Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
LIFIÐ UM BORÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 B 3
Skuttogarinn Nökkvi HU frá Blönduósi er að rækjuveiðum á Flæmingjagrunni
UM klukkan 18.00 var áhöfnin
komin um borð í Nökkvann sem lá
við Hafnarfjarðarbryggju eftir 10
daga viðgerðir og annað tilstand.
Eftir að skipverjar höfðu komið
sínu dóti fyrir og raðað sér í koj-
urnar voru landfestum leystar um
kl. 19.00 og lagt af stað á Flæmska
hattinn og rúmlega 1.240 sjómílna
sigling framundan. Menn voru
frekar bjartsýnir á góða veiði á
Flæmingjagrunninu, sumir kannski
full bjartsýnir og voru búnir að
skipuleggja sólarlandaferðir og þar
fram eftir götunum. Þá heyrðist
einnig af einum sem hafði farið á
fund framliðinna og krafist svara
um Flæmska hattinn og fengið þau
í grófum dráttum. Svo voru jú sum-
ir sem bara löbbuðu rólega um borð
og voru ekki mikið að spá í þetta
allt, enda búnir að vera á sjónum
það lengi að vita það að sjórinn er
jafn óútreiknanlegur og almættið
sjálft.
Netaviðgerðir flækjast
fyrir mörgum
Venjulega er hafður sá gamal-
gróni vani að hafa vaktir um borð
og eru þær tvískiptar, þ.e.a.s.
morgun og kvöldvakt sem byrja kl.
6.30 til 12.30 og kl. 18.30 til 0.30.
Dag og næturvaktir frá kl. 12.30 til
18.30 og 0.30 til 6.30. Á vöktunum
eru þrír menn, bátsmaður sem er
yfirmaður vaktarinnar, netamaður
og svo háseti, en hásetana má nota
í allt mögulegt og ómögulegt.
Nýliðarnir verða að hafa hæfilegan
skammt af beinum í nefinu og þol-
inmæði til að ná tökum á þeim
starfsvenjum um borð sem í fyrstu
eru frekar flóknar, svo ekki sé
minnst á netaviðgerðir og annað
tengt trollinu. Margir hafa verið
mörg ár á sjó án þess að ná fullum
tökum á netaviðgerðunum. En
með þolimæði og áhuga eru nýlið-
unum allir vegtr færir. Fyrir utan
vaktirnar er einn dagmaður sem
vinnur frá 12.30 til 0.30. Síðan eru
tveir vélamenn, þ.e.a.s. yfirvél-
stjóri og 1. vélstjóri, einn kokkur,
sem sér um að hafa alla vel í hold-
um og fulla af orku. Kokkurinn
hefur í raun og veru mikið vald yf-
ir einstaklingnum um borð, því
eins og stendur í fræðigrein einni
um matargerð og matarvenjur „Þú
ert það sem kokkurinn eldar“ en
þetta eru nú bestu skinn og valda
því hlutverki ágætlega. Að síðustu
eru það mennirnir í brúnni, skip-
stjórinn og stýrimaðurinn, en þeir
sjá um það allra heilagasta og mik-
ilvægasta ... að veiða rækju í okk-
ar tilfelli.
Nú er ég búinn að segja ykkur
svona í grófum dráttum hlutverka-
skipan hér um borð og ætla ég því
að halda áfram með siglinguna nið-
ur til Nýfundnalands. Þangað vor-
um við komnir eftir 179 klst. sigl-
ingu, og var því snemma morguns
þann 2.3. sem við létum trollið fara
og það er óhætt að segja að sigling-
in hafi verið vægast sagt hrikaleg
en við fengum á okkur 9-11 vind-
stig allan tímann og það á hlið í
nokkra daga í þokkabót.
Ekki borða súpu í brælu
Til að lýsa þeirri raun sem áhöfn-
in lenti í á leiðinni þá skal nefnt
sem svipað dæmi að jarðskjálfti
sem er um 4 á Richter sé viðloðandi
í ca. Hjá okkur var frekar léttur
matur sem auðvelt er að ráða við í
hamaganginum og af minni reynslu
þá myndi ég ekki fá mér súpu aftur.
