Morgunblaðið - 30.04.1999, Blaðsíða 4
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Guðrún byrjar vel
í Rio de Janeiro
GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupa-
kona úr Ármanni, hafnaði í 3.
sæti í 400 m grindahlaupi á
stigamóti Alþjóða frjálsí-
þróttasambandsins í Rio de
Janeiro um síðustu helgi. Hún
hljóp á 55,78 sekúndum, en
íslandsmet hennar frá Evr-
ópumeistaramótinu síðasta
sumar er 54,59. Sigurvegari í
hlaupi var Andrea Blackett frá
Barbados á 55,46 og önnur
varð Debbie-Ann Parris,
Jamaíka, á 55,69 sek. Fjórða
sætið kom í hlut írans, Susan
Smith, á 56,11. Þetta var
fyrsta alvöru keppnishlaup
Guðrúnar á árinu.
w
Eg er mjög ánægð með þennan
árangur og hann með því allra
besta sem ég hef náð í byrjun
keppnistímabils, þannig að þetta
lofar góðu,“ sagði Guðrún í gær, en
hún dvelst enn við æfíngar í At-
hens í Georgíuríki í Bandaríkjun-
um. „Susan var með forystuna að
síðustu grind þegai- við þrjái-
komumst fram úr henn.
Guðrún sagði árangurinn ekki
síður ánægjulegan vegna þess að
hún hefði verið að berjast við erfið
meiðsli í hásinum alian síðasta
mánuð.
Guðrún keppir í 800 m hlaupi á
litlu móti í Athens um helgina en á
mánudaginn heldur hún til Osaka í
Japan þar sem hún tekur þátt í
stigamóti á miðvikudaginn. Þaðan
fer hún til Quatar þar sem annað
stigamót er á dagskrá.
GUÐRÚN Arnardóttir komin á fuila ferð á hlaupabrautinni
Engquist berst
við krabbamein
Martha stefnir
............. —
á Olympíuleik-
ana í Sydney
HEIMS- og ólympíumeistarinn
í 100 metra grindahlaupi
kvenna, Ludmila Engquist,
sagði í vikunni að hún væri
með krabbamein og hefði af
þeim sökum gengist undir
skurðaðgerð á dögunum þar
sem annað brjóst hennar var
fjarlægl. Hún sagðist jafnframt
vera bjartsýn og ætlaði sér að
verja ólympiumeistaratitil sinn
í Sydney á næsta ári.
„Ég vil ekki hætta með þess-
um hætti. Ætlun mín er sú að
koma til leiks af fullum krafti,
að minnsta kosti ætla ég að
reyna,“ sagði Engquist á blaða-
mannafundi á miðvikudaginn.
Engquist, sem keppti ekkert
að ráði á síðasta sumri vegna
meiðsla í hásin, sagðist hafa
æft vel í vetur. Fyrir rúmum
mánuði segist hún hafa orðið
vör við hnút í öðru bijóstinu er
hún var við æfingar á Spáni.
Hún fór í skurðaðgerð í síðustu
viku. Nú tekur við Iyfjameð-
ferð því tveimur dögum eftir
aðgerðina kom í ljós að meinið
hefur breiðst út um líkamann.
„Ég vil hafa annað markmið
en lifa, það nægir mér ekki,“
sagði Engquist á blaðamanna-
fundinum. „Ég vil einnig kom-
ast í fremstu röð í íþrótt minni
á nýjan leik. Sú hugsun og sú
von mun fleyta mér yfír erfið-
asta hjallann í þeirri baráttu
sem framundan er.“
Engquist er 35 ára gömul og
hefur búið í Svíþjóð frá 1993
en hún er fædd í Rússlandi og
keppti fyrir Sovétríkin til 1991
er hún kynntist sænska um-
boðsmanninum Johan
Engquist og fluttist til hans.
Sænskan ríkisborgararétt fékk
hún 1996 og sama ár varð hún
ólympíumeistari í 100 m
grindahlaupi. Hún varð heims-
meistari í sömu gi-ein 1997 fyr-
ir Svíþjóð og sex árum áður
fyrir Sovéti-íkin, þá með eftir-
nafnið Narozhilenko.
Martha Ernstsdóttir, ÍR, segir
að lágmarkið sem hún náði fyr-
ir heimsmeistaramótið í Sevilla á
Spáni hafi opnað sér dyr í maraþon-
hlaupum. Martha náði lágmai-kinu í
Hamborgar-maraþoninu á síðasta
sunnudag. Hún segist stefna á að
keppa í maraþonhlaupi á Ólympíu-
leikunum í Sydney á næsta ári, fyrst
Islendinga.
