Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
DIMMUGLJUFUR
Morgunblaðið/Þorkell
ri Stefánsson (t.v.) varð þá fyrsti íslendingurinn til að sigla Jökulsá á Brú.
ik daginn eftir, 19. júní 1999.
er mikill að ofan en áin hefur sorfið
hann mjóan að neðan. Ái-ekstur. Bát-
urinn skellur á honum og snýst, báts-
menn kipra sig saman til að verjast
því að rotast á klettinum en Skúli
Haukur Skúlason flýgur aftan úr hon-
um og fer á kaf. Honum skýtur svo
upp og Haukur Parelius grípur jafn-
skjótt í hann og þrýstir honum niður
aftur til að geta notið hjálpar Jöklu
INGI R. Ingason með
100 metra ófarna.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1998 C 3
...... mfr.
Morgunblaöið/RAX
YFIR ófæran kafla árinnar kom aðeins til greina að draga bátana og stökkva á milli kletta.
Kajak fiýgur af einum út í vaxandi jökulsána. ^
KALT jökulvatn skellur á andlitin. Hvað er framundan?
við að rykkja félaga sínum aftur upp í
bátinn. Hættan er liðin hjá og bátarn-
ir komast í var áður en næsta
þrekraun hefst.
Erfiðustu flúðirnar eru fram und-
an, Jökla vex í hita dagsins og
þéttri rigningunni. Smári á ein-
um kajakana finnur að áin er straum-
harðari en daginn áður. Ratz metur
aðstæður. Hundrað metrum fyrir ofan
þá ganga kvikmyndavélarnar og
einnig ein í bátnum og önnur hjá Inga
R. Ingasyni framleiðanda myndarinn-
ar. Hann hefur sigið niður með hjálp
skátanna. Bátsmenn sáu hann síga
niður og þótt þeir hefðu aldrei viljað
fórna sæti sínu í bátunum, hefðu þeir
gefið mikið fyrir að fá að síga líka.
Hátt yfir höfðum þeirra, um miðbik
Kárahnúks, hefur einhver rekið niður
tréhæl. Þangað á víst hæsta stífla
Evrópu, fyrirhugað Hálslón Kára-
hnúksvirkjunar, að ná.
Ljósmyndari fann góðan stað hund-
rað metrum fyrir ofan þá og fylgdist
með þeim bera bátana til hliðar í
botninum sem enn var ekki farinn á
kaf. Þeir hvolfdu þeim yfir kletta,
teymdu yfir flúðir og báru þá áfram.
Tveir kajakar fóru þessar flúðir en sá
þriðji fylgdi bátsmönnum. Hér liðu
klukkutímar og Ratz sást stikla á milli
kletta og segja mönnum sínum til. í
fjarska himinsins heyrðist í þotu
fljúga yfir og niðri í gljúfrunum
kastaðist hljóðið milli veggja niður til
bátsmanna sem litu upp, því þeim
fannst eins og þotan svifi skammt fyr-
ir ofan.
Aformið heppnaðist. Erfiðustu
flúðimar voru að baki, næsti
ákvörðunarstaður var 200 m
þverhnípt gljúfrið í grasigrónum
Hafrahvamminum, inni í fegurð sem
jafnvel orðið náttúruperla rúmar ekki.
Allir af stað. Langt var liðið á daginn.
Bátsmenn hrópa samstilltir gleðióp
eftir sigur í hverri orrustunni á fætur
annarri og nú hljómar raust þeirra í
marglitum hamraveggjunum sem áin
hefur skapað á milljónum ára.
Tólf kílómetrar eru að baki og nú
liggur leiðin næstu 8 kílómetra að
heppilegum stað til að taka land
gegnt Hallarfjalli. Kokkarnir (Sigrún
Kristjánsdóttir, Hansína Skúladótt-
ir),og aðrir (t.d. Hildur Þorgeirsdótt-
ir, Ólafur Guðlaugsson og Hrafnhild-
ur Skúladóttir) undirbjuggu nú leið-
arlok með drykkjum og nesti. Skátaj'
og kvikmyndatökumenn eru viðbún-
ir.
Fagnaðarhróp berast á Jöklu. Áin
var ef til vill ekki blíð en hún var ekki
vægðarlaus. Ratz steig á land, reynsla
hans og þekking gerði gæfumuninn
og einnig traust bátsmanna sem komu
orðlausir í land og stigu dansinn eftir
tólf tíma siglingu.
Kvikmyndavélarnar gengu áfi-am
og stöðvuðust ekki fyrr en bátsmenn
höfðu borið bátana upp bratta hlíð og
þangað sem dekkja- og vélarstórir
jepparnir biðu. Anna Svavarsdóttir,
sem var eina konan í hópnum, sagðL
þegar upp vai- komið að það væri líkt
og listamaður hefði í ármilljónir dund-
að sér við að skera verk sín í hamra-
veggina og mála.
Afrekið var í höfn. Kvikmyndatak-
an heppnaðist. Skátarnir, Ævintýra-
ferðafólkið og fjallavinirnir voru him-
inlifandi. 19. júní 1999 var ekki illa
valinn dagur fyrir þig, Jökla. r