað
á ný. „Of mörg púsl vantar í púslu-
spilið til að hægt sé að segja eitt-
hvað. Hingað til höfum við reynt að
ná samkomulagi við veiðimenn og
yfirleitt greitt hæsta verð sem
greitt hefur verið fyrir hrogn.“
Bakkavör kaupir ekkert
Bakkavör í Njarðvík hefur verið
með stærri kaupendum á landinu,
keypti 1.700 tunnur innanlands í
fyrra og eitthvað minna erlendis en
ætlar ekki að kaupa neitt á nýhaf-
inni vertíð.
„Við höfum tekið þá ákvörðun að
kaupa ekkert eins og staðan er,“
sagði Ágúst Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri. „Nú þurfum við fyrst
og fremst að draga úr framboðinu
og jafna markaðinn en það mun
aldrei hafast ef veiði verður einhver
að ráði í heiminum. Þá stefnir þetta
bara áfram niður á við. Því held ég
að það sé öllum fyrir bestu, jafnt
veiðimönnum sem öðram, að vera-
lega verði dregið úr framboðinu."
Ágúst sagði að fyrirtækið hefði
lagt til við sína grásleppuveiðimenn
að þeir færa ekki á veiðar. „Allir
sem era í þessu vita að annaðhvort
draga menn úr framboðinu núna eða
sigla inn í nýtt ár vandræða. Menn
geta farið núna og róið fyrir 35 þús-
und og fara þá aftur næsta ár fyrir
35 þúsund eða menn geta beðið
þetta af sér núna og vonað að heild-
arframboð í heiminum verði lítið.
Séð þá fram á aðeins bjartari tíma.
Hins vegar er þetta ekki eingöngu
háð íslendingunum því margar
þjóðir stunda veiðamar og því velt-
ur þetta á heildarframboðinu."
TANNFISKUR í ÚTRÝMINGARHÆTTU
Suður-Georgía -
Miklar tannfiskveiðar skipa frá Rússlandi,
Chile, Argentínu og Spáni á alþjóðiegu
hafsvæði náðu hámarki 1995.
Upp frá því hefur tannfiskurinn
færst æ meir til austurs
á hafsvæðinu
Prince Edward eyjar
Talið er að Suður-Afríka,
Namibía og Mauritíus
veiði þar árlega um 80,000
tonn af ókynþroska fiski
Ross-haf ---------------------
Undir eftirliti frá Nýja-Sjálandi
(með þátttöku CCAMLR)
Hobart------------------------
Höfuðstöðvar Náttúruverndarsamtaka
Suðurskautshafsins (CCAMLR)
Patagónískur tannfiskur
(Dissostichus eleginoides)
Önnur nöfn: Mero, Chilean
Sea Bass og Black Hake
Heimildir: Norwegian Society
or the Conservation ot Nature,
Friends ot the Earth Norway
Dýr útgerð
Islendinga
í landhelgi
Falklandseyja
FYRIR rúmlega tveimur árum
stofnuðu íslensk fyrirtæki fyrir-
tækið Iceland Fisheries Holdings
Limited í þeim tilgangi að gera út
skip á tannfiskveiðar í landhelgi
Falklandseyja en tilraunin stóð
aðeins yfir í um hálft ár og var
hætt vegna mikils kostnaðar.
Að sögn Stefáns Páls Þórarins-
sonar stofnuðu Grandi hf., Kjrist-
ján Guðmundsson hf., Sæblóm hf.
og JBG Falkland Limited fyrr-
nefnt fyrirtæki á Falklandseyjum
í þeim tilgangi að gera Tjald II út
á tannfiskveiðar. „Við keyptum
hann en skráðum hann aldrei ytra
því við hættum við veiðarnar áður
en til þess kom,“ sagði Stefán
Páll. Hann sagði að ekki hefði
verið um arðrán að ræða á svæð-
inu þar sem Iceland Cream, eins
og báturinn var nefndur, var við
veiðar innan landhelgi
Falklandseyja. Öll leyfi hefðu ver-
ið fyrir hendi og eftirlit gott. „En
afkoman var ekki nógu góð og
fyrsta reynslan leiddi til þess að
menn treystu sér ekki til að halda
lengur áfram og leggja í þetta
meira fé.“
Fyrirtækið var stofnað síðla árs
1996 og stóð tilraunin yfir fram á
vormánuði 1997 en skipið var ekki
við veiðar allan tímann frekar en
togarinn Engey, sem fyrirtækið
var með á leigu vegna smokkfisk-
veiða. Stefán Páll sagði að önnur
íslensk fyrirtæki hefðu ekki verið
á veiðum á umræddu svæði en ís-
lenskir skipstjórar hefðu verið á
skipum frá Suður-Afríku og Na-
mibíu. „Við stunduðum veiðarnar
með 100% samþykki CCAMLR en
megnið af suður-afrísku bátunum
var sjóræningjar. Auk þess hefur
verið gegndarlaus veiði við Prince
Edward, Kerguelen, Crozet, He-
ard og McDonaldseyjar þar sem
Ástralir hafa verið að veiða tann-
fisk í troll. Við Falklandseyjar má
ekki veiða hann á hrygningartíma
uppi á grunninum heldur er hann
veiddur í djúpinu á undan hrygn-
ingartíma og þetta gerði okkur
erfitt fyrir. Aðrir voru að veiða á
hrygningartíma við auðveldari
skilyrði uppi á grunninum, þar
sem hann var þéttari, en við
þurftum að veiða hann á 800 til
1.200 metra dýpi.“
íslensk fyrirtæki hafa ekki gert
tilkall til veiða á svæðinu og sagði
Stefán Páll að þau ættu engan
rétt á því þar sem skip í eigu ís-
lenskra fyrirtækja hefðu ekki
stundað veiðar á svæðinu. „Þarna
hafa verið framin mikil umhverf-
isspjöll en fiskveiðistjórnin við
Falklandseyjar er mjög ábyrg og
sama eftirlit er við Suður-Georgíu
og Sandwich-eyjar þar sem við
höfðum líka leyfi. En því miður
entist okkur ekki þrek eða kjark-
ur til að vinna okkur varanlegan
sess þarna. Þar glutruðum við
ákveðnu útrásartækifæri sem var
fyrir hendi. Segja má að við höf-
um verið tveimur til þremur árum
of seint á ferðinni því besti bitinn
var búinn þegar við komum. Auk
þess var aðlögunartíminn lengri
og kostnaðarsamari en við höfð-
um gert ráð fyrir þannig að hand-
bært fé var uppurið áður en kom-
ist var í jákvæðan rekstur. Því var
ákveðið að hætta, en þar með
misstum við endanlega af lestinni.
Strax er stoppað upp í svona hol-
ur, leyfi liggja ekki á lausu og
fjöldi þeirra hjá Falklendingum
er takmarkaður, enda veitt til
nokkurra ára í senn. Auk þess má
nefna að þetta rosalega mok sem
var við Suður-Afríku, þetta mikla
offramboð, gjörfelldi verðið á
mörkuðunum í Suðaustur-Asíu og
síðan kom Asíukreppan til viðbót-
ar. Efnahagslegur grunnur þess-
ara veiða er því örugglega miklu
lakari nú en áður og ég veit að
flestir Suður-Afríkubátarnir eru
hættir, hafa gefist upp.“