Martha, sem hefur snúið sér í
auknum mæli frá 10 þúsund metra
hlaupum að maraþonhlaupum, segist
hafa æft af krafti í vetur. Hún tók
þátt í víðavangshlaupi evrópskra fé-
lagsliða á Italíu í febrúar, fór í æf-
ingabúðir yfir páska á Spáni og
keppti í maraþoninu í Hamborg um
síðustu helgi. Þar náði hún lágmark-
inu fyrir HM í Sevilla, hljóp vega-
lengdina á 2:35,16. Martha segir að
með sama árangri geti hún tryggt
sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta
ári.
Martha segir erfitt að gera sér
grein fyrir möguleikum sínum á
heimsmeistaramótinu í Sevilla í
ágúst í sumar. „Milli 80 og 100 taka
þátt í þessum mótum og vonandi
tekst mér að vera fyrir ofan miðju.
Annars er ekki hægt að gera ráð fyr-
ir góðum tíma í þessari keppni. Um
þetta leyti er hitinn mikill á Spáni og
aðalatriðið að ná góðu sæti,“ segir
Martha.
Martha segist einnig stefna á að
keppa í 5 þúsund metra hlaupi á
Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein
og Evrópukeppni landsliða í Króatíu
í sumar.
Úrslitaleikur
Reykjavíkur-
mótsins
endur-
tekinn
ÚRSLITALEIKUR Reykja-
víkuniiótsins í innanhúss-
knattspyrnu verður leikinn á
sunnudaginn kl. 18 í íþrótta-
liúsinu í Austurbergi. Eigast
þar við Valur og Fylkir, en í
fyrri úrslitaieik xnótsins í vet-
ur lék Fylkir við KR og beið
lægri hlut. Eftir á kom í ljós
að KR-ingai- stilltu upp ólög-
Iegu liði þar sem nokki-ir
leikmanna liðsins voru skráð-
ir í erlend knattspyrnulið þar
sem þeir höfðu verið til
reynslu. Ekki hafði verið
gengið frá skráningum þeirra
á ný í herbúðir KR að
í-eynslutíma liðnum og því
voru þeir með öllu ólöglegir.
Af þessu leiddi að KR-ingar
voru kærðir og nú hefur
mótanefnd Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur ákveðið að úr-
slitaleikurinn í vetur skuli
stx-ikaður út og nýr úrslita-
ieikur fari fram nú þegar
knattspyrnumenn flestir eru
farnir að leika af áhuga á
leikvöllum utandyra.
■ LORENZO Sanz forseti Real Ma-
drid og félagi hans hjá Juventus,
Roberto Bettega, hittust í vikunni
til þess að ræða hugsanleg skipti á
leikmönnum. Bettega hefur áhuga á
að fá Hollendinginn Clarence
Seedorf í herbúðir sínar en leikmað-
urinn hefur ekki náð sér á strik á
Bernabeu á leiktíðinni og hefði ekk-
ert á móti því að skipta um vettvang.
■ EINNIG ræddu þeir saman um
hugsanleg kaup Real á knattspyrnu-
manni ársins 1998, Zinedine Zidane,
sem gjarnan vill flytja sig um set.
Real mun hafa boðið Juventus ann-
aðhvort Roberto Carlos eða Pre-
di-ag Mijatovic og um einn milljarð
króna til viðbótar fyrir Frakkann
snjalla, en ekki fengið nein viðbrögð
enn við tilboðinu.
■ RUUD GuIIit knattspyrnustjóri
Newcastle hefur boðið Mallorca 500
milljónir króna fyrir varnarmanninn
Marcelino Elena. Mallorca hefur
ekki mikinn áhuga á að selja Elena
en hann er með lausan samning við
félagið í vor og þar sem samninga-
viðræður leikmannsins og félagsins
hafa ekki leitt til nýs samning má
vera að- Spánverjarnir taki tilboði
Gullits.
■ EBBE Sand framherji Bröndby
hefur verið seldur til þýska liðsins
Schalke 04 og hefur æfingar hjá fé-
laginu í júlíbyrjun næstkomandi.
■ THOMAS Strunz leikur ekki með
Bayern MUnchen næstu tvær vik-
urnar vegna tognunar í læri sem
hann varð fyrir í landsleik við Skota
á miðvikudagskvöldið. Hann ætti að
vera orðinn klár í slaginn fyrir úr-
slitaleik Meistaradeildarinnar 26.
maí.
■ THOMAS Hiissler ætlar að yfir-
gefa Dortmund við lok leiktíðarinn-
ar og reima á sig keppnisskóna í
herbúðum 1860 Miinchen síðsumars.
Hássler, sem er 32 ára, er með
samning við Dortmund til 2002 en
félagið hefur ákveðið að leyfa honum
að fara endurgjaldslaust til nýju
húsbændanna.