Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA c 1999 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ BLAÐ S-Afríkubúinn kom- inn upp á Skaga Kenneth Oupa Matjiane, suður-afrískur fram- herji, er genginn til liðs við ÍA og æfði með liðinu í fyrsta skipti í gærkvöld. Hann hefur fengið leikheimild og verður löglegur með Skagamönnum, sem mæta Leiftri frá Ólafs- firði í efstu deild á laugardag. Til stóð að leikmaðurinn kæmi til Skaga- manna á sunnudag en úr því varð ekki og hann kom ekki fyrr en á miðvikudag, eftir sól- arhrings ferðalag. Matjiane, sem er 25 ára, verður á reynslu- samningi fyrst um sinn og ef hann stendur undir væntingum að mati Skagamanna verður gerður við hann samningur til lengri tíma. Hann lék áður með liði í efstu deild í Suður- Afríku, Jomo Cosmos frá Jóhannesarborg, og skoraði 20 mörk. Hann hefur einnig reynt fyr- ir sér hjá liðum á Norðurlöndunum. KNATTSPYRNA Mikil ánægja með árangur rússneska landsliðsins í Moskvu VALERÍ Karpin er þjóðhetja í Rússlandi eftir sigurmörk gegn Frökkum, 3:2, og íslendingum, 1:0. Hér fagnar hann marki sínu og hleypur himinlifandi frá marki íslands ásamt Alexander Panov (10) - Pétur Hafliði Mar- teinsson grípur um höfuð sér. RÚSSAR eru gífurlega ánægðir með endurholdgun rússneska landsliðsins í knattspyrnu - segja að þeir séu aftur á lífi í „dauðariðlinum“ eftir að marg- ir hafi jarðsett þá. Þegar Rúss- ar töpuðu fyrstu þremur leikj- um sínum, fyrir Úkraínu, Frakklandi og íslandi, voru þeir taldir úr leik í Evrópu- keppninni. Þjálfari liðsins var þá látinn taka pokann sinn og hinn gamalkunni meistari Oleg Romantsev kallaður til verks. Undir stjóm Romantsevs vöknuðu Rússar til lífsins og hafa unnið fjóra leiki í röð. „Endurkoma Rússa hefur verið mögnuð. Eftir glæsilegan sig- ur á Frökkum í París um sL helgi kom sig- ur á íslandi á troðfull- um Dynamo-vellinum í Moskvu. Á sama tíma komu ánæguleg tíðindi frá Yerevan, þar sem Ukraínumenn náðu aðeins jöfnu gegn Armeníu," sagði Moscow News í gær. Blaðið fer lofsamlegum orðum um þjálfarann Romantsev og marka- skorarann Valerí Karpin. „Karpin skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í París og þegar hann skoraði markið gegn Islendingum fagnaði Sergei Stepashin, forsætisráðherra Rúss- lands, sem var meðal áhorfenda, geysilega og einnig í leikslok, þegar sigurinn á Islendingum var í höfn. Áður en Karpin skoraði áttu leik- menn Rússlands í miklum erfiðleik- um með vörn íslendinga, sem var þétt. Mikill fögnuður braust út þegar Karpin skoraði og einnig stuttu síðar þegar fréttirnar bárust frá Yerevan Bjöm Ingi Hrafnsson skrífar frá Moskvu Rússar á Morgunblaðið/Einar Falur i „dauðariðlinum" - um markalaust jafntefli í leik Ar- meníu og Ukraínu. Islendingar, sem höfðu ekki tapað ellefu leikjum í röð, sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik um leið og Rússar gáfu of mikið eftir. Það var stórleik- ur Viktor Onopko í vöminni, sem bjargaði sigrinum - hann var vel á verði þegar íslendingar sóttu hvað mest,“ sagði blaðið og telur að Rúss- ar eigi hvað bestu möguleikana á að komast áfram upp úr „dauðariðlin- um“ í baráttu við Ukraínumenn, ís- lendinga og Frakka. Blaðið bendir á að Rússland eigi eftir að leika við Ar- meníu heima, Andorra úti og Ukra- ínumenn heima. Úkraínumenn, sem eru eftir í riðlinum, eiga erfiða leiki eftir - heima gegn Frökkum og úti- leiki gegn íslendingum og Rússum. Mikil áhugi er á rússneska lands- liðinu þessa dagana í Moskvu, sem sást á Dynamo-leikvanginum, þar sem uppselt var á leikinn. Meðal áhorfenda var borgarstjóri Moskvu, Yurí Luzhkov, sem er talinn líkleg- astur til að vera næsti forseti Rúss- lands. Blöðin í Moskvu voru uppfull af frásögnum á afrekum rússneska landsliðsins. Eitt blaðanna var með stóra fyrirsögn á forsíðu, þar sem sagt var að sigurinn á íslandi hafi verið til heiðurs skáldinu Alexander Puskin, en á sunnudaginn var voru liðin 200 ár síðan hann fæddist. Mikil hátíðarhöld hafa verið í Rússlandi vegna þeirra tímamóta allt þetta ár og myndir eru á Puskin á götum úti. Veðurfarið í Moskvu og rússneska landsliðið eiga eitt sameiginlegt - skjótt skipast veður í lofti. Ragnheiður hafnar tveimur tilboðum Ragnheiður Stephensen, leiíunaður Islandsmeistara Stjörnunnar í handknattleik, hefur hafnað tilboðum frá úrvalsdeildarliðinu Toten og fyrstudeildarfélaginu Bryne frá Noregi og verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Garðabæjarliðsins. Ragnheiður sagði í samtali við Morgunblaðið að forráðamenn Toten hefðu ekki getað komið til móts við kröfur hennar að öllu leyti og því hefði hún ákveðið að hafna tilboði félagsins. „Mér fannst alltof mikið um óljósa þætti í tilboðinu og gat ekki samþykkt það óbreytt. Þá gat ég heldur ekki látið skólayfirvöld í Hofsstaðaskóla bíða eftir svari frá mér um hvort ég hygðist kenna þar næsta vetur.“ Norska fyrstudeildarfélagið Bryne hafði einnig gert Ragnheiði tilboð en hún sagðist ekki hafa haft áhuga á að leika í neðri deild í Noregi. Samningur Ragnheiðar við Stjörnuna er útrunninn en hún gerir ráð fyrir að vera áfram hjá félaginu. „Ég mun ræða við formann handknattleiksdeildar Sljömunnar á morgun [föstudag] og býst við að skrifa imdir nýjan samning við félagið. Mér líður vel hjá Stjörnunni, sem hefur hlúð vel að kvennahandbolta í gegnum árin.“ Enn hefur ekki verið ráðinn þjálfari hjá kvennaliði Stjörnunnar en allt útlit er fyrir að Eyjólfur Bragason, aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins, taki starfið að sér. Eldur í flug- vél Úkra- ínumanna ÚKRAÍNSKU knattspyrnulandslið- in voru hætt komin þegar eldur kom upp í hreyfli flugvélarinnar sem flytja átti þau heim frá Ar- meníu á miðvikudag. Um borð í vélinni voru A-landsliðið, 21 árs landsliðið ásamt nokkrum forystu- mönnum knattspymu í Úkraínu. Eldurinn kom upp sekúndum áður en flugvélin átti að hefja sig til flugs. Áhöfiiinni tókst að stöðva vélina og koma öllum heilum frá borði. „Ef flugvélin hefði hrapað, hefðu allir bestu knattspymumenn þjóðarinnar farist og úkraínsk knattspyrna verið lengi að ná sama styrk aftur,“ sagði Josef Sza- bo, landsliðsþjálfari. AUÐUN HELGASON VARD AÐ JÁTA SIG SIGRAÐAN í MOSKVU / C2,C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.