Mig minnir að ég hafi fengið eina
skeið af diskinum og afganginn sá
ég ekki. Ef þú lesandi góður lendir
einhverntímann í svipuðu ævin-
týri ... slepptu þá súpunni!
Við vorum með 230 vídeóspólur í
borðsalnum sem flugu reglulega
um borðsalinn í hamaganginum
þrátt fyrir að kokkurinn hafi fest
þær rækilega niður í byrjun túrs-
ins, en allt kom fyrir ekki. En sá
háttur er á að venjulega eru um 30
spólur um borð, en nú skyldi halda í
víking á Flæmska hattinn svo þá
var ráðist á vídeóleigur. Að auki
voru um 120 Beta-spólur í eigu
I haugabrælu áleiðis
á Flæmska hattinn
Hvaða sjómaður hefur ekki verið spurður að því hvernig lífíð sé úti á sjó?
Þeir eru fáir sem hafa komist hjá því að svara þeirri spurningu, þeim
manneskjum sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Gfsli Torfí Gunnarsson
segir frá lífínu um borð í skuttogaranum Nökkva HU-15 frá Blönduósi sem
er nú staddur á rækjuveiðum á Flæmska hattinum við Nýfundnaland.
betri þegar á leið og eftir 20 daga
veiði eða þann 21. mars vorum við
komnir með fullfermi. Skiptingin
var með ágætum, þó meira mætti
vera í svokölluðum Japans-flokki,
en suðurrækjan var í góðu lagi eða
um 25% á móti um 10% á Japan,
og restin fór í iðnað eða um 57%. I
stórum hölum var lítið á Japan en
ágætt í suðu en öfugt þegar lítið
var. Hvað sem öðru líður þá erum
við nú flestir nokkuð sáttir við út-
komuna í túrnum þó margir reikn-
uðu með meiri veiði hér á Flæm-
ingjagrunni. Fróðir menn segja að
bestu mánuðirnir hér á Flæmska
séu eftir, þ.e.a.s. apríl og maí. Eins
er þetta svæði mjög dyntótt og
erfitt að kortleggja rækjuna
þannig að ef menn vilja fiska hér
þá er bara að rýna í alíslenskt og
gott máltæki „Þeir fiska sem róa.“
Afslöppunin breytileg
eftir áhöfnum
Þegar þetta er ritað eru 17 skip
á veiðum hér. Þrjú íslensk,
Nökkvi, Bliki og Pétur Jónsson,
tvö færeysk, tvö portúgölsk, fjög-
ur eistnesk sem eru, Andvari,
Merike, Cpula og Taleuna og þrjú
lettnesk, Ai-narberg, Erla og
Freyr, tvö lithásk, Cape Zineth og
Capecirkle og að síðustu eitt
pólskt sem heitir Ester. Sum skip-
in, þ.á.m. Nökkvinn landar í bæ
sem heitir Argentia, aðrir landa í
Harbour Grace og Bay Roberts.
Áhöfnin gistir svo í St. John sem
er um 150 km frá Argentia en St.
John er álíka stór borg og Reykja-
vík og þar er hýst í 2 daga og
menningin skoðuð, farið í verslan-
ir, reynt að slaka á etir túrinn og
eru aðferðirnar við það breytileg-
ar eftir áhöfnum.
brytans, sem eru nú orðnar sjald-
séðar á heimilum í dag.
Brot á skipið
Sá minnisstæði atburður gerðist
á leiðinni að þegar áhöfnin var inni
í borðsal að horfa á einhverja kvik-
myndina gaf sig kýrauga í borð-
salnum og sjórinn gusaðist inn
mönnum til mikillar skelfingar.
