Morgunblaðið - 19.05.1999, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 C ST
Akranesí
Vikingur '
E3y\ Reykjavík
Breiðablik
Kópavogi
Keflavík
Grindavík
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
VALA Fiosadóttir tekur þátt í stangarstökki á stórmóti í New York.
Völu boðið
til New York
VALA Flosadóttir, íslands- og Norðurlandamethafi i stangar-
stökki kvenna, er skráð á meðal keppenda í stangarstökki
kvenna á fyrsta stórmóti bandaríska frjálsíþróttasambandsins
sem fram fer í New York 6. júní.
Iótið er hið fyrsta í röð móta
sem sambandið er að hleypa af
stokkunum og er ætlað að auka at-
hygli og áhuga í fyrir frjálsíþróttum í
Bandaríkjunum, en áhugi á þessari
íþrótt hefur minnkað mikið vestan-
hafs á undanfórnum árum. Með mót-
unum er ætlað að feta í fótspor AI-
þjóða frjálsíþróttasambandsins sem
hefur tekist vel upp með „gullmót“
sín undanfarin ár. Vegleg peninga-
verðlaun eru fyrir efstu sætin á mót-
unum um leið og tekist hefur að selja
útsendingarrétt til sjónvarpsstöðva.
Stefnt er að því að fremstu frjálsí-
þróttamenn heims taki þátt í þeim
og þá sérstaklega Bandaríkjamenn.
Hafa fremstu frjálsíþróttamenn
landsins samþykkt að taka þátt í
mótunum, en tvö hafa verið skipu-
lögð á þessu ári, en ráðgert er að þau
verði þi’jú til fjögur á því næsta.
Meðal þeirra sem boðað hafa þátt-
töku sína á fyrsta mótið í new York í
næsta mánuði eru Marion Jones,
Michael Johnson, Maurice Green,
John Godina og Charles Austin svo
einhverjir séu nefndir.
Eftir upplýsingum frá mótshald-
ara er gert ráð fyrir að Vala mæti
bandarísku meisturunum Stacy Dra-
gila og Melissu Miiller, en báðar
hafa þær stokkið um fjópa og hálfan
metra í stangarstökki. I sömu upp-
lýsingum er aðeins greint frá þess-
um þremur keppendum í stangar-
stökki kvenna en sennilegt má telja
að fleiri stúlkur reyni með sér.
Vigdís meistari
t
í fjórða sinn
Vigdís Guðjónsdóttir, spjótkast-
ari úr HSK, sigraði um helgina
í spjótkasti á svæðismeistaramóti
háskóla í austurhluta Bandaríkjana.
Þetta er fjórða árið í röð sem Vigdís
vinnur spjótkastskeppni þessa
móts, en hún leggur stund á nám
við háskólann í Athens í Georgíu.
Vigdís kastaði spjótinu 52,14 metra
sem er hennar besti árangur með
nýju spjóti sem tekið var upp í
keppni í kvennaflokki 1. apríl sl.
Halldóra Jónasdóttir varð í fjórða
sæti í spjótkasti á sama móti,
kastaði 46,24 metra, en Halldóra er
við nám í Alabama. Sigur Vigdísar
var mjög öruggur, hún kastaði rúm-
um fjórum metrum lengra en silfur-
verðlaunahafmn.
Með árangri sínum bætti Vigdís
sinn fyrri árangur með þessu spjóti
um tæpa tvo metra. Nýja spjótið
hefur annan þyngdarpunkt en fyrra
spjót og á ekki að geta farið eins
langt og hið gamla auk þess sem
það lendir frekar á oddinum.
Vigdís hefur þar með unnið sér
þátttökurétt í spjótkasti á háskóla-
meistaramóti Bandan'kjanna sem
fram fer á næstunni og er það
einnig í fjórða sinn sem hún nær
þeim áfanga.
Magnús
Agnar
tilKA
MAGNÚS Agnar Magnússon,
linumaður úr Gróttu/KR, mun
leika með KA á næstu leiktíð.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins mun Grótta/KR,
sem féll úr 1. deild nú í vor,
lána leikmanninn til KA í eitt
ár og verður gengið frá samn-
ingum þess efnis í vikunni.
Magnús hafði verið orðaður
við Stjörnuna, þar sem hann
lék um hríð, en þar er nú und-
ir smásjánni rússneskur línu-
maður. Verður ákveðið í vik-
unni hvort gengið verður til
samninga við hann.
