Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 \ MORGUNBLAÐIÐ URSLIT Bikarkeppni KSI - 32-liða úrslit Leiknir R. - ÍBV....................2:4 Óskar Andrésson (25. og 63.) - Ingi Sigurðs- son (10. og 90.), Hlynur Stefánsson (54., 88.) Dalvík - FH .......................1:4 'Atli Viðar Björnsson - Hörður Magnússon 3, Jónas Grani Garðarsson 1. Huginn/Höttur - Iireiðablik..........2:6 Aðalsteinn lngi Magnússon, Sigurður Magnússon - Ivar Sigurjónsson 3, Salih Heimir Porca 2, Hreiðar Bjarnason. KFS - ÍR..........................1:3 Magnús Steinþórsson - Bjarni Gaukur Sig- urðsson 2. Njarðvík - ÍA......................0:4 Ragnar Hauksson 2, Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, Kenneth Magene. Selfoss - Stjarnan ..................1:5 Guðlaugur Örn Jónsson - Reynir Björnsson, Boban Ristic, Dragan Stojanoviz, Veigar P. Gunnarsson, Björn Másson. KS - Fykir........................1:3 Sigurður Torfason - Theodór Óskarsson, Hrafnkell Helgason, Ómar Valdimarsson. Þór A. - Valur .....................1:3 Alan Kerr - Kristinn Lárusson, Einar Páll Tómasson, Ólafur Júlíusson. Þrdttur R. 23 - KR..................0:3 - Guðmundur Benediktsson (víti), Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hinriksson. Valur - f BV........................2:1 Ásgerður H. Ingibergsdóttir (10.), Rakel Logadóttir (51.) - Karen Burke (23.). Grindavík - KR....................0:6 - Helena Ólafsdóttir 2, Ásthildur Helga- dóttir 2, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Sljiirnaii - Breiðablik................1:1 Heiða Sigurbergsdóttir - Hildur Sævars- dóttir. ÍA - FjBlnir........................2:1 Elína Anna Steinarsdóttir, Kristín Osk Halldórsson - Hrafnhildur Eymarsdóttir. Fj. leikja U J T MBrk Stig KR 5 5 0 0 28:2 15 VALUR 5 5 0 0 21:3 15 STJARNAN 5 3 1 1 14:8 10 BRBÐABLIK 5 3 1 1 13:7 10 IBV 5 2 0 3 17:12 6 ÍA 5 1 0 4 5:16 3 GRINDAVlK 5 0 0 5 2:27 0 FJÖLNIR 5 0 0 .5 1:26 0 Spánn Undanúrslit, sfðari lcikur: Deportivo - Atletico Madrid . Michele Serena 60.35.000. ¦ Atletico vann samtals 1:0 Svíþjóð Helsingborg - Elfsborg...... ¦Haraldur Ingólfsson kom Elfsborg á 72. mín. Staðan: Örgryte .............10 6 Helsingborg..........10 6 Kalmar..............10 AIK ................10 Halmstad............10 Trelleborg ...........10 Örebro .............. 10 Frölunda ............10 Elfsborg.............10 3 Malm0 ..............10 3 Norrköping ..........10 2 IFK Gautaborg.......10 2 Djurgarden .......... 10 2 Hammarby...........10 1 .0:1 inn á .1:1 hjá 0 21: 3 18: 14: 16: 17: 2_: 9 7 22 11 19 15 18 8 17 10 17 16 17 14 13 14 12 16 11 16 11 15 10 16 10 18 9 16 7 Ikvöld Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola-bikarinn, 32- Iiða úrslil: Akranes: ÍA23 - Keflavík.............20 Ásvellir: Haukar - Skallagrímur........20 Garðsvöllur: Víðir - Víkingur...........20 Kópavogsvöllur: HK - Víkingur R.......20 Sindravöllur: Sindri - Leiftur ..........20 l.deild kvenna: A-riðill: Keflavík:RKV-Grótta...............20 B-riðiU: Blönduós: Hvöt - Leiftur/Dalvík........20 Sauðárkrókur: Tindastóll - Þór/KA .....20 C-riðill: Vopnafjörður: Einherji - KVA .........20 Leiðrétting VEGNA fréttar í blaðinu í gær vill Steinar Guðgeirsson, leikmaður Pram, leiðrétta ummæli sem höfð voru eftir honum í fyrirsögninni „Hlynur sló mig í andlitið". Hið rétta er að Steinar sagði „Hlynur sló til mín." Þá er rétt að leiðrétta nafn eins leik- manns í liði umferðarinnar í gær. Par á að vera Reynir Leósson, ÍA, í stað Ragnars Leóssonar. I úrslitum af opna Búnaðarbanka- mótinu í golfi í blaðinu í gær féll niður nafn Arna Jóns Eggertssonar, GSE, er hafnaði í þriðja sæti með forgjöf. Arni lék á 64 höggum. Þá voru röng nöfn á tveimur stúlk- um í frétt á blaðsíðu B9 þar sem fjallað var um pæjumótið í Vestmannaeyjum. Þóra Sif Friðriksdóttir var ranglega sögð Friðleifsdóttir og Guðrún