Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 4

Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 4
HANDKNATTLEIKUR Siggeir Magnússon segir það verða slys missi UMFA frumkvæðið á morgun Sjáum bikarínn í hillingum „ÞVI miður kemur upp óþarfa bráð- læti í sóknarleik okkar þar sem menn leika ekki fyrir heildina held- ur vilja fara gera allt upp á eigin spýtur og í hópíþrótt gengur það ekki,“ sagði Siggeir Magnússon, að- stoðarþjálfari Aftureldingar. „Eins er það umhugsunarefni að í vetur hefur það íylgt okkur að eiga slæma kafla í leikjum, sundum vara þeir í stuttan tíma, á milli í lengri tíma og kemur okkur þá í koll. Lausn á þessu vandamáli höfum við því mið- ur ekki fundið enn sem komið er.“ Er þetta ekki verulegt áhyggju- efni? Tíminn verður að leiða það í ljós, en víst er að fyrir næsta leik verð- um við að kryfja þennan slæma kafla til mergjar og kanna gaum- gæfilega hvaða vitleysur við vorum að gera. Við teljum okkur eiga ása uppi í erminni við varnarleik FH- inga en það virðist vera sem svo að það þurfi að vera skýrari skilaboð til leikmanna inn á vellinum um að festa þá niður í ákveðin leikkerfi. Við megum ekki leika eins frjálsan leik og við erum oft að gera þegar FH-ingar taka til dæmis tvo leik- menn úr umferð." Siggeir segir það oft vera til- hneigingu hjá mönnum til þess að hætta og hugsa um hag heildarinn- ar þegar munurinn er orðinn mikill. Þá sé tekið af skarið á röngum tíma og sjaldnast verið að velja bestu færin. „Þetta hefur verið visst áhyggjuefni hjá okkur. Það eina sem við getum þakkað fyrir er að þegar leikur okkar hrundi hálfpartinn var forystan mikil, annars hefði getað farið illa, á því leikur enginn vafi. Leikur okkar síðustu fimmtán til tuttugu mínút- urnar var fyrir neðan allar hellur og á ekki að tíðkast hjá okkar.“ Siggeir segir það vera mikilvægt fyrir Aftureldingu í næsta leik að stýra leiknum frá upphafi og forðast það að hleypa miklum hraða í leik- inn. „Þeir þrífast á hraðanum leik- menn FH.“ Siggeir segir að leikmenn Aftur- eldingar séu farnir að sjá Islands- meistarabikarinn í hillingum í fjarska og því komi ekkert annað til greina á morgun en að innsigla sigurinn. „Ég efast eiginlega ekk- ert um sigur okkar í fjórða leikn- um, mér finnst getumunurinn á lið- unum vera það mikill að ef við hleyptum þessu einvígi í oddaleik þá væri það hreinlega slys af okkar hálfu." Þannig vörðu þeir (Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja) Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, 23/3; 8(2) langskot, 4(3) eftir gegn- umbrot, 1(1) úr hráðaupphlaupi, 3(1) úr horni, 4(2) af línu, 3(0) víta- köst. Magnús Árnason, FH, 18/2; 6(0) langskot, 2(1) eftir gegn- umbrot, 2(1) úr hraðaupphlaupi, 5(2) úr horni, 1(1) af línu, 2(0) víta- köst. Morgunblaðið/Golli GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH, á hér í höggi við Alexei Trúfan og Galkauskas Gintas. FH-ingar vöknuðu af værum blundi AFTURELDING hafði betur í viðureign sinni við FH er liðin mætt- ust þriðja sinni að Varmá á sumardaginn fyrsta í úrslitum (s- landsmótsins í handknattleik, lokatölur 26:23. Þar með hafa Mosfellingar unnið tvo leiki í einvíginu en Hafnfirðingar einn og næsta viðureign verður í Kaplakrika annað kvöld klukkan 20.30. Með sigri þar getur UMFA tryggt sér íslandsmeistaratitilinn en tapi liðið verður fimmti og síðasti leikurinn að Varmá á þriðju- daginn. Leikurinn að Varmá var mjög kaflaskiptur og sýndi, svo ekki verður um villst, að það eru ákveð- in hættumerki á leik jvar Aftureldingar. Eftir Benediktsson að hafa leikið vel í skrifar fyrrj hálfleik og rétt fram í síðari hálfleik fór leikur Aftureldingar í handa- skolum. Liðið var með níu marka forskot, 21:12, eftir 37 mínútna leik. Þá breyttu FH-ingar um áherslur í vörninni, tóku tvo leik- menn Aftureldingar úr umferð, Bjarka Sigurðsson og Galkauskas Gintas. Þar með datt allur botn úr leik UMFA og óðagot og einstak- lingsframtak tók við. Slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra og leik- menn FH fundu að taugaveiklun gerði vart við sig í herbúðum and- stæðingsins. Gengu þeir því á lag- ið og með þolinmæði og skipulögð- um leik tókst þeim að minnka muninn í tvö mörk, 24:22, er hálf Gintaras lék með SAVUKYNAS Gintaras, leikstjómandi Aftureldingar, lék með liðinu í fyrsta skipti í úrslitarimmunni gegn FH að Varmá fimmtudagskvöldið. Gintaras er meiddur á hné og hefur ekkert getað leikið af þeim sökum. Nú kom hann til leiks þegar ellefu og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik og lék með í sókninni nær því án undantekningar til leiksloka. Hann var með bæði hnén vandlega reyrð til þess að forðast meiðsli enda