Sturtaugur
veiktist rétt
fýrir leik
STURLAUGUR Haraldsson
átti að vera í byrjunarliði ÍA
gegn KR í gær, en veiktist um
miðjan daginn og gat því ekki
verið með. „Sturlaugur fékk
einhverja magapínu og gat því
ekki leikið. Það var slæmt að
hafa hann ekki með því hann
hefur mikla reynslu,“ sagði
Logi. Kári Steinn Reynisson
tók stöðu Sturlaugs í byrjunar-
liðinu.
Gömlu
meistararnir
heiðursgestir
HEIÐURSGESTIR á leik KR
og í A í gær voru leikmenn KR
sem urðu íslandsmeistarar
1959. Það lið fór í gegnum Is-
landsmótið með fullt hús stiga
og það hefur engu öðru liði
tekist. Leikmennimir gengu
inn á völlinn fyrir leikinn í
Frostaskjólinu og voru kynntir
sérstaklega og fengu lófaklapp
frá stuðningsmönnum KR.
Vel klæddir
KR-ingar
LEIKMENN KR klæðast allir
eins jakkafötum og koma því
prúðbúnir til leikja liðsins í
sumar. Fötin eru frá verslun-
inni GK á Laugavegi. Mörg er-
lend stórlið hafa lengi haft þá
hefð að leikmenn mæti til leiks
allir eins klæddir. KR-ingar
hafa tekið þennan sið upp og
mæta prúðbúnir til leiks á 100
ára afmælisári félagsins.
SIGURSTEINN Gíslason, leikmaður KR, á hér í höggi víð fyrrverandi félaga sína hjá ÍA - Jóhannes
Harðarson og Unnar Valgeirsson.
Óskabyrjun
í Frostaskjóli
STUNDUM fá menn óskir sínar uppfylltar. i gærkvöldi fengu KR-
ingar eina af óskum sínum uppfyllta. Þeir fengu óskabyrjun á ís-
landsmótinu er þeir lögðu Skagamenn, 1:0, en það var ekki það
eina. Þeir fengu sannkallaða óskabyrjun í leiknum því eftir að-
eins sautján sekúndur skoruðu þeir sigurmark sitt. Var þar á
ferðinni Sigþór Júlíusson með skalla sem var fimmta snerting
KR-ings við knöttinn eftir að Gylfi Orrason dómari hafði gefið
heimamönnum merki um að hefja skyldi leik. Sigurinn verður
vart talinn sanngjarn því Skagamenn voru mun beittari, en
hvenær hefur verið spurt um sanngirni í íþróttum? Líklega aldrei
og allra síst á óskastundum.
Eftir hina köldu vatnsgusu
snemma leiks voru leikmenn ÍA
ekki lengi að ná sér á strik. Þeir
■■■■■■■ tóku til við að sauma
Ivar að KR-ingum á flest-
Benediktsson um vígstöðvum.
skrifar Miðjan var þeirra og
Pálmi Haraldsson
og Unnar Valgeirsson léku lausum
hala á köntunum. Sóknarþunginn
var allnokkur og snemma skall hurð
nærri hælum. Pálmi fékk upplagt
færi á markteigshomi á 13. mínútu
en hitti knöttinn tæplega og tókst
því ekki að reka smiðshöggið á fal-
lega sókn. Skagamenn héldu áfram
að leika lipurlega en gekk miður
þegar nær dró markinu. Þeir máttu
KR 1:0 ÍA
Sigþór (1.) KR-völlur 18. maí.
4-4-2 Aöstæóur: Sunnan kaldi, 4-3-3
Kristján M rigning, 6 gráðu hiti. Völl- Ólafur Þór
Sigurður Örn % urinn með stórum kalblett- Gunnlaugur m
Þormóður um og var einnig blautur. Alexander m
D.Winnie Áhorfendur: 2.025. Dómarl: Gylfi Orrason, Reynir
Sigursteinn n Pálmi m
Sigþór * Aðstoðard.; Einar Sigurös- Unnar m
Þórhaliur son og Pjetur Sigurðsson. (Baldur 77.)
Guðmundur 3B Gul spjöld: KR: Sigþðr Jóhannes H. m
Indriði. (40.) - brot. ÍA: Jóhannes (60.) - brot, Unnar (66.) - Heimir m
(Jóhann Þ.52.) brot. Ragnar
Andri S. Rautt spjald: Enginn. (Unnar 56.).
(Arnar Jón 85.) Markskot: 10 -17. Kári S.
Björn Rangstaða: 2-0. Sigurður R. M
(Egill 73.) Horn: 4-5.
1:0 (1.). Guðmundur Benediktsson sendi fyrir mark IA frá vinstri kanti inn á
markteigshorn hægra megin þar sem Sigþór Júlíusson kom aðvífandi og skallaði
í markið.
