Morgunblaðið - 30.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 HANDKNATTLEIKUR Bjarki leik- maður ársins BJARKI Sigurðsson, fyrirliði ís- landsmeistara Aftureldingar, var í gær valinn leikmaður Islandsmóts- ins í handknattleik af íþróttaf- réttamönnum Morgunblaðsins. Þetta er í annað sinn sem Bjarki verður fyrir valinu, en hann hreppti hnossið einnig fyrir tveim- ur árum. Að mati íþróttafrétta- manna Morgunblaðsins lék Bjarki allra manna best á nýliðinni leiktíð og er auk þess sönn fyrirmynd handknattleiksmanna utan vallar sem innan þar sem hann geislar af leikgleði sem hefur jákvæð áhrif á samheija, andstæðinga jafnt sem áhorfendur. Auk þess varð Bjarki marka- hæsti leikmaður 1. deiidarkeppn- innar, skoraði 170 mörk í 22 leikj- um. Þá er hann markahæsti leik- maður úrsiitakeppninnar frá því að hún hófst 1992, hefur skorað 251 mark fyrir Víking og Aftureldingu, en Bjarki bætti met Valdimars Grímssonar, 217 mörk, í miðri úr- slitakeppninni á þessu vori. „Ég reyni að leggja mig full- komlega fram í í hvern leik sem ég tek þátt í og því þykir mér vænt um útnefningar sem þessa og er þakklátur fyrir hana,“ sagði Bjarki í gær er hann tók við eigna- bikar til staðfestingar kjörinu. „Annars tileinka ég þessa nafnbót öllum félögum mínum í Aftureld- ingarliðinu, en þar á bæ hafa menn staðið þétt saman í vetur og svo sannarlega uppskorið eins og til var sáð.“ Bjarki segist hafa náð sér sér- lega vel á strik á nýliðinni leiktíð sem væri beint framhald af því hvernig hann lék veturinn áður er hann var í herbúðum Drammen í Noregi. „Síðan er reynslan eflaust einnig farin að vega þungt.“ Leikgleði sagði Bjarki að væri mikilvægur þáttur í fari hvers leikmanns og hann hefði lagt sig fram um að vera öðrum fyrirmynd í því. „Leikgleðin skiptir miklu máli, en með henni nærðu að smita félaga þína með og hafa jákvæð áhrif á áhorfendur." FOSTUDAGUR 30. APRIL BLAÐ CITIZEN FYRÍR ÚTIVISTAR- 06 ÍPRQTTAFÖLK 200m vatnsþétt stálúr með vekjara Úr eru tollfrjáls. CI CB,.E RI Laugaveo 62 - Sim,: 551 4100 Morgunblaðið/RAX BJARKI Sígurðsson, handknattleiksmaður ársins 1999 að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Titov þjálfar kvennalið Fram RÚSSINN Nikolai Titov verður næsti þjálfari bikar- meistara Fram í handknatt- leik kvenna. Hann tekur við að Gústaf Björnssyni, sem hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö ár. Nikolai, sem er faðir Olegs Titovs, leikmanns karlaliðs Fram, er menntaður þjálfari og hefur áralanga reynslu af þjálfun yngri flokka í Rúss- landi. Hann kom hingað til Iands í fyrra og hefur þjálfað 4.-5. flokk karla og aðstoðað við þjálfun annarra flokka í vetur. Binda Framarar mikl- ar vonir við ráðningu hans sem þjálfara meistaraflokks kvenna, en Nikolai skrifar undir samning við félagið á mánudag. Ekki er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Fram-liðsins en forsvars- menn þess gera sér vonir um að stækka hópinn enn frekar fyrir næsta vetur. ESB hvetur til íþrótta- banns á Júgóslavíu STJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hvetur til þess að öll íþrótta- landslið og alþjóðleg íþróttasérsambönd aflýsi öllum samskipt- um við Júgóslavíu. Áskorunin er þó ekki bindandi fyrir aðildarríki ESB og eru pólitísk markmið sambandsríkjanna þess valdandi. Það er í höndum utanríkisráðherra einstakra ESB-ríkja að hvetja landssambönd sín til að hætta íþróttasamskiptum, að sögn Hans van den Broeks, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB. sem fram fer í Frakklandi 21. júní, HM í handbolta í Egyptalandi í júní og HM í fijálsíþróttum í Sevilla á Spáni í ágúst. Júgóslavar eru með landslið í öllum þessum mótum. Eins og komið hefur fram er ísland fyrsta varaþjóð á HM í handbolta í Egyptalandi. Ef Júgóslövum verður meinuð þátttaka tekur íslenska lands- liðið sæti þeirra. Yfirlýsing ESB ætti að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið fái þátttökurétt á HM. Italir og Grikkir leggjast gegn því að Júgóslavar verði útilokaðir frá íþróttakeppni, en Holíendingar hafa beitt sér fyrir slíku banni. „Við höfn- um þeiiTÍ afstöðu að íþróttir og stjórnmál fari ekki saman,“ segir Jozias van Aartsen, utanríkisráð- herra Hollands. Chris Smith, íþróttamálaráðherra Bretlands, segir að koma verði í veg fyrir að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, noti íþrótth’ sem tæki og tól í áróðursstríði sínu. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, segir: „Hvert og eitt land og sérhvert alþjóðasamband verður að taka ákvörðun um að útiloka júgóslavnesk landslið frá keppni á eigin forsendum. Við hvetjum til að þær ráðstafanir verði gerðar seni taldar eru við hæfi,“ sagði hann. íþróttamót sem hugsanlegt íþrótta- bann á Júgóslavíu kann að raska er Evrópumeistaramótið í körfuknattleik Þorbjöm Jensson áfram landsliðsþjálfari ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari, hefur framlengt samning sinn við Handknattleikssamband íslands til næstu tveggja ára. Samningur hans um þjálfun kaiialandsliðsins var að renna út og tilkynnti Guð- mundur Ingvarsson, formaður HSI, á blaðamannafundi í gær að búið væri að skrifa undir tveggja ára samning við Þorbjörn og lýsti hami ánægju sinni með það. GIIÐRÚN ARNARDÓTTIR BYRJAÐI VEL í RIO DE JANEIRO / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.