Morgunblaðið - 17.06.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 B 5
VIÐSKIPTI
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, á kynningarfundi hjá Sameinaða lifeyrissjóðnum
Opinn fyrir hugmynd-
um um breytingar á
fj árfestingarreglum
GEIR Haarde, fjármálaráðherra, vék að
nýjum lögum um starfsemi lífeyrissjóða í
ávarpi á kynningarfundi sem haldinn var í nýj-
um húsakynnum Sameinaða Lífeyrissjóðsins á
þriðjudag. Geir sagði að um þessar mundir
væru lögin að koma endanlega til fram-
kvæmda. „Lögin eru ekki gömul en hins vegar
eru í þeim álitamál sem eðli málsins sam-
kvæmt eru til skoðunar. Lögin marka lífeyris-
sjóðunum vissan ramma að því er varðar fjár-
festingarmöguleika, í þeim tilgangi að vemda
það fé sem í sjóðunum er. Slíkir hlutir hljóta að
vera stöðugt til endurskoðunar - hversu mikið
megi fjárfesta í atvinnulífi hér á landi og
hversu mikið erlendis o.s.frv. Ég er mjög opinn
fyrir öllum hugmyndum um breytingar í þessu
sambandi ef lífeyrissjóðamenn telja það skyn-
samlegt," sagði Geir meðal annars.
Hann lýsti einnig ánægju með fjárfestingar
lífeyrissjóðanna utan Islands. „Við höfum tek-
ið eftir því að þeir hafa haslað sér völl erlend-
is með kaupum á verðbréfum. Með því eru
þeir ekki bara að tryggja hag sinna sjóðsfé-
laga heldur einnig að styrkja stöðu íslenska
þjóðarbúsins með því að byggja upp eignir í
útlöndum.“
Sameinaði Lífeyrissjóðurinn festi á síðasta
ári kaup á 710 fermetra húsnæði í Borgartúni
30 og hefur flutt starfsemi sína í nýja húsnæð-
ið, en sjóðurinn var áður til húsa á Suður-
landsbraut 30. Á kynningarfundinum fór Jó-
hannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri Sa-
meinaða lífeyrissjóðsins, yfir þær breytingar
sem gerðar voru á samþykktum sjóðsins í maí
á þessu ári og fela í sér að tekið verður upp
aldurstengt réttindakerfi fyrir nýja sjóðsfé-
laga frá 1. júlí næstkom-
andi. Eldri sjóðsfélagar
munu hafa frjálst val um
hvort þeir greiða sam-
kvæmt aldurstengda
kerfinu eða verða áfram
með lífeyrisgreiðslur sín-
ar í stigakerfinu eins og
hingað til.
Einnig þökkuðu stjórn
og starfsmenn Samein-
aða lífeyrissjóðsins
Benedikt Davíðssyni fyrir samstarfið á liðn-
um árum en Benedikt lét af setu í stjórn
sjóðsins á síðasta aðalfundi hans. Benedikt
hefur um langt skeið starfað að málefnum
Sameinaða lífeyrissjóðsins en hann átti árið
1956 stóran þátt í stofnun Lífeyrissjóðs tré-
smiða sem er einn forvera Sameinaða lífeyr-
issjóðsins.
Geir Haarde
Garöávextir og
gróðurhúsaafuróir
Heildsölu-
veltan á
fimmta
milljarð
ENN er óljóst hvort kaup Búnaðar-
bankans á meirihluta hlutafjár í
Ágæti verða til þess að fyrirtækið
sameinist Sölufélagi garðyrkju-
manna.
Alls voru framleidd um 11.000
tonn af kartöflum hér á landi í fyrra
og um 4.000 tonn af öðrum jarðá-
vöxtum,. samkvæmt bráðabirgðatöl-
um. Talið er að rýmun í kartöflun-
um sé mikil, allt að 30%. Innflutn-
ingur á jarðávöxtum var í fyrra
rúmlega 6.000 tonn og að sögn
heimildarmanna er Baugur hf. með
drjúgan hluta hans á sinni hendi en
Mata, Sölufélagið og Ágæti flytja
einnig inn grænmeti og ávexti.
Nokkuð er einnig um að íslenskir
bændur selji afurðir sínar sjálf-
stætt.
Samkvæmt upplýsingum Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins var sam-
anlagt afurðaverð garðávaxta og
gróðurhúsaafurða tæpar 1.200
milljónir króna árið 1997 og má
gera ráð fyrir að sú tala hafi hækk-
að nokkuð, að sögn heimildar-
manna. Miðað við ársskýrslur fyrir-
tækja á markaðnum má gera ráð
fyrir að samanlögð velta á heild-
sölustigi sé nú á bilinu 4 til 4,5 millj-
arðar á ári.
Óljóst er hver markaðshlutdeild
ofangreindra fyrirtækja er í dreif-
ingunni, meðal annars vegna þess
að Baugur flytur inn verulegt magn
af grænmeti en kaupir einnig af öll-
um þrem dreifingaraðilunum. Velta
Sölufélagsins, sem er samvinnufé-
lag bænda, var í fyrra um 2.000
milljónir, inni í þeim rekstrartölum
er Bananasalan hf. Velta Ágætis
var um 870 milljónir króna, þar af
var hlutur hrásalatframleiðslu um
40 milljónir.
Heimildarmenn hafa giskað á að
hlutur Sölufélagsins í innlendu
grænmeti sé yfir 60% af heildsölu í
landinu, Ágætis um 30% en Mata sé
með rúm 10%. Hlutur síðastnefnda
fyrirtækisins minnkaði um áramót-
in þegar Nóatún færði sig yfir til
Ágætis. Ágæti hefur verið með
langstærstan hluta innlenda kart-
öflumarkaðarins en Sölufélagið á
hinn bóginn með mikinn hluta yl-
ræktar á sinni könnu.
Orð eru upplýsmgar
Viðskiptavinir Símans GSM geta notfært sér gagna- og faxflutningsþjónustu í gegnum GSM síma.
Notendur geta bæði sent frá sér gögn og tekið við upplýsingum frá öðrum.
Viðskiptavinir okkar eru því aldrei nema i símtalsfjarlægð frá tölvutækum upplýsingum.
Þess vegna eru orð þín alls staðar hjá Símanum GSM. S f M I N N "C3SMÍ
WWW.GSM.IS