Þor- steinsdóttir, stalla hennar úr Breiða- bliki, var ranglega nefnd Friðrún. Beðist er velvirðingar á mistökunum. KNATTSPYRNA Valur enn á sigurbraut VALUR heldur sínu striki í kvennadeildinni eftir 2:1-sigur á ÍBV á Hlíðarenda í gærkvöldi og hefur þar með unnið alla fimm leiki sína í deildinni í sumar. Eyjastúlkur gáfu leikinn ekki eftir bar- áttulaust. „Okkur tókst ekki að gera það sem við ætluðum að gera, að hafa stjórn á leiknum, því þær komu brjálaðar til leiks og leikurinn var erfiður - en við unnum," sagði Rakel Logadóttir þreytt en brosandi eftir leikinn en hún skoraði glæsilegt sigur- mark. „Þetta sýnir að við erum með gott lið og þurfum ekki að gera okkar besta til að vinna. Annars tökum við bara einn leik í einu og bíðum eftir leiknum við KR." í öðrum leikjum vann KR örugglega 6:0 í Grindavík, Skagastúlkur unnu Fjöíni 2:1 á Akra- nesi og í Garðabænum skildu Stjarnan og Breiðablik jöfn, 1:1. Gestirnir úr Eyjum mættu bar- áttuglaðir en fengu skell á 10. mínútu þegar rangstöðugildra brást illilega og Asgerður H. Ingibergsdóttir skoraði af stuttu færi. Við markið fór vind- urinn úr seglum Eyjaliðsins en þær náðu sér á strik og uppskáru fyrir baráttuna þegar Karen Burke jafnaði eftir langa og stranga sókn þar sem Valsstúlkum tókst að verja þrívegis á línu áður en boltinn fór í netið. Eftir það jafnaðist leikurinn frekar og þó að Valsstúlk- ur væru liprari með boltann og með nettara spil urmu Eyjastúlkur upp þann mun með góðri baráttu og stukku alltaf á eftir boltanum. Liðin fengu bæði ágætis færi, Bergþóra Laxdal, fyrirliði Vals, skaut í slá, Hjördís Halldórsdóttir átti gott skot sem Ragnheiður Jónsdóttir í marki Vals varði og markvörður ÍBV, Petra Fanney Bragadóttir, stóð sig líka vel þegar hún varði ein á móti sóknarmanni rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikinn hófu Valsstúlk- ur af krafti og eftir sex mínútur tók Rakel góðan sprett upp vinstri kant og lét skot ríða af rétt utan við víta- teigshornið með vinstri fæti, boltinn fór í slá nálægt stönginni án þess að Petra markvörður kæmi vörnum við. Eins og í fyrri hálfleik kom stutt lægð yfir Eyjastúlkur en aftur náðu þær upp fyrri baráttu og fengu þrjú ágæt færi til að jafna en allt kom fyrir ekki. Valsstúlkur urðu að sætta sig við að gefa eftir í baráttunni en náði þó oft lipru spili, enda margar liðtækar knattspyrnukonur í liðinu. Rakel, Ásgerður, Ragnheiður markvörður, Rósa J. Steinþórsdóttir og íris Andrésdóttir áttu ágætan leik. „Eg er súr yfir úrslitunum því við spiluðum betur en sofnuðum á verð- inum," sagði Karen Burke úr ÍBV eftir leikinn. „Við ætlum að gera bet- ur en í fyrra og það er raunhæft því liðið er mun betra en það var í fyrra og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð í deildinni." Eyjastúlkur fóru langt á baráttunni og með meiri brodd í sóknarleiknum ásamt heppm' hefðu þær getað gengið af velli með þrjú stig. Karen, Hjördís, Sigríður Ása Friðriksdóttir og íris fyrirliði áttu góðan leik. Valsmaður ekki á skýrslu STARFSMENN Vals gerðu mistök við útfyllingu leikskýrslu fyrir leik Vals og ÍBV í efstu deild kvenna í gærkvöldi, þannig að varamaður, sem ekki var á leikskýrslu, kom inn á í sfðari hálfleik. Dómari leiksins gerði athugasemd við atvikið en vildi ekki eftir leikinn skera ú r um hvort eftirmál yrðu og henti á mótanefnd KSÍ. Móianefndarmaður gat ekki og vildi heldur ekki kveða upp dóm en taldi að atvikið skipti ekki máli og úrslit myndu standa, gleymst hefði að rita inn nafn og það yrði leiðrétt. Hann benti á að málið væri flókið og fara þyrfti vandlega yfir það. i % wf' íe___?" * / __: .