Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð he/ma Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja h Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru í 41,4 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 10,9 tonn og meðalverð var 145,57 kr./kg., um Faxamarkað fóru 25,4 tonn á 179,21 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 5,1 tonn á 146,57 kr./kg. Af karfa voru seld 9,2 tonn. í Hafnaifirði á 71,00 kr/kg (3,7 t), á Faxamarkaði á 56,80 kr/kg (4,61) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á 72,40 kr./kg (0,91). Af ufsa voru seld 3,6 tonn. í Hafnarfirði á 68,81 kr. (1,31), á Faxamarkaði á 59,65 kr. (1,21) og á 66,46 kr./kg (1,11) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru seld 52,8 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 99,50 kr. (3,01), á Faxamarkaði á 154,02 kr. (27,81) og á 213,23 kr./kg (21,91) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja. Fiskverð ytra Kr./kg -240 160 140 120 100 Þorskuraaaaa* Karfiaaaa Ufsi Ýsam* Skarkoliaaa Alls voru seld 258,6 tonn af fiski af íslandsmiðum í Bremerhafen (síðustu viku. Þar af voru seld 160,5 tonn af karfa á 156,40 kr. hvert kíló og 91,9 tonn af ufsa á 75,88 kr. hvert kíló að meðaltali. 268,26 Alls voru seld 543,8 tonn af fiski á fiskmörkuðum í Grimsby í 14. viku. Miðverð á þorski var 268,26 kr./kg, á ýsu 243,59 kr./kg, koli ekki seldur. Fiskverð var sem hér segir... Lægsta Hæsta Þorskur kr/kg kr./kg Stór 259 333 Meðal 241 315 Lítill Ýsa - 204 259 Stór 241 296 Meðal 222 278 Lítil 185 241 Koli Stór Meðal Lítill 148 185 Leirgeddan verður stöðugt vinsælli í Bandaríkjunum LAXINN ber höfuð og herðar yfir aðra eldisfiska en leirgedd- an hefur stöðugt verið að sækja í sig veðrið, ekki síst í Bandaríkj- unum þar sem hún er mjög eftir- sótt á veitingahúsum. Á síðasta ári virtist ætla að verða nokkur skortur á henni, sem varð að sjálfsögðu til að hækka verðið, en sá ótti reyndist þó ástæðulaus og leikur jafnvel grunur á því, að framleiðendur hafi tekið sig saman um að skjóta kaupendum skelk í bringu. Neyslan komin yfir eitt pund á mann Veitingahúsaeigendur og aðrir kaupendur leirgeddu í Bandaríkj- unum bjuggust við, að framboðið yrði lítið fram á þetta ár en það reyndist vera mikill misskilningur. I raun hefur framleiðslan verið að aukast í Bandaríkjunum og sló hún öll met á síðasta ári þegar hún var töluvert á þriðja hundrað þúsunda tonna, um 7% meiri en árið áður. Það horfir því vel með framboðið á þessu ári og gæði framleiðslunnar hafa aldrei verið meiri. Stöðugt og gott framboð skiptir alla miklu máli, framleiðendur og kaupendur, en uppgangur leirgedd- unnar hefur verið ævintýri líkastur á undanfömum árum. Áður fyrr var hún aðeins á matseðlinum í ákveðn- uin landshlutum en nú hefur hún lagt undir sig landið allt. Er það meðal annars að þakka því, að hún hefur uppfyllt þær óskir, sem bandarískir neytendur gera til mat- vörunnar. Hún er ekki aðeins hið mesta lostæti, heldur hefur fram- boðið verið fyrirsjáanlegt og vax- andi og verðið stöðugt. Vinsælust steikt og grilluð Vinsælast er að steikja leirgedd- una og oft er hún borin