Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA Falurá leið til Finn- lands? FALIJR Harðarson, leikstjórn- andi Keflvíkinga og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, hefur fengið samningstilboð frá finnska félaginu Topu, sem er staðsett í Helsinki. Finnar eru ein fremsta körfuknattleiksþjóð Evrópu og Topu er sterkasta félagslið þeirra. Falur hefur verið einn fremsti körfuknattleiksmaður landsins og er lykilmaður í Islands- meistaraliði Keflvíkinga og landsliðinu, sem nýverið tryggði sér áframhaldandi þátt- tökurétt í Evrópukeppni lands- liða. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er tilboð finnska fé- lagsins mjög gott og mun betra en íslenskum körfuknattleiks- mönnum hefur staðið til boða undanfarin ár. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Fal vildi hann ekki tjá sig um tilboðið að svo stöddu en tók fram að ákvörðun yrði teldn eftir helgina. KNATTSPYRNA 1999 FIMMTUDAGUR 3. JUNI BLAD Eiður Smári bar við Skagamenn til Albaníu „ÉG sé ekki annað en þetta sé enn eitt ævintýrið fyrir okkur. Við vitum ekkert um mótherjana," sagði Logi Olafsson, þjálfari Skagamanna, sem mætir Teuta Durres frá Albaníu í fyrstu umferð Getraunakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Akranesi 19. eða 20. júní, seinni leikurinn í Al- bam'u 16. eða 27. júní. Teuta er frá hafnarbænum Durres, sem er vestan við Tírana. „Við erum byijaðir að vinna í því að fá upplýs- ingar um liðið, sem er eitt af toppiiðum Albaníu. Ég mun hafa samband við norska knattspyrnusam- bandið, en Norðmenn leika Evrópuleik við Albaniu í Tírana á laugardaginn. Þá mun ég hafa samband við Ellert B. Schram, sem verður eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á leiknum. Biðja hann að spyijast fyrir um liðið og kanna hvort það eigi landsliðsinenn," sagði Logi. Skagamenn léku við lið frá Albam'u í Evrópukeppnmni 1993 - gerðu þá jafntefli við meistaraliðið Partizan Tírana í Albaníu, lögðu það að velli á Akranesi, 3:0. Ef Skagamenn komast áfram Ieika þeir gegn Lokeren í Belgíu 19. eða 20. júlí, heima 26. eða 27. júlí. „Það yrði skemmtilegt verk- efni. Ég fylgdist með æfíngum hjá Lokeren í desember síð- astliðnum og sá liðið þá leika gegn Genk,“ sagði Logi. Morgunblaðið/Kristinn LAGT á ráðin; Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari leggur á ráðin með leikmönnum sínum á opinni æfingu í gær. íslenska landsliðið leikur heima gegn Armenum á laugardag en ytra gegn Rússum á miðvikudag. „Ætlum að láta sverfa til stáls“ GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, kveðst hlakka til landsleiksins gegn Armenum á Laugar- dalsvelli á laugardag. Þetta er fyrri leikur íslendinga í tveggja ieikja törn, því á miðvikudag leikur liðið gegn Rússum í Moskvu. Björn Ingi Hrafnsson skrifar Það er alveg ljóst að leikurinn á laugardag gegn Armenum er einn sá mikilvægasti í íslenskri knattspymu um margra ára skeið,“ sagði Guðjón eftir opna æfingu lands- liðsins á æfingasvæði Þróttar í Laugardalnum í gær. „Við stefnum að sigri og sættum okkur ekki við annað. Ég hef áður sagt að stefnan er sett á sigur í heimaleikj- unum tveimur í sumar gegn Armen- íu og Andorra og svo er að sjá hvað aðrir leikir gefa okkur. Hins vegar er jafnljóst að einn leik verður að taka fyrir í einu og við höfum ekki efni á að vanmeta neitt lið,“ sagði Guðjón. Þjálfarinn viðurkennir að senni- lega hefði mátt þrýsta meira á leik- menn armenska liðsins í fyrri leik liðanna í Jerevan sl. haust, en þeim leik lyktaði með markalausu jafn- tefli. „Það er oft auðvelt að vera vit- ur eftir á, en við vildum ekki taka of mikla áhættu og fara of geyst eftir jafnteflið heima við Frakka. Staðan nú gefur okkur hins vegar ákveðin fyrirheit og við ætlum að láta sverfa til stáls og sækja stigin þrjú. Til þess þurfum við stuðning áhorfenda og ég bind vonir við að fólk sjái sér fært að styðja okkur í leiknum. Það yrði afar dýrmætt," segir hann. Guðjón segist ekki hafa ákveðið leikaðferð íslenska liðsins enn, enda séu enn óvissuþættir í myndinni vegna veikinda og meiðsla. „Það er ýmislegt inni í myndinni og ég valdi Bjama í hópinn til að halda valkost- um. Leikurinn er okkur gríðarlega mikilvægur og þess vegna er nauð- synlegt að hafa ákveðna ása uppi í erminni. Til að mynda þarf að ákveða hvort hafa eigi tvo eða þrjá leikmenn í framlínunni og eins er nauðsynlegt að geta sprengt leikinn upp, ef þannig má að orði komast, gangi hlutimir ekki upp strax í byrjun." meiðslum ATHYGLI hefur vakið að Eið- ur Smári Guðjohnsen, fram- herji enska 1. deildarliðsins Bolton Wanderers, dró sig út úr landsliðshópnum á þriðju- dag, daginn eftir tap liðsins gegn Watford í hreinum úr- slitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leik- tíð. „Eiður Smári hafði samband á þriðjudag og sagðist vera meiddur. Ég get ekki annað en tekið slíkt trúanlegt," segir Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari, sem valdi Bjarna son sinn í liðið í stað Eiðs Smára. Guðjón segist hafa reynt að ná í sjúkraþjálfara Bolton vegna málsins, en það hefði ekki tek- ist. Hins vegar hefði hann rætt við blaðafulltrúa Bolton og hann hefði ekki kannast við umrædd meiðsl. Ekki náðist í Eið Smára í gærkvöldi, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunh-. Bjarni aflur í landsliðið BJARNI Guðjónsson, leikmaður Genk í Belgíu, var valinn í A-lands- liðið í gær eftir að Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Bolton, til- kynnti forfóll á miðvikudag. Bjami sem er sonur Guðjóns landsliðsþjálfara og bróðir Þórðar og lék síðast með ísienska liðinu á Kýpurmótinu fyrir tveimur árum - þá í tapleik - segist ánægður með að vera kominn aftur í liðið. „Von- andi fæ ég tækifæri til að láta ljós mitt skína, leikurinn er okkur afar mikilvægur og ekkert annað kem- ur til greina en að fá þrjú stig,“ segir hann. Bjarni, sem varð belgískur meistari nú í vor með Genk ásamt bræðram sínum Þórði og Jóhann- esi Karli, kom til Belgíu frá Englandi þar sem hann hafði feng- ið fremur fá tækifæri með stórlið- inu Newcastle. „Það hefur ræst ótrúlega vel úr þessu hjá mér. Það breyttist allt við að fara til Belgíu og ég fékk fljótt tækifæri, fyrst sem varamaður og svo í byrjunar- liðinu. Nú stefni ég að því að tryggja minn sess í liðinu á næstu leiktíð og það verður spennandi, enda munum við keppa í forkeppni Meistaradeildarinnar og ætlum okkur þar áfram.“ FRJÁLSÍÞRÓTTIR: GUÐRÚN ARNARDÓTTIR MEÐ TIL KRÓATÍU / C3 1 1 1 1 t . I=

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.