Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 C 3 URSLIT Bikarkeppni KSÍ - 32-liða úrslit Leiknir R. - ÍBV....................2:4 Óskar Andrésson (25. og 63.) - Ingi Sigurðs- son (10. og 90.), Hlynur Stefánsson (54., 88.) Dalvík-FH ..........................1:4 Atli Viðar Björnsson - Hörður Magnússon 3, Jónas Grani Garðarsson 1. Huginn/Höttur - Breiðablik..........2:6 Aðalsteinn Ingi Magnússon, Sigurður Magnússon - Ivar Sigurjónsson 3, Salih Heimir Porca 2, Hreiðar Bjarnason. KFS-ÍR..............................1:3 Magnús Steinþórsson - Bjarni Gaukur Sig- urðsson 2. Njarðvík - ÍA.......................0:4 Ragnar Hauksson 2, Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, Kenneth Magene. Selfoss - Stjarnan .................1:5 Guðlaugur Örn Jónsson - Reynir Björnsson, Boban Ristic, Dragan Stojanoviz, Veigar P. Gunnarsson, Björn Másson. KS - Fykir ........................ 1:3 Sigurður Torfason - Theodór Óskarsson, Hrafnkell Helgason, Ómar Valdimarsson. ÞórA. - Valur ......................1:3 Alan Kerr - Kristinn Lárusson, Einar Páll Tómasson, Ólafur Júlíusson. Þróttur R. 23 - KR..................0:3 - Guðmundur Benediktsson (víti), Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hinriksson. Valur-ÍBV...........................2:1 Ásgerður H. Ingibergsdóttir (10.), Rakel Logadóttir (51.) - Karen Burke (23.). Grindavík - KR ................... 0:6 - Helena Ólafsdóttir 2, Ásthildur Helga- dóttir 2, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Stjarnan - Breiðablik...............1:1 Heiða Sigurbergsdóttir - Hildur Sævars- dóttir. ÍA - Fjölnir........................2:1 Elína Anna Steinarsdóttir, Kristín Ósk Halldórsson - Hrafnhildur Eymarsdóttir. Fj. leikja U J T Mörk Stig KR 5 5 0 0 28:2 15 VALUR 5 5 0 0 21:3 15 STJARNAN 5 3 1 1 14:8 10 BREIÐABLIK 5 3 1 1 13:7 10 IBV 5 2 0 3 17:12 6 ÍA 5 1 0 4 5:16 3 GRtNDAVÍK 5 0 0 5 2:27 0 FJÖLNIR 5 0 0 5 1:26 0 Spánn Undanúrslit, síðari leikur: Dcportivo - Atletico Madrid.........0:1 Michele Serena 60.35.000. ■ Atletico vann samtals 1:0 Svíþjóð Helsingborg - Elfsborg..............1:1 ■Haraldur Ingólfsson kom inn á hjá Elfsborg á 72. mín. Staðan: Örgryte .............. 10 6 4 0 21: 7 22 Helsingborg............10 6 1 3 18:11 19 Kahnar................ 10 6 0 4 14:15 18 AIK ...................10 5 2 3 16: 8 17 Halmstad.............. 10 5 2 3 17:10 17 Treileborg ............10 5 2 3 22:16 17 Örebro .............. 10 4 1 5 9:14 13 Frölunda ............ 10 3 3 4 10:14 12 Elfsborg............. 10 3 2 5 14:16 11 Malmo .................10 3 2 5 13:16 11 Norrköping .......... 10 2 4 4 10:15 10 IFK Gautaborg.........10 2 4 4 10:16 10 Djurgarden ...........10 2 3 5 10:18 9 Hammarby..............10 1 4 5 8:16 7 í kvöld Knattspyma Bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola-bikarinn, 32- liða úrslit: Akranes: fA 23 - Keflavík............20 Ásvellir: Haukar - Skallagrímur......20 Garðsvöllur: Víðir - Víkingur........20 Kópavogsvöllur: HK - Víkingur R.......20 Sindravöllur: Sindri - Leiftur .......20 1. deild kvenna: A-riðiIl: Keflavík: RKV - Grótta................20 B-riðill: Blönduós: Hvöt - Leiftur/Dalvík.......20 Sauðárkrókur: Tindastóil - Pór/KA ....20 C-riðill: Vopnafjörður: Einherji - KVA .........20 Leiðrétting VEGNA fréttar I blaðinu í gær vill Steinar Guðgeirsson, leikmaður Fram, leiðrétta ummæli sem höfð voru eftir honum í fyrirsögninni „Hlynur sló mig í andlitið". Hið rétta er að Steinar sagði „Hlynur sló til mín.