Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1998 DIMMUGLJUFUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX fannst þeir aðeins vera BAK við kajakinn eru „Fýrir þig, Jökla“ UNDIR perlugráum himni neðan við ármót Sauðár og Jöklu við Dimmugljúfur hlýðir hópur manna á tilsögn Nepalans Rajendra Kumar Gurung um hvernig beri að bregðast við hættunum á tveimur gúmmíbátum og þremur kajökum næstu 20 kílómetrana niður ána milli þverhníptra himinhárra veggjanna. Dagurinn 19. júní 1999 var valinn af vísindalegri nákvæmni, því árlega er aðeins fært í nokkra daga fyrir gúmmíbáta niður Jökulsá á Brú eða eftir stutt vorskot og fyrir leysingar sem gera ána of straumhraða og of vatnsmikla til siglinga. Pyrir ferðinni stóðu Fjallavinafélagið Kári, Ævin- týraferðir í Skagafirði og Hjálparsveit skáta í Garðabæ. A meðan Rajendra fer yfír öryggis- atriðin og björgunaraðferðir, koma fimm kvikmyndatökumenn Plúton ehf. sér fyrir á sérvöldum stöðum og meðlimir Hjálparsveitar skáta í Garðabæ stilla upp búnaði til að síga niður hengifiugið allt að 120 metra. Svæðisstjóri þess sem er að hefjast (Nicolai Jónasson) og leikstjóri kvik- myndarinnar (Konráð Gylfason) gefa brátt merkið, en maðurinn, sem hóp- urinn hefur lagt allt sitt traust á og jafnvel líf í hendur, er Rajendra. Þrír menn á kajökum sleppa landi og hefja glímuna við Jöklu sem streymir 2-3 metra á sekúndu og 5-6 í flúðum. Áin er hröð og öldumar þungar og von á hringiðum, svokölluð- um (vatns)holum sem henda bátunum bátverjar umluktir þungri öldu. Þeim lítil peö í vatnshönd Jöklu. aftur á bak, „þvottavélum“ (undir- straumi) sem halda bátum og mönn- um læstum á tilteknum stöðum, og fóllum. Einnig geta gijót fallið hundr- að metra úr veggjum og risavaxnar loftbólur stöðvað bátana eða skarpir klettar. Jafnvel lygnur eru hraðar. Margar erfíðar ákvarðanir eru fram undan, því tækifærin til að hætta í miðju kafi verða ekki mörg. Skipu- leggjendur ferðarinnar „Haukamir þrír“ (Haukur Parelius, Haukur Hlíð- kvist Ómarsson og Skúli Haukur Skúlason) gerðu því tilraun til að blíðka jökulána fyrir brottför. Þeir stóðu frammi fyrir henni með gullhúð- að Þórslíkneski í höndum og vörpuðu því í vatnið og kölluðu um leið: „Fyrir þig, Jökla“. Tólf ræðarar koma sér fyrir í gúmmíbátunum, tveir stjórnendur og tveir farþegar, annar til að ljósmynda og hinn til að kvikmynda. Klukkan er 7:50 og ferð og kvikmynd án hlið- stæðu hefst. Enginn hætti við, því allir brenna af þrá til að vinna þetta afrek, að leggja Jöklu á gúmmíbátum í „river rafting". Bátarnir hverfa í lykkju sem áin hefur lagt á leið sína norðan Vatnajökluls út í Atlantshafið. Á „árbökkum" standa aðstandendur eftir, meðal annars kona (Helga P. Finnsdóttir) sem á eiginmann (Hauk H. Ómarsson), bróður (Hauk Pareli- us) og yfirmann (Árna Snorrason) í bátunum. Ferðin var ekki endanlega ákveðin fyrr en kvöldið áður þótt menn hafi búið sig undir hana í heilt ár, því þá gáfu bæði skátamir og Ratz, eins og Rajendra er kallaður, grænt ljós eftir að hafa kannað kringumstæður á landi og á Jöklu. Ratz, Dil Gurung, Janak Nirula og Smári Stefánsson fóru 12 kílómetra leið um Dimmugljúfur (Hafrahvammagljúfur) 18. júní og uppgötvuðu hversu öflug Jökla er og hverjar eru helstu hætt- urnar. „Áfram,“ hrópar Ratz, „hægri,“ „áfram.“ Hann þarf að hrópa hátt þvi hávaðinn er mikill. Fyrsta atrenna heppnast og hópurinn nemur staðar. Á landi eru yfir tuttugu manns með hlutverk vegna þessarar ferðar og nú þarf að flytja kvikmyndatökumenn. Sigtæki, sem meðal annars eru tvö fjórhjól en af þeim er kippt tveimur felgum og tækið notað til að hífa sig- menn upp aftur, era tilbúin. Skátarnir eru snöggir að flytja sig milli staða og hópurinn er sérhæfður í klifri, sigi og skyndihjálp. Þeir hafa komið sér fyrir til móts við Kárahnúka, en um þá og þessi undur stendur tU dæmis í bók- um: „Skömmu eftir að Sauðá hefur fallið í Jökulsá eru að henni ein hrika- legustu árgljúfur á íslandi, undir Kárahnúkum. Þau nefnast Dimmugljúfur, ofurþröng og 160 m djúp. Þar sem gljúfrunum lýkur taka við Hafrahvammar, grasi grónar brekkur sem halla jafnt niður við Jök- ulsá að vestan en á móti þeim, austan við ána, rís um 200 m hár og þver- hníptur hamraveggur. Er þetta með stórfenglegustu fyrirbærum í ís- lenskri náttúra.“ (Islenska vegahand- bókin, bls. 99, útg. 1998). Þangað vora bátamir komnir og allir vissu að nú tæki við erfíðasta glíma ferðarinnar. Hér var Jökla í rauninni ófær. Hér vora hættulegar flúðir, hringiður, „þvottavélar" og oddhvöss björg. Fjórir skátar sigu niður rúmlega 100 m hamravegg og tveir kvik- HUGREKKI. Daginn áður kannaði Rajendra (til hægri) Jöklu á kajak. Smái Smári sigldi Jöklu aftur á kaje ÁÐ í gljúfrinu. Bátsmönnum var ráðlagt að vera í skjóli undir á að fá fljúgandi grjót úr bjargstálinu yfir; myndatökumenn vora látnir síga. Hjá þeim, eins og í bátunum, var öryggið efst í huga. Fífldirfska var ekki á dag- skrá, aðeins hugrekki. Rétt ofan við Kárahnúka era ófær- ar flúðir íyrir bátana og bátsmenn geta teymt þá framhjá þeim undir stjórn Ratz með því að ganga vinstra megin á hálum gljúfurbotninum. Þeir eru í talsambandi um talstöðvar við kvikmyndafólk og skátana og nú fá þeir merki um að allir séu reiðubúnir. Straumhraði Jöklu hefur vaxið frá því um morguninn og er hraði vatns- ins nú ef til vill orðinn 90-100 rúmmetrar á sekúndu. Kajakarnir fara á undan og svo koma bátarnir niður þröngar flúðirnar. Annar fer og svo hinn. Fram undan er einkennileg- ur klettur þar sem áin er v-laga, hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.