Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 14. APRÍL 1999 B 5
Mikil þróunarvinna að baki hjá Islensku frönsku eldhúsi hf. á Akranesi
„Island gæti skapað
sér sælkeraímynd“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
STARFSFÓLK Islensks fransks eldhúss, þau Eva G. Hauksdóttir,
Hugrún Guðraundsdóttir, verkstjóri, og Astþór Jóhannsson skera
niður lax sem notaður er í fiskpaté.
ÞRÁINN Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, og Indriði Óskarsson,
matvælafræðingur, með sýnishorn af fiskpaté en ÍFE hefur nýverið
gert, samning við breskt flugfélag um sölu á 2,4 milljónum skammta af
patéinu.
HJÁ íslensku frönsku eldhúsi hf. og
Haraldi Böðvarssyni hf. hefur verið
myndaður sérstakur vöruþróunar-
hópur sem samanstendur af tveimur
matvælafræðingum og þremur mat-
reiðslumeisturam. Þessi hópur hitt-
ist reglulega og vinnur að ýmsum
vöraþróunarverkefnum á sviði svo-
nefndra þægindavara, þ.e. rétta sem
annað hvort eru tilbúnir til eldunar
eða neyslu. Stöðugt er unnið að
vöruþróun á nýjum vöram. Sú vinna
er m.a. að skila sér í framleiðslu á
nýrri vörulínu fyrir veitingahúsa-
markaðinn í Evrópu, fisk í sósu. Af
einstökum vörutegundum má nefna
sérskorna ufsabita, hjúpaða með
grillsósu, þorskbita með tómat, basil
og lauk og laxbita með sítrón-
usmjörsósu. Nú er unnið að sér-
stöku markaðsátaki á slíkum þæg-
indavöram á Ameríkumarkaði.
Islenskt franskt eldhús hf. var
upphaflega stofnað árið 1983 af
Gunnlaugi Guðmundssyni og Eric P.
Calmon, matreiðslumeisturum, sem
enn eru í forsvari fýrir fyrirtækið.
Fyrst í stað framleiddi fyrirtækið
aðeins kjötvörar en árið 1986 hófst
þróun á fiskréttum. Árið 1994 komu
nýir aðilar að rekstri félagsins og
árið 1996 var tekin ákvörðun um að
flytja starfsemi félagsins upp á
Akranes og hefja náið samstarf við
Harald Böðvarsson hf. Vegna
strangari reglna um vinnslu á mat-
vælum, þar sem kjöt- og fiskvinnsla
mátti ekki vera undir sama þaki var
kjötvinnsla fyrirtækisins seld til
Borgarness.
Nú skapar framleiðsla íslensks
fransks eldhúss um 28 heilsdags-
störf á Akranesi. Stærstu hluthafar í
fyrirtækinu era Haraldur Böðvars-
son hf. Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hf., Þróunarfélag Islands, Ný-
sköpunarsjóður, Ti-yggingamiðstöð-
in og Byggðastofnun ásamt stofn-
endum og framkvæmdastjóra og
fleiri smærri hluthöfum.
Að sögn Þráins Þprvaldssonar,
framkvæmdastjóra ÍFE, hefur
myndast mjög náið samstarf við
Harald Böðvarsson hf. eftir að fvrir-
tækið flutti starfsemi sína upp á
Akranes. „Við fáum ekki aðeins hrá-
efnið til okkar vinnslu hjá HB, held-
ur fer hluti framleiðslunnar fram
þar. Við höfum einnig unnið mikið
þróunarstarf í sameiningu og þróun
neytendavöra á nýjum og hratt
breytilegum markaði er kostnaðar-
söm. Þetta starf og sá árangur sem
þegar hefur náðst hefðu aldrei verið
framkvæmanleg nema að baki stæði
jafn sterkur aðili og HB en þeir taka
mikinn þátt í allri þróunai’vinnu."
Fullkomið tilraunaeldhús
Sérstaða HB og ÍFE er að sögn
Þráins sú að vöraþróunin fer nær öll
fram innan fyrirtækjanna og allar
sósur sem notaðar eru til framleiðsl-
unnar eru þróaðar og framleiddar á
staðnum. „Það gefur möguleika á
því að veita viðskiptavinum mjög
góða þjónustu þegar kemm’ að því
að þróa og framleiða þægindavörar
hjá HB og ÍFE. Auðveldara er að
aðlaga sig eftir sérstökum óskum
kaupenda. Þá var sett upp á síðasta
ári fullkomið tilraunaeldhús sem
nýtt er sameiginlega af HB og IFE
til vöruþróunar og prófunar á fisk-
réttum. Það er einnig upplagður
vettvangur til að kynna nýjar vöra-
tegundir fyrir kaupendum og sýna
fram á með beinum hætti hversu
auðvelt er að meðhöndla vöruna."
Þráinn segir markmiðið með
vinnslu fyrirtækisins nú að fram-
leiða svokallaðar virðisaukavörur.
