Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA KNATTSPYRNA FRJÁLSÍÞRÓTTIR: VÖLU FLOSADÓTTUR BOÐIÐ Á STÓRMÓT í NEW YORK/C3 ÓLAFUR Jón Ormsson körfuknattleiksmaður, sem lék með KFÍ á ísafirði sl. vetur, er genginn á ný til liðs við KR og leikur með liðinu næsta keppnistímabil í úrvalsdeildinni. Góður sig- ur á Möltu Ólafur Jón aftur til KR Morgunblaðið/Brynjar Gauti LEIKMENN KR fagna Sigþóri Júlíussyni eftir mark hans í gærkvöldi sem kom eftir aðeins sautján sekúndna leik. Guðmundur Bene- diktsson er með frænda sinn Sigþór í fanginu, en þeir Indriði Sigurðsson, Andri Sigþórsson og David Winnie koma þar að. ÍSLENSKA landsliðið í tennis fagnaði sigri á Möltu (for- keppni Davis Cup, 2:1. fs- Ienska liðið tekur þátt í fjórða riðli, sem fer fram á Möltu. Amar Sigurðsson vann sinn einliðaleik 6:3, 6:2 og Raj Bonifacius sinn leik 4:6, 6:3, 6:2. Arnar og Davíð Hall- dórsson töpuðu í tvíliðaleik 0:6, 4:6. Þetta er einn glæsilegasti sigur sem íslendingar hafa unnið í tennis á móti erlendis. iWtrgmtiMitMllí 1999 MIÐVIKUDAGUR 19. MAI BLAÐ Víkingar fá liðsstyrk HANDKNATTLEIKSLIÐ Víkings, sem tryggði sér sæti í 1. deild karla nú í vor, samdi í gær við tvo íslenska leikmenn, þá Sigurbjörn Narfason, rétthenta skyttu úr Breiðabliki og Kára Jónsson, b'numann úr KA á Akureyri. Sigurður Ragnarsson, formaður hand- knattleiksdeildar Víkings, sagði mikinn feng að þessum leikmönnum, sem gert hefðu eins árs samning við félagið, og bætti því við að til stæði að semja við örvhentan leikmann á næstunni. Þar kæmu til greina bæði innlend- ir og erlendir leikmenn og þau mál myndu skýrast á næstu dögum. Skoraði fyrsta mark íslandsmótsins Ég áttaði mig ekki strax SIGÞÓR Júliusson, útheiji KR- inga, gerði fyrsta markið á ís- landsmótinu að þessu sinni - eft- ir aðeins sautján sekúndur, sem er met. „Þetta var vissulega óskabyrj- un og ég áttaði mig ekki á þessu strax. Guðmundur [Benedikts- son] sendi boltann fyrir og mér tókst að skjótast fram fyrir varn- armanninn og skalla fyrir mark- vörðinn. Það var sannarlega skemmtilegt að sjá boltann í net- inu,“ sagði Sigþór. KR-ingar bökkuðu nokkuð eft- ir markið og Sigþór segir að það haíi ekki verið meðvitað, en vitað sé að varnarleikur liðsins sé sterkur og því hafi þetta kannski verið eðlilegt. „Við náðum síðan nokkrum hættulegum sóknum og þrumuskoti í markvinkilinn. En þeir fengu einnig sín færi. Sigur- inn féll hins vegar okkar megin og það er einkar ánægjulegt að byija svo vel, enda höfum við oft átt í erfiðleikum með fyrsta Ieik tímabilsins." Sonurínn í framlínunni EGILL Atlason, sonur Atla Eð- valdssonar, kom inn á sem vara- maður í framlínu KR-inga á 73. mínútu í leiknum. Egill er nýorðinn sautján ára gamall og hefur einnig tekið þátt í spretthlaupum fyrir FH. Þá fékk Jóhann Þórhallsson, annar ungur KR-ingur, einnig sína eldskírn í efstu deild er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálf- leik. Einn leikmaður Skagamanna lék sinn fyrsta leik í efstu deild í gær- kvöldi. Það var Baldur Aðalsteins- son, 18 ára, sem kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Mikilvægur sigur Þetta var geysilega mikilvægur sigur. KR-ingar hafa lengi átt í mesta basli í fyrsta leik sínum á ís- landsmótinu og þvi Björn ingi er frábært að fá þrjú Hrafnsson stig úr viðureign við skrifar Skagamenn," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, eftir l:0-sigur sinna manna á Skagamönnum í opnunar- leik íslandsmótsins á KR-vellinum í gærkvöldi. Sigurmark leiksins gerði Sigþór Júlíusson með skalla eftir aðeins sautján sekúndna leik og er það met. Atli sagði að talsverður vorbrag- ur hefði verið á leiknum. „Þetta var fyrsti leikur okkar á grasi og við höfðum aðeins náð að æfa fjórum sinnum á grasi fyrir leik. Þeir hafa náð fleiri leikjum, en staðreyndin er sú að það tekur tíma fyrir leikmenn að venjast nýjum aðstæðum. Við eigum eftir að slípa okkar leik og það tekur tíma, ekki síst þar sem nokkrir sterkir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða leikbanna. En það er samkeppni um stöður í liðinu og sigurinn er fyrir öllu. Sigur í fyrsta leik, þrátt fyrir marga galla á leik okkar, og þrjú stig er það sem stendur eftir. Eg neita því ekki að þetta er mikill léttir. Enda hefur til- hlökkunin verið mikil í vesturbæn- um.“ Þjálfarinn sagði að vissulega hafði verið óskabyrjun að fá mark svo snemma leiks. „Við gátum ekki byrjað betur og kannski hefur þetta komið þeim [Skagamönnum] í opna skjöldu. En við drógum okkur nokkuð til baka eftir markið, kannski ósjálfrátt, og við það fengu þeir meira rými til að athafna sig. En samt náðu þeir ekki neinum dauðafærum og mér fannst sigurinn íyllilega sanngjarn. Svo eru Skaga- menn örugglega ekki á sama máli. En þannig er þetta bara - ég sé þetta í svart>-hvítu,“ sagði Atli og bætti við að hefð væri fyrir miklum baráttuleikjum í upphafi móts. Það eru slagsmál og læti. Við áttum okkar færi og þeir líka. Þórhallur Hinriksson átti t.d. þrumuskot í stöng og þá hefðum við komist í 2:0. Eins átti markvörður þeirra að fá brottvísun fyrir að handleika knött- inn utan teigs, en dómararnir virð- ast ekki hafa séð það. Það hefði líka breytt miklu.“ KR-ingar eiga erfiðan útileik í næstu umferð - gegn Leiftri á Ólafsfirði. Atli segist eiga von á því að gera einhverjar breytingar fyrir þann leik, enda verða þeir Einar Þór Daníelsson og jafnvel Bjarki Gunnlaugsson klárir í slaginn þá. „Ég þarf örugglega að gera ein- hverjar breytingar á liðinu milli allra leikja, því alltaf geta komið upp meiðsl og leikbönn. En það er rétt að sterkir leikmenn verða til- búnir fyrir þann leik og það er bara ánægjulegt. Enda verður sá leikur eflaust erfiður, eins og allir leikirnir í sumar.“ Bjarki með í næsta leik BJARKI Gunnlaugsson verður að öllutn líkindum með KR-ingum í næsta leik gegn Leiftri á Ólafsfirði á mánudag. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hafa forráðamenn Brann fallist á félaga- skipti leikmannsins yfir í KR og er búist við að leikheimild berist vesturbæjarliðinu í dag eða á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.