“ Þá er rétt að leiðrétta nafn eins leik- manns í liði umferðarinnar í gær. Þar á að vera Reynir Leósson, ÍA í stað Ragnars Leóssonar. I úrslitum af opna Búnaðarbanka- mótinu í golfi í blaðinu í gær féll niður nafn Árna Jóns Eggertssonar, GSE, er hafnaði í þriðja sæti með forgjöf. Ami lék á 64 höggum. Þá voru röng nöfn á tveimur stúlk- um í frétt á blaðsíðu B9 þar sem fjallað var um pæjumótið í Vestmannaeyjum. Þóra Sif Friðriksdóttir var ranglega sögð Friðleifsdóttir og Guðrún Þor- steinsdóttir, stalla hennar úr Breiða- bliki, var ranglega nefnd Friðrún. Beðist er velvirðingar á mistökunum. KNATTSPYRNA IÞROTTIR Valur enn á sigurbraut VALUR heldur sínu striki í kvennadeildinni eftir 2:1-sigur á ÍBV á Hlíðarenda í gærkvöldi og hefur þar með unnið alla fimm leiki sína í deildinni í sumar. Eyjastúlkur gáfu leikinn ekki eftir bar- áttulaust. „Okkur tókst ekki að gera það sem við ætiuðum að gera, að hafa stjórn á leiknum, því þær komu brjálaðar til leiks og leikurinn var erfiður - en við unnum," sagði Rakel Logadóttir þreytt en brosandi eftir leikinn en hún skoraði glæsilegt sigur- mark. „Þetta sýnir að við erum með gott lið og þurfum ekki að gera okkar besta til að vinna. Annars tökum við bara einn leik í einu og bíðum eftir leiknum við KR.“ í öðrum leikjum vann KR örugglega 6:0 í Grindavík, Skagastúlkur unnu Fjölni 2:1 á Akra- nesi og í Garðabænum skildu Stjarnan og Breiðablik jöfn, 1:1. Stefán Stefánsson skrifar Gestimir úr Eyjum mættu bar- áttuglaðir en fengu skell á 10. mínútu þegar rangstöðugiklra brást illilega og Ásgerður H. Ingibergsdóttir skoraði af stuttu færi. Við markið fór vind- urinn úr seglum Eyjaliðsins en þær náðu sér á strik og uppskáru fyrir baráttuna þegar Karen Burke jafnaði eftir langa og stranga sókn þar sem Valsstúlkum tókst að verja þrívegis á línu áður en boltinn fór í netið. Eftir það jafnaðist leikurinn frekar og þó að Valsstúlk- ur væru liprari með boltann og með nettara spil unnu Eyjastúlkur upp þann mun með góðri baráttu og stukku alltaf á eftir boltanum. Liðin fengu bæði ágætis færi, Bergþóra Laxdal, fyrirliði Vals, skaut í slá, Hjördís Halldórsdóttir átti gott skot sem Ragnheiður Jónsdóttir í marki Vals varði og markvörður ÍBV, Petra Fanney Bragadóttir, stóð sig líka vel þegar hún varði ein á móti sóknarmanni rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikinn hófu Valsstúlk- ur af krafti og eftir sex mínútur tók Rakel góðan sprett upp vinstri kant og lét skot ríða af rétt utan við víta- teigshomið með vinstri fæti, boltinn fór í slá nálægt stönginni án þess að Petra markvörður kæmi vörnum við. Eins og í fyrri hálfleik kom stutt lægð yfir Eyjastúlkur en aftur náðu þær upp fyrri baráttu og fengu þrjú ágæt færi til að jafna en allt kom fyrir ekki. Valsstúlkur urðu að sætta sig við að gefa eftir í baráttunni en náði þó oft lipru spili, enda margar liðtækar knattspyrnukonur í liðinu. Rakel, Ásgerður, Ragnheiður markvörður, Rósa J. Steinþórsdóttir og íris Andrésdóttir áttu ágætan leik. „Ég er súr yfir úrslitunum því við spiluðum betur en soíhuðum á verð- inum,“ sagði Karen Burke úr IBV eftir leikinn. „Við ætlum að gera bet- ur en í íyrra og það er raunhæft því liðið er mun betra en það var í fyrra og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð í deildinni.