„Við leitumst við að búa til virðis-
aukavöru í hæsta gæðaflokki. Við
einbeitum okkur íyrst og fremst að
stóreldhúsamarkaðnum, svo sem
veitingahúsum, mötuneytum og
flugeldhúsum. Um 95% framleiðsl-
Hjá íslensku frönsku
eldhúsi hf. hefur á
undanförnum árum
verið unnið mikið starf
______við þróun á_____
svokölluðum
virðisaukavörum úr
fiskafurðum.
Fyrirtækið flutti
starfsemi sína fyrir
nokkrum árum upp á
Akranes og vinnur nú í
náinni samvinnu við
Harald Böðvarsson hf.
við þróun og
framleiðslu afurðanna.
Fyrirtækið hefur
_____nýverið gert_____
risasamning við breskt
flugfélag og
framkvæmdastjóri þess
sagði Helga Mar
Arnasyni að
*
Islendingar ættu
hiklaust að hasla sér
völl í framleiðslu og
_____útflutningi á____
sælkeraréttum úr fiski
á komandi misserum.
unnar fara á markað erlendis. Við
erum líklega eina fyrirtækið á land-
inu í vinnslu á slíkum háverðs- og
hágæðafiskréttum. Fleiri eru að
fara inn á framleiðslu virðisauka-
fiskafurða með góðum árangri eins
og UA en þá einkum í brauðuðum
afurðum. Þróunin á neytendamark-
aðnum erlendis er sú að fólk hefur
minni tíma og því verður eftirspurn
eftir tilbúnum og fljótlegum réttum
sífellt meiri. Ennfremur hefur farið
vaxandi að veitingahús, mötuneyti
og eldhús flugfélaga kaupa tilbúna
rétti en að útbúa matinn á staðn-
um,“ segir Þráinn.
Selja bresku flugfélagi 2,4
milljónir skammta af fiskpaté
Vörur ÍFE eru að stærstum
hluta seldar í gegnum Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hf. og eru helstu
markaðir í Bretlandi og Þýskalandi
en Frakkland er einnig vaxandi
markaður að sögn Þráins. Þá séu
ennfremur miklir möguleikar í
Bandaríkjunum. Nýverið gerði SH
í Bretlandi fyrir hönd ÍFE samning
við breskt flugfélag um sölu á 2,4
milljónum skammta af fiskiterrin-
sneiðum sem fyrirtækið framleiðir.
Þetta er langstærsti samningur
sem fyrirtækið hefur gert til þessa
og reiknar Þráinn með að fram-
leiðsluaukningin í fiskiterrínum
tvöfaldist á þessu ári, borið saman
við síðasta ár. „Við verðum að
framleiða í þennan samning fram á
sumar en eftir það getur vel verið
að framhald verði á. Flugfélög
semja hinsvegar aðeins til 3 til 4
mánaða í senn svo framhaldið verð-
ur að koma í ljós en unnið er að
kynningum fyrir önnur flugfélög.
Einnig munu Flugleiðir bjóða þess-
ar fiskiterrinusneiðar um borð í
flugvélum félagsins í sumar. Það er
gaman að geta þess að það var Jón
Sigurðsson sem lengi veitti flugeld-
húsi Flugleiða forstöðu sem hvatti
þá félaga Eric og Gulla til þess að
þróa fiskrétti fyrir flugeldhúsa-
markaðinn um 1990. Jón hefur
alltaf haft mikinn metnað til þess
að íslenskir matvælaframleiðendur
framleiði fyi’ir flugeldhúsamarkað-
inn og veitt þeim framleiðendum
sem tilbúnir hafa verið að mæta
hörðum kröfum flugeldhúsamark-
aðarins stuðning. Það hefur verið
mikils virði að njóta reynslu ágætra
starfsmanna flugeldhúsins í Kefla-
vík þegar þessi grýtta leið hefur
verið gengin.
Við erum mjög stoltir af fiski-
terrinunum okkar og teljum þær
njóta mikillar sérstöðu. Við eram
einir af fáum framleiðendum fros-
inna fiskiterrinum sem eru af ná-
kvæmlega sömu gæðum þegar þau
eru þýdd upp og þau voru áður en
þau eru fryst. Við vitum ekki um
annan framleiðanda sem hefur náð
sömu gæðum. Við höfum selt fiski-
terrinur til Frakklands gegnum
skrifstofun SH í París og það er
töluverður sigur, sambærilegt við til
dæmis að selja ilmvötn til Frakk-
lands. Vörar IFE/HB þykja sérlega
bragðgóðar og fallegar. Þar spilar
hráefnið að sjálfsögðu stórt hlut-
verk. Ennfremur hefur snilligáfa
matreiðslumeistaranna okkar mikið
að segja. Vörum frá okkur hefur
allsstaðar verið vel tekið. Þannig
segir aðili í Frakklandi, sem hefur
tekið að sér að dreifa vöru frá
HB/IFE, að hún sé vissulega dýrari
en sambærileg vara frá öðrum en
hún sé hinsvegar betri vegna þess
að varan sé unnin úr ferskum fiski
beint frá HB og svo sé sósan sem
fylgir svokölluð kokkasósa en ekki
verksmiðjusósa. Við verðum að vera
dýrari en með betri gæði því við
getum ekki keppt við stórar verk-
smiðjur. Ennfremur leggjum við
okkur fram við að allt sem við ger-
um sé sett þannig fram að það sé
eins og kokkarnir gera í eldhúsinu á
veitingastöðum," segir Þráinn.