fram heil, böðuð fyrst upp úr hveiti og chil- isósu. Stundum er hún líka mar- ínerað yfir nótt og bökuð næsta dag með alls konar kryddi. Þá er fiskur- inn líka grillaður og soðinn í feiti og á mörgum veitingastöðum er hún langeftirsóttasti rétturinn. I verslunum er líka boðið upp á leirgedduflök, fiskbita og heilan fisk að sjálfsögðu og þar eins og á veit- ingastöðunum hefur geddan slegið út aðrar fisktegundir. Virðist hún hafa náð að höfða til allra jafnt, borgarbúa sem fólks á landsbyggð- inni. Víst þykir, að leirgeddusalan muni aukast á þessu ári í Banda- ríkjunum en 1997 komst neyslan í fyrsta sinn yfir eitt pund á hvert mannsbarn í landinu. Hefur hún ekki verið minni á síðasta ári og al- mennt er búist við, að nýtt met sé framundan nú. Ólöglegt samráð? Kaupendur vestra eru enn að velta fyrir sér leirgedduskortinum á síðasta ári eða kannski öllu heldur óttanum við yfirvofandi skort, sem varð til þess að þrýsta verðinu upp. Þótt ekkert drægi úr framboðinu í raun þá bentu samt allar athuganir á birgðastöðunni hjá eldisfyiirtækj- unum til þess, að það myndi minnka. Þeir, sem þekkja hvað best til þessarar atvinnugreinar, benda á, að upplýsingarnar hafi einfald- lega ekki verið nógu nákvæmar og framleiðslu- og framboðsspáin því eðlilega röng. Birgðastaðan hafi ekki verið réttilega metin. Aðrir halda því hins vegar blákalt fram, að framleiðendur og samtök þeirra hafi vísvitandi gefið upp rangar tölur í því skyni að valda ótta við minnkandi framboð og tryggja sér þannig stórar sölur snemma á árinu. Ef það reynist rétt er um mjög alvarlegar ásakan- ir að ræða, ekki síst með tilliti til þess, að 1997 voru leirgeddufram- leiðendur dæmdir til að greiða næstum 1,8 milljarða íslenskra króna í bætur vegna ólöglegs sam- ráðs um verðið. Mikil verðhækkun Óttinn við minnkandi framboð olli því á síðasta ári, að verðið til fram- leiðenda fór úr 49 krónum pundið í upphafi árs í tæpar 57 krónur á þremur mánuðum. Raunar er það talið heldur ólíklegt, að um hafi verið að ræða samantekin ráð, heldur miklu fremur tilraunir einstakra framleiðenda til að ýta undir verð- hækkun. I Bandaríkjunum er hins vegar fylgst vel með slíku og þar komast menn ekki upp með að hrópa „úlfur, úlfur“ hvað eftir annað. Verð- hækkunin gekk líka til baka að nokkru leyti og í desember sl. var verðið nálægt meðaltalinu fyrir 1997. Nokkrar verðsveiflur þykja aftur á móti eðlilegar í þessari framleiðslu enda er hún langmest yfir heitasta tímann. Birgðir eru því jafnan mikl- ar á haustin en að sama skapi litlar á vorin. Verðið er því hærra þá en að jafnaði á öðrum árstímum. Aukin framleiðni Leirgeddueldið í Bandaríkjunum hefur vaxið hröðum skrefum á síð- ustu árum og framfarir í greininni hafa verið miklar. Hefur framleiðn- in aukist verulega í takt við minnk- andi tilkostnað. Munar þar mestu um, að tekist hefur að finna aðferðir til að nýta fóðrið betur en áður. Fóðurkostnaður á hvert fiskpund hefur því lækkað mikið. Sæeyra algengara á japönskum matseðli JAPANSKA matvæla- og land- búuaðarstofnunin liefur ásamt fleiri aðilum stofnað nýja veit- ingaiiúsakeðju þar sem m.a. verða sæeyru á matseðlinum, að