“ Eyjastúlkur fóm langt á baráttunni og með meiri brodd í sóknarleiknum ásamt heppni hefðu þær getað gengið af velli með þrjú stig. Karen, Hjördís, Sigríður Ása Friðriksdóttir og íris fyrirliði áttu góðan leik. Valsmaður ekki á skýrslu STARFSMENN Vals gerðu mistök við útfyllingu leikskýrslu fyrir leik Vals og ÍBV í efstu deild kvenna í gærkvöldi, þannig að varamaður, sem ekki var á leikskýrslu, kom inn á í síðari hálfleik. Dómari leiksins gerði athugasemd við atvikið en vildi ekki eftir leikinn skera úr um hvort eftirmál yrðu og benti á mótanefnd KSÍ. Mótanefndarmaður gat ekki og vildi heldur ekki kveða upp dóm en taldi að atvikið skipti ekki máli og úrslit myndu standa, gleymst hefði að rita inn nafn og það yrði leiðrétt. Hann benti á að málið væri flókið og fara þyrfti vandiega yfir það. >L. l«» **' Morgunblaðið/Þorkell VALSSTÚLKUR héldu áfram sigurgöngu sinni í gærkvöldi og unnu ÍBV 2:1. Hér hefur Kristbjörg Ingadóttir náð boltanum en Elfa Ásdís Ólafsdóttir kemur í humátt á eftir henni. Morgunblaðið/Þorkell FÆREYINGURINN Allan Murkore, leikmaður ÍBV, reynir hér að komast framhjá Leiknismannínum Arnari Hall- dórssyni og félagi hans, Runólfur Benediktsson, fylgist með baráttu þeirra. Hlynur bjarg- vættur IBV ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna lentu í kröppum dansi er þeir mættu 3. deildarliði Leiknis í Breiðholtinu í 32-liða úrslitum bikar- keppninnar í gærkvöldi. ÍBV skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínút- um leiksins og tryggði sér sigur, 4:2. Hlynur Stefánsson fyrirliði gerði tvö marka liðsins og bjargaði liði sínu eins og hann gerði einnig í fyrstu umferð bikarkeppninnar í fyrra gegn Þór - gerði þá einnig tvö mörk. Önnur úrslit í gær voru nokkuð eftir bókinni. Við vorum ákveðnir í að stríða Eyja- mönnum og við gerðum það svo sannarlega. Við lögðum áherslu á sterka vörn og skyndisóknir og það skilaði góðum ár- angri. Strákarnir sýndu mikinn styrk með því að jafna leikinn í tvígang og það munaði minnstu að leikurinn færi í framleng- ingu,“ sagði Jóhann Gunnarsson, þjálf- ari Leiknis. „Þetta sýnir að það er ýmis- legt hægt í knattspyrnunni ef viljinn er fyrir hendi.“ Eyjamenn sóttu látlaust fyrsta stund- arfjórðung leiksins og skoruðu fyrsta markið eftir tíu mínútur. Ingi Sigurðs- son skoraði það af löngu færi, sendi boltann hátt í loft upp og datt hann yfir markvörðinn, sem hafði hætt sér of langt út úr markinu. Frekar skondið mark. Þrátt fyrir fjölmörg marktæki- færi náði ÍBV ekki að nýta sér þau. En Leiknismenn nýttu hins vegar fyrsta og eina færi sitt í fyrri hálfleik. Rangstöðu- gildra Eyjamanna klikkaði illa á 25. mínútu. Skúli Þorvaldsson sendi þá inn fyrir vömina og þar kom Óskar Andrés- son á fullri ferð - stakk vörn ÍBV af og skoraði af öryggi framhjá Birki Krist- inssyni, 1:1. Þannig var staðan í hálfleik. Þegar níu mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik kom Hlynur Stefánsson Eyjamönnum yfir með skalla eftir horn- spymu Baldurs Bragasonar. Þá héldu flestir að björninn væri unninn fyrir IBV. Leiknismenn voru ekki á því og jöfnuðu, 2:2, níu mínútum síðar. Óskar Andrésson var aftur að verki, skallaði í nær homið eftir langt innkast Þórðar Jenssonar sem Arnar Halldórsson framlengdi inn að markinu. Þetta setti bikarmeistarana svolítið út af laginu og þeir áttu í hinu mesta basli með að byggja upp sóknir