^a ^^_____R' ¦ ' *m~ * æu*~ I* É _______________r __________F^ ' ^__l_____H w* fl >..... >'^H Morgunblaðið/Þorkell VALSSTÚLKUR héldu áfram slgurgöngu sinni í gærkvöldi og unnu ÍBV 2:1. Hér hefur Kristbjörg Ingadóttir náð boltanum en Elfa Ásdís Ólafsdóttir kemur í humátt á eftir henni. OSKAR Alfreðsson var ái með uppskeruna i gae gerði hann baeði mörk gegn bikarmeistun FÆREYINGURINN Allan Murkore, leikmaður ÍBV, reynir hér að komast framh dórssyni og félagi hans, Runólfur Benediktsson, fylgist með Hlynur bj vættur I ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna lentu í kröppum dansi er þeir mættu 3. deildarliði Leiknis í Breiðholtinu í 32-liða úrslitum bikar- keppninnar í gærkvöldi. ÍBV skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínút- um leiksins og tryggði sér sigur, 4:2. Hlynur Stefánsson fyrirliði gerði tvö marka liðsins og bjargaði liði sínu eins og hann gerði einnig í fyrstu umferð bikarkeppninnar i fyrra gegn Þór - gerði þá einnig tvö mörk. Önnur úrslit í gær voru nokkuð eftir bókinni. o S' k' Si si S1 Við vorum ákveðnir í að stríða Eyja- mönnum og við gerðum það svo sannarlega. Við lögðum áherslu á sterka ¦____¦_¦_¦ vörn og skyndisóknir og ValurB. það skilaði góðum ár- Jónatansson angri. Strákarnir sýndu sknfar mikinn styrk með því að jafna leikinn í tvígang og það munaði minnstu að leikurinn færi í framleng- ingu," sagði Jóhann Gunnarsson, þjálf- ari Leiknis. „Þetta sýnir að það er ýmis- legt hægt í knattspyrnunni ef viljinn er fyrir hendi." Eyjamenn sóttu látlaust fyrsta stund- arfjórðung leiksins og skoruðu fyrsta markið eftir tíu mínútur. Ingi Sigurðs- son skoraði það af löngu færi, sendi boltann hátt í loft upp og datt hann yfir markvörðinn, sem hafði hætt sér of langt út úr markinu. Prekar skondið mark. Þrátt fyrir fjölmörg marktæki- færi náði ÍBV ekki að nýta sér þau. En Leiknismenn nýttu hins vegar fyrsta og eina færi sitt í fyrri hálfleik. Rangstöðu- gildra Eyjamanna klikkaði illa á 25. mínútu. Skúli Þorvaldsson sendi þá inn fyrir vórnina og þar kom Óskar Andrés- son á fullri ferð - stakk vörn ÍBV af og skoraði af öryggi framhjá Birki Krist- inssyni, 1:1. Þannig var staðan í hálfleik. Þegar níu mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik kom Hlynur Stefánsson Eyjamönnum yfir með skalla eftir horn- spyrnu Baldurs Bragasonar. Þá héldu flestir að björninn væri unninn fyrir ÍBV. Leiknismenn voru ekki á þyí og jöfnuðu, 2:2, níu mínútum síðar. Óskar Andrésson var aftur að verki, skallaði í nær hornið eftir langt innkast Þórðar Jenssonar sem Arnar Halldórsson j, framlengdi inn að markinu. Þetta setti _j bikarmeistarana svolítið út af laginu og j þeir áttu í hinu mesta basli með að byggja upp sóknir og skapa sér færi. Það var ekki fyrr en Hlynur Stefánsson fór fram að sóknirnar fóru að skila ár- angri. Hann átti skalla sem bjargað var á marklínu stundarfjórðungi fyrir leiks- lok og þegar tvær mínútur voru eftir kom loks þriðja markið. Hlynur gerði það með skalla eftir undirbúning Færeyingsins Allans Murk0re. Ingi Sigurðsson batt endahnútinn á laglega sókn og sendingu frá Steingrími J6- hannessyni rétt áður en flautað var til leiksloka og niðurstaðan 4:2. Eyjamenn ónduðu léttar enda þurftu þeir svo sannarlega að hafa fyrir sigrin- um. Þeir léku vel í byrjun en mótspyrna heimamanna kom þeim oft í opna skjöldu. Sóknarmenn liðsins voru ekki á skotskónum frekar en fyrri daginn á útivöllum og það var ekki fyrr en varn- arjaxlinn Hlynur var settur fram að Leiknismenn urðu að játa sig sigraða. Hlynur var yfirburðamaður í liði sínu og hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir sóknar- menn liðsins að hann skuli vinna þau verk sem þeir annars eiga að skila. Leiknismenn börðust eins og hetjur allan leikinn. Þeir náðu oft ágætum samleik og mátti þá ekki á milli sjá hvort liðið er meistari. Markaskorarinn Óskar Alfreðsson er fljótur og útsjónar- samur og myndi sjálfsagt sóma sér vel í efstu deild. Þá stóð vörnin sig vel og markvörðurinn Einar Hjörleifsson varði oft meistaralega. J._ a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.