því er fram kemur í timaritinu Seafood hiternational. Sæeyra er stórvaxinn ætur sæsnigili, með flata, eilftið undna skel að innan klædda perlumóður sem úr eru gerðir ýmsir skrautmun- ir. Það er mjög sjaldgæft og því veiyulega injög dýrt. Miklar sveiflur hafa verið í markaðs- verði á sæeyra vegna þess hve illfáanlegt það getur verið. Að hinni nýju veitingahúskeðju kemur ráðgjafafyrirtaekið T’s Network sem meðai annars rek- ur 110 veitingastaði fyrir stærstu bjórverksmiðju Japans, Kirin Beer, Þrátt fyrir að Japan só stærsti sæeyrnamarkaður f heimi hafa veitingastaðir þar í iandi ekki getað hafi fast verð á sæeyra á matseðlum sínum, heidur aðeins tekið fram að rétt- urinn sé á markaðsverði hverju sinni. Sagt er að japanskir veit- ingaliúsagestir hafi ekki einu sinni kjark til að spyijast fyrir um verðið þegar það er gefið upp með þessum hætti. Matvæla- stofnunin fékk til liðs við sig fleiri fyrirtæki til að tryggja stöðugt verð og framboð. Fyrsti veitingastaðurinn tii að bjóða hinn nýja rétt var opnaður í Sapporo í nóvember á síðasta ári en ráðgert er að opna tvo til við- bótar í Nagoya og Fukuoka á þessu vori. Gangi rekstur þeirra jafnvei og veitingastaðarins í Sapporo er búist við að sótt verði um einkaieyfi í Japan og fleiri staðir opnaðir vítt. og breitt um iandið. Mikil áhersla verður lögð á stöðugt framboð, gæði og verð. Fjárfest verður í búnaði til vinnslu á sæeyra í landi sem einnig miðast við vinnslu á hinni svokölluðu Kuruama-rækju. Fiskafli í heiminum og eldisafurðir frá 1950 til 1997 Miiljónír tonna 120----------- i Fiskafii 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 Bráðabirgðatölur fyrir árið 1997 Fram til ársins 1984 eru tölur um magn eldisafurða áætlaðar 1990 1995 ÍlÍlMlflÍ)ÍNÍ0NÍMNÍNÍMlM!WÍÍÍÍM^^ Ferskfitkur Innflutningur á ísuðum fiski til Bretlands, árið 1998 Frá: Tonn: Islandi Færeyjum æájjplfr írlandi Danmörku Öðrum ríkjum 19.364 SAMTALS 67.336 tonn Bretar kaupa minna af ferskfíski • Á SIÐASTA ári fluttu Bretar inn rúm 67 þúsund tonn af fersk- um fiski sem er samdráttur um 7 þúsund tonn frá fyrra ári. Verð- mæti innflutningsins nam hins- vegar um 12,3 milljörðum ís- lenskra ltróna sem er um 1,2 milljörðum meira verðmæti en ár- ið 1997. íslendingar fluttu mest af ferskum fiski til Bretlands á síð- asta ári, eða um 28% alls innflutn- ingsins, og juku útflutninginn lít- illega frá fyrra ári. Hlutdeild Færeyinga, sem voru stærstir í ferskfiskinum á Bretlandi árið 1997, dróst hinsvegar saman um 11 þúsund tonn á milli áranna og var um 19.364 tonn í fyrra. Innflutningur á frystum fiski til Bretlands, árið 1998 Frá: Tonn: Noregi Rússlandi íslandi Færeyjum Oanmörku Þýskalndi Öðrum ríkjum 35.338 25.951 J 12.828 ] 10.486 I 7.956 SAMTALS 184.802 tonn Norðmenn eru hinsvegar stór- tækastir í freðfiskinnflutn- ingi til Bretlands en á síð- asta ári nam innflutningur- inn þaðan nímum 48 þúsund tonn- um. Þar á eftir voru Islending- ar með tæp 26 þús- und tonn. Alls fluttu Bret- ar inn um 184 þús- und tonn af frosn- um fiski í fyrra sem er um 4 þús- und tonna aukning frá ár- inu 1997.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.