og skapa sér færi. Það var ekki fyrr en Hlynur Stefánsson fór fram að sóknirnar fóm að skila ár- angri. Hann átti skalla sem bjargað var á marklínu stundarfjórðungi fyrir leiks- lok og þegar tvær mínútur voru eftir kom loks þriðja markið. Hlynur gerði það með skalla eftir undirbúning Færeyingsins Allans Murkpre. Ingi Sigurðsson batt endahnútinn á laglega sókn og sendingu frá Steingrími Jó- hannessyni rétt áður en flautað var til leiksloka og niðurstaðan 4:2. Eyjamenn önduðu léttar enda þurftu þeir svo sannarlega að hafa fyrir sigrin- um. Þeir léku vel í byrjun en mótspyrna heimamanna kom þeim oft í opna skjöldu. Sóknarmenn liðsins voru ekki á skotskónum frekar en fyrri daginn á útivöllum og það var ekki fyrr en varn- arjaxlinn Hlynur var settur fram að Leiknismenn urðu að játa sig sigraða. Hlynur var yfirburðamaður í liði sínu og hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir sóknar- menn liðsins að hann skuli vinna þau verk sem þeir annars eiga að skila. Leiknismenn börðust eins og hetjur allan leikinn. Þeir náðu oft ágætum samleik og mátti þá ekki á milli sjá hvort liðið er meistari. Markaskorarinn Óskar Alfreðsson er fljótur og útsjónar- samur og myndi sjálfsagt sóma sér vel í efstu deild. Þá stóð vörnin sig vel og markvörðurinn Einar Hjörleifsson varði oft meistaralega. HANDKNATTLEIKUR Svíar heimsmeistarar í handknattleik Svíar hertust við mótlætið SVÍAR tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handknattleik í gærkvöldi með eins marks sigri á Rússum, 25:24, í úrslitaleik HM í Kaíró í Egyptalandi. Þetta er í annað sinn sem Svíar sigra á HM í handknattleik, því undir stjórn Bengt Johansson, þjálfara liðsins, urðu þeir einnig heimsmeistarar í Tékkó- slóvakíu 1990. Sænska liðið er einnig núverandi Evrópumeist- ari í handknattleik. Urslitaleikurinn var nokkuð kaflaskiptur og byrjuðu Rúss- ar mun betur. Risinn Andrej La- vrov átti stórleik í marki Rússa og varði vel allan tímann og náðu landar hans þriggja marka forystu eftir fimm mínútna leik í fyrri hálf- leik og fjögurra marka forskoti eftir sextán mínútur. Wislander sá rautt Rússar höfðu tveggja marka forystu í leikhléi, en í síðari hálf- leik tóku Svíar smám saman að rétta sinn hlut. Peter Gentzel átti góðan leik í marki þeirra og á lokamínútunum tryggðu Svíar sér sigurinn sökum markvörslu hans og hraðaupphlaupa í kjölfarið. Thomas Sivertsson skoraði 23. mark þeirra og kom Svíum í tveggja marka mun, 23:21, og það bil náðu Rússar ekki að brúa. Lokatölur í leiknum urðu 25:24, en Rússar minnkuðu muninn í eitt mark með marki á lokasekúndun- um. „Allir leikmenn mínir léku vel, en Gentzel vann leikinn fyrir okk- ur,“ sagði Bengt Johansson eftir leikinn og jós leikmenn sína lofi. Hann hældi mönnum sínum sér- staklega fyrir að bugast ekki þótt hinn gamalreyndi Magnus Wis- lander fengi þriðju brottvísun sína og þar með útilokun í upphafi síð- ari hálfleiks. „Þetta var áfall fyrir okkur, en í sannleika sagt lékum við svo betur án hans,“ sagði þjálf- arinn. Sex meistarar frá HM 1990 Sex leikmenn sænska liðsins nú unnu titilinn í Prag fyrir níu árum, ásamt auðvitað Johansson þjálf- ara. Það voru þeir Magnus Wis- lander, Magnus Andersson, Ola Lindgren, Staffan „Faxi“ Olsson, Tomas Svensson og Pierre Thors- son. í leik um þriðja sætið á HM höfðu Júgóslavar betur gegn Spánverjum, 27:24. Hrakfarir Spánverja á stórmótum