Ohætt er að segja að stóra hjartað
í manni hafi minnkað niður í nán-
ast ekkert, enda kannski seint tal-
inn með reyndari sjómönnum í
flotanum. Ég gat huggað mig við
að miðað við hve veðrið var slæmt
var alveg ótrúlegt hvað skipið
slapp vel. Kári Kárason, skipstjóri,
man ekki eftir að skipið hafi fengið
eins stóran brotsjó á sig í 12 ár eða
frá því Nökkvinn fór í sína jómfrú-
arferð. Um borð var einnig eftir-
litsmaður frá Fiskistofu og fékk
hann heldur betur að finna fyrir
þrumuguðinum á leiðinni þegar
allt var sem óðast, hann kastaðist
úr kojunni og lenti á borðinu í klef-
anum sínum og rifbeinsbrotnaði,
og bar sig heldur aumlega eftir
það enda kannski engin furða.
Hann er nú orðinn hress og þó
hans hlutverk um borð sé að taka
prufur af rækjunni og að allt sé
gert samkvæmt lögum og reglum
þá vinnur hanan einnig álíka mikið
og hver annar maður hér um borð
hvort sem það er í vinnslusalnum
eða uppá dekki enda er Tommi,
eins og hann er daglega kallaður,
gamall sæúlfur.
Flæmski hatturinn
dyntótt veiðisvæði
Eftir 179 klst. vorum við loks
komnir á Flæmska hattinn og
köstuðum kl. 6.00 þriðjudaginn 2.
mars eins og áður sagði, lýg ég
SKIPVERJAR á Nökkva HU
ræða málin á meðan tími gefst
til en ágætis veiði hefur verið
hjá rækjuskipum á
Flæmingjagrunni að
undanfömu.
engu um það, að það var mikill
léttir að vera loks kominn á
áfangastað og getað byrjað að
veiða. Það óhætt að segja það að
veiðin hafi verið fremur slök í
fyrstu, um 12.000 kg. í hali eftir 7
tíma tog. Það er svo sem ekki
alslæmt miðað við seinustu túrana
heima. Aflinn varð síðan sífellt
ySTING
Eigum alltaf á lagen
6 kg öskjur og kassa
5 Ibs öskjur og kassa 0g/aix"T‘í"an*i
• Blokkaröskjur og kassa ------------
Lausfrystkassar, rækjukassar
• Brettahettur
^ ‘Tl
• Tröllakassar, hólkar o.fl.
SAMHENTIR-KASSAGERÐ ehf.
Melbraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 6700 jty
Atlas
Borgartúni 24,105 Reykjavík
Simi: 5621155, Fax: 561 6894
Byltingar hugnast mönnun misjafanlega en víð
að nýja H-linan frá MaKer ein þeirra sem
útgerðarmenn eg vélstjórar
hrópa húrra fyrir.
MaK
n ió
1.265 - 2.326 hö
n 25
2.366 - 3,672 hö
n 22
3.900 - «0.440 hö
H
7.344 - 22.032 hö
Stórbætt eldsneytisnýting
Miklu minna og einfaldara viðhald
Vélarnar samanstanda af 40% færri hlutum en áður
Stórkostleg hönnun sem tekur mið af bættu starfsumhverfi
Engin spissarör og nær engin kælivatns-, loft-, eldsneytis- eða smurrör
Aðalvélar
Beitningavélar
Skrúfubunaður
Bógskrúfur
Lensiskiljur
Skipakranar
Ljósavélar
Bílkranar
Ræsiloftspressur
Togvindur
Vindustjórnkerfi
Lensidælur
Sjódælur
Snigildælur
Olíudælur
Gírar
Varahlutir
Skipaviðgerðir
Þjónusta
Ráðgjöf
TIMKEN
Þrír af helstu leguframleiðendum
heims, leiðandi
hverá sínu sviði
™ ^ Kúlu- og rúllulegur til sjós og lands
O Kúlulegur
O Beinar rúllulegur
O Veltirúllulegur
O Þrýstilegur
O Nálalegur
O Keilulegur
O Línulegur
O Stangarendalegur
O Leguhús
O Ryðfríar og ryðvarðar legur og leguhús
Reynsla Þjónusta
ALKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík
Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001
8
c£
i
z