þó teljast heppnir í meira lagi að
verða ekki einum leikmanni færri á
14. mínútu. Þá varði markvörður-
inn, Olafur Þór Gunnarsson, knött-
inn með hendi rétt utan vítateigs er
hann var andartaki á undan Andra
Sigþórssyni, sem kom eins og
stormsveipur á eftir knettinum í
kjölfar laglegrar stungusendingar
Guðmundar Benediktssonar.
Áfram héldu Skagamenn að
sækja, en án árangurs og eftir því
sem á fyrri hálfleikinn leið náðu
þeir sífellt betri tökum á leiknum.
Jóhannes Harðarson var sem kóng-
ur í ríki sínu á miðjunni, lék sam-
herja sína uppi en sóknarmönnun-
um, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni,
Ragnari Haukssyni og Kára Steini
Reynissyni gekk hins vegar allt í
mót við að brjóta á bak aftur þung-
lamalega vörn KR-inga. Hvað sem
því leið voru það leikmenn KR sem
voru nær því að bæta við marki því
á 39. minútu átti Þórhallur Hinriks-
son skot af 25 metra færi sem skall í
markstöng Skagamarksins.
Leikmenn ÍA héldu uppteknum
hætti í sóknarleiknum í síðari hálf-
leik, nú undan vindi. Hættan var
nær stöðug uppi við mark KR og oft
munaði litlu, en samt nógu miklu til
þess að heimamenn sluppu með
skrekkinn. Skagamönnum tókst ekki
að nýta sér það rými sem kantmenn-
imir fengu og þá yfírburði sem Jó-
hannes og Heimir Guðjónsson höfðu
umfram félaga sína í KR-liðinu.
Sigurður Ragnar, Ragnar, Kári
Steinn og Pálmi sáu til þess að hurð
skall oft nærri hælum KR-inga, en
það var ekki nóg, herslumuninn
vantaði ætíð og Kristján Finnboga-
son var árvökull í marki KR og
greip vel inn í.
KR-ingar áttu skyndisóknir sem
voru beittar en of fáar. Alla vinnslu
vantaði á miðjuna, en líklegt má
telja að það breytist í næstu leikjum
er Bjarki Gunnlaugsson, Einar Þór
Daníelsson og Þorsteinn Jónsson
fara að láta til sín taka, en þeir voru
allir fjarri góðu gamni að þessu
sinni.
Sunnan strekkingur, rigning og
slakur leikvöllur settu talsverðan
svip á leikinn í Frostaskjóli. Leik-
menn beggja liða reyndu þó lengst
af að gera gott úr öllu saman. Á
milli sáust ágætis leikkaflar, eink-
um hjá leikmönnum IA, og gefa
þessir kaflar fyrirheit um að bæði
lið hafi alla burði til þess að
skemmta áhorfendum á knatt-
spyrnuvöllum í sumar. Hvort fleiri
óskastundir verði í Frostaskjólinu
skal ósagt látið, það kemur í ljós
með haustinu.
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Þór Gunnarsson um markið sem
KR skoraði hjá honum eftir 17 sekúndur
Úthlaupið
var algjör
vrtleysa
Valur B.
Jónatansson
skrifar
Olafur Þór Gunnarsson, markvörður
ÍA, var að spila sinn fyrsta deildar-
leik með Skagamönnum og fékk á sig
mark eftir aðeins 17 sek-
úndur. „Það var skelfilegt
að fá þetta mark á sig. Það
er varla hægt að byrja
verr með nýju liði. Fyrir-
gjöfin var föst en vindurinn breytti stefnu
knattarins og hann datt því fljótt niður.
Eg átti að taka þennan bolta, en úthlaupið
hjá mér var algjör vitleysa,“ sagði Ólafur
Þór. „Þessi byrjun setti mig aðeins úr
jafnvægi, ég neita því ekld. En síðan
gleymdi ég þessu.“
Ólafur átti nokkuð glæfralegt úthlaup á
14. mínútu leiksins, hljóp út úr teignum á
móti boltanum og sló hann með hendi áð-
ur en Andri Sigþórsson náði til hans. „Já,
ég viðurkenni að hafa slegið boltann með
hendi, en ég er ekki viss um að ég hafi
verið kominn út fyrir vítateiginn," sagði
Ólafur Þór. í endursýningu á sjónvarps-
stöðinni Sýn kom í ljós að hann var fyrir
utan teiginn þegar hann sló til knattarins.
Það átti línuvörðurinn að sjá og ef hann
hefði gert það hefði það þýtt rauða spjald-
ið!