héldu áfram, því þeir voru lengst af með yfirhöndina gegn Júgóslövum en gáfu eftir undir lokin og misstu því af verðlaunapeningi. Magnús Aron kastar 60,35 metra MAGNÚS Aron Hallgríms- son, kringlukastari úr HSK, náði sínum besta árangri á árinu er hann kastaði kringlu 60,35 metra á kast- móti í Helsingborg á sunnu- daginn. Er þetta í annað skipti sem Magnús kastar yf- ir 60 metra á árinu og lofar árangurinn góðu, að sögn Vésteins Hafsteinssonar, þjálfara Magnúsar. Hann varð í 6. sæti á mótinu en sigurvegari varð írinn Nick Eweeny með 61,87 metra. Magnús keppti einnig á móti á sama stað á laugar- dag og kastaði þá aðeins styttra, eða 58,40 metra. Einnig þá varð liann í 6. sæti. Finninn Timo Topuri kastaði lengst í það skiptið, 61,81 metra. Magnús stefnir ótrauður á að ná lágmarki fyrir þátttöku á heimsmeist- aramótinu í sumar, en lág- markið er 62 metrar. ÍR-ingurinn ungi, Óðinn Björn Þorsteinsson, tók einnig þátt í mótunum en var nokkuð frá sínu besta, hann kastaði 42,62 metra á laugardag, en 41,84 metra daginn eftir. Magnús keppir næst á fimmtudaginn í Vesterás og í Gautaborg um helgina. „Við náðum að skríða í 16-liða-úrslitin og ekkert meira en það. Þessi leikur sýnir að það er ekkert gefið í bikar- keppninni. Leiknisliðið lék mjög skyn- samlega og varnarleikur liðsins var vel skipulagður. Það er oft erfitt að brjóta svona lið á bak aftur sem heldur sig svona aftarlega. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og við þurftum að eyða miklum kröftum í hann,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. Skipt um dóm- ara í hálfleik GYLFI Orrason dómari tognaði undir lok fyrri hálfieiks í leik Leiknis og IBV í Breiðholtinu í gærkvöldi. Hann náði að klára hálfleikinn, en Eyjólfur Finnsson tók stöðu hans í síðari hálfieik. Hann hafði verið á lfnunni í fyrri hálfieik ásamt Isleifi Erlingssyni. Einar Örn Daníelsson tók stöðu Eyjóifs á iínunni í seinni hálfleik. „Eg var bara að horfa á leikinn þegar ég var kallaður til,“ sagði Einar Örn um leið og hann skipti um föt. í leikhléinu. Skólausir Valsarar VALSMENN léku gégn Þór á Akureyri í bikarkeppninni í gær- kvöldi. Þeir fóru með flugvél til Akureyrar og þegar þangað kom vantaði tvær íþróttatöskur leik- manna. Töskurnar voru óvart sendar til Vestmannaeyja og þurftu Valsmenn því að útvega sér tvö skópör á Akureyri fyrir leik- Gunnlaug- ur í tveggja leikja bann TVEIR leikmenn úr efstu deild karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar Knattspymusambandsins í gær. Gunnlaugur Jónsson, varnarmaður IA, fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar í leik IA og Leifturs sl. laugardag og Leiftursmaðurinn Steinn Við- ar Gunnarsson fékk eins leiks bann vegna tveggja áminn- inga og þar með brottvísunar í sama leik. Þá var Knattspyrnudeild ÍA gert að greiða kr. 2.000 í sekt. vegna sjö refsistiga. @ ÁRANGUR HEIMSMEISTARANNA HM-ár Leikstaður Sæti sem heimaþjóð hafnaði í Úrslitaleikur... © Árangur heimsmeistaranna Leikir Unnið Jafnt Tap Hlutf. 