Þráinn segist þeirrar skoðunar
Schneider Electríc er
stærsti framleiðandi
heims á iðnstýringum.
Helstu vörumerki:
Telemecanique,
Modicon, SquareD,
í MefiihfGerín og Himel
m
A
eider
Electric
Töfíur og rofar til sjós og lands
Himtil
O Tofluskápar úr stáii, ryðfríu stáii og plasti
O Tengibox
O Fylgihlutir fyrir töflur
I MERLIN GERIN
-í-í-trlrl-r
’íVX
Veitum tæknilega ráðgjöf við val á rafbúnaði
O Aflrofar
O Sjálfvör
O Fylgihlutir
■
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavfk
Sími: 540 7000 - Fax: 540 7001
- Það borgar sig að nota það besta
að íslendingar eigi í auknum mæli
að snúa sér að meiri vinnslu sjávar-
afurða, auka virði afurðanna og
stækka (þannig) um leið kvótann.
„í stað þess að láta setja sósu á
fiskinn hjá erlendum framleiðend-
um eða fullvinna hann frekar telj-
um við góða möguleika á því að
vinna hann meira hér á landi. Þetta
tilraunaverkefni hjá ÍFE og HB á
að geta haft mun víðtækari áhrif út
fyrir framleiðslu hjá þessum tveim-
ur fyrirtækjum ef vel tekst til.
Markaðurinn er á hraðri leið inn á
þetta virðisauka- og þægindavöru-
svið. Spurningin er aðeins sú hvort
við á Islandi tökum okkar hlutdeild
af honum eða látum aðrar þjóðir
fara fram út okkur. Við erum ekki
aðeins að berjast við mikinn kostn-
að við markaðssetningu heldur líka
ímynd. Við höfum margoft rekið
okkur á hindrun þar sem ímynd ís-
lendinga á fisksölusviðinu er fyrst
og fremst bundin við framleiðslu á
ferskum og frosnum fiski. Þetta er
sú ímynd sem Islendingar hafa á
erlendum mörkuðum. Utlendingar
sem aldrei hafa komið til fslands
eiga ekki von á því að á íslandi sé
búinn til jafn frábær matur og hér
er boðinn á veitingahúsum. Þeir
eiga frekar von á því að fá góða til-
búna rétti frá löndum sem þekkt
eru fýrir matargerðarlist eins og
Frakklandi og á Ítalíu. Margir
þeirra erlendu kaupenda sem hafa
heimsótt okkur eru þess vegna
mjög undrandi yfir því hve góðan
mat þeir fá hér á Islandi. Þessa
vanþekkingu þurfum við líka að
berjast við. Við þurfum því að
sannfæra um heiminn um að við sé-
um sælkeravöruframleiðendur. Þar
hjálpar nafnið íslenskt franskt eld-
hús mikið en við leggjum áherslu á
í kynningum að fyrirtækið hafi al-
gjöra sérstöðu með því að hafa náð
að samhæfa það besta, annars veg-
ar ferskt og gott hráefni úr hafinu
umhverfis ísland og hins vegar
franska matargerðarmenningu.
Það tekur tíma að sannfæra kaup-
endur um að við erum fullfærir um
að fjöldaframleiða góðan mat. Eg
er sannfærður um að Islendingar
geta skapað sér álíka orðspor á
þessu sviði og þekktari matargerð-
arþjóðir en það kostar mikla og
markvissa markaðssetningu og
mikla þróunarvinnu. Það þarf að
koma þessari ímynd á framfæri á
skipulagðan hátt. En það kostar
margfalt meira en margir gera sér
grein fyrir. Slík vinna kallar á
miklar fjárfestingar í vélum og
tækjum og mikið þróunarstarf,
bæði í vöruþróun og markaðssetn-
ingu. Nú þyrfti að leggja mun
meira í markaðsstarfið erlendis en
gert er. Við hjá HB/ÍFE erum með
ákveðinn vörugrunn sem markaður
er að opnast fyrir. Eins og ég sagði
áðan er markaðurinn á hraðri leið
inn á þessar brautir og því sé ég
stór tækifæri á komandi misserum
ef rétt er á málum haldið. Þessi
markaður krefst mikillar sérþekk-
ingar og nýrrar nálgunar með
nýrri reynslu. Það má til dæmis sjá
þróunina í því að matvælafræðing-
ar og matreiðslumenn eru í aukn-
um mæli ráðnir í stjórnunarstörf í
frystihúsum eða fiskvinnslum. Hjá
HB hf starfar einn matvælafræð-
ingur og annar matreiðslumeistari
og hjá IFE starfa tveir matreiðslu-
meistarar, einn matvælafræðingur,
og einn starfsmaður sem er bæði
matreiðslumaður og kjötiðnaðar-
maður,“ segir Þráinn Þorvaldsson.
Handlyftivagnar
BV - gæói fyrir gott verð
rn UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN mm
Straumur shf
SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300