Hann sagðist vonsvikinn yfir því að
tapa leiknum enda hefðu þeir átt mun
fleiri tækifæri en KR-ingar. „Við áttum í
það minnsta að ná jafntefli. Við fengum
fullt af færum sem við nýttum illa. KR-lið-
ið var ekki eins sterkt og af hefur verið
látið. Það sýndi það alténd ekki í þessum
leik. En eigum við ekki að segja að fall sé
fararheill hjá okkur,“ sagði Ólafur Þór
markvörður.
m)
KNATTSPYRNA
Ólafur spilar ekki í sumar
ÓLAFUR Adolfsson, varnarmaðurinn sterki frá Akranesi sem lék með
Tindastéli í fyrra, leikur ekki með ÍA í sumar eins og búist var við. Hann
hefur hins vegar tekið að sér annað hlutverk, að vera liðsstjóri. „Nei, ég
leik ekki í sumar. Það stéð til en eftir að Gunnlaugur Jénsson gekk til liðs
við félagið ákvað ég að leggja skéna á hilluna. Ég er ánægður með nýja
hlutverkið," sagði Olafur.
Markið eins og rothögg
Valur B.
Jónatansson
skrífar
Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna,
var vonsvikinn með úrsht leiksins
eins og gefur að skilja. „Við vorum al-
gjörlega sofandi i byrjun
og það kostaði okkur
þetta mark sem réð úr-
slitum. Þetta var eins og
rothögg, en við vöknuð-
um af værum blundi og unnum okkur
inn í leikinn, sköpuðum okkur fullt af
færum, en það þarf víst að nýta þau til að
sigra. Ef við skorum ekki úr svona
mörgum færum er ekki hægt að búast
við sigri. Þeir fengu aðeins eitt færi fyrir
utan það sem þeir skoruðu úr. Við feng-
um á annan tug marktækifæra og það
eru líkiega fleiri marktækifæri en and-
stæðingar KR fengu í öllum leikjunum
gegn þeim á síðasta tímabili," sagði Logi.
Hann sagði það jákvæða við leik
sinna manna vera að þeir stjómuðu
leiknum og voru mun betri. „Ég get
verið sáttur við ýmislegt í þessum leik,
en það er alltaf sárt að tapa. Við vorum
að spila ágætlega á köflum. Þeir fengu
sannkallaða óskabyrjun enda með það
sterkt varnarlið að þetta var óskastaða
fyrir þá, að geta bakkað og varist. En
við getum líka huggað okkur við það að
þessi útileikur er einn sá erfiðasti.
Skagamenn hafa ekki riðið feitum hesti
héðan úr Frostaskjólinu síðan 1993 og
við verðum víst að búa við það enn eitt
árið að ná ekki að sigra hér. En það
koma tímar og koma ráð,“ sagði Logi.
Logi skipti Unnari Valgeirssyni út af
fyrir Baldur Aðalsteinsson á 77. mínútu.
Þar sem Unnar var að leika vel og fyrir-
gjafir hans hættulegar, kom sú skipting
nokkuð á óvart. „Unnar var búinn að
spila vel, var duglegur en orðinn þreytt-
ur. Ég vildi því freista þess að finna nýj-
an vinkil á sóknarleiknum með því að
setja Baldur inn á, en því miður skilaði
það litlu.“
£•'• Islandsmótið í knattspyrnu
Liðin í efstu deild karla í
Þessi tíu lið
hafaekkiáður
verið öll samtímis 7
í efstu deild >
Vestmannaeyjum
Guömundur á miðjunni
ATHYGLI vakti að Guðmundur Bene-
diktsson lék í frjálsu hlutverki á miðju hjá
KR-liðinu í gærkvöldi, en ekki í framlín-
unni eins og hingað til.
Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, segir að
þetta sé géð staða fyrir Guðmund og hann
hafi sagt við hann að í þessari stöðu geti
hann orðið yfirburðaleikmaður á Islandi.
„Ég tel ekki að hann komist í landsliðið 1
framlínunni, en sem miðjumaður er hann
feiknasterkur. Hann er geysilega leikinn,
hefur næmt auga fyrir spili og getur að
auki skorað sjálfur," sagði Atli.
Páll „njósnar“
PÁLL Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, var
mættur á KR-völIinn í gærkvöldi til að
fylgjast með KR-liðinu, sem Leiftur mætir
í sínum fyrsta heimaleik - á Ólafsfirði á
mánudaginn. Páll kortlagði leik KR-Iiðs-
ins.
Leiftursmenn leika gegn íslandsmeist-
urum ÍBV í Eyjum annað kvöld, þannig að
þeir mæta tveimur efstu liðunum í efstu
deild í fyrra í tveimur fyrstu umferðunum.