1938 Þýskaland 1. Þýskaland varð stigahæst1) 3 3 0 0 100% 1954 Svíþjóð 1. Svíþjóð - Þýskaland 17:14 3 3 0 0 100% 1958 A-Þýskaland 3. Svíþjóð - Tékkóslóvakía 22:12 6 6 0 0 100% 1961 V-Þýskaiand 4. Rúmenía - Tékkóslóvakía 9:82) 6 5 0 1 83% 1964 Tékkóslóvakía 3. Rúmenía - Svíþjóð 25:22 6 6 0 0 100% 1967 Svíþjóð 5. Tékkóslóvakía - Danmörk 14:11 6 6 0 0 100% 1970 Frakkland 12. Rúmenía - A-Þýskaland 13:122) 6 5 0 1 83% 1974 A-Þýskaland 2. Rúmenía - A-Þýskaland 14:12 6 5 0 1 83% 1978 Danmörk 4. V-Þýskaland - Sovétríkin 20:19 6 4 2 0 83% 1982 V-Þýskaland 7. Sovétríkin - Júgóslavía 30:2731 7 7 0 0 100% 1986 Sviss 11. Júgóslavía - Ungverjaland 24:22 7 7 0 0 100% 1990 Tékkóslóvakía 7. Svíþjóð - Sovétríkin 27:23 7 6 0 1 86% 1993 Svíþjóð 3. Rússland - Frakkland 28:19 7 6 1 0 93% 1995 fsland 13.-16. Frakkland - Króatía 23:19 9 7 0 2 78% 1997 Japan 15. Rússland - Svíþjóð 23:21 9 9 0 0 100% 1999 Egyptaland 7. Svíþjóð - Rússland 25:24 9 8 1 0 89% 1) í keppninni 1938 léku fjórar þjóðir í einum riðli. 2) Tvíframlengdur leikur. 3) í framlengdum leik. Morgunblaðið GÓI Víkingsstúlkur í Evrópukeppnina Kvennalið Víkings í handknatt- leik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða næsta vet- ur eftir tveggja ára fjarveru ís- lenskra handknattleiksliða í Evr- ópumótum. Karlalið Aftureldingar ætlar ekki að taka þátt í Meistara- deild Evrópu en hyggst skoða möguleika á að taka þátt í öðrum Evrópumótum. Ekki er gert ráð fyrir að önnur lið, sem rétt hafa á að taka þátt í Evrópumótum, tilkynni þátttöku sína. Sigurður Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, sagði að leikmenn kvennaliðs fé- lagsins ætluðu sér að fjármagna þátttöku í Evrópukeppninni á eigin vegum, en miklu máli skipti að fjár- mögnun gengi vel til þess að liðið gæti tekið þátt í mótinu, enda allt eins líklegt að það þyrfti að leika gegn liði frá Austur-Évrópu. „Slík ferð gæti reynst kostnaðarsöm, en leikmannahópurinn sýndi strax mikinn áhuga á að taka þátt enda hafa fæstir leikmanna liðsins fengið tækifæri til þess að fara í slíkt verk- efni. Ef allt gengur að óskum verð- ur þátttaka liðsins án efa lyftistöng fyrir íslenskan kvennahandbolta." Páll Ásmundsson, stjómarmaður í handknattleiksdeild Aftureldingar, sagði að ekki stæði til að félagið, sem vann bikarkeppni og íslands- meistaratitilinn á liðnu keppnis- tímabili, tæki þátt í Meistaradeild Evrópu vegna þess gríðarlega kostnaðar sem þeirri keppni fylgdi. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort félagið tæki þátt í öðrum Evrópukeppnum, en hún yrði tekin áður en frestur til þess að tilkynna þátttöku rynni út 30. júní. Karlalið Fram tryggði sér rétt til þess að taka þátt í Borgarkeppni Evrópu og kvennalið félagsins í Evrópukeppni bikarhafa. Hermann Bjömsson, aðstoðarformaður hand- knattleiksdeildar Fram, benti á þann kostnað sem fylgdi því að taka þátt í Evrópukeppnum og sagði að karlaliðið færi þess í stað í æfinga- ferð erlendis. Hann sagði að kvennalið félagsins yrði ekki skráð til þátttöku á Evrópumóti. Páll Jóhannsson, formaður hand- knattleiksdeildar FH, sagði að karlaliðið, sem hefur rétt til þess að taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa, og kvennaliðið, sem getur tekið þátt í Borgarkeppninni, yrðu ekki send út af félaginu að þessu sinni, enda væri það enn að glíma við skuldir frá fyrri keppnum. Hann útilokaði ekki að félagið sendi lið til keppni þegar fjárhagsstaðan yrði betri. Kvennalið Stjörnunnar hefur rétt á að taka þátt í meistarakeppninni og karlaliðið í Evrópukeppni félags- liða. Þorsteinn Gunnarsson, formað- ur handknattleiksdeildar, sagði ekki á döfinni að senda lið til keppni enda krefðist þátttakan mikils fjár- magns og vinnu af hálfu félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.