hefur hann ekki náð sér að fullu ennþá. Gintaras skoraði eitt mark í leiknum og fiskaði eitt vítakast, aðeins einni mínútu eftir að hann kom inn á. fjórða mínúta var til leiksloka. Guðjón Árnason átti þess kost að minnka forystu UMFA í eitt mark en skot hans fór í slá Mosfellinga er þrjár mínútur voru eftir. Þá SÓKNARNÝTING Þriðji leikur liðanna í úrslitunum, leikinn í Mosfellsbæ 22. apríl 1999 Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 16 10 30 26 53 F.h 10 38 S.h 13 29 34 27 48 26 56 46 Alls 23 56 41 5 Langskot 9 4 Gegnumbrot 4 7 Hraðaupphlaup 4 6 Horn 2 3 Lína 3 1 Viti 1 gerði alvaran vart við sig að nýju hjá leikmönnum Aftureldingar og þeir náðu að skora tvö mörk gegn einu á lokakaflanum og tryggja sér sigur. Ekki er hægt að gera þær kröf- ur að lið haldi níu marka forskoti í leik sem þessum en hins vegar er ljóst að Mosfellingar verða að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir leikinn annað kvöld. Þeir spiluðu einstaklega illa úr góðri stöðu og var nær því refsað fyrir vikið. I stað agaðs leiks framan af tók við agaleysi þar sem hver og einn leikmaður gerði hugsunarlaust hverja vitleysuna á fætur annarri. Sóknir voru stuttar og án sýnilegs markmiðs oft og tíðum. Reyndir leikmenn skutu á markið eftir 5 og 10 sekúndna sóknir, jafnvel þegar þeir voru liðsmanni fleiri á leikvellinum. Vörnin var lengstum allgóð og Bergsveinn Bergsveins- son var traustur í markinu að vanda. Sigur FH í annarri viðureign- inni virtist ekki gera það að verk- um að leikmenn liðsins kæmu staðráðnir í að endurtaka leikinn. Slen og óöryggi var yfir leik- mönnum fram eftir leiknum og allt of mikið var um tæknileg mis- tök. Jafnvel lykilmenn virtust vera með hugann við allt annað en leikinn og gerðu þar af leiðandi hverja villuna á fætur annarri. Eftir því sem á leikinn leið var sem þeir misstu alveg móðinn. En breytingin á varnarleiknum og skammir þjálfarans Kristjáns Arasonar urðu til þess að vekja menn af værum blundi, en e.t.v. of seint. Líkt og hjá Mosfellingum var markvörður Hafnfirðinga, Magnús Árnason, þeirra besti maður. Kristján Arason, þjálfari FH Fer fram á sigur „VIÐ vöknuðum ekki fvrr en alltof seint og hugarfarið var ekki rétt og niunurinn sem var á liðunum um tíma segir allt,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH. „Það voru mér mikil vonbrigði hvernig mínir memi mættu til leiks nú eftir sigur í síðasta leik. Ég var al- veg bijálaður við menn í hálf- leik, en því miður hreif það ekki fyrr en leikmenn höfðu fengið tvö kjaftshögg til við- bétar.“ Kristján segir það hafa ver- ið lýsandi dæmi um einbeit- ingarleysi manna að þeir voru að nýta dauðafæri mjög illa og oftar en ekki að skjóta í stangir eða hreinlega missa boltann frá sér á klaufalegan hátt. „Slíkt gengur ekki í úr- slitaleikjum," sagði Kristján. „Stemmningin í mönnum virðist vera þaimig að menn verða að lenda upp við vegg til þess að einbeita sér að verkefninu. Slíkt hugarfar hefúr valdið mér miklum von- brigðum. Sem dæmi má nefna að við vorum stundum ekkert að sækja á markið í fyrri hálfleik, engu máli hefði skipt hvernig vörn andstæðingur- inn hefði leikið, viljinn til séknar var ekki fyrir hendi.“ Kristján segist vona að menn sínir læri af leiknum að Varmá og komi með öðru hugarfari til leiks í fjórða leikinn á morgun. „Við töp- um örugglega ef við gerum okkur seka um að leika jafn illa í fyrri hálfleik og gert var nú, það er alveg ljést. Ég fer fram á sigur í þeiin leik og ég vona að menn leggi allt í sölurnar til þess að svo megi verða.“ Staðráðnir í oddaleik „Við komum ekki með réttu hugarfari til leiksins sem olli því að við vöknum ekki til leiksins fyrr en síð- ustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Gunnar Beinteinsson, leikmaður FH. „Afturelding lék mjög ákveðna vörn gegn okkur og við hrökklumst frá og hættum að sækja á markið og við virtumst ekki vera til- búnir til að sækja á markið. I heildina sluppum við nokkuð vel frá leiknum þegar öllu er á botninn hvolft. Það hefur sýnt sig að sé hugarfarið ekki í lagi hjá okkur frá upp- hafi þá eigum við enga mögu- leika í leikjum." Gunnar sagðist eiga von á jafnari leik þegar liðin eigast við flérða sinni á sunnudag- inn. „Þá er að duga eða drep- ast hjá okkur og ljést að við verðum að mæta einbeittir til leiks frá fyrstu minútu. Það virðist vera sem við verðum að lenda upp við vegg til þess að geta bitið frá okkur. I öðr- um leiknum vorum við í þeirri stöðu og erum á ný kommr í þá stöðu nú. Það verður ekk- ert gefið eftir í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Við erum staðráðnir í að fara í odda- leik.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.